Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1995, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1995, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1995 Lokað í dag 18. ágúst Listasmiðian Dalshraun 1 - Hafnarfiröi - Simi 565 2105 - Fax 555 3170 SUÐUREYRI Nýr umboðsmaður María Friðriksdóttir Eyrargötu 6 Sími 456-6295 LðTTi Vinn ngstölur 16.8.1995 VINNINQAR FJÖLDI UPPHÆÐ VINNINGA Á HVERN VINNING d 6*6 2 22.490.000 CJ 5 af 6 LÆ+bónus 0 349.714 fcl 5 af 6 3 91.590 3 4af6 238 1.830 US 3 af 6 Cfl+bónus 850 220 jJJj ifinningur fór til Noregs UPPtVSjNGAR, SfMSVARI Ö1- 68 15 11 tUKKUUNA W 10 00- TEXTAVARP451 BIRT MEÐ FYRiflVARA tiMPRENTVILLUR Staða málfræðings Islensk málstöð auglýsir eftir umsóknum um stöðu sérfræð- ings í íslenskri málfræði. Staðan er laus frá 15. september 1995. Verkefni eru einkum bundin hagnýtri málfræði: málfarsleg ráðgjöf og fræðsla, nýyrðastörf, ritstjórnar- og útgáfustörf o.fl. Til málfræðingsins eru gerðar svipaðar hæfniskröfur og til lektors í íslenskri málfræði. Æskilegt er að umsækjandi sé vanur tölvuvinnu. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um fræðileg störf um- sækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar Islenskri málstöð, Aragötu 9, 101 Reykjavík, fyrir 10. september 1995. Nánari vitneskju veitur forstöðumaður, sími 552 8530. Reykjavik, 17. ágúst 1995 ÍSLENSK MÁLSTÖÐ Vél 7,3 disil m. torpjoppu. bjaltskipting, 38" DC-dekk, upphækkaður fyrir 44" - Dana 60 hásingar - loft- læsingar - spil - leðurstólar - góð innrétting - hljómkerfi m. CD - skriðgír - aukamiðstöð - aukarafkerfi - farsími - talstöð - TV- loftnet og margtfleira. Ekinn 76 pús. m. Verð ca. kr. 2.800.000. Greiðslufekilmálar. Til sýnis í dag og næstu daga. Bílahöllin hf., Bíldshöfða 5, s. 567 4949 / 893 5611 Ford Econoline 350, árg. 1989 Einn sá besti í bænum Utlönd Sautján særast í sprengjutilræði í hjarta Parísar: Lögregla óttast röð sprenginga múslimskir öfgamenn frá Alsír liggja undir grun Öflug sprenging særði 17 manns í hjarta Parísar í gærdag, þar af 11 erlenda ferðamenn sem nutu veður- blíðunnar og götulífsins við enda breiðgötunnar Champs Elysées. Sprengjunni hafði verið komið fyrir við innganginn að neðanjarðarlest- arstöð á háannatíma, eða klukkan 17 að staðartíma. Þrír hinna særðu voru alvarlega slasaðir en hinir sluppu mjög vel miðað við aðstæður. Sprengjan var heimatilbúin, gas- hylki fyllt með sprengiefnum, nögl- um og skrúfholtum, og hafði verið komið fyrir í öskutunnu. Enginn hefur lýst ábyrgð á tilræð- inu en grunur leikur á að múslímsk- ir öfgamenn frá Alsír hafl verið að verki, þeir hinir sömu og talið er að hafi staðið á bak við sprenginguna á neðanjarðarjárnbrautarstöð í lok júlí þar sem sjö fórust og meira en 80 særðust. Sú sprenging var sú mannskæðasta frá því röð spreng- inga hrelldi Parísarbúa 1986. Sams konar sprengja var notuð í báðum tilræðum, sprengjur sem alsírskir öfgamenn nota giarnan. Sérfræðingar í baráttunni við hermdarverkamenn óttast að óþekktir tilræðismenn muni standa fyrir röð sprengjutilræða. „Við eig- um í höggi við fólk sem vill sjá dauða og ógn ríða yfir þjóðina," sagði fyrr- um lögreglumaður. Ástæða tilræðisins er ókunn en grunur leikur á að alsírskir múslím- ar vilji hefna sín á Frökkum sem styðja stjórnvöld í Alsír. Reuter Lögregla í Tokyo dregur mótmælanda frá innganginurn að kínverska sendiráðinu í gær. Efnt var til mótmæla við sendiráðið vegna kjarnorkusprengingar Kinverja neðanjarðar í gær. Símamynd Reuter Kanadamenn létu undan beiðni ESB Kanadísk stjórnvöld hafa gefist upp fyrir Evrópusambandinu og ákveðið að fara að beiðni þess um að halda ekki opinbera sýningu á veiðarfærum spænska togarans Estai sem var tekinn við ólöglegar veiðar undan Nýfundnalandi í mars. Hatrömm deila milli Kanada og ESB um fiskveiðimál fylgdi í kjölfarið, „Við verndum fiskistofnana nú með langtíma samvinnu fremur en átökum,“ sagði hinn alla jafna har- áttuglaði Brian Tobin, sjávarútvegs- ráöherra Kanada, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér. Sjávarútvegsráðuneytið hafði heimilað að net Estai yrði haft til sýnis á mikilli sýningu sem var opn- uð í Ottawa í gær. Fulltrúar Evrópusambandsins bentu á að sýning á netinu gæti vald- ið misskilningi sem skaðaði sameig- Brian Tobin, sjávarútvegsráðherra Kanada. inlega stefnu ESB og Kanada í fisk- verndarmálum. Reuter Austunríska stúlkan með krabbameinið úr gjörgæslu Olivia Pilhar, sex ára gömul krabbameinssjúk austurrísk stúlka, sem varð bitbein lækna og foreldra hennar sem vildu ekki að hún gengist undir hefðhundna læknismeðferð, er nú komin af gjörgæsludeild. Olivia hefur verið í lyfiameð- ferð í tvær og hálfa viku vegna æxlis í kviðarholi sem var orðið á stærð við fótbolta og vó 4,5 kíló. Æxlið óx og óx á meðan foreldr-, arnir neituöu að fara með hana á sjúkrahús en dómstóll svipti þá forræði yfir stúlkunni. „Stúlkan andar af sjálfsdáðum og hún er byijuð að borða og drekka," sagði í skýrslu lækn- anna á aöalsjúkrahúsi Vínar- borgar. „Æxlið hefur minnkað viðmeðferðina." Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.