Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1995, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1995, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1995 3 Fréttir SKYRR stofnar fyrirtæki 1 Eistlandi með Finnum og Eistum: Fyrirtækið gef ur líklega arð á öðru starfsári Skýrsluvélar ríkisins og Reykja- víkurborgar, SKYRR, ætla aö stofna ráðgjafar- og hugbúnaðarfyrirtæki í Eistlandi í samvinnu við Tölvumið- stöð sveitarfélaga í Finnlandi og Eist- lendinga. Fyrirtækið mun bjóða sveitarfélögunum í Eistlandi ráðgjöf við tölvuvæðingu, aðstoð við rekstur, vai á nauðsynlegum hugbúnaði og fleira. Hlutafé fyrirtækisins verður níu milljónir króna og eiga Eistlend- ingar helming og Finnar og SKÝRR fjórðung hvorir. Fyrirtækið tekur til starfa um áramót og verða höfuð- stöðvamar í Tallinn, höfuðborg Eist- lands, og þrjú til fjögur útibú stofnuð síðar á næsta ári. „Við fáum þarna aðgang að eistn- eskum markaði fyrir okkar þekk- ingu, kunnáttu og vörur, sérstaklega hugbúnaö. Viö höfum komist að samkomulagi við nokkur íslensk fyr- irtæki um að koma hugbúnaði þeirra á framfæri á eistneskum markaði gegnum þetta fyrirtæki og verður SKYRR þá umboðsaðih þeirra í Eist- landi. Það er verið að veita íslensku hugviti, þekkingu, reynslu og afurð- um inn á þennan markað," segir Jón Þór Þórhallsson, forstjóri SKYRR. Verið er að stofna hlutafé og ganga frá ýmsum formsatriðum vegna fyr- irtækisins og segir Jón Þór að rekst- urinn hafl verið vel undirbúinn. Styrkur hafi fengist frá Norræna verkefnaútflutningssjóðnum til að gera hagkvæmnisathugun og sé nið- urstaða hennar svo jákvæð aö líklegt sé að hagnaður fáist á öðru starfs- ári. Forstjóri fyrirtækisins verður eistneskur en stefnt er að því að ís- lendingar fái vinnu hjá fyrirtækinu Útivistarbann: Foreldrar látnir sækja börnin sín í ath varf ið „Við erum fyrst og fremst að reyna að framfylgja lögum um útivistarbann og vernda krakk- ana fyrir því ástandi sem er oft í miðbænum. Lögreglan kemur hingað með þá krakka sem henni sýnist vera undir aldri en yngri en 16 ár mega þeir ekki vera einir á ferh eftir mið- nætti á sumrin og eftir klukkan 10 á kvöldin á veturna," segir Hólmfríður Bjarnadóttir hjá útideildinni. Hluti af starfsemi hennar er Miðbæjarathvarfið en þangað er farið með þá krakka sem ekki mega vera úti. Athvarfið er aðeins opið á föstudagskvöld- um. Hringt heim í foreldrana Hólmfríður segir að hringt sé í foreldra þeirra barna sem lög- reglan kemur með í Miðbæjar- athvarfið og þeir beðnir um að sækja þau eða að taka á móti þeim í leigubíl. Hún segir að þessi vinna sé farin að skha sér því krakkarnir viti hvers þeir megi vænta og haldi sig því íjarri miðbænum. Hún segir það ekkert hafa með áfengi að gera hvort krakkar séu færðir til þeirra, reglurnar um útivist- ina séu skýrar, þær séu gamlar, en mönnum finnist vera kom- inn tími til að framfylgja þeim um skemmri tíma. Búist er við að „Það hefur verið ákaflega vel að sinni kominn inn á markaðinn opnar verandi ráðstjórnarlýðveldum," seg- starfsmennverði 50-60 umaldamót. þessu staðið og þegar maður er einu þetta aðgang að mörgum öðrum fyrr- irJónÞór. -GHS Frí ábyrgðartrygging í 6 mánuði. Sjúkrapúði í öllum bílum. Lánakjör, fyrsta greiðsla eftir allt að 6 mánuði. Lán til allt að 48 mánaða, jafnvel engin útborgun. * * * * virkadagakl. 9-18 laugardaga kl. 10-17 sunnudaga kl. 13-17 BILAHÚS!3 mmma fífiaiBM t:., /• ■ lfcw ^vwhu.ii BÍLA SÆVARHÖfða 2 525 8020 í húsi Ingvars Helgasonar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.