Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1995, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1995, Blaðsíða 28
Skarphéðinn Einarsson er ósátt- ur við trúnaðarbrot lögregiu- stjórans í Keflavík. Kostað mig milljón „Brot lögreglustjórans á þagn- arskyldunni er búið að kosta mig milijón og henni ætla ég að ná aftur.“ Skarphéðinn Einarsson í DV. Tæknilega illframkvæman- legt „Það er nokkuð ljóst að þessi tillaga sparnaðarnefndar er tæknilega illframkvæmanleg eins og hún kemur fram.“ Árni Guðmundsson, um sparnað í Hafnarfirði, í Tímanum. Ummæli Eftir lögum „Þetta er í lögum og ég fer eft- ir þeim lögum sem sett eru um þessar stjórnir og ráð sem maður situr í. “ Ragnheiður Ásta Jóhannesdóttir, um fréttamenn og útvarpsráð, í Tímanum. Svona nætur „Það er mjög óvenjulegt að við tökum fjóra fulla við stýrið að- faranótt venjulegs þriðjudags en það koma svona nætur.“ Lárus Ragnarsson, varðstjóri hjá lög- reglunni í Kópavogi, f DV. Ekki tryggðir „Mér virðist sem oft skorti mikið á að ferðamenn, einkum íslenskir, hugsi um að tryggja sig.“ Helgi Hallvarðsson skipherra í DV. Sagt er að erfiðast sé að spila á óbó og franskt horn en auðveld ast á ukulele, lítinn fjögurra strengja gítar frá Hawaii. Hæstu og lægstu tónar Tónsvið hljóðfæra í hljómsveit (að frátöldu orgeli) nær frá hand bjöllu sem hefur tóninn gá (fimm strikað g, sveiflutíðni 6272 rið á sekúndu) og niður í tóninn frá okto-kontrabassa-klarínettu sem kemst niður í C2 (súbkontra C, sveiflutíðni 16,4 rið á sek úndu). Hæsti tónn á venjulegu Blessuð veröldin píanói er fimmstrikað c (4186 rið á sek.) sem einnig er hæsti tónn fiðlu. Árið 1873 var búið til súb kontrafagott sem kemst niður í H3 (14,6 rið á sek.) en ekki er vit að til að neitt slikt hljóðfæri sé nú til. Hæsti tónn frá orgeli er sexstrikað g (12.544 rið á sek.) sem fæst úr 1,9 cm langri pípu og lægstur C3 (8,12 rið á sek.) sem fæst úr 19,5 m langri pipu.Því hefur verið haldið fram að auð- veldast sé að spila á ukulele, sem er lítill fjögurra strengja gít ar frá Hawai, og erfiðast á franskt horn og óbó. FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1995 Léttskýjað á Suðurlandi Samkvæmt veðurspá verður norðaustlægátt á landinu í dag, víð- ast kaldi um landið norðan- og aust- anvert en heldur hægari suövestan til. Um landið austanvert verður Veðrið í dag súld eða rigning með köflum, eink- um á Austfjörðum og á Suðurlandi. Á Norður- og Vesturlandi verður skýjað að mestu en þurrt en smá- skúrir með suðurströndinni fram eftir morgni en síðan léttir til á Suð- vesturlandi. Hitinn verður á bilinu 6 til 13 stig, hlýjast um landið sunn- an- og vestanvert. Á höfuðborgar- svæðinu verður norðaustlæg eða breytileg átt, gola eða kaldi. Skýjað með köflum og þurrt að kalla. Hit- inn verður 8 til 11 stig. Sólarlag í Reykjavík: 20.21 Sólarupprás á morgun: 6.31 Síðdegisflóð í Reykjavík: 18.00 Árdegisflóð á morgun: 0.13 Heimild: Almanak Háskólans Veörið i dag Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri alskýjaó 9 Akurnes rigning 9 Bergsstaöir alskýjaö 7 Bolungarvík skýjaö 8 Egilsstaðir rigning 6 Keflavíkurflugvöllur alskýjaö 9 Kirkjubœjarklaustur rigning 9 Raufarhöfn alskýjaö 7 Reykjavík skýjað 9 Stórhöföi þokumóöa 9 Bergen skýjaó 13 Helsinki alskýjaö 13 Kaupmannahöfn þokumóöa 15 Oslo skýjaö 15 Stokkhólmur þoka 14 Þórshöfn rigning 10 Amsterdam skýjaö 15 Berlín rigning 14 Feneyjar þokumóöa 18 Frankfurt úrkoma 14 Glasgow rigning 14 Hamborg skýjaö 15 London mistur 16 Luxemborg rigning 13 Madríd léttskýjaö 13 Malaga léttskýjaö 20 Mallorca léttskýjaö 22 Nice léttskýjaö 17 Nuuk skýjaö 5 París rigning 17 Róm hálfskýjaö 23 Valencía léttskýjaö 19 Vín skúr 14 Atli Þór Fanndal: Ungur uppfinningamaður „Ég hef mikinn áhuga á því að búa til ýmsa hluti og ég sendi 14 hluti inn í Nýsköpunarkeppnina í apríl í vor, m.a. landakortastatíf á hjólum og ýmis eldhúsáhöld, en hreppti þriðju verðlaun fyrir kökuklemmuna. Ég held að mark- miðið með keppninni hafi verið að sjá hvað krakkar gætu gert,“ segir 12 ára gamall uppfínn ingamaður, Atli Þór Fanndal, en hafin er framleiðsla á kökuklemmu sem hann bjó til sjálfur. Atli Þór er í 7. bekk Foldaskóla í Grafarvogi. „Það er erfitt að lýsa köku Maður dagsins klemmunni en hún er í raun bæði spaöi og hnífur og heldur kökunni á sínum stað á meðan maður færir hana upp á disk. Þegar ég hannaði klemmuha í upphafi leit hún nokk uö öðruvísi út en eftir að hafa far- iö með hana í smíðatíma í skólan- um og sýnt kennaranum hana breytti ég henni aðeins. Við fáum að gera allt sjálf í tímunum en kennarinn ráðleggur okkur eins og Atli Þór Fanndal hægt er,“ segir Atli Þór. Ástæðan fyrir því að nú er hafin framleiðsla á kökuklemmunni er sú, að sögn Atla, aö hann gaf Ingi björgu Sólrúnu eitt eintak og þá kviknaði sú hugmynd að þetta gæti orðið kjörin gjöf til borgar- stjóra og annarra sem heimsæktu landið okkar. Á klemmu Ingibjarg- ar Sól rúnar var skrifuð ferskeytla eftir eiginmann eins kennarans í skól anum. Borgin mun festa kaup á ákveðnum fjölda til þess að koma framleiðslunni af stað en það er síðan Gull- og silfursmiðjan Ema sem framleiðir kökuklemmuna. „Smíðanámskeiðið þar sem við erum að búa þessa hluti til er á vegum íþrótta- og tómstundaráðs en það fer fram í Foldaskóla. Það eru frekar margir krakkar í þessu og ég held að frá skólanum okkar hafi komið um 600 hugmyndir í Nýsköpunarkeppnina. Foldaskóli er móðurskólinn í þessu en krakk ar í yfir tuttugu skólum úti um allt land em að fást við þetta sama. Eftir keppnina í vor var Félag ungra uppfinningamanna stofnað og þar er Atli Þór Fanndal formað ur. Hann segir að eftir að þetta hafi komið upp hafi hann svo gott sem lagt íþróttimar á hilluna. Hann segist alveg vilja keppa en ekki æfa. Nú segist hann ætla að ein- beita sér að skólanum og þar sé skemmtilegast í verklegum grein um, smíðum og teikningu. Foreldrar Atla Þárs eru Bene- dikt Guðlaugsson og Agnes Karen Sig urðardóttir. -sv Myndgátan Rýkur á fætur Þýðingar- mikill leikur Geysilega þýðingarmikill leik- ur verður leikur í 1. deildinni í fótboltanum í kvöld. Þá taka Framarar á móti íslandsmeistur- um Skagamanna í Laugardaln- um. Tapi Fram í kvöld og úrslit úr leik Vals og Grindvíkinga á íþróttir laugardag verða þeim óhagstæð eru þeir fallnir niður í aðra deild. Óhætt er að lofa miklum baráttuleik. Hann hefst kl. 21 annað kvöld. Opna Reykjavíkurmótið i handknattleik er nýhafið og verður leikið á því móti í kvöld í nokkmm húsum í Reykjavík. Skák Hvorki fleiri né færri en 480 skákmenn tóku þátt í opnu móti í Berlín í ágústmánuði, þar af 48 stórmeistarar. Fjórir skákmenn urðu efstir og jafnir, Svíinn Hector, Þjóðverjinn Wahls, Rechlis frá Israel og Hvítrússinn Didishko, sem hreppti sigurinn á stigum. Hér er skemmtileg staða frá mótinu sem sýnir að stundum fer margt öðruvísi en ætlað er. Malisauskas, Litháen, hafði hvítt og átti leik gegn rússneska stórmeistaranum Suetin: 'Wí®- 19. Hxe5! Rxe5 20. f6 He6 21. Dh6 Hxf6 22. Hxf6 Db6+ 23. Hf2?? Á hinn bóginn ætti hvítur vinningslikur eftir 23. Khl Rg4 24. Df4 Rxf6 25. Dxf6, með tvo létta menn gegn hróki og peði. 23. - Dxf2+! og þar sem 24. Kxf2 er svarað með 24. - Rg4+ og endurheimtir drottninguna, gafst hvítur upp. Jón L. Árnason Bridge Þetta spil kom eitt sinn fyrir í sveitakeppnisleik á Spáni og sýnir vel hvemig mönnum getur verið refsað illilega fyrir óþarfa græðgi. Sagnir gengu þannig, suður gjafari og allir á hættu: é K6 •é 108653 * D4 * G763 é 987543 •é Á2 ♦ 5 * 10952 é Á KD * ÁKG9763 * ÁK4 Suður Vestur Norður Austur 2* pass 2» pass 3+ pass 3» pass 7* pass pass dobl 7g p/h é DG102 •* G974 ♦ 1082 * D8 Suður, sem opnaði á alkröfu í upp- hafi, hafði gleymt því að tveggja hjarta sögn norðurs var veik og sagði ekkert um hjartað (tveir tíglar lofuðu ás). Hann hélt þvi að norður væri að lýsa jákvæðri hendi með góðum hjartalit eftir þriggja hjarta sögnina og stökk í alslemmuna. En þá kom austur til bjargar og doblaði. Suður var guðs lif- andi feginn og breytti í 7 grönd. Vest- ur ákvað að spila út spaðadrottning- unni í upphafi. Sagnhafi var fljótur að spila spilið, tók 2 spaðaslagi, tvo laufslagi og renndu niður tígulslögum. Áður en síðasta tíglinum var spilað, var staöan þessi: é — •é 10 ♦ — * G7 é — •é Á ♦ — * 109 é — •é G94 ♦ -- * N V A S Suður henti hjarta í blindum og austur gat ekki haldið valdinu í báð- um litunum. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.