Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1995, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1995 Neytendur Windows 95 frá Microsoft: Bylting eða eftirlíking? Canon mate myndavél. 24. ágúst var hafin sala á stýrikerf- inu Windows 95 frá Microsoft um allan heim. Mikiö hefur verið rætt um þetta kerfi í tölvublöðum og vakna þær spurningar hjá mörgum hvort þaö sé eins merkilegt og sölu- herferðin gefur til kynna. Hefur ver- ið bent á að stýrikerfi sem eru svipuð að mörgu leyti hafi verið á markaðn- um árum saman. T.d. System 7 fyrir Macintosh og OS/2 Warp fyrir PC tölvur. Þó virðast flestir vera sam- mála um aö Windows 95 sé mikil framfór frá Dos og Windows 3.1 þar sem Dos var stýrikerfið og Windows viðbót við það. Eigendur PC tölva gátu náttúrulega ekki nýtt sér Syst- em 7, sem er fyrir Macintosh tölvur, og lítið af forritum hefur verið skrif- að fyrir OS/2 þannig að það var lítið notað. Þægilegra en gamla Windows í Windows 95 er möguleiki á að nefna skrár lengri nöfnum. Nú er hámarkið 250 stafir í stað alls ellefu áður. Auðveldara á að vera að vinna í mörgum forritum á sama tíma og hjálpar þar „Taskbar" sem einfaldar að skipta milh forrita. Windows 95 frýs síður en Windows 3.1 og hægt er að keyra forrit sem ekki var hægt að keyra í Windows 3.1 í nýja stýri- kerfinu. Músin nýtist betur og getur frekar flýtt fyrir vinnslu. Umfram allt er stýrikerfið einfalt og ekki þarf mikla vinnu til að læra á það. Engin minnisvandræði Tölvueigendur kannast margir við vandræði tengd því að minninu í Dos hefur verið skipt niður. Forrit nota stundum mismunandi hluta minnis- ins og því þarf að stilla það sérstak- lega fyrir mismunandi forrit og ræsa tölvuna að nýju áður en fariö er inn í þau. Slík vandamál verða ekki lengur til staðar með tilkomu Windows 95. Þar er minnið ein heild. Ekki þarf heldur að ræsa tölvuna upp á nýtt þegar forrit frýs. Hægt er að fara út úr forritinu og allt annað virkar. Varað hefur verið við því aö Windows 95 hafi ekki enn verið próf- að nóg og því ættu menn að bíða með að kaupa það þangað til reynsla væri komin á það. Því er svarað meö því að benda á að ekkert forrit hafi verið prófað eins mikiö áður en það kom á markað. Gífurlegur fjöldi fólks hef- ur tekið þátt í að prófa það úti um allan heim og hafa villur verið lag- færðar. Sagt hefur verið einnig að svokall- að „Plug & Play“ virki ekki eins vel og í Macintosh tölvum og er yfirleitt tekið undir það. Plug & Play gengur út á að geta stungið jaðartækjum í samband við tölvuna án þess að þurfa að stilla hugbúnaðinn sérstak- lega. Tekur lengri tíma að ræsa Mikið minni þarf þegar Windows 95 er keyrt, 8 megabyte, og örgjörv- inri má ekki vera aflminni en 486. Hins vegar hafa söluaðilar Windows 95 sagt að í raun starfi Windows 95 engu verr en Windows 3.1 í sömu Sagt um Windows -í erlendum blööum og samtölum viö starfsmenn tölvufyrirtækja - Jákvætt - Er þægilegra en DOS og Windows 3.1 og auðveldara í notkun. - Lengri skráamöfn. - Mús nýtist betur. - Taskbar auðveldar að skipta milli forrita. Auðveldara er að vinna í mörgum forritum í einu. - Explorer er betri en File Manager í Windows 3.1 - Frýs síður en Windows 3.1. - Forrit sem aðeins var hægt að keyra í DOS áður er nú hægt að keyra í Windows. - Ef tölvan frýs þarf ekki að ræsa að nýju. - Hefur verið prófað mikið. - Er ekki á íslensku (deildar meiningar em um hvort það sé kostur eða ókostur). Windows,. Neikvætt - Windows 95 er engin bylting. Apple og IBM hafa komið með svipuð kerfi áður. - Þarf mikið minni og pláss á hörðum diski. 486 örgjörvi er lágmark. - Langan tíma tekur að ræsa kerfið. - Sum forrit ganga ekki eins hratt og áður. - Ekki eins stöðugt og önnur stýrikerfi. Frýs fremur. - „Plug & Play“ ekki eins þróað og í Macintosh-tölvum. Gárungar kalla það „Plug & Pray“. (Plug & Play gengur út á að geta sett jaðartæki í samband við tölvuna án þess að þurfa að stilla hugbúnaðinn sérstaklega.) - Er ekki á íslensku. DVl tölvu með jafn mikið minni. Lengri tíma tekur einnig að ræsa Windows 95 en Dos og Windows 3.1. Það mun stafa af því að Windows 95 býr yfir meiri möguleikum og því er meira að setja í gang. Ef þeir möguleikar væru aftengdir myndi gangsetningin taka jafn langan tíma. Er ekki á íslensku Stýrikerfið System 7 fyrir Macin- tosh er á íslensku en Windows 95 ekki. Ekki stendur til að íslenska það. Sumir líta á það sem kost og aðrir sem galla. Stuðningsmenn þýð- ingarinnar hafa málræktarsjónarm- ið aö leiðarljósi en hinir sem andvíg- ir eru segja að þýtt stýrikerfi starfi ekki eins og óbreytt stýrikerfi, t.d. í netkerfum. Einnig vilja sumir ein- ungis nota eitt tungumál í tölvum. ensku, því ómögulegt sé að íslenski öll forrit. ( Ingvar Sigurðsson, matreiðslu- meistari á Argentínu, gefur lesend- um hér tvær uppskriftir í víðbót að laxaréttum. Fyrir viku var það snöggsteiktur lax en nú er þaö laxa- forréttur með sitrónu og graslauk og einnig kryddblanda til aö setja á graflax. I kryddblönduna er þetta notað; 8 tsk. salt 4 tsk. sykur 5 tsk. gi’ænt dill 4tsk. dillfræ 1 tsk. fennikel 1/2 tsk. pipar Blandið öllu saman. Snyrtið og beinhreinsiö laxaflakið. Stráið smávegis af kryddblöndunni á fat og leggiö laxaflakiö ofan á meö roð- hliðina niöur. Stráið kryddinu yfir laxinn þannig að það þeki fiskinn vel. Athugið að setja meira á laxinn þar sem hann er þykkri. Látið standa í kæli í einn sólarhring. Þessi uppskrift dugir á u.þ.b. eitt meöalstórt flak. Forrétturinn er úr laxaþynnum með sítrónu og graslauk og er fyrir fióra. Uppskriftin htur svona út: 300-400 g beinhreinsað laxaflak 1 stór sítróna 4 msk. extra ólífuolía Smávegis salt Nýmuhnn svartur pipar 2 msk. klipptur graslaukur Skerið laxinn í örþunnar sneiðar og raðið á diska þannig að hann þeki vel. Stráið ögn af salti yfir og kreistið sítronusafann yfir. Hellið ólífuolíunni yfir og dreifið úr með fingurgómunum þannig að sítr- ónusafinn og olían dreifist jafnt yfir fiskinn. Myljið ögn af svörtum pipar yfir, stráið graslauknum á og látið standa í fimmtán minútur áður en borið er fram. Berið fram með brauði. „Canon mate“ ekki Canon Nokkuð hefur borið á því að fólk sem farið hefur í frí til Kan- aríeyja hefur keypt myndavélar sem seldar eru undir merkinu „Canon mate“ en eiga ekkert skyld við Canon myndavélar. Er Canon þó skrifað með eins stöfum í vörumerkinu. Þegar shkar vélar hafa bilað hefur fólk leitað sér þjónustu hjá Hans Petersen sem selur Canon myndavélar en ekki fengið og orðið mjög óánægt. Rétt er að vara neytendur við því að kaupa vaming sem seldur er undir fólsku vörumerki erlendis. Þessar vélar eru einkum seldar á Kanaríeyjum og eyjum í Miðjarð- arhafinu. Verslun opin 9 til 23.30 í Alfheimum 4 er matvöruversl- unin nú breytt og stærri en einn- ig er hún sölutum. Hún er opin alla daga frá því klukkan 9 á morgnana til klukkan 23.30 á kvöldin sem verður að teljast óvenjulegt. Er þar boðið upp á nokkur tilboð. M.a. er boðið upp á Homeblest kex á 79 kr., Batchel- ors pastarétti í sósu á 89 kr., fljót- andi Lux handsápu á 115 kr„ Lux handsápu á 29 kr„ Amerísk rauð epli á 130 kr. kg, nýjar franskar perur á 90 kr. kg og tvo lítra af Coca Cola á 169 kr. Bónustilboð Margar vörar eru nú á tilboði í Bónusi sem gildir til 20. sept- ember. Þar á meðal eru Samsölu- beyglur á 97 kr„ Axa muslí á 129 kr„ Rjómaskyr í stórri dós á 119 kr„ þrjú Kit-Kat á 99 kr„ sex Hi-C á 87 kr„ eitt kg Nesquick á 387 kr„ Wesson matarolía á 199 kr„ Bónus saltkjöt á 359 kr. kg, Frosin ýsuflök á 245 kr„ 500 g af Opal rúsínum á 187 kr„ Ora fiskibohur á 159 kr„ fjórir fiskborgarar á 99 kr„ Kjötbúðingur á 259 kr„ Bamableiur á 399 kr„ tíu Osram perur á 397 kr„ ræstingafata á 99 kr, Hob-Nob súkkulaðikex á 89 kr„ Spar álegg á 499 kr„ örbylgju- popp á 67 kr„ eitt kg Kellogg’s kornflögur á 279 kr, blandaðir ávextir á 77 kr„ örbylgjufranskar á 179 kr. og sex lítrar af Bónus eplasafa á 354 kr. Einnig er selt Colgate tannkrem á 149 kr„ 12 Nicky salemisrúUur á 197 kr„ tíu forsniðnir disklingar á 279 kr„ þrjár myndbandsspólur og hulstur á 1197 kr„ skrifborðs- stóU á á 1867 kr„ gufustraujárn á 1997 kr„ samlokugrill á 1997 kr„ leikskólagaUar á 1997 kr„ rúllukragabohr á 587 kr. og Alba hljómtækjasamstæða með út- varpi, segulbandstæki, tveimur hátölurum og geislaspilara á 13.900 kr. Munið nýt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.