Þjóðviljinn - 30.05.1972, Page 7

Þjóðviljinn - 30.05.1972, Page 7
Þriðjudagur 30. mai 1972 —ÞJÓÐVILJINN—SIÐA 7 óróóur Það er einlæg sannfæring min, að hver sá, sem getur aðlagazt þjóðfélaginu fullkomlega hafi meiri þörf fyrir sálgreiningu og meðhöndlun geðlæknis en nokkur annar. Jimmy Reid, skipasmiður, nýkjörinn rektor háskólans i Glasgow af hálfu stúdenta. Jimmy Reid. Jimmy Reid varð lands- kunnur maður í Bretlandi í fyrra sem helzti talsmaður skipasmiða þeirra, sem tóku á sitt vald Upper Clyde skipasmíðastöðvarn- ar, sem leggja átti niður. Fyrir skömmu kusu stúdentar í Glasgow þenn- an unga verkamann og kommúnista sértil rektors; m.ö.o. helzta talsmann stúdenta innan háskólans. Meðal fyrirrennara hans í þessum starfa eru Adam Smith, Disraeli og Gladstone. Jimmy Reid talaði um firringu í nútímaþjóðfélagi í rektors- ávarpi sínu, sem var mjög vel tekið. ÞEGAR AÐRIR TAKA ÁKVARÐANIR Firring er hróp manna, sem finnst þeir vera fórnarlömb blindra efnahagslegra afla, sem þeir ráða ekki við, örvænting venjulegra manna sem eru úti- lokaðir frá þvi að hafa áhrif á það, hvernig ákvarðanir eru teknar. Margir hafa ekki gert sér grein fyrir þessu. Má vera að þeir skilji ekki, hvað er að gerast, né heldur geti þeir gert grein fyrir þvi. En þeir finna fyrir þvi. Þetta ástand setur þvi svip sinn á afstöðu þeirra og félagslega hegðun. Firring kemur fram á mismunandi hátt hjá mis- munandi fólki. Hana má til dæmis finna i þvi sem dómstólar oft kalla glæpsamlega andfélagslega hegðun nokkurs hluta samfélag- sins. Hún kemur fram hjá ungu fólki sem vill koma sér út úr þjóð- félaginu, hverfa frá námi, aðlag- ast ekki, eins og það heitir, eða þá flýja frá veruleikanum fyrir fullt og allt út i áfengi og eiturlyf. Auð- vitað væri rangt að telja firringu einu ástæðuna fyrir þessu öllu. En hún er stærri þáttur i þessum fyrirbærum en almennt er viður- kennt. Rikjandi gildamat i þjóð- félaginu leiðir til annarskonar firringar. Það gerir þá firrta mannlegum viðhorfum, gerir þá tilfinningasljóa og miskunnar- lausa i meðferð sinni á öðrum manneskjum, sjálfhverfa og gráðuga. Svo hlálega vill til, að þessir menn eru oft taldir fylli- lega eðlilegir og vel settir. Það er hinsvegar einlæg sannfæring min, að hver sá, sem getur aðlagazt þjóðfélaginu fullkom- lega hafi meiri þörf fyrir sál- greiningu og meðhöndlun geð- læknis en nokkur annar. Raunverulega fullnægju fær hver maður i þjónustu við með- bræður sina. Raunverulegur háski steðjar ekki að menningu okkarfrá timaritinu Oz eða þeirri kynlifsdirfsku sem þar er leyfð, enda þótt ég sé þeirrar skoðunar, að i okkar þjóðfélagi sé allt of margt leyfilegt. Til dæmis er það þjóðfélag sem leyfir að ein milljón manna gangi atvinnulaus alltof „umburðalynt” fyrir minn smekk. Háskinn er heldur ekki fólginn i siðferðilegum slappleika, enda þótt hann komi við mati okkar á mannlegum verðmætum. Sú áskorun, sem við mætum, er fyrst af öllu fólgin i þvi að uppræta allt það sem fellir þau verðmæti i gengi og afskræmir þau. Sem dæmi um slika afskræmingu vildi ég nefna það sem kallað er „rottukapp- hlaupið”. Með þvi orði er átt við fólk sem fer um snuðrandi, bitandi frá sér, troðandi á öðrum i leit að per- sónulegri velgengni. Ég vildi beina þvi eindregið til stúdenta að þeir hafni þessu athæfi. Rottu- kapphlaup er fyrir rottur. Við erum ekki rottur, heldur menn. Hafnið öllum þeim þrýstingi, sem þið verðið fyrir i þjóðfélaginu og miðar að þvi að kveða niður hæfi- leika ykkar til að gagnrýna það sem gerist allt i kring, sem fengi ykkur til að þegja andspænis óréttlæti i nafni fjár og frama. Þannig byrjar þetta, og áður en þú veizt af ertu orðinn aðili að rottukapphlaupinu á fullum laun- um. Fyrir það gjalda menn of dýru verði. Það felur i sér að þeir gíata mannlegum virðuleika. Eða eins og Kristur sagði: „Hvað stoðar það manninn að hann eignist allan heiminn ef hann glatar sálu sinni?” Hagnaður er eina viðmiðunin sem rikjandi skipulag notar við mat á efnahagslegri starfsemi. Það valdakerfi sem upp af þessu sprettur ógnar og grefur undan þeim lýðræðisréttindum sem við höfum eignazt með erfiðis- munum. öll þróun stefnir að þvi að æ meira vald safnast fyrir á æ færri hendur. Risastór einokunarfyrirtæki og hringar ráða yfir næstum þvi öll- um greinum atvinnulifsins. Menn þeir sem hafa þau tök sem úrslit- um ráða á þessum risum hafa i reynd vald yfir meðbræðrum sin- um, sem er'i senn ógnvekjandi og afneitun lýðræöis. Stjórn fólksins og fyrir fólkið verður markleysa nema hún feli það i sér að fólkið taki meirihátt- . . . þvi betra ar efnahagslegar ákvarðanir fyrir fólkið. Hér er ekki aðeins um efnahagslegt atriði að ræða. 1 reynd er þetta siðferðilegt vanda- mál, þvi að hver sá sem tekur þær ákvarðanir um efnahagsmál sem máli skipta i þjóðfélagi, hann ákveður hvað hefur félagslegan forgangsrétt i þvi sama þjóð- félagi. Frá hátindum framkvæmda- stjóraskrifstofanna, þar sem vel- gengni er dæmd eftir hámarks- gróða, hlýtur sú tilhneiging að verða sterkust að lita á fólk sem skrúfur i vél, sem tölur i bók- haldsklöddum. Menn geta ekki skilið til fulls hve ómannlegar þessar aðstæður eru, nema þeir hafi séð sárs- aukann og örvæntinguna i augum þess manns sem er allt i einu sagt, að hann sé óþarfur án þess að honum sé séð fyrir annarri vinnu. En ef hann er farinn að nálgast fimmtugt eða er kominn yfir fimmtugt þá jafngildir þetta þvi i Vestur—Skotlandi að hann muni eyða þvi sem eftir er ævinn- ar á ráðningarskrifstofum. Ef að nútimatækni krefst stærri framleiðslueininga, þá skulum við leggja það framleiðslukerfi, sem auð malar, undir eftirlit al- mennings og opinbert reiknings- hald. Við skulum stjórna sam- félagi ekkar eftir félagslegri nauðsyn, ekki persónulegri græðgi. Ég tel engan vafa á þvi, að ef að slik skapandi stefnu- breyting ætti sér stað i sam- félaginu gætum við á fáum árum útrýmt bölvun fátæktar, misrétti, fátækrahverfum og öryggisleysi. En það er ekki nóg að mæla framfarir eftir hagvexti einum. Takmark okkar hlýtur að vera það, að auðga allt mannlif. Það krefst gagngerðra félagslegra, menningarlegra og ef svo mætti segja - andlegra breytinga á landi okkar. Nauðsynlegur hlutur þeirra hlýtur að vera endurmótun stjórnarstofnana og þróun við- bótarkerfis, sem veitir al- menningi aðild að töku ákvarð- ana. Svonefndir sérfræðingar munu halda þvi fram, að þetta yrði seinvirkt og þungt i vöfum. Ég er reiðubúinn til að fórna nokkru af fljótvirkni fyrir þau verðmæti sem þátttaka alþýðu . t i slikum málum. Og ég tel þessar röksemdir rangar, þegar til lengdar lætur. Ef við viljum leysa úr læðingi þá krafta sem blunda með fólkinu þá verðum við aðgefa þvi ábyrgð. Ónotaðar auðlindir Norðursjávar eru hégómi i samanburði við ónotaðar auðlindir þjóðarinnar. Ég er sannfærður um að flestir lifa svo alla ævi að þeir sjá aldrei, þó ekki væri nema i sjón- hendingu, fyrir sér, hvað þeir hefðu getað gert fyrir meðbræður sina. Þetta er persónulegur harmleikur. Þetta er félagslegur glæpur. Þroski persónuleika hvers einstaklings, hæfileika hans er forsenda fyrir þroska hvers og eins. Þvi minna 1 fróðlegri grein um þann áróður sem Bandarikjamenn reka um riki sitt erlendis, sem birtist i Newsweek frá 15 mai, er gagnrýnd sú viðleitni stórra rikja til að reka opinberar áróðursmiðstöðvar. Þar segir m.a. undir lokin á þessa leið: „Við lifum á timum svo virkra samgangna, að stórþjóð- ir eru fyrir allra augliti hvort sem þær vilja eða ekki. Innrásin i Tékkóslóvakiu sagði meira um Rússa en nokkuð það sem út- varpið i Moskvu gæti fundiö upp til að útskýra hana. Vietnam segir sömu sögu af okkur. Og svo viðskiptasamningar okkar, erlend aðstoð, gjaldeyrismála- stefna og sjálf orka menningar okkar... Bandariska áróðurs- vélin er þá óvirkust þegar hún er að koma á framfæri opinberri stefnu frá Washington - og hún er bezt þegar hún kemur með nákvæmar heimsfréttir og bregzt við raunverulegum þorsta eftir upplýsingum um það sem þessi stóra og óútreiknanlega þjóð hefst að heima fyrir.”

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.