Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1995, Blaðsíða 12
12 Spumingin FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1995 Hvert er draumastarfið? Vilborg Gunnarsdóttir, vinnur hjá Pósti og síma: Get ekki svarað því. Sædís Pétursdóttir leikskólakennari: Hef ekki komist að því. Ég er alltaf að leita. Friðþjófur Friðþjófsson trésmiður: Áfengisráðgjafi. Magnús Korntop, atvinnulaus: Verk- fræðingur. Gunnar Páll Pálsson fjármálastjóri: Geimfari. Þórólfur Jóhannesson nemi: Versl- unarrekstur. Lesendur Verðmæti sjávarafla verður að aukast: Ameríkumarkaður í sviðsljósið Það skyldi þó aldrei vera að þurrkaði saltfiskurinn gangi í endurnýjun líf- daga i henni Ameriku? Guðmundur Einarsson skrifar: Lengst af höfum við íslendingar átt verðmætum viðskiptum meö fisk að fagna í Bandaríkjunum. Ein stærsta fiskvinnsla okkar á erlendri grund hefur lengst af verið þar vestra og meira að segja á vegum tveggja fyrir- tækja. Enn er þar unnið úr hráefni héðan að heiman. í nýlegri frétt í DV frá Patreksfirði segir að tveir þriðju af framleiðslu fyrirtækisins Odda hf. fari til Bandaríkjanna. Þeir á Pat- reksfirði veðja nú á forseta Banda- ríkjanna, að honum takist að rífa efnahagslíf þar í landi verulega upp svo að þessi markaður Patreksfirð- inga fái áfram brautargengi hjá Bandaríkjamönnum. Engin spurning er um að verðmæti íslenskra sjávarafuröa verður að aukast verulega frá því sem nú er til þess að mæta samdrættinum í afla- magni. Og enn kemur þá Ameríku- markaðurinn í sviðsljósið. En Bandaríkin eru ekki ein í Ameríku. Ameríka er heil álfa og víöa er fisk- neysla umtalsverð, t.d. í Suður- Ameríku. Norðmenn hrósa sér af því aö hafa aukið saltfisksölu þangað um 18% frá því í fyrra. Og hafa selt á skömmum tíma fyrir um 18 milljarða ísl. króna. Það munar um minna. Það er annars einkennilegt að ekki skuli vera lögð meiri áhersla á þurrkaðan fisk til útflutnings, svo mjög sem varanleg hefð er fyrir salt- fiskneyslu í ótal ríkjum, nær og fjær. Saltfiskurinn hefur yfirleitt verið mjög verðmætur, kannski verðmæt- asta tegund sjávarfangs okkar þegar allt kemur tii alls. Spánarmarkaður pg eins Portúgal, að ekki sé talaö um Ítalíu, hefur dottið að mestu niður, miöað við það sem áður var þegar viö íslendingar, bókstaflega talað, áttum saltfiskmarkaðina í þessum löndum. Gæðin á okkar fiski voru yfirgnæfandi. Og eru enn, ef vel er að staöið. í Bandaríkjunum einum er líka mikil hefð fyrir saltfiskneyslu hjá stórum hópi innflytjenda frá Suður- Ameríku og Suður-Evrópu. Og sá markaður er lítt kannaður af okkar hálfu. Því er það, að þorskurinn stendur enn fyrir sínu, en hann þarf að vinna meira og betur hér heima til þess að ná meiri verðmætum af sölunni. Það er því rétt hjá þeim hjá Odda á Patreksfirði, sem veðja á markaö- inn í Bandaríkjunum, að Ameríku- markaðurinn þarf að komast í sviðs- ljósið á ný og af miklu meiri krafti en verið hefur. Markaðirnir í Evrópu eru ekki til frambúðar fyrir íslend- inga, hvað svo sem menn veðja stórt á tollfrelsi, eftirgjafir og undanþágur á því markaðssvæði. Hagur allra að vöruverð lækki áfram Friðrik Sophusson fjármálaráðherra skrifar: Hinn 12. ágúst sl. skrifar S.Á.P. bréf í DV um hækkanir á ýmissi matvöru í kjölfar GATT. Nú er rétt rúmur mánuður síðan GATT-samn- ingurinn tók gildi hér. Nokkrir hnökrar hafa komið fram á fram- kvæmd samningsins. Þótt íram- kvæmd þeirra mála er snúa að land- búnaöarafurðum heyri undir það ráðuneyti, tel ég mér sem fjármála- ráðherra skylt að fylgja eftir sam- þykktum stjórnvalda um aö innflutt- ar vörur til neytenda hækki ekki við GATT-samninginn, miðað viö það sem áður tíðkaðist. Ágætt samráð hefur veriö við land- búnaðarráðuneytið í þeirri sam- starfsnefnd sem fjalla á um fram- kvæmd GATT-samningsins og t.d. hafa leiðréttingar á tollmeðferö jöklasaiats verið gerðar í samræmi við þær ákvarðanir stjórnvalda að GATT auki ekki byrðar á neytendur. Neytendur eiga ekki að standa frammi fyrir hærra verði á matvæl- um en var fyrir samþykkt GATT- frumvarpsins. Vöruúrval ætti þó að geta aukist, þar sem í stað banns á innflutningi verður leyft að flytja inn vörur með tilteknum tollum. Það er ástæða til að minna á að síðustu árin hefur markvisst verið unnið að lækkun matarkostnaðar heimilanna, m.a. með því að lækka matarskatt og fella niður aðstöðu- gjald fyrirtækja. Hagur okkar allra er að svo verði áfram. GATT-samn- ingurinn er liður í þessari þróun. Mikilvægt er því að misbrestir í framkvæmd verði leiðréttir eins fljótt og verða má. Óhófleg iðgjöld bílatrygginga: Níðst á tjónlausum ökumönnum Skarphéðinn H. Einarsson hringði: Það er nú kannski engin furða þótt mönnum verði tíðrætt um hin háu iðgjöld bílatrygginga hér á landi. En það er eins og annað, við greiðum næstum alltaf um það bil helmingi hærri gjöld hér en gerist í nágranna- löndum okkar. Ekki bara í bílatrygg- ingar, heldur gegnumsneitt fyrir hvers konar þjónustu og neysluvör- ur. Ég minnist þess þegar ég var í Bret- landi að í bifreiðatryggingunum var innifalin m.a. þjófavörn, brunatrygg- ing og kaskótrygging gegn skemmd- um. Þar í landi sá svo AA-bílaklúb- MME&þjónusta allan sólarhringinn Aðeins 39,90 mínútan - eða hringið í síma 563 2700 milli kl. 14 og 16 burinn um að sækja bflinn ef hann var ógangfær eftir óhapp og koma honum í viðgerð. Fyrir alla þessa þjónustu eru greidd um 300 pund, eða 30 þúsund krónur. í Bretlandi kosta svo númeraplötur á bílinn um 11 pund, tvö stykki og innifalin festing þeirra á bifreiðina. Það er ábyggilega kominn tími til að fá hlutlausan aðila til að gera heildarúttekt á þessum málum öllum og láta reyna á þá kenningu að þeir sem flestum slysum eða óhöppum valda, eigi aö greiöa hæstu tryggingariðgjöldin. Þeir sem sjaldan eða aldrei valda tjóni fái svo aö njóta þess ríkulega með verulega lækkuöum tryggingariðgjöldum af sínum bifreiðum. Þeir greiði hæst iðgjöldin sem flestum tjónum valda, þeir tjónafríu fái meiri umbun en nú tiðkast. Félagsmálaráð- herrastendursig Kristinn Sigurðsson skrifar: Það hefur vakið talsverða at- hygli að Páll Pétursson félags- málaráðherra hefur á stuttum tíma staðið sig mjög vel í sínu embætti. Nefni ég husnæðismál- in sem dæmi. Þar vill hann fara nýjar leiöir til aö fyrírbyggja að fólk lendi i vitahring skulda. Það er mjög lofsvert. Einnig að vilja sporna gegn atvinnuleyfum til útlendinga á meöan þúsundir laitdsmanna hafa ekki vinnu. Staðhæfing veitingamanna og út- geröar um að ekki fáist hæfur íslensku vinnukraftur er algjör- lega út í bláinn. Hið rétta er aö þessir vinnuveitendur hafa veriö með útlendinga í vinnu á mjög lágum launum. Vilji hluti hinna atvinnulausu hins vegar ekki vinna, t.d. í fiski, á hann ekki að eiga rétt á atvinnuleysisbótum. Jafnræði med olíufélögunum Árni Friðrik hringdi: Talsverðar breytingar virðast í aðsigi hjá olíufélögunum hér á landi. Ljóst má vera að þessi við- skipti eru þung í reynd og nær ógerningur í dag að hafa ekki stuðning erlendra aðila sem kunna að vilja koma inn meö fjár- magn til uppbyggingar og auk- innar hagræðingar. Eg tel því aö með eignarhaldi Texaco hjá ann- arri samsteypimni og Irving hjá hinni sé loks að komast jafnræði. á milli olíufélaganna hér á landi. Enginmótmæli íKína! Svava skrifar: Nú er komið í ljós að Kvenna- ráðstefnan í Kína verður gagns- laus. Kínversk stjórnvöld hafa bannað öll mótmæli í tengslum við ráðstefnuna. Ég held að ís- lenskar konur ættu nú að sýna styrk sinn i þvi eina sem réttast er, að fara ekki á ráöstefnuna. Það yrðu kröftugustu mótmæhn. Útsölurbifreiða- umboðanna Sigurður Gíslason skrifar: Mér þykir talsverð brotalöm á tilboöum og sölu notaðra bifreiða hjá umboðunum. Ásett verð er t.d. það hæsta sem þekkist á markaðinum, sama hvort bílar eru í góöu ástandi eða ekki. Síðan er svokallað útsöluverð lítið lægra eða svipað og álíka bílar eru verðlagðir á bílasölum not- aðra bíla vítt og breitt um landið. Ég tek dæmi: Árgerð ’89 af al- gengum fólksbíl (nefni ekki teg- und af tillitssemi við umboðin), ekinn ca 120 þús. km. Ásett verð kr. 630 þús. og útsöluverð 550 þús. kr. Sannleikurinn er sá að svona bílar, eknir yfir 100 þús. km, seljast ekki á hærra verði en 500 þús. kr. Ég spyr: Er þá 550 þús. kr. útsöluverð? Aðrir bílar eru svo á „útsölum" á hærra út- söluverði en „ásett verð" áöðrum stöðum. - Allt ruglar þetta hinn almenna kaupanda á notuðum bílum. Útflutnings- bæturnar Reynir skrifar: Öllum eru orðin ljós þau miklu mistök að halda úti kerfi útflutn- ingsbóta vegna landbúnaðarvara upp á milljaröa króna á nokkurra ára tímabili. Ef það er rétt að hver fjölskylda hafi greitt sem svarar rúmlega 300 þúsundum króna á sl. 13 árum veröur að taka þetta fáránlega kerfi úr sam- bandi sem fyrst. Auk annarra mistaka og misréttis sem við- gengst innan þessa kerfis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.