Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1995, Qupperneq 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ1995
Meiming _____________________________________________________
Óskar Guðnason gítarleikari fór með konu sinni til Ástralíu:
DV
Sjónmedbarna-
bókfyrir jólin
Kom til baka með
vænan plötusamning
- að frumkvæði Louie Sheldon sem m.a. hefur unnlð með Jackson Five
Óskar Guðnason, 44 ára gítarleik-
ari frá Höfn í Homafirði, er kominn
með stóran plötusamning við plötu-
fyrirtækið Festival í Ástralíu. Til
stendur að gefa út geislaplötu með 9
blúsrokklögum sem Óskar hefur
einnig samið texta við. Óskar er ný-
lega kominn til landsins eftir að hafa
verið í Ástralíu í tvö ár á meðan eig-
inkona hans var að ljúka masters-
námi í mannfræði við háskóla í Can-
berra. Óskar kynntist tónhstar-
manni, Louie Sheldon, sem bauð
honum aö taka upp nokkur lög í
hljóðveri hans í Sydney. Afrakstur-
inn þótti svo góður að Sheldon bauð
honum útgáfusamning.
Sheldon er þekktur amerískur gít-
arleikari frá Los Angeles en hefur
verið búsettur í Sydney sl. 10 ár þar
sem hann hefur rekið hljóðver ásamt
því að vera með útgáfufyrirtæki.
Sheldon dreifir plötum sínum í gegn-
um stærsta plötufyrirtæki Ástrala,
Festival. Hann hefur m.a. spilað með
Herb Albert, félögunum Paul Simon
og Art Garfunkel og hljómsveitinni
Jackson Five þegar Michael var að-
eins fimm ára. Einnig lék hann í lag-
inu Heho! með Lionel Ritchie sem
varð heimsfrægt á sínum tíma.
„Sheldon leist það vel á lögin aö hann
ákvað að gefa þau út. Platan veröur
væntanlega gefhi út í Ástrahu og við-
ar, jafnvel í Bandaríkjunum og Japan.
Ég var mjög heppinn með hljóðfæra-
leikara og fékk til Uðs við mig góðan
trommara og söngvara frá Chicago sem
hefur m.a. spilað með Stevie Wonder,1'
sagði Óskar. Þess má geta að texti við
eitt lagið er saminn af Óskari og Ing-
ólfi Steinssyni. Nafn á plötuna er ekki
komiö en að sögn Óskars hefur verið
stungið upp á Big John Tony and the
Blues Terminators.
Óskar Guðnason, gítarleikari frá Höfn i Hornafirði, komst óvænt í feitt í
Ástralíu meö gerð plötusamnings við stærsta fyrirtæki Ástrala á því sviði.
DV-mynd GVA
Samdi My Daydream
í tónlistinni hér heima hefur Óskar
helst unnið sér það til frægðar að
hafa spilað með Pálma Gunnarssyni
söngvara. Einnig hafa komið út lög
eftir Óskar á safnplötum, m.a. lagið
Gamall draumur sem Bubbi Mort-
hens söng á safnplötunni Aldrei ég
gleymi. Ensk útgáfa af laginu, My
Daydream, kom út á safnplötu Axels
Einarssonar fyrir tveimur árum í
flutningi Rutar Reginalds.
Óskar var ekki bara í tónhstinni á
meðan konan hans, Pia Monrad
Christiansen frá Danmörku, var að
læra í Ástrahu. Hann dundaði einnig
við myndhstina og hélt sýningu á
veitingastað þar sem hann seldi
nokkur málverk.
Önnur plata á leið-
inni hér heima
Óskar er ekki bara að gefa út plötu
í Ástralíu. Hann er í félagi við aöra
að koma út geislaplötu í eitt þúsund
eintökum hér á Islandi sem.Skífan
mun dreifa. Platan nefnist Wishing
Well, eöa Óskabrunnurinn, og var
unnin úti í Ástralíu með íslendingn-
um Geir Gunnarssyni sem þar býr.
Tíu lög eru á þessari plötu í anda
blúsrokksins.
Óskar komst í kynni við Geir þegar
hann sendi inn lág í Eurovision
keppnina á síðasta ári. Óskar sagði
að Geir væri í góðum málum úti í
Ástralíu. Hann væri að vinna í hljóð-
veri í eigu ríkasta mannsins í Can-
berra þar sem aðstæður væru hinar
fullkomnustu. Hljóðverið er í 5 mihj-
óna dollara vihu sem byggð var á
tilbúinni eyju undan strönd Can-
berra. -bjb
Hér eru samankomnir langflestir þeirra 49 nemenda sem útskrifuðust frá Myndlista- og handíðaskóla íslands þetta árið. Alls luku 30 nemendur námi i
myndlistadeild. Þar af voru 11 í málun, 6 í skúlptúr, 6 í grafik og 7 í fjöltækni. Úr listiðna- og hönnunardeild útskrifuðust 19 nemendur, þar af 6 úr leirlist, 5
úr textíl og 8 úr grafískri hönnun. Eins og sjá má eru þetta myndarlegir listamenn sem eiga eftir að láta að sér kveða i framtíðinni.
Helga Lára með
gallerí í London
Listakonan Helga Lára Haralds-
dóttir hefur, í samvinnu við John
Farley, opnað gallerí í London sem
nefnist Galerie Vermilhon. Þar verða
til sýnis og sölu hstaverk úr flestum
geirum myndlistarinnar. Núna
stendur yfir sýning á verkum Helgu
Láru en gaheríið stendur við Upper
Tooting Road í London.
Helga hefur verið búsett í London
undanfarin 10 ár. Hún hefur einkum
getið sér gott orð fyrir höggmynda-
hst og m.a. voru tvö verka hennar
sett upp í höfuðstöðvum SH í
Grimsby. Hún hefur einnig unnið
viðtöl fyrir Ríkissjónvarpið og -út-
varpiö við þekktustu myndhöggvara
Breta á áttunda áratugnum. -bj b
Sjón, Sigur-
jón B. Sigurðs-
son, sem eink-
um er þekktur
fyrir ljóöagerð
ogannanskáld-
skap. ætlar að
gefa út barna-
bók fyrir næstu
jóL þá fyrstu sem hann skrifar í
þeim flokki. Bókin nefnist Sagan
af húfunni fínu.
í saratah við DV sagði Sjón að
hann heíði lengi ahð með sér þann
draum að skrifa bamabók. Fyrir
þremur árum heföi hann eignast
bam og liklega hefði það ýtt á
hann að láta drauminn rætast.
Englaralheims-
insáhljóðbók
Hljóðbókaklúbburinn hefur
gefiö út söguna Englar alheims-
ins eftir Einar Má Guðmundsson
á fjórum hljóðsnældum. Það er
höfundurinn sjálfur sem les sög-
una. Flutningurinn tekur 6
klukkustundir á snældunum
fjóram. Sagan hefur sem kunn-
ugt er hlotið fádæma góðar við-
tökur og fékk m.a. bókmennta-
verðlaun Norðurlandaráðs fyrr á
þessu ári. Hún fiallar um ævi og
endalok manns sem lendir í
hremmingum geðveikinnar.
Englar alheimsins er fimmta
skáldsaga Einars Más.
Um hljóðritun og fiölfóldun sá
Hljóðbókagerð Blindrafélagsins
en kápu hannaði Þórhildur Elín.
Hljóöbókin er aðeins seld félög-
um í Hljóðabókaklúbbnum,
Bókumsykur-
sýki kominút
Öt er komin bókin Líf með syk-
ursýki eftir ívar Pétur Guðnason.
Bókin inniheldur mikinn al-
mennan fróðleik um sykursýki
og hvernig er að lifa með henni.
Höfundur er á fertugsaldri og
hefur verið með sykursýki irá því
á unghngsaldri. Hann hefur
reynt margt í samskiptunum og
notar lífsreynsluna til þess að
varpa ljósi á ýmsar hliðar sykur-
sýkinnar.
ívar Pétur sá um útgáfu bókar-
innar í nafhi eigin forlags sem
heitir Silja. K-Prent sá um filmu-
vinnu, Isafoldarprentsmiðja sá
um prentun og Flatey annaðist
bókband. Lyra í Borgartúni sér
um sölu bókarinnar en hluti and-
virðis rennur til sykursjúkra.
Grafíkverkstæði
íísafold
Grafíkfélagið Áfram veginn
hefur opnað sölugallerí og verk-
stæði í Eldgömlu Isafold að Þing-
holtsstræti 5, þar sem áður var
ísafoldarprentsmiöja. í húsinu er
vexið að byggja upp miðstöð list-
sköpunar, hönnunar og hand-
verks. Auk grafíkverkstæðisins
era í húsinu Smíðagallerí, L)ós-
myndastúdíó Binna, Antikmálun
& gylling og Spaksmannsspjarir.
Grafíkfélagið Áfram veginn
samanstendur af myndhstarkon-
unum Dagrúnu Magnúsdóttur,
Grétu Ósk Sigurðardóttur, írisi
Ingvarsdóttur, fréne Jensen,
Kristínu Pálmadóttur, Sigríði
Önnu E. Nikulásdóttur og Þórdisi
Elínu Jóelsdóttur. Allar hafa þær
lokið námi frá Myndhsta- og
handíðaskóla íslands, haldið
einkasýningar og tekið þátt í
samsýningum. -bjb
t/lyndlistarkonurnar sjö.