Þjóðviljinn - 15.11.1972, Side 1

Þjóðviljinn - 15.11.1972, Side 1
Ung hjón í brúnum Eyja fjarðardals — i mælingastöð vegna væntanlegrar raflinu frá Sifíölduvirkjun til Norðurlands. Mikil vinna lögð i að undirbúa alla framkvæmd linulagningarinnar vel Nú er unniö af kappi að undirbúningi lagningar raflínu norður frá Suðurlandi, sagði Magnús Kjartansson á alþingi i gær, er rætt var um orkumál Norðurlands. Kappkostað verður að vanda sem bezt til hönnunar þessarar linu þvert yfir hálendi íslands. Margar leiðir verða kannaðar og hefur verið unnið að þvi siðan i fyrra. Vegna mikilvægis þessarar linu verður undirbúningur hennar á ýmsan hátt vandaðri en tiðkazt hefur um aðrar háspennulinur hér á landi til þessa og eru linurnar á Suðvesturlandi þá ekki undanskildar. Þannig verður i hönnun stuðzt við beinar mælingar á aðstæðum á sjálfu linustæðinu. á isingu og veðurfari. Tekið hefur verið upp samband við norska aðila, sem hafa langa reynslu af lagningu lina um hálendi, þar á meðal til Vesturstrandarinnar i Noregi. Nú á næstunni munu ung hjón taka sér bólfestu i mælingarstöð, sem kölluð er Nýbær á brún Eyja- fjarðardals, i nálega niu hundruð metra hæð. Auk þess eru áformaður ýmsar athuganir á öðrum stöðum á hálendinu. Það verður þvi ekki á neinn hátt flaustrað að þessari linu- lagningu; þvert á móti veröur hún rækilegar undirbúin en flestar eða allar linur hér á landi. Mcdefni framhaldsskólanemenda rœdd á cdþingi í gœr Finna þarf lausn á vanda nemenda utan af landi sagði Jónas Arnason við umrœðurnar Það er dýrkeypt fræðsla i þjóð- féiagsfræði sem margir nemend- ur framhaldsskólanna fá þegar þeir standa i þvi að útvega sér húsnæði i upphafi skólaársins, sagöi Jónas Árnason þegar hann gerði húsnæðismál og aðra að- stöðu framhaldsskóianemenda að umræðuefni á fundi sameinaðs þings i gær. Á dagskránni var þingsályktunartillaga Ragnars Árnalds um eftirlit með leigu og sölu ibúðarhúsnæðis, og kvaddi Jónas sér hljóðs þegar Ragnar hafði mælt fyrir tillögu sinni. — Framhaldsskólanemendur höfðu fjölmennt á þingpallana, og gat Jónas þess að margir úr þeirra hópi hefðu hvatt sig til að gera grein fyrir þvi ástandi sem nem- endur byggjú við i húsnæðismál- unum. Þegar Jónas hafði lokið máli sinu þökkuöu nemcndur honum með kröftugu lófa- taki. Þessi áhugi nemenda fyrir eigin vandamálum virtist fara mjög i taugarnar á þingmönnum Sjálfstæðisflokksins og komst Þorvaldur Garðar þannig aö orði, að hér hefði verið „efnt til leik- sýningar”. Lárus Jónsson vildi sýna nemendum fram á, að Sjálf- stæðismenn hefðu meiri áhuga á athöfnum en orðum i þessu sam- bandi, og skýröi frá þvi að hann hefði ásamt öðrum þingmanni flokksins þegar lagt fram til prentunar tillögu þar sem skorað væri á rikisstjórnina ,,að koma upp heimavistum fyrir þetta fólk”. Siðar við umræðurnar upp- lýsti Jónas þingmenn og pallgesti um það, að Lárus hefði lagt til- lögu sina fram „eftir að leiksýn- ingin hófst” eða með öðrum orö- um i þann mund sem honum var ljóst i hvaða skyni nemendur fjöl- menntu á áheyrendapallana. Jónas fagnaði þessum viðbrögð- um Lárusar og bauð honum ræðu sina sem greinargerð með tillög- unni. 1 ræðu Jónasar komu fram margvislegar upplýsingar um þá aðstöðu sem nemendur fram- haldsskólanna búa viö. Húsnæðis- erfiðleikarnir bitna harðast á nemendum utan Stór-Reykja- vikursvæöisins, en Jónas taldi að um tiundi hluti þeirra liðlega 12 þúsund framhaldsskólanemenda sem eru við framhaldsnám á þessu svæði ættu heimili utan þess. Flestir þessara nemenda væru við nám i Kennaraskól- anum, sem er eini skólinn sinnar tegundar i landinu. Um aðstöðu þessa fjölmenna hóps vitnaði Jónas m.a. til bréfs, sem þrjú samtök framhaldsskólanemenda hafa sent öllum þingmönnum, en einnig kvaðst hann hafa heimsótt þá 28 nemendur Kennaraskólans, sem komizt hefðu yfir gistirými á Hótel Nesi. Jónas sagði að eins og bent væri á i bréfi nemendasamtakanna væri eina varanlega lausnin sú að byggja heimavistir fyrir fram- haldsskólana, en finna þyrfti bráðabirgðaúrræði til að mæta þessum vanda. _ Varo- andi bráðabirgðalausn i hús- næðismálunum minnti Jónas á þá sérstöku fyrirgreiðslu sem Hótel Esja fékk i Seðlabankanum á þeim forsendum að nota mætti hótelið jöfnum höndum sem nem- endabústað. Varðandi mötuneytismál nem- endanna, sagði Jónas að meðan sjálfsagt þætti að hafa t.d. mötu- neyti við flesta bankana i mið- bænum i Reykjavik, þar sem starfsmenn þeirra gætu fengið máltiöir á niðurgreiddu verði og jafnvel fyrir 40 kr„ þá yrðu nem- endur menntaskólanna tveggja sem væru i nágrenni við þessa banka að gera sér að góðu að neyta „þjóðarréttarins” kóks og prins*-pólós i nálægum sjoppum. Olafur umTorfuna: Engin borgar- prýði Það er engin borgarprýði að þessum húsum, sagði for- sætisráðherra á alþingi i gær er rætt var um Bernhöftstorf- una i fyrirspurnartima. For- sætisráðherra sagði að hann væri sömu skoðunar og stað- fest hefði veriö i f járveitingum alþingis á undanförnum tveimur áratugum. Engin eftirsjá væri i húsunum þó þau færu. Ólafur Jóhannesson skoraði á formenn annarra stjórn- málaflokka að gera grein fyrir afstöðu sinni til stjórnarráðs- húss. Ólafur kvaðst reiðubú- inn til þess að láta endurskoöa teikningar af stjórnarráðshúsi — sem lægju fyrir frá tið fyrri stjórnar. Magnús Torfi ólafsson, menntamálaráðherra, kvaðst ekki vilja taka afstöðu til ein- stakra friðunarhugmynda; hann vildi athuga þau mál i heild sinni samkvæmt húsfrið- unarkafla Þjóðminjalaganna. LONDON 14/11 — Brezk heil- brigðisyfirvöld skýrðu frá þvi i dag, að 26 ára áströlsk kona hefði verið lögð á sjúkrahús i London með kóleru. Þetta er annað kólerutilfellið i Bret- landi siðustu daga. Bæði tilfellin eru af fólki sem kom til landsins fyrir 11 dögum frá Melbourne i Ástraliu með flugvél ástralska flugfélagsins Quanta gegnum Bahrain. Skólafólk fjölmennti á áheyrendapallana.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.