Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1995, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1995 15 Gjaldskrár verð- bréfafýri r tækjanna - Visa ísland og Eurocard Við skoðun á gjaldskrám verð- bréfafyrirtækjanna Visa ísland og Eurocard kemur fram að taxti þjónustugjalda er misjafn og ræðst einkum af tegund viðskipta, veltu og áhættuþáttum, eins og segir í texta gjaldskrár Visa íslands. Upplýsingar vantar í gjaldskrá Visa íslands hleypur þessi kostnaður frá 0,9% upp í 3,0%. Mismunur á hæsta oglægsta gjaldi er þvi 333,33%. Allar nánari skilgreiningar eða upplýsingar um hve mikil velta þarf að hvert gjaldstig vantar. Verðbréfamiðlarar Kjallarinn EUROCARD Almenn regla Gjaldskrá Eurocard - mismunur á hæsta og lægsta gjaldi 150%- Sigurður Lárusson kaupmaöur 3,0% 1-150.000 kr. 2,5% 150.001 2,0% „Venjan í viðskiptalífi hefur hingað til verið á þann veg að sá sem innir af hendi verk fyrir annan aðila þiggur fyrir það laun, en ekki öfugt.“ 300.001 kr. ogupp Matvörur 1,25% 1,00% 1-1.250.000 kr. 1.250.001-4.000.000 kr. 4.000.001 kr. bygginguna á þessum gjaldskrám er sú staðreynd að verðbréfamiðl- urum, þ.e. kaupmönnum og þjón- ustuaðilum, er ætlað að greiða verðbréfafyrirtækjunum þóknun fyrir að annast verðbréfamiðlun- ina með tilheyrandi kostnaði en ekki öfugt. Þessum vinnubrögðum má i raun líkja við það ef einhver við- skiptavinur bæði kaupmanninn tun að skipta eitt hundrað króna seðli og færi fram á ellefu tíu króna peninga í staðinn. Já, þeir eru slyngir bankamennirnir. Orsök og afleiðing Venjan í viðskiptalífi hefur hingað til verið á þann veg að sá sem innir af hendi verk fyrir ann- og upp í gjaldskrá Eurocard eru tveir flokkar. an aðila þiggur fyrir það laun en ekki öfugt. Við megum ekki gleyma því hverjir eru útgefendur verðbréfanna og i hverra þágu þau eru. Höfum hugfast hvað er orsök og hvað er afleiðing.' Sigurður Lárusson Undan- þáguaðild? Margt misjafnt og miður vitur- legt hefur verið skrifaö um EB/ESB-aðild. Lúðvík Bergvinsson setti þó met i grein í DV 31.8. sl. Hann kvartar um skort á efnislegri umræðu án þess að bæta úr með rökræðu. Boðskapur hans er, að við ættum að sækja um aðild, af því að hægt sé að semja um undan- þágur frá EB/ESB-reglum. Efnisumræða um EB/ESB hefur m.a. farið fram í fjölda greina hér í DV, þar sem málið hefur verið tek- ið til rökrænnar greiningar. Önn- ur blöð og tímarit hafa gert hið sama. Stjómmálamenn hafa opin- berlega skipst á skoðunum í fjöl- miðlum og á Alþingi. Sinnuleysi er um að kenna hafi allt þetta farið fram hjá mönnum. Lýðræði eða klíkuveldi? Lúðvík viröist telja röksemd fyr- ir aðild að ESB, að lýðræðisríki Evrópu, og þó einkum EB/ESB-rík- in, hafi um árabil unnið að sam- runaþróun í álfunni. Við séum lýð- ræðisríki og eigum að fylgja þeim. Menn, sem halda að verið sé að styrkja lýðræðisskipulagið með ESB, velkjast í vfllu. í bandalaginu ríkir fámennisstjórnvald, mjög líkt því sem Aristotles nefndi „olig- archy“ eða klíkuveldi. Evrópuþingið er valdalaust ráð- gjafar- og umsagnarþing. Æðsta valdastofnun ESB er ráðherraráð- ið, fámennisráð, myndað af einum ráðherra frá hverju aðfldarriki. Það fer með löggjafarvald ESB, Kjallarinn Dr. Hannes Jónsson fyrrv.sendiherra ræður framkvæmdastjómina, vel- ur dómara í Evrópudómstólinn og hefur æðsta vald í málefnum ESB. Ríkisstjórn hvers aðildarríkis skip- ar sinn fulltrúa í það. Almenning- ur hefur ekkert meö valið að gera og engin tök á að hafa áhrif á það eða sækja tfl ábyrgðar. Lýðræðinu hefur verið varpað fyrir borð. Það væri stórt spor aftur á bak frá okk- ar hefðbundna lýðræði, að undir- gangast þetta fámennis- og klíku- veldi og löggjafarvald þess á samn- ingssviðinu. Undanþágur Meginboðskapur Lúðvíks er svo sá, að í aðildarsamningum sé hægt að semja um undanþágur. En hvað um meginreglur og áhrif þeirra á viðskipta- og efnahagsmuni okkar? Hingað til hafa þróuð ríki samið um aðfld að fjölþjóðastofnunum, af því að meginreglur og markmið hafa samrýmst hagsmunum þeirra, ekki af því að hægt væri að fá einhverjar undanþágur til skamms tlma. Röng er sú fullyrðing, að sjávar- útvegsstefnan sé ekki tengd Róm- arsáttmála. Um hana er fjallað í 38. gr. Samkomulag náðist ekki um út- færslu hennar svo hún tók ekki gildi fyrr en í ársbyrjun 1983. Sam- kvæmt henni ákveður ESB fisk- veiðikvóta aðfldarríkjanna, þeim er öUum heimilt að veiða á mflli 12 og 200 mflna í landhelgi hvers ann- ars, fjárfesta i útgerð, eiga sama rétt tfl að athafna sig í höfnum og fiskimiðum hvers annars og þannig mætti lengi telja. Lúðvík skuldar okkur líka skýr- ingu á því, hvar á að taka liðlega 6 miUjarða króna árleg aðildargjöld að ESB án verulega bættra við- skiptakjara umfram EES, auk hundruð mflljóna vegna þátttöku- kostnaðar í staríí liðlega 90 sér- fræðinefnda, sem flestar fjalla um mál okkur óviðkomandi. Nei, það nægir ekki að taka ljós- rit af ESB-stefnu krataflokka í Evr- ópu og segja okkur að elta í blindni. Hannes Jónsson „Menn, sem halda að verið sé að styrkja lýðræðisskipulagið með ESB, velkjast í villu. í bandalaginu ríkir fá- mennisstjórnvald, mjög líkt því sem Aristoteles nefndi „oligarchy“ eða klíkuveldi.“ Með og á móti Auka mannaráðningar borgarinnar yfirbyggingu og draga úr skilvirkni? Lyktar „Ég er þeiir- ar skoðunar að það liggi ekk- ert á bak við hugmyndir að breytingum á stjórnskipulagi ráðhússins sem sýni fram á að ráðningar í nýjar stöður auki skilvirkni eða réttarör- yggi borgaranna. Ég held að þarna sé fyrst og fremst um að ræða umbúðir utan um það að koma ákveðnu starfsfólki að hjá borginni og aftengja annað. Ef skipuritið er skoðað er alveg ljóst að sumir starfsmenn hafa fallið í náðinni hjá nýja meiri- hlutanum og aðrir komið í stað- inn. Ekki er meö nokkru móti hægt aö sýna fram á að breyting- arnar auki skilvirkni í borgar- kerfinu. Þær flækja frekar boð- leiðir frá embættismönnum til borgarstjóra heldur en að skýra þær. í upphafi kjörtimabilsins var talað um að hlutlaus stjórnsýslu- endurskoðun færi fram og í framhaldi af því yrðu settar fram tillögur. Þessi hlutlausa endurskoðun fór aldrei fram og tillögurnar sem komu fram voru bara tilbúningur til að koma ákveðnum starfsmönnum að. Vissulega þarf alltaf að endur- skoða verksvið einstakra starfs- manna. Það hljótum við að gera út frá faglegum rökum en ekki bara til þess eins að koma inn nýju fólki. Sumar af þessum breytingum lykta eins og póli- tískar hreinsanir." Skilar sér „Enginn vafi leikur á því að þær stjómkerfis- breytingar sem nú er ver- ið að gera hjá Reykjavíkur borg og snúa að æðstu stjórnsýslunni eru nauðsyn- legar og löngu tímabærar. Æðsta stjórnsýslan hefur að mestu verið óbreytt í 20 ár þrátt fyrir að borgin og verk- efni hennar hafi gjörbreyst á þessum tíma. Verkaskipting var óljós og réðst jaflivel af sérþekk- ingu einstaklinga sem eru löngu hættir hjá borginni. Hér hafa menn þurft að mæöast í mörgu og hvorki haft tíma né tækifæri til að vinna að tímafrekum breytingum sem verða að eiga sér stað i rekstri og þjónustu borgarinnar. Afleiðingin er sú að nýjum verkefnum hefur sí- fellt verið bætt utan á borgar- reksturinn með tilheyrandi aukningu á rekstrarkostnaði. Þessu vfljum viö hreyta, styrkja fjármálastjómina með fjárreiðu- stjóra og ráða sérstakan fram- kvæmdastjóra til að samræma betur þá þjónustu sem við veit- um. Þá er löngu tímabært að opna betur stjórnkerfið gagnvart hinum almenna borgara sem er ansi oft villuráfandi í þessu kerfi. Þessar breytingar út- heimta nýjar stöður og nýtt fólk til starfa en að minnsta kosti þrjár stööur hafa veriö lagðar niður á móti í ráðhúsinu og ég er sannfærð um að þetta á eftir að skila umtalsverðri hagræðingu þegar fram líða stundir.“ -GHS Inglbjörg Sólrún Gfsladóttlr borgar- stjóri GunnarJóhann Blrglsson, borgar- fulltrúi Sjálfstæðls- flokkslns

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.