Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1995, Side 26
26
ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1995
Afmæli
Jón Jóhannsson
Jón Jóhannsson, Tjamarbraut 5,
Bíldudal, verður áttræður þann
27.7. nk.
Starfsferill
Jón fæddist að Hnjóti í Bíldudal
en ólst upp í Auðahrísdal, rétt utan
við Bíldudal. Hann fór til sjós ferm-
ingarvorið sitt 1929 á skakskútunni
Geysi frá Bíldudal og var síðan til
sjós á ýmsum skipum fram til 1950.
Hann var m.a. um nokkurra ára
skeið með aflaskipstjóranum Guð-
- mundi frá Tungu á vélskipinu
Freyju frá Reykjavík á síldveiðum
og vetrarvertíð. Þá gerði hann út
um tíma, ásamt bræðrum sínum,
mótorbátinn Auöi djúpúðgu frá
Bíldudal.
Eftir að Jón kom í land stundaði
hann fiskvinnslu, beitningar og
ýmis önnur störf sem til féllu á
Bíldudal, var við grenjavinnslu
mörg vor víðs vegar um Barða-
strandarsýslu, ásamt Óskari Magn-
ússyni, auk þess sem hann var ára-
tugi með fjárbúskap samhliða ann-
arrivinmi.
Jón hefur stundað silungsveiðar í
tómstundum sínum, og gerir enn,
einkum í sjó. Þá fór hann nokkuð
til laxveiða. í mörg ár hefur hann
safnað gömlum munum og átti orðið
álitlegt safn sem hann afhenti Bíldu-
dalshreppi til varðveislu fyrir
nokkrumárum.
Fjölskylda
Jón kvæntist 23.5.1942 Arndísi
Ágústsdóttur, f. 5.9.1917, húsmóður.
Hún er dóttir Ágústs Sigurðssonar
verslunarmanns og k.h., Jakobínu
Pálsdóttur í Valhöll á Bíldudal, en
þau fórust bæði með vélskipinu Þor-
móði 18.2.1943.
Jón og Arndís bjuggu allan sinn
búskap 1 Bíldudal og lengst af í Val-
höll. Þau munu flytja til Reykjavík-
ursíðaráárinu.
Jón og Amdís eignuðust fjögur
börn. Elsta barnið dó skömmu eftir
fæðingu en hin era Gústaf, f. 5.10.
1944, tæknifræðingur í Garðabæ,
kvæntur Erlu Ámadóttur og eiga
þau fjögur böm og eitt bamabarn;
Jakobína, f. 17.11.1948, leikskóla-
starfsmaður í Kópavogi, gift Sigur-
þóri Sigurðssyni og eiga þau þrjá
syni; Kolbrún Dröfn, f. 22.9.1959,
kennari í Gmndarflrði, gift Kristó-
fer Kristjánssyni og eiga þau tvö
böm.
Foreldrar Jóns eignuðust tólf böm
og náðu tíu þeirra fullorðinsaldri.
Em nú sjö þeirra á lífi. Jóhann eign-
aðist fimm börn með fyrri konu
sinni en þau em öll látin.
Foreldrar Jóns vora hjónin Jó-
hann Eiríksson, f. 13.9.1874, d. 10.9.
1937, og s.k.h., Salome Kristjáns-
dóttir, f. 24.6.1889 en hún fórst með
vélskipinu Þormóði 18.2.1943.
Jón Jóhannsson.
Jón, Arndís ogfjölskylda þeirra
taka á móti gestum í félagsheimilinu
Baldurshaga á Bíldudal á afmælis-
daginn 27.7. milli kl. 18.00 og 21.00.
Þau bjóða alla vini og vandamenn
velkomna.
Ólafur Jón Ingólfsson
Ólafur Jón Ingólfsson, starfs-
mannastjóri Sjóvá - Almennra
trygginga hf., til heimilis að Urðar-
bakka 22, Reykjavík, er fertugur í
dag.
Starfsferill
Ólafur fæddist í Reykjavík. Hann
lauk stúdentsprófi frá VÍ1975, við-
skiptafræðiprófi frá HÍ1982 og
stundaði framhaldsnám við Versl-
unarháskólann í Kaupmannahöfn
1983-85.
Ólafur starfaði hjá Ríkisendur-
skoðun 1976-83, hóf störf sem deild-
arstjóri söludefidar Almennra
trygginga hf. 1985 en hefur starfað
hjá Sjóvá-Almennum frá 1989 þar
sem hann var fyrst deildarstjóri al-
menningstengsla og síðan starfs-
mannastjóri frá í nóvember 1991.
Þá hefur hann verið stundakennari
við viðskiptafræðideild HÍ frá 1986.
Ólafur hefur setið í ritnefnd Hags,
blaðs Félags viðskiptafræðinga og
hagfræðinga frá 1992, var formaður
dómnefndar við val á athyglisverð-
ustu auglýsingu ársins 1991 og situr
í stjóm landssamtakanna íþróttir
fyrir allafrál994.
Fjölskylda
Ólafur kvæntist 26.11.1977 Margr-
éti Á. Hallsdóttur, f. 19.7.1956, leik-
skólakennara. Hún er dóttir Halls
Kr. Stefánssonar, verslunamanns í
Reykjavík, og Fjólu Haraldsdóttur
húsmóður.
Börn Ólafs og Margrétar em
Björgvin Ingi Olafsson, f. 9.6.1978,
verslunarskólanemi; Halla María
Ólafsdóttir, f. 4.7.1982; Kristín Dóra
Ólafsdóttir, f. 7.8.1992.
Bróðir Ólafs er Þráinn Ingólfsson,
f. 4.1.1950.
Hálfbróðir Ólafs, samfeðra, er
Evertlngólfsson, f. 29.10.1947.
Hálfsystur Ólafs, sammæðra, em
Sigríður Ósk Óskarsdóttir, f. 23.10.
1939; Halldóra Björt Óskarsdóttir, f.
21.9.1943.
Foreldrar Ólafs: Ingólfur Jónsson,
Ólafur Jón Ingólfsson.
f. 18.7.1916, d. 19.8.1991, verslunar-
stjóri í Reykjavík, og Sigfríður
Marta Guðbjartsdóttir, f. 6.2.1920,
ljósmóðir.
90 ára
hreppi iEK
Oddgeir Sveinsson,
Hitaveituvegi 7, Reykjavík.
Sigríður Pálsdóttir,
Austurbrún 6, Reykjavík.
Helgi Einarsson,
Sporðagmnni 7, Reykjavík.
Sólveig Stéfánsdóttir,
Guðlaugsstöðum, Svínavatns-
Bjóðum
afmælisbörnum
á öllum aldri
ókeypis
fordrykk og
veislukvöldverð
Guðfinna Guðmundsdóttir,
. Fjalli II, Skeiðahreppí.
Hannesína Ólafsdóttir,
Stórholti37,
Reykjavík.
Hannesínatek-
— urámótigest-
umáheimili
sonarsínsog
tengdadóttur,
Reykjavegi84,
kl. 19.00-21.00.
Finnur Sigurðsson,
Hölðahlið 12, AkureyrL
70 ára
-Guðmundur Þorkelsson,
Hjaltabakka 28, Reykjavík.
Hulda Brynjúlfsdóttir,
Flyðrugranda 8, Reykjavík.
Huldaeraðheiman.
Sigurður Dagnýsson,
Miðvangi 8, Hafnarfirði.
allan ársins hring.
60 ára
Hveragerði
^ S. 483 4700, fax 483 4775j
Brynhildur Kristinsdóttir,
Vöðlum, Mosvallahreppi.
Hlöðver Björn Jónsson,
Reynigrand 63, Kópavogi.
Arnbjörg Björgvinsdóttir,
Vesturvangi 5, Hafiiarfirði.
Sigríður T. Pétursdóttir,
Skúlagötu 4, Stykkishólmi.
Margrét Halldórsdóttir,
Bröttukinn 26, Hafnarfirði.
Bylgja Möller,
Hjallabraut 52, Hafnarfirði.
Gunnar Jóhannesson,
Logafold 30, Reykjavik.
Viðar Þorsteinsson,
Holtaseli36, Reykjavík.
Hjördís Bjarnadóttir,
Laugarholti 3 B, Húsavík.
SigbjömG. Ingimundarson,
birgðavörður,
Borgarvegi 22, Njarðvík.
Kona hans er Hafdís Matthíasdóttir
fulltrúi,
Sigbjöra er að heiman á afmælis-
daginn.
Guðmimdína Arinbjömsdóttir,
Stífluseli 7, Reykjavík.
Grétar Indriðason,
Klausturhvammi 28, Hafnarfirði.
Gyða Einarsdóttir,
Blómvangi 17, Hafnarfirðj.
Anna Ólafsdóttir,
Hjarðarslóö 1D, Dalvík.
Þorsteinn Sveinsson,
Jakaseli 26, Reykjavík.
Amdis Á. Hólmgrímsdóttir,
Skálanesgötu 13, Vopnafirði.
Smári Lindberg Einarsson,
Vogsholti 13, Raufarhöfn.
Jóhann Gunnar Möller,
Heiðarlundi 1B, Akureyri.
Meiming_________________
Málaður
langömmu-
útsaumur
-hjá Steinimni SigurðardótturVið hamarinn
Oft er sagt að fjarlægðin geri fjöllin blá. Það orðtak má altént heimfæra
á marga hérlenda listamenn sem fara í framhaldsnám og gera sér betur
grein fyrir áhrifamætti þjóðlegra minna eða goðsögnum æsku sinnar
þegar út fyrir sjónarsviðið er komið og við blasa allt önnur viðmið og
víðfeömari en um leið ópersónulegri. Þetta á að mörgu leyti við um Stein-
unni Helgu Sigurðardóttur sem hefur að undanfómu stundað framhalds-
nám í myndlist hjá Jannis Komellis í Listaakademíunni í Dusseldorf.
Steinunn sýnir um þessar mundir málverk byggð á útsaumsmyndum úr
bók sem var í eigu langömmu hennar og hefur gengið í arf mUli ættliða
kvenna í ætt hennar.
Ævintýrasenur með aðdráttarafl
Málverk Steinunnar eru skærlit og þykkt máluð. Yfirbragðið minnir
við fyrstu sýn á tölvugrafík vegna þess hvemig fletirnir raöast niður sem
Myndlist
Ólafur J. Engilbertsson
aragrúi ferhyrndra forma er mynda þekkjanlega mynd af fígúmm, hlutum
og umhverfi. Mótívin em persónur og umhverfi úr hinum ýmsu ævintýr-
um, s.s. Þyrnirósu, Öskubusku og Rauðhettu. Sýningin skiptist í raun í
tvennt. Annars vegar er röð átta smámynda sem sýna slíkar ævintýrasen-
ur. Hins vegar em tvær stórar myndir er sýna vængjalausa engla er
halda á blómskrúði í skreytingastíl. Smærri myndimar eru öllu eftirtekt-
arverðari vegna myndefnisins en ekki síöur vegna málunartækninnar.
Þar er akrýlliturinn borinn þykkt á í mörgum lögum þannig að myndim-
ar verða nánast að lágmyndum. Þannig næst fram dýpt sem minnir um
sumt á það hvemig útsaumur virkar á klæði. En bæði stærðin, litirnir
og ferhyrndu fletimir gera sitt til þess að myndir þessar hafa sérstætt
aðdráttarafl og ættu þær að höfða til bama á öllum aldri.
Innsýn í fjöldaframleiðsluhandíðir fyrri tíma
Stærri verkin hafa ekki til aö bera sömu þrívíddareiginleika og eru auk
þess mattari. Myndefni þeirra er þar fyrir utan einfaldara og þess eðlis að
í raun virkar rökréttara aö hafa þær smærri en hinar. En heildarmynd
sýningarinnar er sannfærandi og útfærsla listakonunnar gefur skemmti-
lega innsýn í handíðir fyrri tíma þó ekki geti myndefnið talist þjóðlegt.
Hér er um að ræða útfærslu á handíð sem kom í kjölfar borgarmyndun-
ar hér á landi og tengist fyrstu kynnum þjóðarinnar af fjöldaframleiddri
list. í því ljósi er athyglisvert að skoða sýningu Steinunnar.
A NÆSTA SÖLUSTAÐ
SÍMA 563 2700