Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1995, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1995 Afmæli Dagblaðsins V^)Siglufjöröur Húsavík ,0Vopnafjöröur ÍZSmTPfZT. o/M Akureyri Sauðárkrókur Blönduós Eskifjöröurit o/S Snæfellsbær kranes Hveragerði aeyjar Selfoss Dagblaðið 2 20 afmælishátíðir n foí’i) nm li1i.iilH Afmælishátíðir verða á eftirtöldum stöðum, talið i stafrófsröð: Akranesi, Akureyri, Blönduósi, Borgarnesi, Egilsstöðum, Eskifirði, Grindavík, Húsavik, Hveragerði, Höfn Hornafirði, ísafirði, Kefla- vík, Ólafsvik, Patreksfirði, Sauðárkróki, Selfossi, Siglufirði, Stykkishólmi, Vestmannaeyjum og Vopnafirði. Að sjálfsögðu má búast við því að afmælisbarninu skjóti upp annars staðar á leiðinni til þess að fagna afmælinu. Afmæiishátíð lesenda Guðbjörg Ragnarsdóttir byrjaði snemma að lesa Dagblaðið. Mynd RaSi. í september og oRtóber mun DV ferðast um landið til að fagna 20 ára afmæli Dagblaðsins með lesendum sínum til sjávar og sveita. Afmælið sjálft er í dag, 8. september, en skipu- lagðar afmælishátíðir verða á 20 stöðum og auk þess verður komið við á tugum annarra staða á leiðinni. Hátíðir verða á eftirtöldum stöð- um, talið í stafrófsröð: Akranesi fyrir íbúa svæðisins að Borgarbyggð, á Blönduósi fyrir bæjarbúa og íbúa nærliggjandi sveitarfélaga, í Borgar- nesi fyrir íbúa Borgarbyggðar og nágrennis, á Egilsstöðum fyrir Hér- aðsbúa og íbúa á nærliggjandi fjörð- um, á Eskifirði fyrir bæjarbúa og íbúa næstu fjarða, í Grindavík fyrir íbúa svæðisins að Reykjanesbæ, á Húsavík fyrir bæjarbúa og íbúa nær- liggjandi sveitarfélaga, í Hveragerði fyrir bæjarbúa og íbúa í nálægum bæjum að Selfossi, á Höfn Homafiröi fyrir íbúa suðurfjarða Austurlands, á ísafirði fyrir íbúa norðurfjarða Vestfjarða, í Keflavík fyrir íbúa Reykjanesbæjar, í Ólafsvík fyrir íbúa Snæfellsbæjar og nágrennis, á Pat- reksfirði fyrir íbúa Vesturbyggöar og nágrennis, á Sauðárkróki fyrir bæjarbúa og íbúa nærliggjandi sveita, á Selfossi fyrir íbúa í Ames- og Rangárvallasýslum, á Siglufirði fyrir bæjarbúa og nágranna, fStykk- ishólmi fyrir íbúa staðarins og ná- grennis, í Vestmannaeyjum fyrir alia Eyjapeyja og á Vopnafirði fyrir bæj- arbúa og íbúa á norðurhluta Austur- lands. Að sjálfsögðu má búast við því aö afmælisbaminu skjóti upp á öðr- um stöðum á leiðinni til þess að fagna afmælinu. Lesendur DV eiga að geta fundið einhvern staö í sínu nágrenni til þess að mæta til hátíðar og hitta Tígra og fleiri. Þeir sem em á faraldsfæti á þessum tíma munu fá nákvæmar dagsetningar með góðum fyrirvara til þess að missa ekki af neinu. Góð tengsl við lesendur Ef frá er talin afmælishátíð í Perl- unni á morgun ætlar DV, ólíkt öðrum afmælisbörnum, að sækja sína gesti heim. Allt frá fyrstu útkomu DB fyr- ir 20 ámm og fram til dagsins í dag hefur DB og síðar DV verið í nánum tengslum við lesendur sína. Þau tengsl hafa ekki síst verið lesendum á landsbyggðinni að þakka sem hafa verið ötulir stuðningsmenn blaðsins frá upphafi. Fyrri ferðir Áður hefur DB og síöar DV sótt landsbyggðarfólk heim og átt með því skemmtilegar stundir. Má til dæmis nefna Sjórall DB á ámnum 1978, 1979 og 1980 sem vakti mikla athygli um allt land. Lesendur blaðsins settu líka heims- met með DB og Skáksambandinu árið 1977 þegar tékkneski stórmeist- arinn Hort tefldi við rúmlega 400 skákáhugamenn. Öflugir fréttaritarar DV hafa séð til þess að efni af landsbyggðinni hefur ætíð sett mark sitt á blaðið, hvort sem er í formi beinskeyttra frétta eða viðtölum við hinn almenna íbúa. Gjafir og skemmtiatriði Annað sem gerir blaðiö ólíkt öðr- um afmælisbömum er að það færir gestum sínum gjafir og sér um skemmtiatriðin. Lukkudýr Krakka- klúbbsins, Tígri, ætlar að vera meö í fór og skemmta krökkunum. Eins og í öllum góðum afmælum verður boðið upp á veitingar. Krakkar fá stundatöflur, blöðrur og Krakka- klúbbsbækur. Þarfir lesenda í fyrirrúmi „Blaðið kom eins og sprengja á götuna!" Þannig var sagt frá þeim viðtökum sem Dagblaðiö fékk þenn- an eftirminnilega dag fyrir tuttugu árum. Frá upphafi var lögð áhersla á ábyrgt og skemmtilegt, heiöarlegt og fjörugt dagblaö sem sinnti fyrst og síðast þörfum lesenda sinna. Með þetta að leiðarljósi verður lands- byggðin heimsótt næstu vikur til að gefa sem flestum landsmönnum kost á að taka þátt í afmælishátíðinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.