Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1995, Side 16
16
FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1995
FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1995
25
Iþróttir
KR-ÍA
(1-1) 3-2
1-0 Mihajlo Bibercic (18.) skallaði í
tómt Skagamarkið eftir sendingu Guð-
mundar Benediktssonar, en Heimir
Porca lagði boltann fyrir sig með hendi
áður en hann gaf á Guðmund.
1-1 Arnar Gunnlaugsson (26.) með við-
stöðulausu skoti á lofti eftir glæsilega
fléttu þar sem Aiexander sendi fyrir og
Sigurður Jónsson skallaði til Amars.
1- 2 Sigurður Jónsson (56.) af stuttu
færi eftir að Ólafur Adolfsson hafði
skallað, Kristján slegiö boltann í stöng
og Bjarki Gunniaugsson komið honum
fyrir markið á ný.
2- 2 Mihajlo Bibercic (72.) með skalla
af markteig eftir fyrirgjöf Hilmars
Bjömssonar og glæsisendingu Guð-
mundar, sem gat hæglega skotið sjálfur.
3- 2 Mihgjlo Bibercic (87.) úr víta-
spymu eftir að Pálmi Haraldsson hafði
fellt Guðmund, eftir snögga og stórglæsi-
iega sókn KR.
Lið KR: Kristján Finnbogason >; -
Brynjar Gunnarsson, Steinar Adolfsson
>;., Þormóöur Egilsson, Sigurður Öm
Jónsson >;. - Hilmar Björnsson V., Heim-
ir Guðjónsson 'A, Heimir PorcaEinar
Þór Daníelsson - Mihajlo Bibercic >V.;,
Guðmundur Benediktsson >v.;.
Lið ÍA: Þórður Þórðarson - Pálmi
Haraldsson, Zoran Miljkovic >;., Ólafur
Adolfsson Sigursteinn Gíslason >;.
- Ólafur Þórðarson >;., Alexander
Högnason >V.;., Sigurður Jónsson, Har-
aldur Ingólfsson (Bjarki Pétursson 69.) -
Amar Gunnlaugsson >;., Bjarki Gunn-
laugsson.
KR: 16 markskot, 5 horn.
ÍA: 15 markskot, 4 hom.
Gul spjöld: Brynjar (KR), Sigurður
Öm (KR), Guðjón (KR), Guðmundur
(KR), Sigurður (ÍA), Þórður (ÍA), Pálmi
(ÍA).
Rautt spjaid: Enginn.
Dómari: Eyjólfur Ólafsoon - fullmis-
tækur í erfiðum leik, samræmi í spjöld-
um og brotum ekki nægilegt.
Áhorfendur: 2.070 greiddu aðgang.
Skilyrði: Rigning fyrst, síðan sól á
köflum, völlurinn háll en þokkalegur.
Maður leiksins: Guðmundur Bene-
diktsson (KR). Geysilega ógnandi og
lagði upp öll mörk KR, auk þess sem
hann átti tvö skot í stangir Skaga-
marksins.
Fram-Grindavík
(0-1) 0-2
0-1 Milan Jankovic (35.) - eftir horn-
spymu Zorans Ljubicic fékk Jankovic
boltann frá Þorsteini Jónssyni og þrum-
aði honum upp i markhomið.
0-2 Zoran fjubicic (85.) fékk laglega
stungusendingu frá Tómasi Inga Tómas-
syni og skoraði af útsjónarsemi fram hjá
Birki.
Liö Fram: Birkir Kristinsson >;. -
Kristján Jónsson, Ágúst Ólafsson, Valur
F. Gíslason, Pétur Marteinsson (Gauti
Laxdal 54.) - Þórhallur Víkingsson
(Josip Dulic 46.), Kristinn Hafliðason
(Hólmsteinn Jónasson 81.), Steinar Guð-
geirsson, Atli Helgason - Ríkharður
Daðason, Þorbjöm A. Sveinsson.
Lið Grindavíkur: Albert Sævarsson -
Milan Jankovic >;., Þorsteinn Guðjóns-
son >;., Gunnar M. Gunnarsson (Tómas
I. Tómasson 70.), Guðjón Ásmundsson -
Þorsteinn Jónsson >;., Zoran Ljubicic
>;., Ólafur Ingólfsson >;<Lúkas Kostic
83.), Sveinn Guðjónsson, Ólafur Ö.
Bjamason - Grétar Einarsson (Vignir
Helgason 83.).
Fram: 13 markskot, 4 hom.
Grindavík: 12 markskot, 5 hom.
Gul spjöld: Valur (Fram).
Rautt spjald: Enginn.
Ilómari: Ólafur Ragnarsson, dæmdi
vel.
Áhorfendur: 642.
Skilyrði: Hægur vindur, rigningarúði,
völlurinn blautur.
Maður leiksins: Þorsteinn Jónsson
(Grindavík). Geysilega duglegúr á miðj-
unni og átti margar glæsisendingar í
leiknum.
Staðan
Staðan í Sjóvár-Almennra
deildinni að loknum 14 umferö-
um:
Akranes ....14 12 1
KR ....14 9 1
ÍBV ....14 8 1
Leiftur 14 6 3
Grindavík. ....14 6 2
Keflavík.... .... 14 5 5
Breiðabhk ....14 4 3
Valur ,...14 4 2
1 35-12 37
4 22-14 28
5 31-19 25
5 26-24 21
6 18-17 20
4 19-21 20
7 17-18 15
8 18-27 14
Fram.........14 3 2 9 14-31 11
FH...........14 2 2 10 19-36 8
Markahæstir:
Mihajlo Bibercic, KR.........9
Tryggvi Guðmundsson, ÍBV.....9
Rastislav Lazorik, Breiöabl..8
Ólafur Þórðarson, ÍA.........8
Arnar Gunnlaugsson, í A......7
Haraldur Ingólfsson, ÍA......6
Hörður Magnússon, FH.........6
Þorbjöm A. Sveinsson, Fram...6
Bið á að Skagamenn guUtryggi sér íslandsmeistaratitilinn í knattspymu:
- þegar KR stöðvaði sigurgöngu ÍA og vann, 3-2 - með þrennu frá Bibercic
Víðir Sigurösson skriíar:
Fyrirsögnin hér að ofan stendur
fyllilega undir sér. Það var búist við
hörkuleik hjá KR og ÍA á KR-vellin-
um í gærkvöldi og sú varð svo sann-
arlega raunin. Leikurinn bauð nán-
ast upp á allt sem hægt er aö biðja
um, góða knattspyrnu, baráttu,
hörku upp aö skynsamlegu marki,
og stundum aðeins fram yflr það,
íjölda marktækifæra, flmm mörk,
bæði lið með forystu, og sigurmark
úr vítaspyrnu á síðustu stundu.
Eflaust besti leikur sumarsins hér á
landi ogjafnvel lengra aftur í tímann.
Og KR-ingar geta ekki hætt að
fagna þessa dagana, eftir Evrópuæv-
intýriö og bikargleðina höfðu þeir
karakter til þess að taka á móti
meistaraefnum Skagamanna og
sigra þá fyrstir allra í 1. deildinni í
sumar, 3-2.
Skagamenn gátu tryggt sér íslands-
meistaratitilinn í gærkvöldi, með
sigri, og jafntefli heföi þýtt að mögu-
leikar KR hefðu aðeins verið stærð-
fræðilegir. Þeir hafa samt 9 stiga for-
ystu og eiga titilinn vísan, en nú geta
þeir í fyrsta lagi fagnað honum á
mánudagskvöld, ef þeir vinna
Grindavík á sunnudag og KR vinnur
ekki Val kvöldið eftir.
Það verður að segja báðum liðum
til hróss að í gærkvöldi var ekki leik-
ið upp á jafntefli eða reynt aö halda
fengnum hlut. Skagamenn komust í
1-2 í seinni hálfleiknum og sóttu eft-
ir það grimmt - sigurinn virtist
þeirra og fleiri mörk liggja í loftinu.
En KR jafnaði 18 mínútum fyrir
leikslok og eftir þaö var spennan
rafmögnuð til enda. Færin voru á
báða bóga, fleiri við KR-markið, en
Skagamenn voru of sóknbráðir undir
lokin, KR-ingar brunuðu upp gegn
fáliðaðri vörn þeirra og tryggðu sér
sigurinn - Mihajlo Bibercic full-
komnaði þrennu sína gegn gömlu
félögunum og skoraði annað sigur-
mark KR á fimm dögum.
Kappið hjá þeim var
skynseminni yfirsterkara
„Það voru miklar væntingár til leiks-
ins og ég held að hann hafi staðið
undir þeim. Dúndur fótbolti og hratt
sótt. Eftir svona sigur verður maður
svekktur yfir töpuðum stigum í sum-
ar, fimm til FH-inga og þrjú gefin til
Grindavíkur. En það er mjög gaman
að hafa unnið Skagann, hvernig sem
allt fer, við erum komnir áfram í
Evrópukeppninni, orðnir bikar-
meistarar og við ætlum að tryggja
okkur annað sætið. Það er hægt að
láta sig dreyma en ég er raunsær og
trúi því ekki að Skagamenn tapi
þessu niður. Þeir fengu kjaftshögg í
kvöld sem á að duga þeim til að rífa
sig upp, en hitt er annað mál að þeir
eiga eftir að vinna leikina," sagði
Guðjón Þórðarson, þjálfari KR, við
DV eftir leikinn.
„Máliö er það að þegar við höldum
boltanum niðri og spilum upp kant-
ana nýtast ekki styrkleikar þeirra
varnar. Þannig á að spila á móti
Skagamönnum, og þeir voru of djarf-
ir, kappið hjá þeim var skynseminni
yfirsterkara. Guðmundur var mjög
heitur í þessum leik, hann lagði upp
mörkin og fiskaði vítið,“ sagði Guö-
jón.
Gaman að skora þrjú
á móti besta liðinu
„Jú, það er gaman að skora þrjú
mörk á móti besta liðinu. Ég var
hræddur fyrir þennan leik, eftir bik-
arúrslitin á sunnudag var erfitt að
fara beint í leik á móti Akranesi. Við
höfum spilað síðustu leiki mjög vel
og erum alltaf að bæta við okkur. Það
var erfitt að koma inn í KR-hðið, en
þetta er allt að koma. Ef KR spilar
vel er ég ekki smeykur, þá halda
mörkin áfram að koma. Guðmunaur
var hka ótrúlega góður og hjálpaði
mér mikið. Ég var ekkert stressaður
í vítinu, ég var 100 prósent viss um
að skora," sagði Mihajlo Bibercic.
Verðum lika að
kunna aðtapa
„Þetta var eflaust skemmtilegur leik-
ur fyrir áhorfendur og við verðum
að sætta okkur við þetta og kunna
að tapa, þó það hafi verið sárt. Við
ætluðum að taka titilinn hérna á
KR-vellinum en verðum bara að
klára þetta heima - það er alltaf best
að fagna þar. Ég er ekki sáttur við
dómgæsluna, það var margt umdeilt
og til dæmis greinileg hendi á Porca
þegar þeir skoruðu fyrsta markið.
En dómarinn hefur víst alltaf rétt
iyrir sér,“ sagði Sigursteinn Gísla-
son, Skagamaður, við DV.
Grindavík í
góðum málum
- en Framarar nálgast 2. deildina
Stef an Toth
sendur heim
Guðmundur Hilmaisson skrifer:
Grindvíkingar eru í góðum málum
á sínu fyrsta ári í 1. deildinni í knatt-
spyrnu eftir sanngjarnan sigur á
Fram, 0-2, í síðasta leik 14. umferðar
sem lauk á Laugardalsvellinum í
gær. Grindvíkingar sigla þar með
lygnan sjó í deildinni en Framarar
eru í fallsæti og þurfa að taka sig
rækilega á ef þeir eiga að forðast fall
í 2. deild.
Það var jafnræði með liðunum
lengst af úti í vellinum en sóknir
Grindvíkinga voru allan tímann
mun hættulegri en Framara og það
má kannski segja að Birkir Kristins-
son, markvörður Fram, hafi bjargað
liði sínu frá stærra tapi með góðri
markvörslu.
Grindvíkingar voru sterkari í fyrri
hálfleik og forysta þeirra var fyllilega
sanngjörn,- Framarar náöu sínum
besta leikkafla í upphafi síðari hálf-
leiks en tókst samt ekki að skapa sér
nein opin marktækifæri. Grindvík-
ingar léku af skynsemi. Þeir héldu
sig frekar aftarlega og voru mjög
skæðir í skyndiupphlaupum sínum
og úr einu slíku gerðu þeir út um
leikinn 7 mínútum fyrir leikslok.
„Þetta var bara spurningin um að
vera með í efri hlutanum eða vera í
„Ég tel að Skagamenn eigi mikla
möguleika gegn Raith miðað við það
sem ég sá til Skotanna hér í Færeyj-
um,“ sagði Páll Guðlaugsson, fyrrum
landsliðsþjálfari Færeyja í knatt-
spyrnu, í spjalli við DV. Páll sá Raith
gera jafntefh, 2-2, við GÍ í seinni leik
liðanna í forkeppni UEFA-bikarsins.
„Leikurinn var kannski ekki nógu
botnbaráttunni. Það var frábært að
sigra þá þar sem þeir höfðu tekið af
okkur 2 ódýr stig í deildinni og slógu
okkur út úr bikarnum. Við komum
mjög ákveðnir í þennan leik og klár-
uðum hann þannig lagað í fyrri hálf-
leik. í þeim síðari spiluðum við af
öryggi. Við hugsum ekki um neitt
ákveðið sæti heldur ætlum við að
hirða þau stig sem við getum hér
eftir og svo munum við sjá í lokin
hver staðan verður,“ sagði Þorsteinn
Jónsson, leikmaðurinn öflugi í liði
Grindvíkinga, við DV eftir leikinn.
Með ósigrinum versnaði staða
Framará í botnbaráttunni og eins og
liðið lék þennan leik verður að telja
þá líklega fallkandítata með FH-
ingum. Framarar áttu á brattann að
sækja gegn baráttuglöðum Grindvík-
ingum og furðulegt var oft að sjá hve
lítið Framarar lögðu kapp á sóknina.
Eftir þennan mikilvæga sigur eru
Grindvíkingar komnir í baráttuna
um Evrópusætið og þeim til mikillar
gleði eru þeir komnir upp fyrir Kefl-
víkinga á stigatöflunni. Heildarsvip-
urinn var góður á liöinu, vörnin mjög
sterk, miðjumennirnir geyshega
duglegir og útsjónarsamir og margar
vel útfærðar sóknir htu dagsins ljós
hjá liðinu.
marktækur þar sem Raith var með
4-0 forskot úr fyrri leiknum, en samt
fannst mér greinilegt að liðið er
reynslulítið og þaö var mikið óöryggi
í skosku vöminni þegar GÍ setti á
hana pressu," sagði Páll og bætti því
við að hættulegasti leikmaður Raith
hefði veriö blökkumaðurinn Tony
Rougier sem lék í framlínu liðsins.
Viðarsmótið
íhandbolta
íþróttafélag Hafnarfjarðar
gengst nú um helgina fyrir hinu
árlega Viðarsmóti i handknatt-
leik sem er haldið í minningu
Viðars Sigurðssonar handknatt-
leiksmanns sem lék meðal ann-
ars með Haukum, FH og ÍH.
Viöar lést um aldur fram í um-
ferðarslysi við Sandskeið fyrir
nokkrum árum. Þátttökuliöin á
mótinu er FH. Grótta, IBV og ÍH
og verður keppt í íþróttahúsinu
við Strandgötu. Mótið hefst
klukkan 18.30 i kvöld með leik
Gróttu og ÍBV og strax á eftir
leika ÍH og FH. A laugardaginn
leika ÍBV og ÍH klukkan 13 og
strax á eftir, eða um klukkan
14.30 leika FH og Grótta. Klukkan
16.30 leika ÍH og Grótta og mótinu
lýkur síðan með leik FH og ÍBV
sem hefst klukkan 18.
Hópferðá
leikÍAog Raith
Daniel Ólafeson, DV, Alaanesi:
Forráðamenn Samvinnuferða-
Landsýnar hafa skipulagt tveggja
daga ferö á leik Raith Rovers og
ÍA í Evrópukeppninni i knatt-
spyrnu sem fram fer í Skotlandi
12. september. Haldiö veröur út
að morgni mánudagsíns 11. sept-
ember og komið heim daginn eft-
ir leik. Þetta er bæði verslunar-
og fótboltaferð til Edinborgar,
Ahar nánari upplýsíngar gefur
Willum Þór Þórsson hjá íþrótta-
deild Samvinnuferöa- Landsýnar
og umboðsmaður þeirra á Akra-
nesi, Kristján Sveinsson.
Unglingamót
ígolfihjáKeili
Opið unglingamót f gohi,
Pinseeker-mótiö, verður haldið á
sunnudaginn á Keihsvellinum í
Hafnarfiröi. Keppt verður í flokk-
um 15-18 ára og 14 ára og yngri.
Veitt veröa glæsileg verölaun fyr-
ir 1., 2. og 3. sætið. Ræst verður
út frá klukkan 9-13 og er keppnis-
gjald 800 krónur. Skrúning er í
síma 565-3360.
Stefan Toth, Slóvakinn sem leikiö
hefur með FH-ingum í 1. deildinni í
knattspyrnu í sumar, lék sinn síðasta
leik með hðinu í tapleiknum gegn
ÍBV í fyrrakvöld. Eftir leikinn
ákváðu forráðamenn FH að senda
Toth heim enda hefur hann, að
þeirra mati, ekki staðið undir þeim
væntingum sem til hans voru gerðar.
Stefan Toth, sem hélt af landi brott
í gær, lék 11 leiki með FH í 1. deild-
Ath Eðvaldsson, þjálfari spútnik-
hðs Eyjamanna í knattspymu, segir
að það sé skömm hvað Hafnfirðingar
séu linir við að styðja við bakið á leik-
mönnum FH í þeirri hörðu fallbaráttu
sem þeir em í. Þetta sagði Ath í sam-
tah við DV eftir leik Eyjamanna og
FH-inga í fyrrakvöld en þar voru
miklu fleiri Éyjamenn á áhorfendap-
öhunum en Hafnfirðingar.
„Það er alveg ótrúlegt að horfá upp
á þetta. Fólk í Hafnarfirði ætti hrein-
lega að skammast sín fyrir að snúa
bakinu við FH-ingunum um leiö og
inni og skoraði 2 mörk, bæði í 2-3
tapleiknum gegn Val í fyrri umferð-
inni.
Toth kom th FH frá 1. deildar liðinu
Lokomotíva Kosice í Slóvakíu en þar
var hann fastamaður og var t.d.
markahæsti leikmaður liðsins í 1.
deildinni 1993-94 með 6 mörk. Áður
sphaði hann með Tatran Presov í 1.
deildinni í gömlu Tékkóslóvakíu.
það fer að ganga iha en eins og allir
vita þá hafa FH-ingar staðið sig meiri
háttar vel undanfarin tvö ár. Ég hélt
hreinlega að viö værum að spila á
heimavelli í þessum leik gegn FH.
Ég var líka vitni að þessu í Evrópu-
leiknum á dögunum. Þar voru sára-
fáir Hafnfirðingar sem létu sjá sig
og þeir sem mættu voru ekki að
hvetja strákana áfrarn," sagði Atli.
Þess má geta að Atli býr í Hafnar-
firði, rétt hjá Kaplakrika, og því má
segja að hann hafi verið á heimavelli
í fyrrakvöld!
Naumur Valssigur
Ingibjörg Hinriksdóttir skrifer:
Valur lagði IBV, 1-2, 1 1. deild
kvenna í knattspymu í Eyjum í
gær. Ásgerður Ingibergsdóttir og
Sirrý Haraldsdóttir gerðu mörk
Vals en Stefanía Guðjónsdóttir
minnkaði muninn fyrir IBV. Fyrir
lokaumferðina er' Breiðablik með
tveggja stiga forskot á Val og nægir
jafntefh gegn Stjörnunni til að
tryggja sér íslandsmeistaratitilinn.
_L
ÍA á mikla möguleika
AtliEðvaldsson:
Haf nf irðingar ættu
að skammast sín
íþróttir
Kristján Finnbogason og Hilmar Björnsson höfðu svo sannarlega ástæðu til að brosa eftir sigurinn á Skagamönnum í gærkvöldi. Svo sannarlega viðburðaríkir dagar
hjá þeim og öðrum KR-ingum, Evrópusigurinn, Evrópudrátturinn, bikarsigurinn og svo Skagamenn lagðir að velli. DV-mynd Brynjar Gauti
Raith Rovers, mótherjar ÍA í UEFA-bik-
arnum, féllu í gærkvöldi út úr skoska
deildabikarnum í knattspymu, sem þeir
unnu í fyrra, á afar umdeildan hátt.
Mínútu fyrir lok framlengingar gegn
Celtic, þegar staðan var 1-1, sparkaði Scott
Thomson, markvörður Raith, boltanum út
af vegna þess að leikmaður Celtic lá meidd-
ur á vehinum. Leikmenn Celtic sýndu mjög
óíþróttamannslega framkomu þvi þeir nýttu
innkastið til að skora sigurmarkið í leikn-
um, 2-1, í staö þess að kasta boltanum á
leikmenn Raith.
„Það hefur verið gullin regla hjá mark-
vörðum að sparka boltanum út af í svona
tilfellum, en ég hugsa mig tvisvar um áður
en ég geri það næst,“ sagði Thomson, æva-
reiður eftir leikinn. Jimmy Nicholl, fram-
kvæmdastjóri Raith, sagði aö lið sitt hefði
tapað vegna óheiðarleika og erfltt væri að
sætta sig við slíkt.
Celtic, sem tapaði fyrir Raith eftir víta-
spyrnukeppni í úrslitaleik keppninnar í
fyrra, var miklu betri aðilinn allan timann,
en Tony Rougier náði að jafna fyrir Raith
með glæsimarki úr aukaspyrnu og ná þann-
ig í framlengingu.
Reykjanesmótí
körfuknattleik
Hiö árlega Reykjanesmót í körfubolta
hefst á sunnudag. Fjögur lið keppa á mót-
inu, Njarðvík, Grindavík, Haukar og Kefla-
vík. Leikin verður tvöfóld umferð, heima
og heiman. Þó að hér sé aðeins um haust-
mót að ræða og hðin ekki komin á fuha ferð
má búast við skemmtilegum leikjum.
Á sunnudagskvöld mætast í fyrstu leikj-
unmn Grindavík-Keflavík og Haukar-
Njarðvík og báðir leikirnh heijast klukkan
20.
Frábært hjá Geir
Geir Sverrisson, íþróttamaður úr
Ármanni, tók þátt í þremur frjáls-
íþróttamótum í Þýskalandi í síðustu
viku og stóð sig mjög vel. Geir fékk
boð um að taka þátt í alþjóðlegu boðs-
móti fyrir sterkustu frjálsíþrótta-
menn heims úr röðum fatlaðra en
mótið fór fram í Göttingen.
Hann keppti í 400 m hlaupi og sigr-
aði glæsilega á tímanum 50,98 sek.
sem er besti tími hans á þessu ári í
greininni. Þá keppti Geir í 4x100 m
boðhlaupi með boðhlaupsveit Evr-
ópu og átti glæsilegan endasprett
sem tryggði sveitinni fyrsta sætið.
Þá keppti Geir einnig í tveimur
mótum ófatlaðra sem fram fóru í
Aachen og Troisdorf. Geir varð ann-
ar í bæði 100 m og 400 m hlaupi á
mótunum.
Badmintondeild KR
Æfingar hefjast í september.
Innritun og upplýsingar hjá Óskari Guðmundssyni
í síma 511 5511 og 551 5881.
Stjórnin
Svíþjóð:
Örebro í
baráttuna
á toppnum
Eyjólfur Harðaison, DV, Sviþjóð:
Örebro er komið í slaginn um
efstu sæti úrvalsdeildarinnar eft-
ir 1-0 sigur á Norrköping i lokin.
Miroslav Kubiztal skoraði sigur-
markið og voni íslendingamir
þrír ahir með Örebro.
„Við áttum ahan leikinn og
nýttum ekki 4-5 dauðafæri, auk
þess sem við áttum að fá víta-
spyrnu,“ sagði Hlynur Stefáns-
son við DV eftir leikinn.
Örgryte gerði jafntefli við topp-
lið Gautaborgar, 1-1, að viðstödd-
um 11 þúsund áhorfendum og
jafnaði Gautaborg úr umdeildri
vítaspymu en leikmaður Gauta-
borgar viðurkenndi eftir leikinn
að hann hefði látið sig detta. Rún-
ar Kristinsson lék á vinstri kant-
inum hjá Örgryte og stóð mjög
vel fyrir sínu.
Úrslit í úrvalsdeildinni í gær-
kvöldi:
Örebro - Norrköping.....1-0
Örgryte - Gautaborg.....1-1
Hammarby - AIK..........1-2
Trelleborg - Helsingborg.0-1
Öster - Malmö...........2-2
Halmstad-Degerfors......5-1
Gautaborg er með 31 stig, Hels-
ingborg 31, Malmö 30, Halmstad
30, Örgryte 27, Djurgárden 25,
AIK 25, Órgryte 23, Norrköping
22, Öster 20, Treheborg 19,
Hammarby 17, Fröhmda 15 og
Degerfors 15 stig.