Þjóðviljinn - 07.06.1964, Page 7

Þjóðviljinn - 07.06.1964, Page 7
Sunnudagur 7. júní 1964 HðÐTtUnffl SÍBA Sjómenn hljóta að treysta sjálfum sér bezt og efla sín eigin samtök Sjómenn tala oft í hálfkær- ingi um ræðuhöldin á sjó- mannadaginn og það ekki að ástæðulausu. Flestir þeirra vildu skipta á faguryrðum þessa eina dags og stuðningi við málstað sjómanna og hags- munamál aðra daga ársins. Svo gæti virzt sem það væri beinlínis óvarlegt fyrir sjó- menn að færa óvenjmikinn afla að landi, hvað þá ef þeir taka upp á því að setja heims- met í aflabrögðum dag eftir dag, eins og sagt var á þorsk- nótaveiðunum í vetur! Að sjálfsögðu þýða slík aflabrögð að útgerðarmaður fær stóran hlut og gildan sjóð. En það virðist ekki nóg, því seint fyll- ist sáiin og svo framvegis. Þegar mest aflast og útgerðar- mennirnir græða mest, fer dá- lítil klíka þeirra á stúfana, hún kallar sig fínu nafni, stjórn Landsambands íslenzkra útvegsmanna, og fer að reyna að svína á sjómönnum og hafa af þeim samn'ngsbundinn hlut þeirra. ★ Þetta gerðist hér um árið þegar sildaraflinn varð meiri en nokkru sinni. Þá kom Sverrir Júlíusson og kumpánar og heimtuðu að aflahlutur síld- veiðisjómanna yrði stórskertur. Og þegar sú herferð var að renna út f sandinn með smán var gripið til leynivopnsins. ríkisstjórnarinnar, og Emil Jónsson formaður Alþýðu- flokksins, látinn gefa út bráðabirgðalög um gerðardóm, en á grundvelli þeirra laga var hlutur síldveiðisjómanna skor- iitn íiiður og miljónatugum af samningsbundnú kaupi sjó- manna stungið í vasa útgerð- armanna-. Sama varð upp á teningnum í vor Sjómenn færðu á land óhemju þorskafla veiddan í hringnætur. Og Sverrir Júlf- usson og LltJ hans fór á stúf- ana. Nú varð að klekkja á sjómönnum! Því var lítt haldið á lofti hvað sjómennimir urðu að leggja að sér sólarhring- ana sem rosaaflinn fékkst f nótina. Nú skyldi svindlað á sjómönnum með uppgjörið — enn skyldi tugum þúsunda rænt af aflahlut hvers sjó- manns og stungið í vasa út- gerðamannsins. Þetta tilræði hefur ekki tekizt enn, nema að litlu leyti. Heiðarlegir útgerðarmenn, ekki cinungis í Vestmanneyjum heldur Iíka í öðrum útgerð- arbæjum Suðvesturlandsins. hafa þegar gert upp fyrir þorsknótaveiðarnar samkvæmt eina hringnótasamningnum sem í gildi er, og meðal þeirra eru nokkrir mestu aflabát- amir. Og sjómenn ættu hvergi að viðurkenna uppgjör sam- kvæmt fyrirskipun LlÚ sem fullnáðaruppgjör fyrir þorsk- veiðamar í nót, heldur leita tafarlaust réttar síns, og er það í fyllsta samræmi við yf- irlýsingu allra sjómannasam- KRISTINN REYR: Sjómannadagur Stiginn er gamall garpur úr greipum ægis á land og hetja ung, sem hnýtir við höfin tryggðaband. Stórborg íslenzk og útver, innfjarðar byggðarlag hefja samstillta hátíð og hylla sjómenn í dag. Um nón er lársveigur lagður á leiði hins óþekkta manns, alþjóð saknar og syrgir sérhvern af bræðrum hans, er starfsglaður lagði í lófa landsins svo marga gjöf, en hvarf 1 vitstola hryðjur og hrannaða djúpsins gröf. •ir ■ í dag sé minningln máttur til meira öryggis þeim, sem börðust í hryðjum við bráðan % brotsjó og náðu heim. ® Sfórborg íslenzk og útver, innfjarðar byggðarlag njóti yðar um ár fram, þér íslands sjómenn í dag. takanna, hinna einstöku sjó- mannafélaga, Sjómannasam- bands Islands og Farmanna- og fiskimannasambandsins. sem hafa tekið eindregna afstöðu gegn hinni alræmdu fyrirskip- un LlÚ, enda þótt samtökin hefðu mátt láta málið enn meira til sín taka og meira til sín heyrast um það. Sjómenn ættu að festa sér í minni afstöðu blaðanna til þessa hagsmunamáls þeirra og annarra. Afstöðu blaðanna og þar með stjórnmálaflokkanna sem þau eru málgögn fyrir. Sjómannasambandsstjórnin lýsti því yfir að sjómenn væra ,.agndofa“ vegna fyrirskipunar íhaldsþingsmannsins Sverris Júlíussonar og LlÚ-klíkunnar. Það er þó sjálfsagt ekki rétta orðið; sjómenn eru oorðnir ýmsu vanir úr þeirri áttinni og það þarf nokkuð til svo þeir verði „agndofa" þegar um það er að ræða, að útgerðar- menn reyna að næla í nokkuð af réttmætum hlut sjómanns- ins. Hitt er engu líkara en sumir þeir menn sem hafa troðið sér til forystu í sam- tökum sjómanna. að vísu á atkvæðum landsmanna mest- an part, hafi orðið bæði „agn- dofa“ og klumsa. Minnist nokkur þess að hafa séð mál- stað sjómanna í þessu máii skýrðan og varinn í Morgun- blaðinu og Vísi af stjómar- manni í Sjómannafélagi Reykjavíkur sem hlýtur að eiga innangengt í þau blöð, íhaldsþingmanninum Pétri Sigurðssyni? Tíminn og Al- þýðublaðið hafa heldur ekkl lagt sig fram um slíka vöm. En Morgunblaðið og Vísir hafa í þessu máli eins og öllum sem varða hagsmunamál vinn- andi fólks tekið afstöðuna með <S> gróðabrallsmönnum. Sverr- ir Júlíusson og kumpánar eiga alltaf inni á síðum Morgun- blaðsins og Vísis með sinn máistað, málstað nakinnar gróðahyggju, málstað þeirra sem fara eins langt og kom- izt verður í því að raka til sín gróða af vinnu annarra. Sjómönnum hafa blöskrað blekkingaskrif Morgunblaðs- ins og Vísis um Hafnarfjarð- ardóminn svonefnda. Sá dómur er um einstakt mál frá í fyrra, en ekki um skilning á samn- ingi, enda væri það þá Fé- lagsdómsmál. Sá dómur hef- ur ekki almennt giidi, snertir alls ekki aðaldeilumálið nú í vor, sem fram er kallað vegna hinnar alræmdu fyrirskipunar LÍÚ. Hafnarf jarðardómurínn byggír á rangri og villandi skráningu á bátinn Ársæl Sig- urðsson á vertíðiinni í fyrya. þar sem sagt var að hann yrði á netaveiðum og ekkert kaup til- greint í kaupdálki skráningar- innar, eins og á þó að sjálf- sögðu að gera. Dómarinn leit svo á að með þessari skárn- ingu sem skipvcrji hefði ekki mótmælt hefði stofnazt samn- ingur milli lians og útgerða,- mannsins sem gerði útgerðar- manninum fært að gera upp á netakjörum þó fiskað væri í hringnót Þessi dómur er enn ein á- minning til sjómanna að gæta vel að skráningunni og láta hana ekki vera það flýtisverk sem hún oft er. Lögskráningin gæti virzt orðin aðferð óprútt- inna útgerðarmanna til að skerða með rangindum aflahlut sjómanna, og hafa skráningar- mál mjög komið til kasta dóm- stóla undanfarin ár og svo reynzt. að olt’ð getur á miklu að sjómenn hafi fulla gát á því að skráningin sé í alla staði heiðarleg. Allt er þetta hvatning til sjómanna um nauðsyn þess að efla samtök sín, treysta Sjó- mannafélag Reykjavíkur og breyta þar hinum fáránlegu og úreltu ákvæðum um fé- lagsréttindi, svo tryggt sé að starfandi sjómenn geti ráðið félagi sínu. og beitt þvú til sóknar og vamar hagsmunum sínum. Það er ófremdarástand að í Sjómannafélagi Reykja- víkur skuli vera um helmingur eða jafnvel meirihluti menn með öll félagsréttindi sem að raun réttri ættu ekki að vera í félaginu, né hafa aðstöðu til að ráða þar stjórn og sam- þykktum. Sjómenn mega ekki láta það undlr höfuð leggjast að treysta samtök sín. Það er ískyggilegt að einmitt þessi síðustu ár, frá því íhaldið keypti sig til valda í Sjómannafélaginu með pólitíska brallinu við Alþýðu- flokkinn. hefur afturhaldinu f LlÚ og FlB veri'ð alveg sér- staklega uppsigað við sjómenn, og ráðizt hvað eftir annað á sjómannakjörin og réttinda- mál eins og vökulögin, og kraf- izt þess að þau yrðu skert, á sama tíma og allar aðrir stétt- ir þjóðfélagsins fá kaup sitt hækkað. Það yrði sjómönnum áreiðanlega hollt að losa sig við áhrif íhaldsins á stjóm sjó- mannasamtakanna. Fögur orð á sjómannadaginn eru ekki nóg. Sjómenn og vandamenn þeirra hljóta að dæma blöð og flokka og sína eigin trún- aðarmenn eftir því hvemig snúizt er við brýnum hags- munum. en ekki eftir fagur- gala sem stendur einn dag á ári. Þegar sjómenn setja dag eftir dag hcimsmet í aflabrögðum sitja „fínir“ menn í landi og „fyrirskipa“ að reynt skuli að rýra samningsbundinn hlut sjómanna. Myndin: Háfað úr þorsknót. K.R.R. ÞRÓTTUR K.S.Í. Annað kvöld kl. 20.30 leika á Laugardalsvelli Middlesex Wanderers— Tilraunalandslið Dómari: Hannes Sigurðsson. Síðasta tækifærið að sjá brezku snillingana. Aðgöngumiðasala við Útvegsbankann og í Laugardal eftir kl. 19.00. Verð aðgöngumiða: Böm kr. 15,00. Stæði kr. 50,00. Stúka kr. 75,00. Tryggið ykkur miða í tíma FORÐIZT ÞRENGSLI — SJÁIÐ ALLAN LEIKINN KNATTSPYRNUFÉL AGIÐ ÞRÓTTUR. Öskum öllum sjómönnum og fjölskyldum þeirra allra heilla á Sjómannadaginn. STÁLSKIPASMIÐJAN H.F. K0PAV06I.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.