Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1995, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1995, Blaðsíða 24
FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1995 • 32 Sviðsljós Spielberg heiðraður fyrir skrásetningu Rudolph Giuliani, borgarstjóri í New York, heíur heiðrað kvik- myndaleikstjórann Steven Spiel- berg fyrir störf hans sem stofn- andi minningarsjóðs um þá sem komust lifandi frá helfor gyðinga. Spielberg flakkar um heiminn og ræðir við þetta fólk. Ætlunin er að koma efninu í margmiðlunar- form svo saga þess gleymist ekki, kynslóöum framtíðarinnar til viðvörunar. Vitnisburöur hinna eftiriifandi verður meöal annars varðveittur í helfararsafhinu í New York sem áætlað er að taki til starfa árið 1997. „Þetta verk er minnisvarði mn fortíöina og minnir okkur á að við eigum stööugt að endurskoða sarntíð okkar," segir Spielberg. Þúsundir flöktandi kerta við gröf rokkkóngsins Aðdáendur rokkkóngsins Elvis Presley eru ekki af baki dottnir. Þeir nota hvert tækifæri sem gefst til að koma saman og minnast átrúnaðar- goðsins á viðeigandi hátt. Einni slikri minningarhátíð er nýlokið í Memp- his, heimaborg kóngsins. Þeir skiptu tugþúsundum, Elvis- aðdáendurnir, sem komu þar saman í heila viku og gerðu sér sitthvað til skemmtunar. Elvis-vikunni lauk með hefðbund- inni kertavöku við gröf söngvarans mjaðmamjúka á bak við glæsihús hans, Graceland. Hvorki fleiri né færri en fimmtán þúsund aðdáendur sóttu vökuna á þriðjudagskvöld, sannarlega hátíðleg stund í nætur- kyrrðinni í Tennessee. Kona nokkur frá Michigan við vötnin miklu í norðri skartaði húð- flúrsmyndum af átrúnaðargoðinu á framhandleggjum sínum og sagði sú að hún mundi dá Elvis og dýrka um aldur og æyi. Fleiri húðflúr eru væntanleg. „Ég ætla að bæta viö hhð- unum að Graceland," sagði konan. „Manninum mínum finnst ekkert heimskulegra en maður verður að upplifa þetta. Þetta er meiri háttar atburður," sagði önnur kona, Diane Holbrook frá Dallas í Texas. Það var fyrirtæki eitt sem kennt er við rokkkónginn Elvis Presley Aðdáendur rokkkóngsins Elvis Presleys minntust átrúnaðargoðsins í heila viku í Memphis þar sem hann er grafinn. Simamynd Reuter sem stóö fyrir kertavökunni en þegar árið 1982 átti hann ekki von á jafn- þá að fólk kæmi alls staðar að úr forstjórinn efndi til fyrstu vokunnar miklum fjölda og raun bar vitni, hvað heiminum. £7 / 'í ,, 'jLi/ / ■ t : L1\J U s o, Arlene Shovald: Hönd að handan Spenna - ástir - afbrýði - og jafnvel yfirnáttúrulegir atburðir! Bók handa þeim sem kunna að meta rómantík, spennu og vísbendingu um líf að loknu þessu. j Aðeins 895 kr. á næsta sölustað og ennþa minna í áskrift. IIJMKBÆKUR sími 563-2700 LÁTTU EKKI OF MIKINN HRADA VALDA ÞÉR SKAÐA! Lát Jerrys Garcia í síðustu viku hefur hleypt miklu lífi i viðskipti með hluti sem tengjast Grateful Dead. Simamynd Reuter Dauði Jerrys Garcia hvetur viðskiptin: Plötusala tók kippuppávið Gitarleikarinn Jerry Garcia var varla orðinn kaldur eftir andlátið í síðustu viku þegar áhrif dauða hans á viðskiptin urðu ljós. Sala á plötum með hljómsveitinni Grateful Dead stórjókst, sérstaklega gömlu plötun- um, og mikið líf færðist í sölu á afls kyns hlutum tengdum hljómsveit- inni eins og gömlum plakötum, eigin- handaráritunum, miðum á tónieika, myndmn og fleiru. Plötur með Gratefful Dead og Jerry Garcia seljast nú eins og heitar lummur í Bandaríkjunum og víðar. Sérfróðir menn um Gratefui Dead segja að reyndar hafi plötur hljóm- sveitarinnar lítið söfnunargildi þar sem tónlistin sé svo útbreidd. Ekki sé nóg með að hljómsveitin hafi gefið út tugi platna á 30 ára ferli heldur séu til ótal „bootleg" upptökur með hljómsveitinni, upptökur sem gerðar eru af tónleikagestum. Meðan flestar hljómsveitir og útgáfnfyrirtæki hafa megnustu skömm á upptökustarf- semi tónleikagesta var reyndin allt önnur hjá Gratefuí Dead. Þar á bæ var séð til þess að upptökuáhuga- menn fengju sérstakt svæði fyrir sig nálægt hljóðstjórnarpúltinu og í ein- staka tilfellum gátu áhugasamir tengt upptökugræjur sínar beint við púltið. En plaköt með eiginhandaráritun sveitarmeðlima eru nú gufls ígildi og eiga enn eftir að hækka í verði. Sama má segja um aðra hluti sem tengjast hljómsveitinni. Þetta þykir ekki síst merkflegt þar sem Grateful Dead var lengi mjög afhuga aflri markaðssetn- ingu á fylgihlutum og slíku. En reyndar var komið skipulagi á þau mál hin síðari ár og gróðinn stjam- fræðflegur. Útgáfufyrirtækið Arista hefur tek- ið að sér dreifingu á mörgum plötum Grateful Dead og með haustinu er væntanleg plata frá tónleikum í Þýskalandi 1972 sem nefnist „Hund- red Year Hail“.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.