Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1995, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1995 Fréttir Félag íslenskra stórkaupmanna gert að greiða VSI um 6 milljónir: Eins og sársaukaf ull slit á hjónabandi „Þetta er svona eins og þegar hjónabandi lýkur með dálítið sárs- aukafullum hætti að því er fjárhags- legu hliðina varðar. Aðildarfélög Vinnuveitendasambandsins inn- heimta árgjöld til sambandsins og standa skil á þeim í árslok. Félag ís- lenskra stórkaupmanna sagði sig úr VSÍ á síðasta ári, í annað skipti á stuttum tíma, og sú úrsögn öölaðist gildijí árslok. í staöinn fyrir að standa skil á árgjöldum sem þeir höfðu inn- heimt fyrir síðasta ár, eins og reglur stóðu til, þá kusu þeir að hafna því öllu. Skýringar þeirra voru þær að þeir heföu greitt svo mikið í vinnu- deilusjóð VSÍ að það væri inneign sem væri meiri en sem þessum greiðslum svaraði. Þeir kröfðust skuldajafnaðar á móti þessu og við áttum engan annan kost en að láta innheimta skuldina. Þeir vörðust en fallist var á kröfur okkar í Héraðs- dómi Reykjavíkur," sagði Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands, um deilur VSÍ qg FÍS um rúmar fimm milljónir króna. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt FÍS til að greiða VSÍ milljónirnar fimm og tæp 700 þúsund í málskostnað. Þórarinn sagði aö þetta ætti sér hliðstæðu í því þegar félögin hefðu farið úr BSRB en þau hefðu vita- skuld ekki farið með sjóðina með sér. „Skuldin hefur ekki verið greidd og ég er feginn hverjum degi sem greiðslan dregst. Vegna dráttarvaxt- anna fæ ég ekki betri ávöxtun af þessu annars staðar," sagði Þórar- inn. Ekki hefur verið tekin ákvörðun hjá FÍS um hvort málinu verður áfrýjað. -sv Rebekka Jakobsdóttir, starfsstúlkur í Lindinni. DV-mynd Kristján Gamalt hús í nýju hlutverki Deilur um bflastæði við Keflavikur- kirkju Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: „Það er allt í einu orðið meira virði að bílar hafi forgang en ekki fólkið. Það hefur aldrei gerst að fólk hafl þurft frá að hverfa vegna þess að ekki hafi verið næg bílastæði. Það hefur frekar veriö að fólk hafi ekki komist inn í kirkjuna þar sem hún er orðin of lítil,“ sagði Birgir Guðna- son, varaformaður sóknarnefndar Keflavíkurkirkju og formaður undir- búningsnefndar að byggingu safnað- arheimilis á lóð kirkjunnar, við DV. Miklar deilur hafa verið vegna fyr- irhugaðs safnaðarheimilis á lóð Keflavíkurkirkju. Aðalsafnaðar- fundur hefur samþykkt bygginguna en bæjarstjórn Reykjanesbæjar á eft- ir að gefa samþykki sitt. íbúar í ná- grenni kirkjunnar hafa barist fyrir því að safnaöarheimiliö verði ekki byggt á kirkjulóðinni. Þeir telja að umferðin muni aukast og eignir þeirra lækka í verði af þeim sökum. Áður en bæjarstjórn tekur ákvörð- un óskaði hún eftir umsögn skipu- lags- og tækninefndar Reykjanesbæj- ar sem hefur sent bæjarstjórn og sóknarnefnd bréf um málið. Að sögn Birgis eru einu athugasemdir sem nefndarmenn gera að ekki séu næg bílastæði við kirkjuna. Þeir telja aö eitt bílastæði verði að vera fyrir hverja sex kirkjugesti Fundur allra aðila verður á næstunni og fjallað um bílastæðamáhð. „Það er ekki í neinu sveitarfélagi eins auðvelt að fullnægja þessum kröfum. Við eigum yfirdrifið nægt pláss til fyrir bílastæði við kirkj- una,“ sagði Birgir. Heimasætan á Ytra-Ósi, hún Anna Guömunda Ingvarsdóttir, að gefa foldaldinu pelann sinn og Trippa stendur hjá og fylgist með. DV-mynd Guðfinnur Kristján Emarsson, DV, Selfossi: Það þekkja margir gamla Hús- mæðraskólann á Laugarvatni, Húsó eins og húsið er kallað í daglegu tali. Mörg hundruð húsmæður víða um landið eiga góðar minningar frá veru sinni í þessu húsi. Þeim hlýnar sjálf- sagt um hjartaræturnar þegar þær frétta að nú er rekinn skemmtilegur veitingastaður í húsinu. Lindin heitir staðurinn, bjart yfir og blómailmur. Snyrtimennska í há- vegum höíð. Útsýni yfir Laugarvatn og þægileg tónlist hljómar um sali. Fréttaritari DV átti leið um Laugar- vatn á dögunum í fréttaöflun og rakst þá þarna inn fyrir tilviljun. Staður- inn kom verulega á óvart. í gamla Húsó er góður andi og veitingar vel útilátnar. Næringar- skortur og gripiðtil pelans Guðfiimur Finnbogason, DV, Hólinavík: Ekki er það algengt að hryssur séu ekki einfærar um að sjá afkvæmum sínum fyrir næringu jafnvel þótt fæðingartíminn hafi verið afbrigði- legur svo sem um miðjan vetur. En þegar rauðskjótta hryssan hún Trippa kastaði sínu fyrsta folaldi seint í júlí, á meðan heimilisfólk allt á Ytra-Ósi dvaldi á fjölskylduhátíð á Raufarhöfn, tóku aðgætnir gæslu- menn búsins eftir því að ekki var allt með felldu þegar hið nýfædda folald sást líða fyrir næringarskort. Þá var ekki annað að gera en grípa til pelans og koma þannig lífdrykkn- um í æðar þess. Svo hefur veriö síð- an. Listakonan Kjuregej Alexandra Arg- unova var ein af sjúklingunum á kvöldvökunni. DV-mynd Sigrún Lovísa Gamlir nemendur 1 Hlíðardalsskóla: Fá krabbameinssjúklinga í heimsókn til vikudvalar Sigrún Lovísa, DV, Hveragerði: „Þaði var samheldinn hópur sem sat hér á skólabekk í Hlíðardalsskóla veturinn 1958-1959. Þetta var kristi- legur skóli rekinn af aðventistum. Þama steig Garðar Cortes sín fyrstu spor sem óperusöngvari á sviöi og viö vorum glöð og ánægð,“ sagði Kolbrún Karlsdóttir, ein úr árgang- inum, þegar fréttaritari DV var á kvöldvöku í Hlíðardalsskóla um helgina. Það var svo 33 árum síðar að skóla- félagarnir komu saman heima hjá Kolbrúnu, aUs 42, og stofnað var fé- lagið Bergmál. Fljótt var farið að vinna með öldruðum og einmana fólk heimsótt. Einnig farið með það í dagsferðir. Með Kolbrúnu í stjórn Bergmáls voru Ólafur Ólafsson og Karl Vignir Þorsteinsson. Ólafur veiktist af krabbameini og lést. Þá var ákveðið að gera eitthvað fyrir krabbameinssjúklinga. Bergmál hefur nú fengið Hliðar- dalsskóla lánaðan. Þangað koma krabbameinssjúklingar, sem hafa fótavist, í heimsókn og dvelja hjá fé- lagsmönnum í eina viku hver sér til ánægju, gleði og hressingar sér aö kostnaðarlausu. Reynt er að gera þeim dvölina sem þægilegasta. Ýmsir góðir gestir hafa komið í heimsókn og skemmt þeim, Garðar Cortes ásamt tveimur bömum sínum, Árni Johnsen og félagar úr Karlakór Reykjavíkur. Fólk er mjög velviljað þessari starfsemi Bergmáls og fyrir- tæki hafa stutt hana. „Þetta er aðeins byrjunin á stærra verkefni. Það eru ekki aðeins krabbameinssjúklingar sem þurfa tilbreytingu og má þar nefna MS- sjúklinga, sykursjúka og hjartasjúkl- inga og fleiri. Áð þeim munum við einnig snúa okkur,“ sagði Kolbrún Karlsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.