Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1995, Side 9
ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1995
9
>
►
>
\
Fangelsuð fyrir
að gefa dúf um
Sextíu og átta ára gömul bresk
kona var dæmd í 28 daga fangelsi í
gær fyrir að hafa gefið dúfum brauð
og hnetur að éta. Konan, Jean
Knowlson, sem býr í bænum Croy-
don í Suður-London, hafði marg-
sinniö verið vöruð við þvi að hún
gæti átt von á að verða fangelsuð ef
hún hættí ekki þeirri iðju sinni að
vera góð við'dúfur og gefa þeim að
éta. Yfirvöld á staðnum segja að dúf-
urnar séu hættulegar heilsu manna
og þá sérstaklega skíturinn frá þeim.
Lögmaður konunnar sagði að konan
hefði sagt sér að hún hefði ekki getað
staðist að gefa dúfunum eftir að hafa
Jean Knowlson. Slmamynd Reuter
að horft framan í „litlu sætu andlit-
in“ þeirra.
Sérfræðingur frá breska fugla-
verndarfélaginu sagði að það væri
óþarfi að gefa dúfunum að éta því
þær væru fullfærar um að sjá sér
fyrir mat sjálfar. Góðmennska kon-
unnar hefði öfug áhrif, þ.e. að dúfun-
um fjölgaði á viðkomandi stað og þá
þyrftí að kalla til meindýraeyði. „Nú
veit konan kannski að ef hún gefur
dúfunum að eta eiga yfirvöld eftír
að koma og snúa „litlu sætu háls-
ana“ þeirra úr lið. Þá hefur hún
kannski lært góða lexíu,“ sagði fugla-
sérfræðingurinn. Reuter
Þessir ítölsku herramenn tilheyra svokölluðu Heiðursmannasamfélagi sem nýlega var stofnað i sjávarþorpinu
Salerno á Ítalíu. Heiðursmennirnir, sem segjast vera með siðgæði á háu stigi, leita eftir einstæðum konum sem
þeir geta notið sólarinnar, hafsins og ítalskrar menningar með. Simamynd Reuter
Sex farast í sjálfsmorðsárás Hamas samtakanna
Líkamsleif ar dreif ðust um allt
Sex manns fórust og 32 slösuðust
í sjálfsmorðsárás sem gerð var á far-
þegavagn í miðri Tel Aviv borg í ísra-
el í gær. Heimildir innan Hamas,
harðlínusamtaka Palestínumanna
sem berjast gegn friðarviðræðum
PLO við ísraelsstjóm, herma að Pa-
lestínumaður frá Vesturbakkanum
hafi staðið að sprengingunni fyrir
hönd samtakanna. Yitsak Rabin, for-
sætísráðherra ísraels, sagði að atvik-
ið myndi ekki hafa áhrif á friðar-
samningaviðræður við PLO. Viðræð-
unum yrði frestað þar til jarðarfor
fólksins sem lést hefði farið fram en
þeim yrði haldið áfram á miðviku-
dag.
„Það varð gifurleg sprenging og
höfuð og hendur hentust um allt.
Fólk lá á gólfinu í vagninu og þetta
var hreint úr sagt hryllilegt," sagði
kona sem varð vitni að atvikinu.
ísraelsmenn svöruðu sprengingunni
með því að banna tveimur milljónum
Palestínumanna frá Vesturbakkan-
um og Gasa svæðinu að koma til ísra-
els. Rabin sagði að bannið myndi þó
ekki standa yfir í langan tíma. Yasser
Arafat, leiðtogi frelsissamtaka PLO,
hefur fordæmt atvikið sem hann
kallar hryðjuverk. Lögreglan hefur
borið kennsl á hkin sem fundust eft-
ir sprenginguna en fjórar konur lét-
ust og tveir menn. Lögreglan segir
annan manninn vera þann sem að
sprengingunni stóð. Reuter
Útlönd
Barinntilóbóta
eftirglannaleg-
an framúrakstur
Gisli Kris^ánsson, DV, Ósló:
Ungur norskur ökuþór hefur
lofað að aka með gát það sem óf-
arið er af lifsleiðinni eftir að vera
barinn til óbóta vegna ruddalegs
framúraksturs skammt austan
Óslóar um helgina.
Atvik voru þau að manninum
leiddist að dóla á eftir fjórum bil-
um sem ekiö var með ró áleiðis
til Óslóar. Komst hann fram fyrir
bílana með því að gefa hressilega
í en var stöðvaður skömmu síðar
af hinúm framúreknu, dreginn
út úr bíl sínum og barinn svo aö
stórlega sá á.
Pinochettekinn
áteppiö
Augusto
Pinochet, lýrr-
um harðstjóri í
Ciiile og nú yf-
irmaður hers-
ins, var tekinn
á teppið hjá
varnarmála-
ráðherranum
vegna mótmæla yfirmanna í
hernum. Pinochet hefur fyrir-
skipaö rannsókn á mótmælunum
og að viðeigandi refsingum verði
beitt. Reuter
29. leikvika 22. juli 1995
Nr. Lelkur:
Rööln
1. Elfsborg - Ljungskile --2
2. Gunnilse - Hássleholm -X -
3. Hácken - Stenungsun -X -
4. Landskrona - Norrby - -2
5. Myresjö - Kalmar FF --2
6. Oddevold - Falkenberg 1 - -
7. Sheff. Wed,- Árhus 1 - -
8. Köln - Tottenham 1 - -
9. Tromsö - Ekeren --2
10. Helsingfors-Bordeaux -X -
11. Odense - Norrköping 1 --
12. Metz - Linzer 1 - -
13. Charleroi - Wimbledon 1 --
Heildarvinningsupphæd:
57 milljónir
13 réttirf
12 réttir|
11 réttirj
10 réttiri
5.119.070
53.710
3.520
kr.
kr.
kr.
kr.
Jéheld
égéangi heim'
Ettir einn -ei aki neinn
UUMFEROAR
RAO
Circus Arena
á ferð um landið
26. júlí, Egilsstaðir, kl. 20.
EFTIR
ÞRJA
DACA
KOMA í VERSLANIR