Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1995, Qupperneq 25
FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1995
33
Menning
Kaff i og koníak
Listmunauppboö er meiri viðburður í Reykjavík en til dæmis í París,
London eða Kaupmannahöfn. í þessum þremur síðasttöldu borgum sitja
menn á hörðum stólum í sýningarsölum uppboðshúsanna og fá hvorki
vott né þurrt á meðan á uppboðinu stendur. Þar eru uppboð haldin að
deginum til og menn stinga inn nefi þegar þeir búast við að röðin sé að
koma að þeim verkum sem þeir hafa ágimd á og eru þar af leiðandi ekk-
ert að búa sig uppá. Þangað fara þeir sem ætla að kaupa kúnst.
í Reykjavik er þessu á annan veg farið. Þar eru kvölduppboð. Þau eru
ekki haldin í uppboðshúsum heldur samkvæmishúsum. Menn fara í
sunnudagafötin og mæta nýgreiddir. Hjón og kæmstupör og stöku ein-
hleypingar fylla Súlnasalinn á Hótel Sögu. Sitja á bólstruðum stólum frá
fyrsta númeri og til þess hundrað-
Atburdir
Úlfar Þormóðsson
asta ef því er að skipta. Sumir hafa
svo mikið við að fara út að borða
fyrst og fá sér svo kaffi og koníak
á uppboðinu. Og í reyndinni em
ekki næstum því allir komnir til
þess að bjóða í verkin sem selja á.
Trúlega eru þeir fleiri á uppboðunum sem koma til þess að fylgjast með
náunga sínum og lyfta sér upp en til þess að gera innkaup. Svona hefur
þetta verið lengi. Og svona vill landinn hafa það.
Á síðasta áratug og þessum hafa verið gerðar þrjár tilraunir til þess
að breyta umgjörð uppboðanna. Gallerí Borg reyndi að halda uppboð á
Hótel Borg, sem að sjálfsögðu er meira en boðlegur staður á heimsmæli-
kvarðanum. Auk þess sem hún var næsti bær við galleríið. Veisluborðum
var raðað með veggjum og lausum stólum á mitt gólfið og boðið til upp-
boðs um miðjan dag. Það gekk ekki. Fáir mættu og voru ókátir. Þá var
reynt að dreifa borðum um allan sal og halda kvölduppboð. Það gekk
ekki heldur. Aðeins fleiri komu, en margir urðu að standa og það gekk
illa að afgreiða rjómatertur og enn verr að framreiða koníakið. Og þeir
sem stóðu eða sátu í stólaröðunum fengu ekkert.
Og aftur var haldið vestur á Sögu í gamla farið.
Klausturhólar reyndu að halda uppboð í eigin salarkynnum við Lauga-
veg á miðjum frídegi. Engin borð, ekkert kaffi og ekkert koníak. Sárafáir
mættu og aftur var haldið vestur á Sögu.
Um 1990 komu hingað sprenglærðir uppboðshaldarar frá London. Þeir
ætluðu að kenna landanum að halda almennileg uppboð. Eins konar eðal-
uppboð. Þeir tróðu upp á hinum hefðbundna uppboðssal landans. Allt
var með elegans; starfsmenn í kjól og hvítt og Saga í hátíðarbúningi. En
það voru stólar án borða í hluta salarins. Ekkert koníak og varla kaffi
það ég man. Þetta var orðiö of fínt fyrir íslensklu þjóðina og fáir mættu
og keyptu lítið fyrir lágt verð. Og Bretarnir fóru vonsviknir heim. Það
var ekki til neins að kenna íslendingum. Þeir höfðu fundið sinn uppboðs-
tón og vildu halda honum.
Og nú er haustið komið. Uppboðin eru byrjuð. Það fyrsta var haldið í
gærkvöldi. Að sjálfsögðu á sínum stað. Margir mættu og uppábúnir eins
og vera ber. Nóg kaffi og útíða eða meððí. Og rúmlega níutíu verk í boði.
Uppboðshaldarinn sté í pontuna og uppboðið hófst.
En í gærkvöldi var eitthvað að. Það vantaði eitthvað upp á stemning-
una. Og það skapaðist engin eftirvænting.
Skýringanna er ekki að leita í verkunum sem gestum stóð til boða. Þau
voru fín. Ekki heldur í frammistöðu uppboðshaldarans, Haraldar Blönd-
al. Hann stóð sig með prýði eins og hann á vanda til og hefur margsýnt
það og sannað að hann er bestur uppboðshaldari á listaverkum í land-
inu. Og það var heldur ekkert að frammistöðu húss né þjóna eða starfs-
fólks seljandans.
Ein skýring á deyfðinni í gær gæti verið sú staðreynd hversu fáir hafa
tök á að kaupa dýr listaverk eða hafa látið eftir sér að gera það. Þeirra
var saknað í gær. Önnur skýring gæti verið peningaflæðið á verðbréfa-
markaðinum. Og enn aðrar skýringar flökruðu að mér. Ég vil ekki nefna
þær. Það eru ágiskanir og mér gæti skjátlast (þótt ólíklegt sé!).
Svo gæti það bara verið hin séríslenska geðlægð. Hún kemur og fer.
Það skýrist eftir mánuð.
Tilkynningar
Tombóla
Nýlega héldu þessar stúlkur, sem heita
Valdís, Eydís og Guðný, tombólu til
styrktar hjálparsjóði Rauða kross ís-
lands. Alls söfnuðu þær 3.085 krónum.
Heimurinn-tímarit
um alþjóðleg málefni
Út er komið nýtt tímarit, Heimurinn -
tímarit um alþjóöleg málefni. Brú, félag
áhugamanna um þróunarlöndin, gefur
ritið út og er því ætlað að upplýsa og
skapa umræður um málefni þróunar-
heu
inn
landanna og önnur alþjóðamál. Efni
fyrsta tölublaösins er mjög fjölbreytt.
Meginefni blaðsins er „breytt heims-
mynd“ þar sem fjallað er um þær breyt-
ingar sem orðið hafa í heiminum eftir lok
kalda stríðsins. Ritstjóri blaðsins er Gest-
ur Hrólfsson. Um þessar mundir fæst
Heimurinn í öllum helstu bókaverslun-
um á sérstöku kynningarverði sem er 395
kr.
NÝR UMBOÐSMAÐUR
7//////////////////////////
Ólafsfirði
Sveinn Magnússon
Ægisbyggð 20
sími 466-2650
Leikhús
LEIKFÉLAG
REYKJAVÍKUR
Sala aðgangskorta hafin!
Fimm sýningar aðeins 7200 kr.
Stóra sviðiðkl. 20.30
LÍNA LANGSOKKUR
eftir Astrid Lindgren
Frumsýning 10/9.
Miðasala hafin.
Rokkóperan
Jesús Kristur
SUPERSTAR
eftir Tim Rice og Andrew
Lloyd Webber
i kvöld, uppselt, laugard. 2/9, uppselt,
fimmtud. 7/9, fáein sæti laus, föstud. 8/9
miðnætursýning kl. 20.30.
OPIÐ HÚS LAUGARDAG 2/9 kl. 14-17.
Kynning á vetardagskrá Leikfélagsins.
Miðasalan verður opin alla daga frá
kl. 13-20 meðan á kortasölu stendur.
Tekið er á móti miðapöntunum í sima
568-8000 frá kl. 10-12 alla virka daga.
Greiðslukortaþjónusta.
Ósóttar miðapantanir seldar
sýningardagana.
Gjafakortin okkar,
frábær tækifærisgjöf.
Leikfélag Reykjavíkur -
Borgarleikhús
Faxnúmer 568-0383.
THIII
ISLENSKA OPERAN
__iiin
Rokkóperan
LINDINDIN
eftir Ingimar Oddsson i flutningi
leikhópsins Theater kl. 20.
Frumsýning i kvöld, öriá sæti laus,
lau. 2/9, fös. 8/9, sun. 10/9.
Miðasala opin frá kl. 15—19 alla daga, til
kl. 20 sýningardaga.
Miðapantanir í síma 551 1475,
551 1476 og 552 5151.
S------------------------“S
ejjtit trolte.
lemux trexnl
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Sími 551 1200
6 leiksýningar
Verð kr. 7.840
(5 sýningar á stóra sviðinu og 1 að
eigin vali á litlu sviðunum)
EINNIG FÁST SÉRSTÖK KORT Á
LITLU SVIÐIN EINGÖNGU, KR. 3.840.
KORTAGESTIR LIÐINS LEIKÁRS: Vln-
samlegast endurnýið fyrir 4. septemb-
er ef óskað er eftir sömu sætum.
Sýningar leikársins:
Stóra sviðið
ÞREK OG TÁR eftir Ólaf Hauk Simonarson
KARDEMOMMUBÆRINN eftir Thorbjörn
Egner*
GLERBROT eftir Arthur Miller
DON JUAN eftir Moliére
TRÖLLAKIRKJA eftir Ólaf Gunnarsson
SEM YÐUR ÞÓKNAST eftir William Shake-
speare
Smíðaverkstæðið
LEIGJANDINN eftir Simon Burke
LEITT HÚN SKYLDIVERA SKÆKJA eftir
John Ford
HAMINGJURÁNID, söngleikur eftir Bengt
Ahlfors*
Litla sviðið
SANNUR KARLMAÐUR, Fernando Krapp
sendi mér bréf, eftir Tankred Dorst
KIRKJUGARÐSKLÚBÐURINN eftir Ivan
Menchell
HVÍTAMYRKUR eftir Karl Ágúst Úlfsson*
* Ekki kortasýningar
Einnig hefjast sýningar á ný á
STAKKASKIPTUM, TAKTU LAGIÐ, LÓA! og
farandsýningunni LOFTHRÆDDIÖRNINN
HANN ÖRVAR.
Miðasalan opin kl. 13-20. Simapantanir
frá kl. 10.
Greiðslukortaþjónusta.
Fax: 5611200
Simi: 551 1200
VELKOMIN í ÞJOÐLEIKHUSID!
TJARISARBÍÓ
Söngleikurinn
JÓSEP
og hans undraveröa skraulkápa
eftir Tim Rice
og Andrew Lloyd Webber.
í kvöld, föstud., miðnætursýn. kl. 23.30,
laugard. 2/9 og sunnud. 3/9, fjölskyldu-
sýn. kl. 17.00 (lækkað verð), sunnud. 3/9
kl.21.00.
Siðasta sýningarvika: pös 8/9j |au g/9i
sun. 10/9 kl. 21.00. Fjölskyldusýn. (lækkað
verð) lau. 9/9 og sun. 10/9 kl. 17.00.
Allra síðasta sýnlng 10. sept. kl. 21.00.
Miðasala opln alla daga í Tjarnarbiói frá
kl. 15-21. Mlöapantanir,
simar: 561 0280 og 551 9181, fax 551 5015.
„Það eriangtsíðan undirritað-
ur hefur skemmt sér eins vel i
leikhúsi. “
Sveinn Haraldsson,
leikllstargagnrýnandi Mbl.
Orðsending til
atvinnurekenda
Félagsmálaráðuneytið beinir því til atvinnurekenda að þeir
tilkynni næstu vinnumiðlunarskrifstofu um störf sem eru
laus til umsóknar.
Félagsmálaráðuneytið
31. ágúst 1995.
Fólk í atvinnuleit
Félagsmálaráðuneytið vekur athygli á að um þessar mund-
ir eru að losna störf víða um land. Vinnumiðlanir veita
nánari upplýsingar.
Félagsmálaráðuneytið,
31. ágúst 1995.
ftílflfL
DV
904-1700
Verð aðeins 39,90 mín.
j 3. | Fótbolti
j 21 Handbolti
3 [ Körfubolti
4j Enski boltinn
5 ) ítalski boltinn
6 : Þýski boltinn
_7j Önnur úrslit
III NBA-deildin
Ell Vikutilboð
stórmarkaðanna
2J Uppskriftir
Læknavaktin
Apótek
Gengi
Dagskrá Sjónvarps
Dagskrá Stöðvar 2
Dagskrá rásar 1
Myndbandalisti
vikunnar - topp 20
Myndbandagagnrýni
ísl. listinn
-topp 40
Tónlistargagnrýni
Nýjustu myndböndin
Krár
Dansstaðir
Leikhús
Leikhúsgagnrýni
Bíó
6 [ Kvikmyndagagnrýni
mningsnumer
11 [ Lottó
2[ Víkingalottó
' 31 Getraunir
AÍHIH.
DV
904-1700
Verð aðeins 39,90 mín.