Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1995, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1995, Blaðsíða 23
FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1995 Afmæli Iilja Eiðsdóttir Lilja Eiðsdóttir, fiskvinnslukona og verkakona, Lækjargötu 6c, Siglu- firði.erfertugídag. Starfsferill Lilja fæddist í Reykjavík og ólst upp þar og í Kópvogi. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Siglufiarðar 1971. Hún hóf búskap með manni sínum á Siglufirði 1972 en jafnframt hús- móðurstörfum hefur hún stundað fiskvinnslu, verið kokkur og háseti til sjós, stundaði afgreiðslu- og hót- elstörfogfleira. Þau hjónin fluttu til Reykjavíkur 1984 og áttu þar heima í tvö ár er maður hennar stundaði nám við Stýrimannskólann. Þá áttu þau heima í Hnífsdal í eitt ár en fluttu þá aftur til Siglufjaröar þar sem hún býrnú. Fjölskylda Lilja giftist 16.9.1973 Kristjáni Sig- urði Elíassyni, f. 7.8.1950, skip- stjóra. Hann er sonur Elíasar Bjarna ísfiörð sjómanns, og Aðal- heiðar Sólveigar Þorsteinsdóttur húsmóður. Böm Lilju og Kristjáns Sigurðar eru Gottskálk Hávarður Krisfiáns- son, f. 22.7.1973, stúdent og nemi í Noregi; Brynhildur Þöll Kristjáns- dóttir, f. 17.6.1975, nemi við Fjöl- brautaskólann á Sauðárkróki; Eið- ur Ágúst Kristjánsson, f. 23.9.1982. Bræður Lilju eru Lúðvík Eiðsson, f. 8.10.1950, rannsóknarlögreglu- maður í Reykjavík; Eiður Örn Eiðs- son, f. 22.8.1951, hljómlistarmaður í Grundarfirði; Jóhannes Eiðsson, f. 15.11.1960, hárskeri i Reykjavík. Foreldrar Lilju eru Eiður Jóhann- esson, f. 14.3.1992, skipstjóri, búsett- Lilja Eiðsdóttir. ur í Kópavogi, og Ágústa Lúðvíks- dóttir, f. 11.2.1933, húsmóðir. Menning Sjálfhverfa Þessi þjóð talar ofboðslega mikið. Segist vera söguþjóð og er það kannski. Sumir geta sagt frá í það óendanlega og haldið athygli manns, aðrir blaðra bara út í loftið einhverja vitleysu. Þetta getur stundum verið gott hvað með öðra en aldr- ei blaðrið eitt. Jafnvel ekki þó að það sé bætt upp með þögnum. Tónlist hæfir því ekki held- ur. Þetta reyndi ég á sjálfum mér í fyrradag þegar ég kveikti á Sígildu FM 94,3 til þess að hlusta á tónhst á milli fimm og sex síðdegis. Þar var þá þessi hrottalegi bullurokkur að blaðra um aht og ekkert.með upphöfnum orðum. Hann eyðilagði hvort tveggja, orðin og tónlistina, og gerði leiðindi. Engu að síður var ég bæði kátur og glaður þegar ég fór á sagnakvöld niður í Kaffileikhúsið í Hlaðvarpanum. Það var vegna þess að ég hlakkaði th og átti von á góðum orðum í sam- hengi og með merkingu. Veit þó að sagnamenn geta verið eins misjafnir og þeir eru margir. Konurnar í Kaffileikhúsinu tóku upp á því í fyrravetur að halda sögukvöld. Þær fengu mis- frægt fólk th þess að segja sögur og í hehdina litið tókst þetta ljómandi vel og ber að þakka fyrir framtakið. Nú er bjargræðistíminn liðinn, komið haust og rétt að fara að segja sögur. Sögumenn virtust ekki af verri endanum: Skáldin Úlfhildur Dagsdóttir og Einar Kárason og kvikmyndagerðarmennirnir Friðrik Þór og Þrándur Thoroddsen. Og fullt hús af fólki til þess að hlusta. Ég sat allan tímann. Það gerðu ekki allir. Þetta var ekkert sérstaklega vel heppnað. Og skal nú sögð sagan eins og hún var. En þetta fyrst; það er sérstök kúnst að segja sögu, allt önnur en sú að skrifa hana eða gera af henni bíómynd. Hver sögumaður fékk að taka tvisvar til máls, fyrir og eftir hlé, og reið Úlfhildur á vaðið. Hún Atburðir Úlfar Þormóösson sagöi ekki nógu góðar sögur. Þær gætu þó orðið að álitlegum smásögum eftir nokkum tíma; varla þó til þess að segja, frekar th þess að lesa. Næstu sögur sagði Friðrik Þór. Sjálfsagt getur maðurinn búið th bíómyndir en hann kann ekki að segja frá með orðum. Hann er vægast sagt óáheyrilegur sagnamaður og talar vont mál. Svo er hann allt of sjálfhverfur; tilraunir hans til frásagnar voru um það hvað hann þekkti mikiö af frægu fólki og hverja hann hafði hitt héreða þar á frægðarferðum sínum um heiminn. Og um kúk. Það má kannski bjóða nánustu vinum sínum upp á kúka- og frægðarsögur af sjálfum sér á áttunda glasi eða svo eftir að menn hafa drukkið næmið úr eyrunum á sér og engu skipt- ir hvað sagt er. Það er það, því miður. Einar Kárason var síðastur sögumanna í röð- inni. Hann kann málið. Hann kann líka frásagn- arlistina og hefur komið sér upp persónulegum tjáningarmáta. Og sagði ágætar sögur. Gallinn á þeim var hins vegar sá, sem hann reyndar skýrði frá sjálfur, að hann hafði ekki undirbúið þær. Þess vegna misstu annars ágætar sögur hans marks. Urðu of langdregnar. Og, ef th vill vegna smits frá Friðriki, snerustu þær of mikið um frægð og ágæti sögumanns og fyrirfólk sem hann þekkir í heiminum. En vegna þess ágalla við sögur að þær era ætlaðar áheyranda þá er það ljóður á þeim ef þær snúast of mikið um ágæti þess sem segir þær; árans hlustandanum er nefnhega nokkuð sama um frægð sögumanns hjá þéttingsköllum veisluheimsins. Þrándur Thoroddsen sagði sínar sögur næst- síðastur í báðum umferðum. Hann var ótvíræð- ur sagnameistari kvöldsins. Og svo sem lengi vitað að hann er sögumaður af guðs náð almátt- ugs eins og margt hans fólk. Þrándur talar fal- legt mál, óskrúfað, hefur góða sögumannsrödd sem hann kann að beita og ef hann neyðist til að sveigja að sjálfum sér í sögum sínum þá er það jafnan með þeim hætti (í það minnsta í gærkveldi) að hann gerir góðlátlegt grín að sinni persónu. Fyrir vikiö upphefst hann. Silungasöguna sem Þrándur sagði í fyrradag hef ég heyrt hann segja nokkrum sinnum áður. Hún er af þeirri tegund að hún batnar fremur en hitt við endursögn,.eins og vín við geymslu og ostur og hákarl og Þrándur Mka. 31 Látum bíla ekki vera í gangi að óþörffu! tkT^O hnrffu!' Utblástur bitnar verst á börnunum yu^FHROAR Kr. Ferðataska B:60 H:40 D:20 -Það fæst í BHdshöfða 20 -112 Reykjavlk - Slml 587 1410 8/9-14/9 Rjómalöguð sveppasúpa með nýjum íslenskum skógarsveppum * Heilsteiktur lambavöðvi með grænum pipar og Grand Marniersósu * Mokkaparfait m/kiviávexti og rjómatoppi Kr. 1.995 Hagstæð hádegisverðartilboð alla virka daga Smáauglýsingar s Bilartilsölu Toyota Corolla GTi, árg. ‘87, til sölu, topplúga, álfelgur, ekinn 89.000 km. Veró 570.000, 460.000 staðgreitt. Upplýsingar í síma 552 4304. Jeppar Feröabíll. Th sölu mjög góóur Volvo Lapplander, sænskur, model 1981, ekinn 68 þús. Aflstýri, nýskoðaóur, eldunaraóstaða, svefnaðstaða, ný dekk. Aðeins 2 eigendur. Hagstætt verð. Uppl. í síma 565 6077 e.kl, 19, Frjáls spilamennska og dixieland á RúRek Andrew D’Angelo er altósaxófón- og bassaklarínettleikari. Hann kemur víða við í tónlistinni en leikur meðal annars með Human Feel, ásamt þeim Cris Speed og Jim Black sem hér léku nýlega á Jazzbarnum með Hilmari Jenssyni gítarista. Þessir strákar, ásamt Skúla Sverrissyni bassa- leikara, leika alhr á væntanlegri plötu Hilmars Jenssonar, Dofinn. Efni af henni var uppistaða efnisskrárinnar á þriðjudagskvöldið í Þjóðleikhú- skjallaranum, þar sem D’Angelo lék með Hilmari, Kjartani Valdimars- syni á píanó og Matthíasi M.D. Hemstock á trommur. Tónhstin var mjög frjáls en þó heyrðist undirrituðum yfirleitt vera eitthvert form eða beina- grind sem þeir fylgdu og spannaði hún þá allt verkið þótt mest væri leik- ið af fingrum fram. Það er yfirleitt nóg að gerast, á köflum jafnvel of Djass Ársæll Másson mikið, en þeir sýndu mikla hugmyndaauðgi í spilamennskunni, sérstak- lega D’Angelo og Hilmar sem er frábær gítaristi og tónlistarmaður. Kjart- an átti tvö lög á efnisskránni og voru þau með heldur hefðbundnara sniði þótt þau fengju sömu meðferð og hin. Það er sérstakt ánægjuefni aö geta auðgað RúRek-hátíðina með djassi af þessu tagi og ekki er það verra að það séu íslendingar sem bera þessa tónlist uppi. Það er nefnilega fleira djass en bebop og frá vaxtarbroddinum í nútímadjassi brá rýnir sér á Fógetann og heyrði þar í dixielandhljómsveit Björns R. Einarssonar. Þar rööuðu sér á púltin mismunandi kynslóðir. Annars vegar vora það þeir hvíthærðu, Björn sjálfur með básúnuna, Sæbjörn Jónsson á trompet, Jón Sigurðsson á bassanum og Ámi Elfar við píanóið, og hins vegar yngri mennimir, Gestur Pálsson á klarínett, Ólafur Jónsson á tenór og Pétur Grétarsson á trommunum. Dixielandið átti greinilega vel við staðargesti sem fylltu neðri hluta hæðarinnar, enda líf og fiör í tuskunum. Þegar Björn og félagar höfðu lokið leik sínum tók við kvartett Gests Pálssonar en hann skipuðu yngri mennirnir í dixielandhljómsveitinni ásamt Þórði Högnasyni en nú var Gestur kominn á tenórinn. Þeir tóku svo nokkra blúsa og beboplög og nutu saxarnir sín vel með aðeins bassa og trommur á bak við sig. Pú berð númerin á miðanum þínum saman við númerin hér að neðan. Pegar sama númerið kemur upp á báðum stöðum hefur þú hlotið vinning. 635763 158556 787333 990544 590361 DRAUMAFERÐ OG FARAREYRIR Með Farmiða ert þú kominn í spennandi SUMARLEIK Happaþrennunnar og DV Farmiðinn er tviskiptur og gefur tvo möguleika á vinningi. Á vinstri helmingi eru veglegir peningavinningar, sá hæsti 2,5 MILUÓNIR, og á þeim hægri eru glæsilegir ferðavinningar og „My First Sony" hljómtæki. Fylgstu með I DV alla þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga. Uppsöfnuð vinningaskrá birtist í DV 2. október 1995. Ferða- og hljómtækjavinninga má vitja á markaðsdeild DV Pverholti 14, sfmi 550 5000 gegn framvlsun vinningsmiða. Farmiðarnir bíða þin á næsta útsölustað og pú freistar gæfunnar fyrir aðeins 150 kr. FLUGLEIOIRjm SONY

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.