Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1995, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1995, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1995 11 Afmæli Dagblaðsins > I > > i i i i Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV, um fjölmiðlun síðustu áratugina: Nú hef ur f ólk áhrif í gegnum fjölmiðla - útlitsbreytingar á D V á morgun kynntar Jónas segir viðtökur almennings við blaðinu hafa komið þægilega á óvart. Hér má sjá Óla blaðasala í Austurstræti 8. september 1975 selja blaðið undir lögregluvernd. DB-mynd Bj. „Það var ljóst að velgengni Dag- blaðsins var mjög mikil í upphafi þannig að greinilegt var að blaðið stóð undir þeim væntingum sem fólk gerði til þess dagana áður en það fór af stað. í kjölfarið jókst útbreiðsla blaðsins og síðar líka DV á heildina litið þótt það haíi orðið hlé og smá- lægðir eftir efnahagsástandi hverju sinni. Samkvæmt þessum mæli- kvarða hefur blaðið staðið nægilega undir þeim væntingum sem fólk gerði til þess í upphafi," segir Jónas Kristjánsson, fyrrum ritstjóri DB og núverandi ritstjóri DV, í tilefni þess að í dag eru 20 ár hðin frá því að Dagblaðið kom fyrst út. Vantaði óháð fréttablað Áhersla var lögð á að ritstjórnar- stefna DB væri frjáls og óháð. Þetta var nýmæh í fjölmiölun. Öllum fjölmiðlum hafði fram til þessa verið stjórnað af stjórnmálaflokkum, ýmist einum sér eða öllum saman. Segir Jónas enda engan grundvöll hafa verið fyrir fleiri „pólitískum" blöðum en ekkert blað í alþjóðlegum fréttaþlaðastíl hafi verið að finna hér á landi. „Við fórum því þá leið að vera meö fréttir sem voru sagðar utan viö valdakerfið og lögðum í leiöinni mikla áherslu á hagsmunamál al- mennings. Þetta var t.d. gert í formi þjónustu sem kemur fram í dagbók blaðsins og neytendasíðu." Jónas segir að form blaðsins og efnistök hafi verið byggð á hyggju- viti manna. Engar rannsóknir hafi farið fram um hver væri markhópur blaðsins eða neitt þvíumlíkt. Sömu leiðir höfðu verið farnar erlendis og þetta form þótti þvi líklegt tíl að ná árangri. Enda hefðu viðtökurnar verið slíkar að þær hefðu komið mönnum þægilega á óvart. í seinni tíð hafi hann á vissum tímamótum orðið var við viðlíka stuðning og fyr- ir 20 ámm, t.d. þegar útvarpsstöð Frjálsrar íjölmiðlunar var lokaö með lögregluvaldi í verkfalh árið 1984. Breytingar til bóta Jónas telur að þegar htið sé á fjöl- miðla í heild sinni hafi þeir breyst mjög til bóta á síðustu 20 árum. Þeir séu óhlutdrægari en áður og mun hvassari að mörgu leyti. Hins vegar hafi hægt á breytingunum hin seinni ár og tímarnir í dag einkennist af nokkurri stöðnun. Það eina sem hafi gerst sé að miölunum hafi fjölgað í ljósvakageiranum og enn virðist þró- unin stefna í þá átt. „Það sem mér finnst hins vegar áberandi núna er hve þjóðfélagið er opnara en það var fyrir 20 árum. Það er miklu auðveldara að fá upplýs- ingar. Þeir sem vita úti í bæ eru miklu fúsari aö láta þessa vitneskju í té en þeir voru. Ef við lítum til skemmri tíma þá fylgjast fjölmiðlar betur með vegna þess að fólkið úti í bæ telur eðlilegt að lesendur fái vitn- eskju um hlutina. Þegar ég byrjaði í þessu fagi fyrir 30 árum var þjóðfélagið nánast lok- að. Það var ekki ætlast til þess að fjölmiðlar væru aö skrifa um neitt annað en það sem „pakkið" mætti heyra. Það liðu dagar og vikur án þess að maður vissi hvað var að ger- ast hjá ríkisstjóminni. Aht sem hét póhtík lagðist niður á sumrin. Nú eru stöðugar fréttir af gangi mála úti í bæ þannig aö þeir sem stjórna í þjóð- félaginu vita að það er verið að horfa yfir öxhna á þeim frá degi til dags, jafnvel frá klukkustund til klukku- stundar. Fólk hefur þannig áhrif. Áður afgreiddu stjómmála- og emb- ættismenn mál í einum pakka og sögðu: „héma hafið þið það“. Það var engu hægt að breyta. Þessi breyting á ekki bara við um stjórnmál heldur alla málaflokka." Margmiðlun fyrir prentmiðla Jónas telur margmiðlun, sem hann segir stórt orð um marga hluti, á inn- leið. Hún hafi í fór með sér byltingu sem ekki sé enn hægt að kortleggja. Þó sé ljóst að staða dagblaða sé sterk í þeirri þróun ef höfð sé hliðsjón af tölvutækninni. Hann bendir til dæm- Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV. DV-mynd is á útgáfu DV og Morgunblaðsins á Internetinu. Hún sé byggð fyrir prentað mál í dag en þar á eftir komi myndir, hljóð og hreyfimyndir. Útlitsbreytingar á DV „Bandvíddin er svo takmörkuð að ferhð út frá hugsun dagblaðafjöl- miðlunar er auðveldara inni á Inter- neti heldur en út frá sjónarmiðum útvarps og sjónvarps." Undanfarnar vikur hefur verið unnið að hagræðingu í rekstri DV, jafnframt því sem þjónustan verður bætt. „Forsenda þessa er að breyta tækniháttum hér. Sú vinna hefur staðið yfir undanfarið og menn fara að sjá þess merki á næstu vikum. Greinilegust verður breytingin á út- hti blaðsins - það verður léttara, nútímalegra og aðgengilegra vegna þeirra möguleika sem þessi nýja tækni býður upp á og um leið mun innihaldið breytast. Þetta verður ekki stökkbreyting heldur mun þetta gerast á einhverjum tíma. Helgar- blaðið verður fyrst líflegra og það sjá menn á morgun. Grundvallarlög- málið verður eftir sem áður hið sama: Ef maður skrifar stuttar máls- greinar þá skrifar maður skýrt; ef texti er skýr verður hann spennandi og þar með er málið leyst.“ -PP Jóhannes segist hafa keypt sér fjög- ur hross og reiðtygi fyrir launin sem hann fékk fyrir vinnu sína hjá DB. DV-mynd Sveinn sendla blaðsiríS og starfaði sem slik- ur í nokkur ár og einnig við út- keyrslu á blaðinu. Hann segist hafa selt Vísi í nokkur ár áður en DB kom út en ákveðið að byrja að selja DB því að dreifmgarstjóri Vísis var einn þeirra sem tóku þátt í stofnun DB. Eins og fyrr segir starfar Jóhannes sem markaös- og skemmtanastjóri Ömmu Lú í dag og segist Jóhannes sjálfur enn vera í sölumennskunni 20 árum eftir að hann hóf hana. „Ég held ég hafi starfað í þrjú eða fjögur ár á DB. í seinni tíð hef ég skemmt starfsfólki DV, bömum þess og barnabömum á skemmtunum á vegum blaðsins, auk þess að rokka og fleira." Jóhannes segist hafa lagt kaup sitt reglulega th hhðar þau ár sem hann starfaði hjá DB. Allir þessir peningar fóra í hestamennsku, segir hann, enda átti hann fjögur hross og reið- tygi aðeins 16 ára gamall. „Þeim pen- ingum sem ég vann mér inn hjá DB var þannig vel varið." -pp Hildur Björg Helgadóttir, afmælisbarn DB, sem blaðið hefur fylgst með frá upphafi, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum i Reykjavík i vor og ætlar að spreyta sig i læknisfræði i Háskólanum í haust. Hér má sjá myndir af henni nýfæddri og ársgamalli og ein mynd er af afmælisbarninu i dag. DV-mynd GVA Nýstúdent á leið í læknisf ræði Hildur Björg Helgadóttir, sem er tvítug í dag, er hið eiginlega afmælis- bam DB. Hún birtist á forsíðu DB daginn sem blaðið kom út og á ársaf- mæh þeirra hafði tognað úr hnát- unni líkt og blaðinu og var mynd af henni burður afmæhssíðu blaðsins. Þriðja myndin birtist svo af Hhdi í DB á fimm ára afmæh þeirra beggja. Þá var Hhdur að byrja í ísaksskóla. Það fer því vel á 20 ára afmæh Hhd- ar, sem er Kópavogsmær, og blaðsins að taka upp þráðinn á ný í dag en Hhdur er enn á ný að byrja í nýjum skóla. „Ég lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík í vor og er að byrja í læknisfræði í Háskólanum. Ég var reyndar að koma frá Svíþjóð þar sem ég átti heima á meðan pabbi var í námi. Annars hefur allt gengið vel í þessi 15 ár sem þið misstuð af mér,“ segir Hildur Björg Helgadóttir. Hún segist ahtaf hafa verið ákveðin í að verða aldrei læknir þótt báðir foreldrar hennar séu læknar. Á síð- asta skólaári hennar í MR hafi hins vegar áhugi hennar á erfðafræði kviknað og einnig hafi hún haft áhuga á líffræði. Síðan segist hún hafa beitt úthokunaraðferðinni og læknisfræði orðið ofan á. Þótt lífs- hlaup Hhdar sé ekki langt enn sem komið er þá er Hildur sannarlega óskabam. Hildur fylgist reglulega með DV í dag og segist kunna ágætlega við blaðið. í afmælisveislu blaðsins, sem verður öllum opin í Perlunni, á morgun mun hún skera fyrstu sneið- ina af risaafmælistertu DB og bjóða gestivelkomna. -pp

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.