Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1995, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1995 Spurningin Hve lengi sefur þú á sólarhring? Sigurður Þór Skúlason nemi: Al- veg nóg. Herdís Sigurbergsdóttir, aðstoð- arstúlka á tannlæknastofu, og Sigrún María Jörundsdóttir: Svona 7-8 tíma, það er nóg. Auðbjörg Pálsdóttir kennari: Svona 6 tíma hér um bil. Ragnar Már Stefánsson nemi: Tólf tíma ef ég fæ að sofa út. Lesendur_____________ Launamunurinn á Is- landi og í Danmörku Er meiri verðmætaaukning aflans í landi ein leiðin til hærri launagreiðslna? Gunnar Jónsson skrifar: Enn er haldið uppi umræðu um launamun þann sem er til staðar hér á landi og í Danmörku hjá þeim sem starfa t.d. i fiskvinnslu. Sann- anir um þennan launamun eru dregnar fram og síðan er spurt: Hvers vegna þessi launamunur? Og þá vefst mönnum tunga um tönn. Helst til ráða virðist manni eiga að verða það að setjast niður eina ferð- ina enn og kryfja málið til mergjar. Þessi „niðurseta" með nefndum og ráðum er nú orðin vel þekkt fyr- irbæri hér til þess að drepa málum á dreif, og hún er líka vænlegust til að fá aldrei botn í málin opinber- lega. Skýrslugerð er oftast niður- staðan og þar með er rannsókninni lokið. Ég held þó að ekki þurfi langt að fara til þess að þekkja ástæðu launa- munarins hér á landi og annars staðar í nálægum löndum, þ.m.t. í Danmörku. - Menn segja sem svo: í Danmörku eru greidd tvöföld og jafnvel allt að þreföld laun í fisk- vinnslu miðað við þau sem hér tíðkast. En það er lika staðreynd að íslenskir sjómenn eru margfaldir matvinnungar á við fiskvinnslufólk- ið. í einum túr á togara sem aflar fyrir rúmar 100 milljónir króna fá skipverjar hver um sig (skipstjóri þó meira) um 1.000.000 króna í sinn hlut. Að vísu fyrir kannski meira en mánaðarúthald. En mér er sama. Auðvitað rýmar aflaverðmæti fisk- vinnslunnar gífurlega vegna þessa frádráttar frá aflaverðmætinu. - Er ekki betra minna og jafnara? Skyldi danskur sjómaður ná þessum laun- um? Það er einmitt þessi launamis- munur sem hér er að drepa verka- fólk og almenna launþega sem taka laun samkvæmt gildandi kjara- samningum. Öll vitum við hvernig kjör sjómanna hafa orðið til. Þeir hafa beitt sér á annan og frekari hátt en tíðkast um önnur stéttarfé- lög. Það hefur einhvem veginn kom- ist inn í þjóðarsálina að sjómenn skuli hafa betri laun en almennt gerist á vinnumarkaði. Þar ræður líka hlutaskiptaregla, sem hvergi hefur mátt nota annars staðar. Sjó- menn hafa, hvort sem fólki líkar betur eða verr, ásamt útgerðar- mönnum, verið kröfuharðastir allra landsmanna. Útgerðir og fiskvinnsla hér gætu notið meiri afraksturs til hagsbóta fyrir allt sitt starfsfólk ef rétt væri að staðið. Sjómenn þurfa að láta af sínum hlut fyrir þá sem vinna afl- ann og fiskvinnsla þarf að gera framleiðsluna eftirsóttari og verð- mætari. Danir framleiða m.a. til- búna fiskrétti til útflutnings. Við getrnn því lært af Dönum annað og meira en með skoðun launa- greiðslna. Og það þótt málin eigi að skoða á þingi Verkamannasam- bandsins í október nk. Landflótti ekki nýr af nálinni Gestur Sturluson skrifar: í Tímanum hinn 26. ágúst sl. standa þessar línur og eru eftir Odd Ólafsson blaðamann: „Helmingur allra skráðra atvinnuleysingja er í Reykjavík. Samt fjölgar íbúum þar og er fækkunin því annars staðar. Fólksfækkunin er mest þar sem at- vinnuástand er best og meðaltekjur hæstar. Eitthvað er þetta á skjön við við- teknar skýringar á búferlaflutning- um og ástandi atvinnumála. Opin- ber húsnæðisstefha hefur átt að laða fólk að byggðarlögum eða halda í þá íbúa sem fyrir eru. Allt verkar þetta öfugt og nú eru félagslegar íbúðir víða orðnar myllusteinn um háls sveitarfélaga." Já, ljótt er að heyra. En þessi lýs- ing á flóttanum til Reykjavíkur og nágrennis er svo sem ekki ný af nál- inni. Þessi þróun hefur verið í gangi obbann af þeirri öld sem nú er aö enda. Ekki vantar að reynt hefur verið að stöðva þessa þróun og eytt hefur verið geysimiklum fjármun- um (líkt og Oddur bendir á, t.d. með félagslegu íbúðunum). Um þetta hafa forystumenn þjóðarinnar rætt og ritað, ekki síst þingmenn dreif- býlisins, og sem sjálfir eru fluttir í þéttbýlið. Þaö sem þó vantar í þessa um- ræðu alla er að það er ekki komið að kjama málsins, þ.e. orsökum flóttans i þéttbýlið. Þær eru einfald- lega að fólkið sækir þangað sem flest fólk er fyrir. Það sækir í fjöl- mennið, gleðskapinn og glauminn. Þarna hefur skapast vitahringur sem ekki er auðvelt að rjúfa. _ Þetta eru staðreyndir sem stjórnmála- mennirnir verða að viðurkenna, og haga sínum aðgerðum í samræmi við það. Því fyrr, því betra. Sjónvörp og gervihnettir Gervihnattamóttakarar í sókn? Sigrún Ólafsdóttir skrifar: Það er sífellt verið að ræða um ábyrgð og áhrif fjölmiðla en samt er það svo að sjaldan er greint á miili ljósvakafjölmiðla og lesinna fjöl- miðla í þessari umræðu. Hinir lesnu fjölmiðlar eru nokkuð fastir i sessi, enda meðfærilegir og til gagns og ánægju, nokkurn veginn hvar sem er. Ljósvakafjölmiðlana tekur mað- ur fremur sem skemmtitæki eða beina afþreyingu. En því miður vill það verða svo með okkar ljósvaka- miðla, hve margir sem þeir verða, aö fátt bitastætt finnur maður þar, utan fréttatímanna. Og nú eiga að bætast við fleiri sjónvarpsstöðvar. Það er ekkert nema gott um það að segja ef menn treysta sér til að láta þá bera sig. Ekki hefur Ríkissjónvarpið staðið sig vel í dagskrárefni fyrir hinn venjulega borgara, heldur ekki Stöð 2. í þeim eru endursýningar fyrir- ferðarmestar og þáttaraðir sem eng- an enda virðast taka. Margir hafa því komið sér upp hinum svonefndu gervihnattamót- tökurum. Þarna er úrval fræðslu- og skemmtiefnis, aðallega með ensku og þýsku tali. Ég held að fólk hér sé í miklum mæli farið að láta sér þetta nægja. Auk þess sem þetta efni er algjörlega frítt. Ég vara því mjög við frekari útþenslu á íslenskum sjónvarpsmarkaði að sinni nema auðvitað að viðkomandi sé þess full- viss að um ábatasaman rekstur sé að ræða. Illgresi í Kópavogi H.J. hringdi: Mér og öðrum bæjarbúum í Kópa vogi blöskrar sú vanhirða sem bær inn sýnir sums staðar í óþrifnaði og vanhirðu. Ég nefni sem dæmi götur eins og Hlíðar- hvamminn þar sem arfi og ill- gresi er orðið jafiihátt trjám og runnum sem þar eiga að standa upp úr. Einnig má nefna staði við Nýbýlaveg þar sem illgresið fær að daftia óáreitt. Þetta er annars ágætu bæjarfélagi til lít- ils sóma. Burt með illgresið. Vigdís hefur stuðninginn Örn Bjömsson skrifar: Annað slagið heyrast nefnd nöfn væntanlegra ffambjóðenda til embættis forseta íslands vegna komandi forsetakosninga. Ekki dreg ég í efa að margir eru kallaðir og hafa gengiö með emb- ættið í maganum langa hríð. Þeir hafa gaman af að vinir og gamlir starfsmenn nefni nöfn þeirra opinberlega. Það er þó alls kostar ótímabært að vera með slíkar bollaleggingar. Vigdís Finnbogadóttir hefúr óskoraðan stuðning þjóðarinnar til að gegna embættinu áfram og það svo að með öllu er óþarft að tí- unda verðleika hennar hér. Öll- um er ljóst að hún hefur staðið sig með mikilli prýði. Það færi því vel á því að hún sæti áfram á forsetastóli og léti ekki af störf- um fyrr en hún hefur náð þeim starfslokaaldri er gildir um emb- ættismenn ríkisins. Til hamingju, DV! Guðjón Einarsson hringdi: Ég samgleðst ykkur á DV með 20 ára afmælið, 8. september. Ég er einn þeirra manna sem hef keypt blaðið frá fyrstu tið. Ég tel að það hafi verið eitt mesta fram- faraspor í íslenskum blaðaheimi þegar Dagblaðið eða DB, eins og það var þá kallað, leit dagsins ljós. Enn er mikil þörf fyrir blað af þessu tagi, létt, skorinort og framfarasinnað dagblað sem er ekki einskorðað við pólitík eða fiokkadrætti. Fólká sérleióum Kristján Sn. Kjartansson skrifar: Fólk á ýmsum „sérleiðum" viða um heim stimdar hindur- vitni. Tek ég Sálarrannsóknarfé- lagið hér á landi sem dæmi. Margt af þessu fólki vill gefa frjáls eitur- og vímuefni og er það hið versta mál. Þetta fólk þarf á líkri hjálp að halda og SÁÁ hér á landi býður upp á, ásamt uppfræðslu un þjóðfélags- mál og aukin mannleg sam- skipti. Samfara þessu hefur hér verið tekin upp samfélagsþjón- usta sem miðar svo að enn meiri stéttaskiptingu og vímuefnanotk- un. Allri neikvæðni má eyða með góðri trú og reglusemi. Þannig starfar lika hugsunin vel og rétt. Regína Regína Thorarensen, skrifar: Innilegustu hamingjuóskir með 20 ára afmælið. DV er óflokksbundið blað og skrifar hressilega um óstjómina í dag- lega lífinu; það sem miður fer hjá íslenskum stjómvöldum. Ég þakka fréttamóttöku frá mér gegnum árin og sendi kveðju til þess góða fólks sem vinnur á blaðinu. Ég óska DV allra heilla í nútíð og framtíð og þeim ágætu mönnum sem stjóma því.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.