Þjóðviljinn - 30.05.1972, Síða 16
16. SÍÐA -ÞJÖÐVILJINN - Þriöjudagur 30. mai 1972
MF OSíQOrpDQDðDíJD
Afskipti barna-
verndarnefndar
Barna verndarfulltrúinn i
Kópavogi Ólafur Guðmundsson,
hefur sent frá sér skýrslu um
störf barnaverndarnefndarinnar
þar fyrir árið 1971.
Þar segir að nefndin hafi tekið
212 mál fyrir á 30 fundum.
Nefndin hafði afskipti af 56
heimilum, þar sem samtals 180
börn og ungmenni bjuggu.
Tilefni þessara afskipta
flokkast þannig, fjöldi heimila:
Drykkjuskapur 8. Geðveila 16.
Hegðunarvandkvæði barna 10.
Annað, s.s. likamleg veikindi,
húsnæðisvandamál, örbirgð,
o.s.frv. 10. Samtals 56 heimili
Atvinnusj úkdómar
Eftirtalin sjúkdómstilfelli bár-
ust atvinnusjúkdómadeild
Heilsuverndarstöðvar Iteykja-
vikur:
Úr málmiðnaði voru
rannsakaðir 10 menn vegna
meintrar blýeitrunar og 2 af
bensinstöðvum. Engin merki
blýeitrunar komu fram hjá
mönnunum.
15 manns starfandi i margs
konar iðnaði, þar af 9 vegna
þreytu og sljóleika, 4 vegna vimu-
áhrifa af meðhöndlun rjúkandi
málningarefna og 2 skrifstofu-
stúlkur með húðútbrot vegna
ofnæmis fyrirákveðinni tegund af
pappir.
9 manns, karlar og konur, sem
unnu að rafmagnsiðnaði vegna
sljóleika. Úr fataiðnaði var haft
eftirlit með 6 konum, vegna þess
að komið hafði i ljós leki i hreinsi-,
vélum.
Þannig eru bakteriur ræktaðar
upp.
Kynsjukdómar
A húð og kynsjúkdómadeiid
Heilsuverndarstöðvar Reykja-
vikur komu árið 1970, 545 manns,
þar af 426 vegna kynsjúkdóma.
Tala heimsókna var 1912, þar af
1632 vegna kynsjúkdóma.
Af þessu fólki reyndust 6 hafa
sárasótt (3 konur, 3 karlar), 128
höfðu lekanda (47 konur, 81 karl),
25 höfðu flatlús (5 konur, 20 karl-
ar), 8höfðu maurakláða (2konur,
2 karlar, 4 börn), 3 voru með
kossageit (2 börn, 1 karl), og 108
aðra húðsjúkdóma.
Af þessum hópi voru 267
rannsakaðir sérstaklega vegna
kynsjúkdóma (65 konur, 202 karl-
ar).
Berklar i R-vik
Á berklavarnardeild Heilsu-
verndarstöðvar Reykjavikur
komu 13.200 manns árið 1970 til
skoðunar.
13 sjúklingum var útveguð
hælisvist, lOþeirra vegna virkrar
berklaveiki.
Á vegum deiidarinnar voru
framkvæmdar i Rannsóknarstofu
Háskólans eftirtaldar
rannsóknir:
156 hrákarannsóknir,
156 ræktanir úr hráka,
27 ræktanir úr þvagi,
1 ræktun úr greftri.
Við berkladeildina starfa 2
læknar, 2 hjúkrunarkonur, einn
röntgenlæknir og afgreiðslu-
stúlka.
Onýtt kjöt
f ársskýrslu heilbrigðismála-
ráðs Reykjavikurborgar kemur
fram, að eftir kröfum heilbrigðis-
eftirlitsins var á árinu 1970 eytt
3412 kilóum af kjötvöru.
Þriðjudagur 30 mai
7.00 Morgunútvarp.
Við sjóinn kl. 10.25: Berg-
steinn Á. Bergsteinsson
fiskmatsstjóri talar um
gæði fiskframleiðslu og
fiskveiðilögs. Fréttir kl.
11.00. Stundarbil (endurtek-
inn þáttur F.Þ.) Tónleikar
kl. 11.35: Sinfóniuhljóm-
sveitin i Boston flytur
hljómsveitarþætti eftir
Rossini, Liszt, Berlioz og
Beethoven, Charles Munch
stj.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Eftir hádegið Jón B.
Gunnlaugsson leikur létt lög
og spjallar við hlustendur.
14.30 Siðdegissagan:
„Einkalif Napóleons” eftir
Octave Aubry.
15.00 Fréttir. Tilkynningar.
15.15 Miðdegistónleikar:
Pianóleikur.
16.15 Veðurfregnir. Létt lög.
17.00 Fréttir. Tónleikar.
17.30 Saga frá Afriku:
„Najgwe” eftir Karen
Ilerold Olsen.
18.00 Fréttir á ensku
18.10 Tónleikar. Tilkynn-
ingar.
18.45 Veðurfregnir.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.30 Fréttaspegill.
19.45 islenzkt umhverfi.
Fjallað verður um þurrkun
lands.
20.00 Lög unga fólksins.
Ragnheiður Drifa Stein-
þórsdóttir kynnir.
21.00 iþróttir Jón Ásgeirsson
sér um þáttinn.
21.20 Kýrusarrimur Dr.
Jakob Jónsson flytur siðara
erindi sitt.
21.40 Samleikur i útvarpssal
Guðný Guðmundsdóttir og
Halldór Haraldsson leika
Sónötu fyrir fiðlu og pianó
eftir Béla Bartók.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir.
Kvöldsagan: „Gömul saga”
eftir Kristinu Sigfúsdóttur.
22.35 Lög frá Siberiu.
Þjóðlagakórinn i Omsk
syngur, Georgi Pantukhoff
stjórnar.
22.50 Á hljóðbergi Inga Þór-
arinsson les úr verðlauna-
bók Norðurlandaráðs „Sjö
orðum i neðanjarðarlest-
inni’ eftir sænska skáldið
Karl Vennberg. — Á undan
lestrinum flytur Njörður P.
Njarðvik lektor stutt spjall
um skáldið.
23.20 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
FRÉTTASPEGILL
Kl. 19.30 i kvöld er á dagskrá
útvarps þátturinn Frétta-
spegill sem hóf göngu sina um
svipað leyti og þátturinn um
Heimsmálin var lagður niður.
Gunnar Eyþórsson stjórnandi
þáttarins, gaf blaðinu þær
upplýsingar að Fréttaspegli
væri ætlað svipað hlutverk og
Heimsmálunum og væri á
vegum fréttastofu útvarpsins.
Þættinum verður útvarpað
tvisvar i viku á þriðjudags- og
föstudagskvöldum. Ætlunin
væri að fjalla um 3-4 málefni i
hverjum þætti og fá til þess
sérfróða aðila hverju sinni,
jafnframt þvi sem Gunnar
sjálfur mun vinna efni i þátt-
inn. Ekki kvað hann full-
ákveðið um hvað þátturinn i
kvöld fjallaði, en að öllum lik-
indum yrði þó eitthvað rætt
um gang mála á Norður—Ir-
landi.
Þá verður i endaðri dagskr-
ánni lesið úr verðlaunabók
Norðurlandaráðs Sjö orðum i
neðanjarðarlestinni eftir
sænska skáldið Karl Venn-
berg, og mun Njörður Njarð-
vik, lektor flytja spjall um
skáldið á undan lestrinum.
Vennberg fæddist árið 1910 og
hefur um langan tima verið i
fremstu röð sænskra ljóð-
skálda. Fyrsta ljóðabók hans
kom út 1937 og gætir i henni
mikilla kristinna áhrifa, en
alls eru ljóðabækur hans
orðnar 10. Siðan 1957 hefur
Vennberg verið ritstjóri
menningarsiðu Aftonbladets.
Þriðjudagur 30 mai
20.00 Fréttir.
20.25 Veður og auglýsingar.
20.30 Fósturbarnið. Fram-
haldsleikrit frá sænska
sjónvarpinu eftir Carin
Mannheimer. Leikendur
Ingvar Hirdvall, Birgitta
Palme, Stig Thorstensson,
Elsa Dahlgren og Tove
Waltenburg. 1. þáttur. Þýð-
andi Dóra Hafsteinsdóttir.
Einstæð móðir verður að
láta barn sitt frá sér og
hyggst siðar taka við upp-
eldi þess. (Nordvision —
Sænska sjónvarpið)
21.20 Hlutverk Háskóla ís-
lands i þjóðlifinu. Umræðu-
þáttur i sjónvarpssal. Um-
ræðum stýrir Guðlaugur
Þorvaldsson, prófessor.
22.20 Iþróttir. M.a. mynd frá
landsleik i knattspyrnu milli
Skota og Walesbúa. Um-
sjónarmaður Ómar
Ragnarsson..
Dagskrórlok óákveðin.