Þjóðviljinn - 30.05.1972, Page 17
Þriðjudagur 30, mai 1972 - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17.
Eiginlega var ég að verða ó-
hugnanlega gagnxýnin. Það voru
svo sannarlega ekki margir sem
fundu náð fyrir augum mínum
og ég hafði ótvíræða andúð á
Stokkhólmi sem umhverfi. Þótt-
Í9t ég sjálf vera eitthvað betri og
var allt eitthvað fínna og ósvikn-
ara á heimaslóðum mínum? Ef
til vill fann ég til framandleika
og öryggisleysis og reyndi þess
vegna að líta niður á allt og alla.
En það var nánast skylda mín að
bregðast ekki Katrínu. Waíde-
mar fékk engan stuðning hjá mér,
ef hann var sekur, en Katrín varð
að geta txeyst mér. Hún hafði
verið myrt og morðingi hennar
llék Iausum hala.
Morðinginn gekk laus og gæti
myrt að nýju. Ef til viU myndi ég
mæta sömu örlögum í þessu húsi
og Katrín, ef tU viU hafði ég
gengið í gildru sem ég kæmist
ekki úr. Útidyrnar voru læstar og
óg gat ekki náð sambandi við
noikkurn mann. Ég var jafnofur-
seld og Katrín hafði verið.
Ég hrökk við þegar ég heyrði
rödd! Waldemars rétt fyrir aftan
miig. Svo reyndi ég að taka á mig
rögg. Hann mátti ekki verða þess
var að ég væri hrædd við hann.
Ég varð að reyna að sýna trún-
aðartraiust og vinsemd og bíða
eftir hentugu tækifæri til að skjót-
ast burt.
— Já, þetta er konan mín,
sagði hann. — Finnst yður hún
ekki líta vel út? Það fannst mér
líka þangað til ég kynntist henni.
— Oft er flagð undir fögru
skinni, sagði ég eins og hver önn-
ur gunga og skammaðist mín fyrir
að bregðast konunni.
— Það var mjög vinsamlegt
af yður, frú Bundin, að koma
hingað til Blackeberg og gera
yður þessa fyrirhöfn, sagði hann.
— Þér getið reitt yður á að ég
kann að meta það.
— Því miður var árangurinn
enginn, svaraði ég. Og eins og ég
var búin að segja, þá verð ég að
fara heim núna. Ég frestaði brott-
■HRENREICN
Fíateigendur
athugið
Vorum að fá mikið úrval af varahlutum i
Fiat bifreiðir:
Kúplingsdiskar
Kúplingspressur
Kúplingslegur
Stefnuljós og
Stefnuljósagler
Stöðuljós og
Stöðuljósagler
Stýrisendar
Spindilkúlur
Vatnsdælur
Kveikjuhlutir.
ÖLL VERÐ ÓTRÚLEGA HAGSTÆÐ.
G. S
varahlutir
Suðurlandsbraut 12 - Reykjavfk - Sími 36510
för minni um einn dag til að
heyra hvað nágrannar yðar hefðu
um málið að segja, en nú verð ég
að fara.
— Hvar eigið þér heima?
spurði hann.
— í Bjárred, sagði ég hafiandi
velt því fyrir mér í skyndingu
hvort ég ætd að Ijúga. — Bjárred
á Skáni. Indælum smábæ við
Eyrarsund sem við fluttum í fyr-
ir þrem árum eða svo. En sem er
því miður að renna saman við
Eyrarborgarumhverfið.
— Akurjörð verður bílastseði,
hraðbrautír og sjúkrahús, sagði
hann. — Það er ömurlegt. Ó-
mannlegt. „Hjarta mitt sortnaði
af sorg, ég hugsaði um ilmandi
engi", eins og Theognis frá Meg-
ara skrifaði einu sinni í fornöld.
En eins og ég hafði hann per-
sónulegar ástæður til að sakna
hins horfna lands. Hann var
nefnilega landflótca og þegar
hann sá fuglana fljúga um himin-
geiminn, hugsaði hann mn landið
sem hann hafði eitt sinn átt. Hið
sama geri ég á vorin og haustín.
Það eru örlög mín í heimi hér,
hverjum sem það kemur að gagni.
Regnið hafði færzt í aukana
og inni í stofunni var orðið
skuggsýnna. Vatnsdroparnir
skullu á rúðunni og andlit Walde-
mars sýndist fölt og tært þegar
hann maalti af munni' fram ljóðið
9em honium þótti fjalla um eigin
örlög:
— „Kyrnos, úr skýjum barst mér
fuglsrödd hvell
sem hrópaði hvatningarorð: nú
skaltu plægja.
Hjarca mitt sortnaði af sorg ég
hugsaði um ilmandi engi
— hugsaði um akra í eigu fram-
andi manna.
Múldýrin draga plóginn en eigi
fyrir mig framar
— öðrum þau vinna.
Landflóttinn ógnandi flæmdi mig
burt frá feðranna grund.
Þetta verða örlög dkkar allra,
sagði hann spámannlega. — ÖJI
'munum við harma feðranna
grund, þar sem malbik og steypa
er nú ríkjandi. Þegar vélarnar
ráða ríkjum og vatn og loft eru
menguð.
— Ekkert múður, ég veit hvað
þú gerðir! sagði rödd framanúr
eldhúsi.
Það er ekki ofmælt að ég yrði
skelkuð. Ég hafði nefnilega verið
öldungis sannfærð um að við vær-
um ein, Waldemar og ég. Hver
var gesturinn og við hvað átti
hann með því að hann vissi hvað
Waldemar hefði gert? Vissi hann
að Waldemar hafði drepið Kat-
rínu? Var þetta með öðrurn orð-
um — vitni!
SAUTJÁNDI KAFLI
Waldemar hló þegar hann sá
skelfingarsvipinn á mér.
— Þetta er bara Jacob, sagði
hann og ég var litlu nær við þær
upplýsingar.
Þegar við komum fram í eld-
húsið, gufaði allur leyndardóm-
ur hins vegar upp. Þar sat nefni-
lega grár páfagaukur með rautt
stél og svart nef í búri og var
klókindalegur á svipinn. Walde-
mar klóraði honum í hnakkann
og þá ók haxm sér sældarlega og
horfði á okkur á meðan með
svörtu auganu.
— Jacob er fínn náungi, sagði
VOLGA GAZ 24
NÝTIZKULEGT ÚTLIT
LIPUR í AKSTRI
ÞÆGILEGUR FERÐABÍLL
Þessi bill hefur sannað ágæti sitt við
erfiðar islenzkar aðstæður.
Hæð undir lægsta punkt 19 cm. (Drifkúla).
Vélin 4 cyl. 110 HA SAE við 4s-00 snún.
Fjögra gira alsamhæfður girkassi með
lipurri skiptingu i gólfi.
Tvöfalt hemlakerfi með hjálparátaki frá
vél.
VERÐ AÐEINS KR. 398.295.00
HAGSTÆÐIR GREIÐSLUSKILMÁLAR.
Bifrejðar & Landbúnaðarvélar hí.
Suðurlandsbraul 14 - Iteykjavik - Shnl 38G00
E]E]Elé]ElG]BIE]E]E]E]E]E]
1 GARÐ
51
51
51
1 MAJOR
51 mótorsláttuvélar
sláttu
Sláttubreidd:
51 cm (20”)
51 Mótorstœrð
51
3,5 hestöfl
SÆNSK
GÆÐAVARA
KR. 8.591,00
51 ótrúlega hagstætt verð:
51
51
51
51
51
51
51
51
51
51
51
Samband ísl.samvínnufélaga
Véladeild
Ármúla 3, Rvíh. simi 38Q00
Eð 51515153515151513515] ggggEjg gB]E] E]E] g gg g g ggggggg