Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1995, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur,nauglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK, SlMI: 563 2700 FAX: Auglýsingar: 563 2727 - Aðrar deildir: 563 2999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Askrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk„ helgarblað 200 kr. m. vsk. Að Ijúga að þegnunum Forsætisráðherra Danmerkur, jafnaðarmaðurinn Poul Nyrup Rasmussen, frestaði fyrir ekki löngu fyrir- hugaðri heimsókn sinni til Færeyja vegna andúðar þar í garð Dana. Hann lét sig hins vegar hafa það að heim- sækja Grænland og hefur þar beðist afsökunar fyrir hönd danskra stjómvalda á ómannúðlegri meðferð sem íbúar í Thule máttu sæta þegar kalda stríðið var í algleymingi. Athyglisvert er að fylgjast með samskiptum stjórnar- herranna í Kaupmannahöfn og ráðamanna í Færeyjum og á Grænlandi, þessum tveimur næstu nágrönnum okk- ar íslendinga. Þótt Færeyingar séu auðvitað fuUfærir um að koma sér í vandræði telja margir að sambandið við Dani hafi ráðið nokkm um hörmulega þróun mála í Færeyjum. Fjárstreymi frá opinbemm sjóðum í Kaup- mannahöfn hafa tvímælalaust dregið úr þeim kröfum sem smáþjóð verður að gera til sjálfrar síns. En margt bendir líka til þess að íjársterkir danskir aðilar hafi blekkt færeyska ráðamenn í svonefndu bankamáh og þannig gert slæmt ástand mun verra. Danski forsætisráð- herrann hefur verið tregur til að láta upplýsa máhð, að sögn vegna aðildar áhrifamikhla flokksbræðra sinna. Auðvitað er alveg óvíst að sú rannsókn, sem nú mun hafm, leiði hið sanna 1 ljós í færeyska bankamáhnu. Rannsóknamefndir hafa stundum þann tílgang að fela sannleikann. Þá tekur það oft áratugi að komast th botns í málum sem stjómmálamenn vhja halda leyndum. Þetta á við um þá meðferð sem Grænlendingar hafa fengið af hálfu danskra og bandarískra stjómvalda í svo- köhuðu Thule-máh. Það snertir í fyrsta lagi leynhegt samkomulag frá sjötta áratugnum um að leyfa bandarísk kjamorkuvopn á Grænlandi, í öðm lagi að mestu leyti bótalausan brottrekstur íbúanna í Thule þegar herstöðin þar var sett á laggirnar árið 1951 og í þriðja lagi hörmu- legar afleiðingar kjarnorkuslyssins sem varð á Græn- landi árið 1968 fyrir þá sem vom settir í að hreinsa slys- staðinn án þess að hafa hugmynd um að það væri hættu- legt hehsu þeirra. í þessum málum virðast dönsk stjórnvöld hafa látið sér hagsmuni Grænlendinga htlu skipta og jafnvel vísvit- andi logið að þeim og reyndar dönsku þjóðinni allri. Þetta á alveg sérstaklega við um kjamorkuvopnin. Þrátt fyrir síendurteknar yfirlýsingar danskra ráða- manna um langt árabh þess efnis að alls ekki væri leyfi- legt að hafa kjamorkuvopn á Grænlandi eða í græn- lenskri lofthelgi hefur nú komið í ljós að H.C. Hansen, þáverandi forsætisráðherra, gaf Bandríkjamönnum slíkt leyfi þegar árið 1957. Norðurlandaþjóðimar státa sig mjög af lýðræði og þingræði, og vissulega mega margar þjóðir horfa nokkr- um öfundaraugum norður á bóginn. Það er því nýlunda að í ljós komi að norrænir stjómmálamenn telji sig hafa rétt th að segja þegnum sínum beinlínis ósatt í mikh- vægu máh. Menn kippa sér auðvitað ekki upp við slíkt framferði hjá óprúttnum stjómmálamönnum í banana- lýðveldum eða siðsphltum vestrænum póhtíkusum á borð við hinn brottrekna forseta Bandaríkjanna, Richard Nixon. En þótt norrænir stjórnmálamenn reýni auðvitað oft að fara í kringum óþægilegan sannleika, þá hafa þeir almennt ekki verið staðnir að því að ljúga blákalt um stjómvaldsaðgerðir sínar eins og H.C. Hansen gerði. Framkoma danskra stjórnvalda við grænlenska þegna sína í Thule-málinu er dapurleg staðfesting þess að norr- ænir stjómmálamenn geta líka falhð 1 þá gryfju að ljúga að þegnum sínum í póhtísku eiginhagsmunaskyni. Ehas Snæland Jónsson „Viðhorfið er að Serbar séu sökudólgar, múslimar fórnarlömb en Króatar i augnablikinu hetjur", segir m.a. í grein Gunnars í dag. Páf i gegn patríarka Kirkjan hefur orðið útundan í „sí- enn-enn“ fréttum frá Balkanskaga, enda þótt hún sé í aðalhlutverki. Sú brotalína sem hggur um árnar Sava og Una milli Króatíu og Bos- níu skilur að tvo heima með þann þriðja, Islam, á milli, og það er í raun og veru þetta sem allt snýst um. Króatar eru katólskir og heyra undir páfann í Róm síðan á 6. öld. Serbar og suðrænir slavar yfirleitt tóku austræna kristni, ásamt Grikkjum, og gerðu patríarkann í Býzans (nú Istambul) að sínum fulltrúa Krists á jörðu fyrir hálfu öðru árþúsundi, í fullum fjandskap við páfann í Róm. Síðan gerist það á 15. öld að Tyrkir leggja undir sig allan Balkanskaga og komust allt til Vínarborgar, þar sem löngu umsátri þeirra var hrundið og þeir hraktir suður fyrir ána Sava. Þar hafa mörkin verið síðustu 500 ár, ekki aðeins milli Ósmanaheims- veldisins og Hins heilaga róm- verska keisaradæmis, (sem aldrei var heilagt né rómverskt, en þýskt), heldur einnig Islams og kristni, grískrar menningar og ró- manskrar, íslamskrar og kris- tinnar. Allt þetta kristallast í Bos- níu, rétt eins og annað mál, trúar- legs eðlis, kristallast í Palestínu. Viðhorf Við „sí-enn-enn“ menningu nú- tímans, þar sem menn trúa að því meiri upplýsingar sem fást, því betur séu menn uppplýstir, er það að athuga að á flestum tölvum er merki sem segir E. Það þýðir á ensku: Information overload. M.ö.o, minniö er fullt og tekur ekki við meiru. Þetta hefur margoft gerst í fréttum frá Balkanskaga. Fréttirnar eru í sjálfu sér réttar, á sama hátt og að ég fékk mér kaffi í morgun. KjaUaiinn Gunnar Eyþórsson blaðamaður Þetta skiptir einfaldlega engu máh. Þetta er úthstun á aukaatrið- um, en í mynd í sjónvarpi er unnt aö búa til hugblæ sem mótar viö- horf. Viðhorfið er að Serbar séu sökudólgar, múshmar fórnarlömb en Króatar í augnablikinu hetjur. Þeir hafi kennt Serbum sína lexíu, jafnvel þótt Vojina Krajina (stríðs- héraðið) sé norðan við Sava og Ser- bar þar (sem skattlausir þegnar frá 15. öld) haíi um aldir verið útveröir Hapsborgara gegn Tyrkjum. Undirskilið er að Króatar sem katólíkkar séu vestrænir, hinir séu barbarar. Þetta er heimssýn 15. ald- ar, sem gengur aftur í afstöðu NATO ríkjanna nú. Hagsmunir Hagsmunir Vesturlanda eru NATO, og í samskiptum ríkja er kaldriíjuð hagsmunapólitík þaö eina sem ræður stefnunni. Króatía er skjólstæöingur Þýska- lands.Þýskaland er voldugasta rík- ið í ESB og gengur næst Bandaríkj- unum í NATO þegar raunveruleg- ur máttur er talinn, hvaö sem Bret- um finnst. Bandaríkin hafa enga hagsmuni á Balkanskaga lengur. (Grikkland er ekki lengur eld- flaugastöð). Það er fyrirsjáanlegt að Þjóðverj- ar eru að móta sína stefnu, byggða á fyrrnefndu heilögu rómversku keisaradæmi, með austurkirkjuna sem höfuðandstæðing. Serbía og Rússland vita mæta vel hvað er á seyði. Öll þeirra viöbrögð verður að skoða í ljósi sögunnar. En „sí- enn-enn“-fréttir í sjónvarpi rugla fólk í ríminu og fá menn til að halda að þeir skilji. Almenningsáhtið þvingar póh- tíkusa til skyndilausna, sem hafa hingað til gert meira illt en gott. Páfar og patríarkar, að ekki sé minnst á Imama, eru í aðalhlut- verki, því þeir móta hugarfarið. Þarna er óbrúanlegt bil, enda þótt áin Sava sé ekki breiðari en Elliða- ár. Gunnar Eyþórsson „Almenningsálitið þvingar pólitíkusa til skyndilausna, sem hafa hingað til gert meira illt en gott. Páfar og patr- íarkar, að ekki sé minnst á Imama, eru í aðalhlutverki, því þeir móta hugarfar- ið.“ Skoðanir annarra Fleiri erlenda flóttamenn? „Við eigum að reka af okkur slyðruorðið og rétta okkar hlut. Við eigum að bjóða griðland fólki sem á líf og limi í hættu tímabundið vegna styrjaldar- ástands eða annarra hörmunga. Það er búið að mynda flóttamannaráð sem er samstarfsráð nokk- urra ráðuneyta ásamt með sveitarfélögunum í landinu til að greiða götu þess og skipuleggja þetta. Það er það sem við eigum að gera.“ Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrv. utanrikisráðherra, í Tímanum 17. ágúst. Óþreyja vegna samkeppnislaga „Ný samkeppnislög, sem tóku gildi 1993, hafa hægt og sígandi sett mark sitt á atvinnulíf hérlend- is... Því er ekki að neita að í viðskiptalífinu gætir nokkurrar óþreyju í garð samkeppnisyfirvalda. Þær raddir heyrast til dæmis að þau hafi ekki mótað sér skýra og öfluga stefnu og því ekki tekist að sýna svo að ekki verði um villst að valdið sé þeirra. Þessi gagnrýni á við nokkur rök að styðjast, enda virðist sem samkeppnisyfirvöld hafi kosið að gæta varkámi í ákvöröunum fyrst um sinn án þess að ganga í ber- högg við tilgang sinn.“ SiEi í Viðskipti/Atvinnulíf Mbl. 17. ágúst. Til hvers eru pólitíkusar? „Til hvers eru pólitíkusar? Viðtal við Guðmund Bjarnason landbúnaðarráðherra um vanda sauðfjár- bænda í Tímanum í fyrradag hlýtur að vekja þá spurningu... Meinið er að í reynd hafa íslenskir stjórnmálamenn verið ahtof uppteknir af því að hlusta á kröfugerðarpólitík einstakra hópa. Þegar Guðmundur Bjarnason segir: Jæja, bændur góðir, allt er í kaldakoli, þið segiö bara hvemig á að redda málunum - þá er hann að lýsa í hnotskurn vinnu- brögðum íslenskra stjórnmálamanna.“ Úr Alþýðublaðinu 17. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.