Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1995, Blaðsíða 2
2
FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1995
Þú getur svaraö þessari
spurningu meö því aö
hringja /' síma 904-1600.
39,90 kr. mínútan.
r ö d d
a 904-1600
Þarf aö auka þátttöku kvenna
í stjórnmálum?
Alllf 1 stafrana ktrflnu ma6 tftnvalssima gcta nýtt sér þessa þjðnustu.
Stefanía með veskið sem buddan var í
fyrr en eftir þrjá, fjóra tíma þegar
ég ætlaði að fara aö borga meö pen-
ingunum. Þá var veskið ekki á sínum
stað. Það er búið að íinkemba allt og
leita og ég veit því að þetta var svona.
Þessu hefur náttúrlega verið stolið.
Þaö hefur einhver verið fljótur að
grípa það. Það var ekkert í því nema
peningarnir."
Kemursériila
„Ellilífeyririnn er lagður inn á bók
DV-mynd Kristján
og við tökum svo út eftir hendi. Mað-
urinn minn er búinn að vera heilsu-
laus í 22 ár. Þetta er nú ekkert ægi-
lega glæsilegt," segir Stefanía.
Stefanía segir að þetta haíl gerst
mjög snöggt inni á bensínstöðinni.
Það hafi ekki verið margir þar inni
en hún treysti sér ekki til þess að
bera kennsl á þá.
Veskið er eins og bók sem er lokað
með tveimur smellum. Það er brúnt,
með rauðu fóðri, snjáð og gamalt. -GJ
Fréttir
Stuttar fréttir
Roskin kona á Eyrarbakka í vanda:
Ellilífeyrinum stolið
- tæplega 50 þúsund krónum
„Þetta er náttúrlega bagalegt. Þetta
er það sem við ætluðum aö lifa á
núna næstu daga. Við vorum meira
að segja að láta gera svolítið fyrir
okkur og ætluðum að fara að borga
vinnulaun. Það voru tæp 50 þúsund
í buddunni," segir Stefanía Magnús-
dóttir, ellilífeyrisþegi á Eyrarbakka,
en að sögn hennar var buddunni
hennar stolið er hún kom við á bens-
ínstöð eftir að hún hafði tekið ellilíf-
eyrinn út af bankabók.
Stefanía segir: „Ég fór út í banka
aö ná í peningana og fór svo út á
bensínstöð. Þar lagði ég budduna á
borðið og gleymdi henni. Síðan fór
ég heim. Svo rankaði ég ekki við mér
Tveir hjartasjúklingar koma alkomnir heim eftir líffæraskipti:
Rosalega spennt og
hætt að geta sof ið
- segir Magnea Guðmundsdóttir um dóttur sína, Hjördísi Kjartansdóttur
Tveir Islendingar, Asdís Björg
Stefánsdóttir úr Garöi og Hjördís
Kjartansdóttir, 12 ára Reykvíkingur,
eru á heimleið næstu daga eftir aö
hafa verið í Svíþjóö vegna hjarta- og
lungnaskipta ásamt fjölskyldum sín-
um.
Ásdís Björg fór í hjarta- og lungna-
skiptaaðgerð á Sahigrenska sjúkra-
húsinu í fyrrahaust eftir að hafa beð-
ið í sjö ár, fyrst í Lundúnum og svo
þrjú ár í Gautaborg. Hjördís fór utan
í vetur og komst fljótlega í hjartaað-
gerð á Östra sjúkrahúsinu.
Báðar aðgerðirnar tókust vel og
getur því lífið farið að ganga sinn
vanagang.
„Þetta hefur gengið mjög vel og
Hjördís er orðin rosalega spennt að
koma heim. Hún er löngu hætt að
geta sofið á næturnar. Hún hefur
fengið höfnun þannig að við höfum
þurft að koma fúngaö öðru hvoru og
höfum ekki getað kvatt sjúkrahúsið
fyrr. Nú tekur við eðlilegt líf. Pabbi
hennar er farinn heim til að hreinsa
íbúðina. Hann byrjar að vinna á
mánudag, ég fer líka að vinna og
Hjördís fer í skólann," sagði Magnea
Guðmundsdóttir, móðir Hjördísar,
þegar DV hafði samband við þær
mæðgur á sjúkrahúSinu í gær.
Margt breyst á þremur árum
Hjördís hefur verið í sýnátöku og
»síðustu skoðun á Östra sjúkrahúsinu
í Gautaborg undanfarna daga og í
dag fær hún endanlegt svar frá lækn-
unum viö því hvort hún fái að flytja
heim. Þær mæðgur hyggjast fljúga
til íslands einhvern næstu daga og
vill svo skemmtilega til áö Ásdís
Björg og eiginmaður- hennar koma
heim með sömu vél. Magnea býst við
að Hjördís fari aftur í skoðun eftir
hálft ár og svo einu sinni á ári.
„Við eigum eftir að koma heim og
sjá til hvernig þetta verður. Það hef-
ur margt breyst á þremur árum en
ég býst við að það þurfi allavega að
laga til í húsinu okkar. Æth við tök-
um þessu ekki rólega fyrstu vikurn-
ar. Við komum allavega heim og
sjáum til hvernig hlutirnir ganga,“
segir Ásdís Björg en hún gekkst und-
ir aðgerðina síðasta haust og var þá
í fimm vikur á sjúkrahúsinu og þrjár
vikur á endurhæfingarheimih.
-GHS/ÆMK
Hjördís Kjartansdóttir, 12 ára Reykvíkingur, hefur verið í Svíþjóð frá því í
vetur vegna hjartaskipta. Hjördís hefur undanfarna daga verið í lokaskoðun
vegna heimferðarinnar og kemur heim meö fjölskyldu sinni næsta daga.
Hér sést hún með foreldrum sínum, Magneu Guðmundsdóttur og Kjartani
Ólafssyni, úti í Svíþjóð.
Ásdís Björg Stefánsdóttir, ibúi i Garði, sem hér sést ásamt móður sinni,
Ágústu Ágústsdóttur, kemur til landsins á samt eiginmanni sínum næstu
daga. Ásdís Björg hefur verið í Svíþjóð í þrjú ár og segir að þau hjónin
muni taka þvi rólega næstu daga því að margt breytist á þremur árum.
Osti úthlutað
Landbúnaðarráðuneytið hefur
úthlutað 19 tonnum af osti sem
ekki er framleiddur hér á landi.
Til úthlutunar voru 18 tomren
11 fyrirtæki sóttu um innflutning
á rúmum 78 tonnum.
Miðbær hf. í Hafnarfirði hefur
óskað eftir þvi að gatnagerðar-
gjöld verði lækkuö og bærinn
kaupi húsnæðí i verslunarmið-
stöðínni, að sögn Sjópvarpsins.
Olíunotkuneykst
Orkuspámefnd spáir því að ol-
íunotkun innlands aukist um
21% og notkun samgöngutækja
aukist um 90%, að sögn RÚV.
Samningur
Undirritaöur hefur verið samn-
ingur um sérfræðilæknishjálp
milli Ti-yggingastofhunar og
Læknafélags Reykjavíkur með
fyrirvara um samþykkt aðiianna.
Stöð 2 greindi frá þessu.
InnbrotáHólmavík
Brotist var inn í fyrirtæki á
Hólmavík og Drangsnesi í fyrri-
nótt og tóku þjófarnír háifa millj-
ón króna, tóbak, tölvubúnað,
geisladiska og haglaskot, skv.
Sjónvarpi.
Misbrestur við GATT
Fjármálaráðherra segir að mis-
brestur hafi orðið við fram-
kvæmd GATT-samningsins.
Hann ætlar að ræöa við kaup-
menn og iðnrekendur, skv. Sjón-
varpi.
5.500 atvinnulausir
Atvinnuleysi var 3,8% í júlí og
hefur aldrei mælst meira í þeim
mánuði. Alls voru um 5.500 at-
vinnulausir á landinu.
Tveirlaumufarþegar
Tveir laumufarþegar komu
með Norrænu til Seyöisfjarðar í
gær. Þeir voru strax sendir til
baka með ferjunni.
Noröuriönd mótmæla
Utanríkisráðherra segir aö
Norðurlöndin hafi mótmælt sam-
eiginlega kjarnorkutilraunum
Kínverja, samkvæmt Sjónvarp-
inu.
Tituprjóni náð
Títuptjónn var tekinn úr maga
smábams með segulstáli á Borg-
arspítalanum nýlega, að sögn
Morgunblaðsins.
Lambíruslí
Bóndi í Grafningi fann í gær
lamb í ruslagámi. Allt bendir til
að því hafi verið hent alblóðugu
en lifandi í gáminn, að sögn Ut-
varps.
ÓðinníSmuguna
Varðskipið Óðinn leggur af stað
í Smuguna í Barentshafi á morg-
un og verður læknir með í fór.
Niðurgreiðslur
íslenska ríkið niðurgreiddi út-
fiutning á landbúnaðarvörum
um tæplega 20 milljarða króna
1980-1992, samkvæmt Viðskipta-
blaðinu.
Fenguverðlaun
Bragi Ólafsson og Anton Helgi
Jónsson fengu verðlaun í leik-
ritasamkeppni, skv. RÚV.
Skipaðurdómari
Arnljótur Bjömsson prófessor
hefur verið skipaður dómari við
Hæstaréttíslands. -GHS
Stórhækkað
dúnverð
Regína Thorarensen, DV, Selíossi:
Dúntekja var heldur minni i
ár bjá séra Jóni ísleifesyni,
presti í Árnesí á Ströndum, en
f fyrra. Tekjumar verða þó
meiri því hærra verð er nú
greitt fyrir dúninn fullunninn
en í fyrra. 35 þúsund kr. fást
fyrir kílóið í ár en 20 þús. í fyrra.
Að sögn séra Jóns er heyskap-
ur víðast byrjaöur í hreppnun.
Tiðarfar hefur verið gott og
heyinu ekiö beint í flatgryfjum-
ar.
Kal er mikið í túnum en
spretta hefur verið góð undan-
farið. Þó hafa þrír bændur í
hreppnun pantað hey frá Suð-
urlandi.