Þjóðviljinn - 15.11.1972, Side 3

Þjóðviljinn - 15.11.1972, Side 3
MiAvikudagur 15. nóvember 1972 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 Fyrsta skauta- svell vetrarins Það var uppi fótur og fit hjá börnum og unglingum i Reykjavik i gærdag þegar fyrsta skautasvellið á þessum vetri blasti við á Tjörninni. Þar ofan á kaupin bættist, að mánaðarfri var i skólum borgarinnar, þannig að nógur timi var til að renna sér á svellinu allan daginn. Við litum niður á tjörn sið- degis i gær og tókum nokkrar myndir. Einn litill maður, á að gizka 10 ára gamall, sagði okkur aö hann væri búinn að vera á skautum frá þvi um hádegi og ætlaði að vera fram á kvöld. „Það er svo sjaldan sem skautasvell eru hérna, að það er bezt að nota það þegar það kemur” sagði hann og renndi sér i burtu. Þarna voru ungir og gamlir að renna sér á skautum, þótt svellið væri ekki uppá það bezta. Það festi á Tjörninni klakahimnu um siðustu helgi meðan rokið var og þvi er svellið nokkuð gárótt á stórum köflum. Þó eru sléttir fletir innan um og þar var mest um að vera i gær. Veður var hið fegursta i Reykjavik i gær, bæði logn og sólskin, en nokkuð frost. Þetta var þvi skautaveður eins og bezt verður á kosið og hefur sjálfsagt verið lif i tuskunum á Tjörninni allt fram á kvöld. —S.dór. 80 — 90% hjá því opinbera — Minni afii hefur borizt hér á land en á sama tima og i fyrra, en þó er atvinnuleysi hér minna en var i fyrra, sagði Gunnar Rafn Sigurbjörnsson er við höfðum simasamband við hann norður á Siglufjörð i gær. — Innan við 10 eru hér á at- vinnuleysisskrá, og 3 fyrstu vikurnar i október fengu 16 greiddar atvinnuleysisbætur samtals 75 þúsund, en sömu 3 vikur i fyrra voru 34 á at- vinnuleysistryggingaskrá og fengu greiddar 112 þúsund. Allt siðast liðið ár voru greidd- ar 5 1/2 miljón króna i at- vinnuleysisbætur, en sú upp- hæð verður til muna lægri i ár. Flestir Siglfirðingar vinna hjá þvi opinbera, eða milli 80—90%. —úþ Hitaveita í Hafnarfjörð? Fulltrúar á ráðstefnunni, Sigmar Ingason og Aki Gránz, báðir úr Njarðvikum. Söfnuðu í landhelgis sjóð Krakkarnir i 2. bekk A i Réttarholtsskóla söfnuðu upp á sitt eindæmi 22 þúsundum króna sem þau afhentu lands- söfnun fyrir landhelgissjóð i gær. Fjárins öfluðu krakkarnir með þvi að halda skemmtun i skólanum, og bjuggu þau sjálf öll skemmtiatriðin til flutn ings, og fluttu þau. Þau full- yrtu, að þessi skemmtun hafi verið sú bezta sem haldin hef- ur verið i skólanum. —Ljósm.AK, Nú um helgina héldu tveir Klúbbarnir ÖRUGGUR AKSTUR aðalfundi slna, I Borgarnesi á laugardag, á Akranesi á sunnu- dag. Fundirnir fóru fram á hefð- bundinn hátt, með verðlauna- afhendingu Samvinnutrygginga fyrir 5, 10 og 20 ára öruggan akstur — samtals til 64ra bif- reiðaeigenda — Ennþá standa yfir samningaviðræöur við Reykjavíkurborg um sölu hennará heitu vatni hingað til Hafnarfjarð- ar, sagði bæjarstjórinn þar, erblaðið hafði sam- band við hann í gær. — Það er ekki komin nein niðurstaða ennþá, og beðið er eftir þvi að samningur Hita- veitu Reykjavikur við Kópa- vog verði samþykktur, en gert er ráð fyrir að samið verði á svipuðum grundvelli og samið var við Kópavogskaupstað. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti nýverið 18 milj. kr. breytingar á fjárhagsáætlun yfirstandandi árs, en raun- veruleg lækkun nemur 9,8 miljónum króna. —úþ BORG ARFULLTRU AR ERU TIL VIÐTALS Borgarmálaráð Alþýðubanda- lagsins hefur ákveðiö fastan við- talstima á miðvikudögum klukkan 5-7. Á þessum tima mun jafnan ein- hver fulltrúi úr ráðinu vera til viðtals að Grettisgötu 3, á skrif- stofu Alþýðubandalagsins. Geta menn komið á framfæri ábend- ingum og kvörtunum varðandi þá málaflokka, sem fjallað er um i borgarstjórn. Adda Bára Sigfúsdóttir, borgarfulltrúi, verður til viðtals i dag. Iðnómálið Svonefnt Iðnómál, sem byggt er á ólöglegum leigu- samningi stjórnar Alþýðu- hússins h/f (Jón Axel Péturs- son og co.), við stjórn Leikfé- lags Reykjavikur, hefur verið til meðferðar hjá Sakadómi Reykjavikur um nokkurt skeið. Er blaðið hafði samband við Jón Abraham Ólafsson, aðal- fulltrúa hjá Sakadómi, sem hefur með málið að gera, sagði hann, að yfirheyrslum væri að ljúka i málinu, og bjóst hann við að þeim lyki i gær, og málið yrði þá sent ákæruvaldinu. —úþ R IDA T FKNIMÁL SVEITARFÉLAGA Káðstefna um tæknimál svcitarfélaga hófst á Hótel Esju i gær, og sitja ráöstefnuna 140 sveitarstjórnarmenn, verkfræð- ingar, tæknimenn og verkstjórar sveitafélaganna, og cr þátttak- cndafjöldinn allt að þvi helmingi meiri en forsvarsmenn ráðstefn- unnar höfðu gcrt ráð fyrir. Fjölmörg erindi hafa verið flutt og verða flutt á ráðstefnunni, en i dag heimsækja ráðstefnugestir Suðurnesin og skoða sig meðal annars um i Njarðvikum og i Keflavik. 7 uinferðir 7 vinningar Bragi llalldórsson er nú efstur á haustmóti Taflfélags Itcykjavikur mcð 7 vinninga eftir 7 umferðir. Þrir keppendur eru með 6 vinninga, þeir Björn Þor- stcinsson, Jón Kristinsson og Björn Jóhannesson. Næstu keppendur eru með 5 1/2 vinn- ing, en þeir eru 8 talsins. 8. umferð var tefld i gær og lefldu þeir þá saman Bragi llalldórsson og Björn Þor- steinsson, Jón Kristinsson og Björn Jóhannesson, en skák- unum úr umferöinni var ekki lokið þcgar blaðið fór i prent- un. U mfcrðir haustmótsins verða II i stað 9 sem áætlað hafði verið. Andrés Svanbjörnsson verkfræðingur í ræðustól. Við hlið hans er Unnar Stefánsson starfsmaður ráðstefnunnar.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.