Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1995, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1995, Blaðsíða 32
SIMATORG DV 904 1700 FRÉTTASKOTIÐ 562*2525 Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í slma 562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJÓRN - AUGLÝSINGAR - ÁSKRIFT - DREIFING: 563*2700 BLAÐAAFGREIÐSLA OG ÁSKRIFT ER OPIN: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLAÐA- AFGREIÐSLU: 563 2777 KL S8 LAUGARDAGS OG MÁNUDAGSMORGNA Frjálst,óháð dagblað FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1995. Þórarinn V. Þórarinsson: láta skrá sig - atvinnulausa „Nei, þetta staðfestir ekki stöðnun í íslensku atvinnulífi. Áhrifa af sjó- mannaverkfallinu gætir alveg fram í júlí og framleiðniaukning í atvinnu- lífinu er meiri en fjölgun starfa. Það eru líka hópar nú sem líta á sig og skrá sig atvinnulausa en gerðu það ekki áður. Einnig hefur þeim fjölgað sem eiga rétt á atvinnuleysisbótum sem áður fyrr voru bundnar við fé- laga í verkalýðshreyfingunni. Þá er það áberandi að ungar konur með böm láta skrá sig atvinnulausar eftir barnsburð. Þeim hefur fjölgað mjög mikið á atvinnuleysisskrám. Þær litu ekki á sig sem atvinnulausar áður,“ segir Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, en nýjar tölur sýna meira atvinnuleysi í júlí en áður hefur verið í sama mánuði. „Það er auðvitað slæmt til þess að hugsa að þetta atvinnuleysi er á há- bjargræðistíma ársins. En ég hygg að áhrifa sjómannaverkfallsins gæti enn. Þá hefur líka orðið sú breyting á að nú er það yngra fólkið sem er í meirihluta atvinnulausra en fyrir nokkrum árum var það eldra fólkið. Ég er að gera mér vonir um aö þetta lagist er á líður,“ sagði Páll Péturs- . son félagsmálaráðherra. Kona á sjötugsaldri kom að tveimur þjófum í íbúð sinni: Sallarólegur þjófur- inn ýtti mér til hlið- arogfórsvoút - segir konan - helmingi fleiri innbrot í júlí í ár en í fyrra „Þegar ég kom inn þá sá ég skúff- ur opnar í ytri forstofunni. Eg opn- aði dyrnar og kallaði inn í íbúðina á son minn sem ég hélt að væri kominn heim. Allt í einu sá ég pilt koma á fljúgandi ferð og hann fór út um skáladyr sem liggja út á ver- önd. Ég var að velta því fyrir mér hvaða drengur þetta væri og fór inn í skálann þegar ég sá annan ungan pilt koma. Hann var sallarólegur og ég sá að skrifborösskúffur voru opnar inni í herbergi og skartgripa- skrín lá opið á gólfinu. Þá áttaði ég mig á því að þetta var innbrot og gekk á móti piltinum og sagði við hann: „Hvað í djöflinum eruð þið að gera?“ Hann ýtti mér bara rólega til hliðar og gekk út sömu leiö og hinn hafði farið,“ sagði kona á sjötugsaldri í Breiðholti sem brot- ist var inn hjá síðdegis í fyrradag. Konan segir að sér hafi verið mjög brugðið og hafa hringt í dótt- ur sína sem svo aftur hringdi í lög- regluna. Hún gat gefiö lýsingu á unga manninum sem gekk á móti henni og handtók Rannsóknarlög- reglan hann seinna um daginn og hinn ungi maðurinn var einnig handtekinn. Annar þeirra var handtekinn heima hjá sér og fannst þýfi úr innbrotinu hjá honum. Báð- ir hafa þeir komið við sögu lögreglu áður. Vill konan koma á framfæri kæru þakklæti til lögreglu hve skjótt hún brást við. Þjófamir, sem komust inn meö því að spenna upp lítinn salernis- glugga, höfðu á brott með sér skart- gripi, myndavél og fieira. Eitthvað af þýfinu er komið i leitirnar en ófundið er gullúr og myndavélin. Samkvæmt upplýsingum Frið- riks Gunnarsson, aðstoðaryfxrlög- regluþjóns í Reykjavík, hafa helm- ingi fleiri innbrot veriö tOkynnt til lögreglunnar í Reykjavík í júlí i ár en í fyrra. Þá gistu 9 innbrotsþjófar fangageymslur lögreglu í gær eftir innbrot f fyrradag og í fyrrinótt. -pp Milljónmn stolið: Þjófarnir haf a ekki f undist Guöfinnur Finnbogason, DV, Hólmavik: Brotist var inn á þremur stöðum á Drangsnesi og inn í verslunarhús Kaupfélags Steingrímsfjaröar á Hólmavík aðfaranótt fimmtudags. Gríðarlegum verðmætum var stohð. Á Drangsnesi voru tölva og prentari tekin í frystihúsinu og miklu af pen- ingum og tóbaki í kílóavís var stolið úr verslun kaupfélagsins og hjá Skeljungi. Sala miðvikudagsins í Kaupfélaginu á Hólmavík var hirt úr peningaskápi. Þá var fariö inn í herbergi og nokkru af skotfærum stolið, þó ekki byssum. Miklar skemmdir voru unnar og má reikna með að heildartjón nemi milljónum. Rannsóknarlögregla ríkisins vinn- ur að rannsókn málsins en í morgun hafði ekkert sést til þjófanna þrátt fyrir fyrirsát frá Mosfellsbæ og upp í Hvalfjarðarbotn í gærmorgun og mikla leit. Þjófurinn náðist Brotist var inn í Kafiibarinn, Berg- staðastræti 1, í morgun. Maöurinn sem fór inn olli einhverjum skemmd- um en lögreglan gómaði kauða áður en hann hvarf á braut. -s v Áhrif GATT-tolIanna: Sellerí stór- hækkar í verði - neysla á blaðlauk og jöklasalati minnkaði um 30% Verð á selleríi hefur hækkað um 165 krónur, úr 160-170 krónum kílóið i um það bil 330 krónur, eftir að 7,5 prósenta verðtollur og 100 króna toll- ur á kílóið var lagður á selleríið frá 1. ágúst. Tollurinn jafngildir samtals 162 prósenta hækkun. Ekki er von á innlendu selleríi aö neinu ráði á markað fyrr en í september. „Það hefur ekkert verið gert í því að lagfæra þessa tolla þó að aðstæður séu svipaðar og með blaðlaukinn. Það er ekki mikill innflutningur á selleríi og selleríið er miklu nær því að fullnægja eftirspurn en blaölauk- urinn en innlend framleiösla kemur bara ekki á markað fyrr en í næstu viku,“ segir Gunnar Þór Gíslason, fjármálastjóri hjá Mata hf. — Eins og DV hefur greint frá hefur verið ákveðið að lækka tolla á blað- lauk til 1. september og hækkar blað- laukur því úr um 200 krónum í um 350 krónur í staö um 600 króna, eins og gerst hefði samkvæmt fyrri toll- um. Gunnar segist mjög ánægður með tollalækkun á blaðlauk og jökla- salati. „Með tollum á jöklasalati er veriö að beina neyslunni í aðra átt en ég tel tolla á blaðlauk hafa verið bein mistök. Auðvitaö er maður ánægður með að ráðuneytið sjái að sér og leið- rétti þessa hluti. Segja má að 30-35 prósenta neyslufall hafi orðið á þess- um tegundum en nú er búiö að breyta tollunum þannig að verðið lækkar aftur. Ég vona að neyslan færist aftur í sama horf,“ segir Örn Kjartansson, rekstrarstjóri hjá Hag- kaup. -GHS - sjá einnig bls. 5 Verð á selleríi hefur stórhækkað eftir að 162 prósenta GATT-tollur var lagður á selleri frá 1. ágúst þrátt fyrir þá staðreynd að innlent selleri kemur ekki á markað fyrr en í september. Hér má sjá Hildi Ingvarsdóttur, starfsmann Hagkaups, handfjatla seileríið. DV-mynd JAK LOKI Nú tala menn ekki lengur um vandræði heldurgattræði! Veðrið á laugardag: Bjartara norðanlands Á morgun er búist við suðaust- ankalda. Sunnan- og véstanlands verður líklega rigning síðdegis og hiti 10-15 stig. Það verður lengst af bjartviðri norðan- og austan- lands og hiti 12-20 stig. Veðrið 1 dag er á bls. 36 % * \WREVFTLl/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 5 88 55 22

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.