Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1995, Qupperneq 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1995
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK, SlMI: 563 2700
FAX: Auglýsingar: 563 2727 - Aðrar deildir: 563 2999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is
AKUREYRI: Strandgata 25, slmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF.
Prentun: ÁRVAKUR HF.
Askriftan/erð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk.
Neitunarvald Rússa
Niðurstaða fundar forystumanna Norður-Atlantshafs-
bandalagsins, Sameinuðu þjóðanna og sextán ríkja vest-
an hafs og austan um hugsanlegar aðgerðir vegna árása
Serba á griðarsvæði Sameinuðu þjóðanna í Bosníu kom
í raun ekki á óvart. Þrátt fyrir fagurgala og falleg orð
sýndu vestrænir leiðtogar enn einu sinni hversu van-
máttugir þeir eru andspænis hryðjuverkasveitum Serba.
Lundúnaráðstefnan var kölluð saman í tilefni af falli
Srbrenica, eins af griðarsvæðum Sameinuðu þjóðanna,
en þaðan hröktu hermenn Serba tugi þúsunda múslima
frá heimkynnum sínum. Niðurstaða fundarins var óljóst
loforð um að grípa til loftárása gegn Serbum ef þeir réð-
ust á griðarsvæðið í Gorazde. Ekkert var minnst á önnur
griðarsvæði, enda fögnuðu Serbar yfirlýsingunni með
hörðum árásum á Bihac, Zepa og Sarajevo.
Leiðtogi repúblíkana í bandaríska þinginu, Bob Dole,
lýsti þessari niðurstöðu sem sýndarmennsku manna sem
neituðu að horfast í augu við raunveruleikann í Bosníu.
Greiða á atkvæði í þessari viku um tillögu hans um að
vopnasölubanni á Bosníu verði aflétt. Margir telja líklegt
að honum takist að fá tilskilinn meirihluta til að gera
að engu neitunarvald Bill Chntons forseta.
Á Lundúnaráðstefnunni kom enn einu sinni skýrt í
ljós að vestrænir stjómmálamenn taka fáránlega mikið
tillit til vilja rússneskra valdamanna. Eftir fall Sovétríkj-
anna virðast Rússar hafa náð slíku tangarhaldi á vest-
rænum stjómmálamönnum að þeir þora sig vart að
hreyfa án þess að fá til þess samþykki frá Moskvu. Þetta
á alveg sérstaklega við í málefnum Bosníu þar sem Rúss-
ar era á móti öllum aðgerðum sem draga á einhvem
hátt vígtennumar úr Serbum. Sama á reyndar við um
tilraunir Norður-Atlantshafsbandalagsins til að hasla sér
nýjan völl í breyttri veröld. Þannig hafa Rússar í reynd
komið í veg fyrir að fyrrum leppríki þeirra, svo sem
Pólland, fái aðild að bandalaginu.
Áhrif Rússa á aðgerðarleysi vestrænna stjómmála-
manna í Bosníumálinu em orðin svo áberandi að utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna sá sig tilneyddan til að taka
það sérstaklega fram eftir fundinn í Lundúnum að Rúss-
ar hefðu ekkert neitunarvald um loftárásir á bækistöðv-
ar Serba. í reynd hafa þeir þó haft slíkt vald og það em
engin teikn á lofti um að það breytist í bráð.
Milosevits, Karadizc, Mladic og aðrir forystumenn
Serba tóku niðurstöðu Lundúnafundarins sem heimild
til að ráðast á önnur griðarsvæði en Gorazde. Því má
búast við enn frekari hörmungum í Zepa, Bihac, Tusla
og Sarajevo á næstu dögum. Og auðvitað kemur að því
fyrr en síðar að þeir láta reyna á viljaleysi vestrænna
leiðtoga með því að ráðast að Gorazde. Enda þorir enginn
að veðja á annað en að Sameinuðu þjóðimar láti þar
undan síga líka þrátt fyrir yfirlýsingar um annað. Fyrri
loforð af sama tagi hafa hvort sem er alltaf verið svikin.
Tvennt getur þó orðið til að halda aftur af Serbum 1 bili.
Annars vegar atkvæðagreiðslan í bandaríska þinginu
um afnám vopnasölubannsins á Bosníu.
Hins vegar sú staðreynd að þolinmæði ríkja múslima
virðist nú loksins á þrotum. Forystumenn margra þeirra
funduðu í Genf á dögunum og ákváðu þar að virða að
vettugi vopnasölubann Sameinuðu þjóðanna og selja
stjómarhemum í Bosníu vopn. Ákvörðun þeirra er merki
um vaxandi reiði múshma í garð Sameinuðu þjóðanna
og Vesturlanda - reiði sem kann að hafa veruleg áhrif á
sambúð kristinna manna og múslima á komandi árum.
Ehas Snæland Jónsson
„Engum dettur i hug að gera kröfur til foreldra um annað en almennar umgengnisvenjur í þjóðféiaginu,"
segir greinarhöfundur m.a.
Fyrir hvern er
uppeldisfræðin?
Eitt af því sem undanfarin ár
hefur einkennt alla umræðu um
skólamál í þessu landi eru kröfur
um það að þeir sem fást við kennslu
í skólum landsins verði sér úti um
fullægjandi menntun til að sinna
starfinu. Menntun kennaranna er
talin undirstaða þess að skólastarf
svari þeim kröfum sem gerðar eru
í nútímasamfélagi. Og þetta á ekki
bara við um kennarastéttina.
Athuganir gefa ótvírætt til kynna
að því menntaðra sem samfélagið
sé þeim mun betri verði afkoma
þegnanna. Enda er lögð æ meiri
áhersla á menntun í hvers konar
formi meöal nánast allra starfs-
stétta. Út um allt spretta upp skólar
sem bjóðast til að kenna fólki allt
frá útsaumi eða leðurvinnu upp í
flókna tölvuforritun. Annar hver
maður er skráður á námskeið í ein-
hverju. Menntunin er það sem gild-
ir í dag.
KjaUarirm
Ragnar Ingi
Aðalsteinsson
kennari
umgengnisvenjur í samfélaginu. Sá
sem tahnn er vera nokkurn veginn
með fullu viti og hefur rétt til að
ganga laus - hann má verða for-
eldri. Miðað við kröfur um réttindi
og skyldur kennara þá er hér sann-
arlega ekki farið fram á mikið.
Eitt gleymdist
Við kennararnir erum stundum
rækilega minntir á það að sumir
foreldrar eru ekki vel að sér í upp-
eldisfræði og væri okkar starf á
stundum miklum mun léttara og
ánægjulegra ef þar yrði nokkur
breyting á. Þó er væntanlega öllum
ljóst að kröfur um menntun for-
eldra eru ekki á næsta leiti. Hætt
er við að þá mundu heyrast nokkur
ramakvein í samfélaginu ef fólk
fengi ekki lengur að búa til börn
án þess að læra fyrst hvernig eigi
að ala þau upp.
Hitt er svo jafnaugljóst að vel
„Uppeldisfræðin lúrir á óhemjumikilli
vitneskju. Hingað til virðist þó fæstum
hafa komið til hugar að koma þeirri
vitneskju þangað sem hennar var mest
þörf - þ.e. til foreldranna.“
Kennarar læra að
ala upp börn
Sú menntun sem kennarastétt-
inni er gert aö ná sér í til að verða
hæf til aö mennta börnin er að stór-
um hluta- til uppeldisfræði. Öllum
þeim sem ábyrgð bera á andlegri
velferð þjóðarinnar kemur saman
um það að sú fræðigrein verði að
vera undirstöðugrein í menntun
þeirrar stéttar sem á að uppfræða
æskulýðinn. „Kennararnir sjá um
helminginn af uppeldi barna og
unglinga í landinu,“ segja menn og
þar með þykir sjálfsagt að þessi
stétt sé látin kúra löngum stundum
yfir hinum ýmsu greinum uppeld-
isfræðinnar og kynna sér allar nýj-
ustu rannsóknir um samskipti
barna og uppalenda þeirra til að
vita sem nákvæmust skil á því
hvað þar henti best.
Og að sjálfsögöu er ekki nema
gott eitt um það að segja. Ritfærir
menn eru að skrifa ágætar bækur
um þessi mál og út um allan heim
er verið að rannsaka manninn og
hegðun hans og upplýsingar þær
sem til falla úr slíkum rannsóknum
eru afar gagnlegar þeim sem vinna
með börnum og ungu fólki.
Til að verða foreldri þarf...
Það hefur hins vegar lengi vakið
undrun undirritaðs að í öllu þessu
tali um menntunarkröfur til þeirra
sem koma á einhvem hátt nærri
uppeldismálum er aldrei minnst á
þann hóp sem þó hvaö mest mæðir
á þegar uppeldisfræðin er annars
vegar. Það eru foreldrarnir. Fólk
getur orðið foreldrar án þess að
hafa til þess nokkra aðra menntun
en þá sem náttúran innblæs því
sjálfkrafa um fermingaraldurinn.
Engum dettur í hug að gera kröfur
til foreldra um annað en almennar
mætti búa svo um hnútana að fólk
ætti þess kost að leita sér slíkrar
menntunar ef það óskar þess. Með
réttu ætti hið opinbera að sjá til
þess að allir þeir sem eignast börn
eigi aðgang aö námskeiðum þar
sem þeir gætu tileinkað sér eitt-
hvað af allri þeirri þekkingu sem
safnað hefur verið saman um upp-
eldismál undanfarna áratugi. Upp-
eldisfræðin lúrir á óhemjumikilli
vitneskju. Hingaö tO virðist þó
fæstum hafa komið til hugar að
koma þeirri vitneskju þangað sem
hennar er mest- þörf - þ.e. til for-
eldranna. Það hefur gleymst í öllu
menntunarflóðinu.
Ragnar Ingi Aðalsteinsson
Skoðanir annarra
Skuldavandi heimilanna
„í mörgum tilfellum er hluti skýringarinnar að
skattkerfisbreytingar undanfarinna ára hafa komið
illa niður á millitekjufólki og kollvarpað áætlunum
þess sem lágu til grundvallar húsnæðiskaupum.
Hækkun ýmissa skatta og tekjutenging barna- og
vaxtabóta og námslánagreiðslna veldur því að ung-
ar, barnmargar fjölskyldur eiga erfitt með að vinna
sig út úr skuldavandanum... Skattkerfisbreyting er
því sjálfsagður hluti af aðgerðum til að greiða úr
erfiðleikum húsnæðiskaupenda og mætti hún gjam-
an eiga sér stað mun fyrr en kveðið er á um í mál-
efnasamningi ríkisstjórnarflokkanna."
Úr forystugrein Mbl. 22. júlí.
Hráefni og heimskulegt athæfi
„Nú er önnur tíð og meginhluti saltfisks er fluttur
út blautverkaður. Það er gert þrátt fyrir að alltaf sé
að verða auðveldara með hjálp afburða tækni og
nægrar orku að þurrka hann hér heima í fullkomn-
um þurrkhúsum. Þetta hátterni er ekki hvað síst
furðu heimskulegt í ljósi þess að verðmismunur á
þurrkuðum saltfiski og blautum er talinn vera milli
30 og 40% þeim þurrkaða í vil og myndi þessi munur
koma fram í auknum gjaldeyristekjum og stórauk-
inni vinnu hér innanlands ef allur fiskurinn væri
þurrkaðu hér heima.“
Guðmundur J. Guðmundsson í Mbl. 22. júlí.
Slagurinn í Alþbl.
„Það er fullvíst að slagurinn milli Steingríms og
Margrétar verður tvísýn... Steingrímur mun að
mínum dómi höfða meir til hinna gömlu gilda í Al-
þýðubandalaginu, andstööu við herstöðvar og Nató,
heldur en Margrét. Hann tók virkan þátt í þeirri
baráttu meðan hún var og hét og var til dæmis vel
sýnilegur í baráttunni gegn radarstöðvunum á sín-
um tíma. ímynd Margrétar að þessu leyti er ekki
eins Sterk.“ Jón Kristjánsson í Tímanum 22. júlí.