Þjóðviljinn - 15.11.1972, Page 10

Þjóðviljinn - 15.11.1972, Page 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 15. nóvember 1972 1.—deildarkeppni íslandsmótsins í hand- knatt- leik hefst í í kvöld kl. 20.15 hefst fyrsti leikurinn i l.-deild- arkeppni íslandsmótsins i handknattleik. Það verða Ármann og Valur sem opna mótið en strax á eftir ieika svo ÍR OG KR. Þetta er 34. íslands- mótið i handknattleik sem haldið hefur verið, það fyrsta fór fram i iþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar árið 1940. Þetta verður i fyrsta sinn sem 8 lið leika i 1. deild og kemur það áreiðanlega til með að breyta allmiklu, bæði hvað varðar aðsókn að leikjum mótsins, og eins um allan gang þess. Meðan að- eins voru 6 iið i deildinni, mátti helzt enginn leik- ur tapast, þá var vonin um sigur i mótinu orðin litil. Aðeins lagaðist þetta þegar liðin voru orðin 7 eins og var i fyrra, en með 8 liða deild gerbreytist þetta. Það hefur maður séð i íslandsmótinu i knattspyrnu. Áætlað er að leikið verði á sunnu- dögum og miðvikudögum i allan vetur. Þó getur verið að miðvikudagsleikirnir færist annaðhvort fram á þriðjudag eða aftur á fimmtudag, þegar landsliðsæfingar verða haldnar á miðvikudögum. Og eins getur niðurröðunin eitthvað breytzt i sambandi við landsleiki, bæði hér heima og eins fyrirhugaða för landsliðs til Evrópu i febrúar. kvöld Þá er það stóra spurningin scm allir vildu geta fengið svar við — hvernig fer þetta mót, hver verður islands- meistari og hver fellur niður? Að sjálfsögðu getur enginn svarað þessu fyrirfram. En það sakar ekki að reyna á spá- dómsgáfuna lítið eitt. Klestir telja vist að mótið slitni i sundur eins og kallað cr og um toppinn berjist FH, Valur og Fram og jafnvel geti Víkingur blandað sér i þá baráttu. En á botninum berjist ÍR, KR, Ar- mann og Haukar. Eins og styrkleiki liðanna hefur verið i haust er þessi tilgáta Hkleg. En margt breytist á heilum vctri og liö sem virðast veik i dag geta verið orðin mjög góð í siöari hluta mótsins, og stcrku liöin geta dalað niöur úr öllu valdi, þannig að erfitt cr að segja neitt um þetta. Þó má gera fastlega ráð fyrir að Valur, FH og Fram hcrjist um toppinn ef ekkert óhapp hendir þessi lið. Þau eru greinilega i nokkruin sér- flokki, þó einkum Valur og FH, en Fram hefur enn ekki jafnað sig á þeim lcikmannamissi sem það varð fyrir i haust. Þetta kom greinilega fram á leik þess i Reykjavikurmót- inu, en Fram á marga unga og efnilega menn, sem eflaust eiga eftir að fylla skörðin áður en þetta mót er úti, þannig að gera má ráð fyrir þvi að Fram vcrði mcð i toppbaráttunni. En um fallið er liklegast að iR, KR, Haukar og Armann bcrist og mjög erfitt er að spá um hvaða lið af þessum 4 verði neðst. Þau virðast svipuð að styrkleika eins og er, en ef ég ætti að spá, myndi ég spá þvi að KR og ÍR berðust um fallið, en tek fram að nánast ógern- ingur er að spá um þetta. Fyrstu leikirnir verða eins og áður segir milli Armanns og Vals og KR og ÍR. Ármann kom upp úr 2. deild i fyrra, svo Valur og Ármann hafa ekki leikið saman i islandsmóti i inörg ár. Hins vegar sigraði Valur i leik þessara liða i Reykjavikurmótinu með 2ja marka mun. Fyrri leik ÍR og KR i fyrra lauk með sigri ÍR 19:16 en þeim siðari með jafntefli 17:17, þannig aö fastlega má gera ráð fyrir jöfnum og skemmtilegum leik að þcssu sinni. En hvernig sem við reynum að spá um þetta eða hitt varð- andi mótið þá er það trú manna að þetta mót, með 8 liöum i deildinni, eigi eftir að vcrða jafnt og skemmtilegt og að sú ákvörðun að hafa 8 lið i hvorri deild muni borga sig þegar frá liður þrátt fyrir spá margra um það gagnstæða. Fyrstu leikir: Ármann — Yalur og KR — ÍR Islands- meistarar frá upphafi islandsmót i handknattleik var fyrst haldið árið 1940 og við skulum nú lita á hvaða lið liafa unniö mótið frá upphafi. ☆ 1940: Valur 1941: Valur 1942: Valur 1943: Haukar 1944: Valur 1945: Ármann 1946: ÍR 1947: Valur 19481 Valur 1949: Valur 1950: Fram 1951: Valur 1952: Armann 1953: Ármann 1954: Ármann 1955: Valur 1956: FH 1957: FH 1958: KR 1959: FH 1960: FH 1961: FH 1962: Fram 1963: Fram 1964: Fram 1965: FH 1966: FH 1967: Fram 1968: Fram 1969: FH 1970: Fram 1971: FH 1972: Fram. ☆ Þannig að FH hefur unnið mótiö oftast eða 9 sinnum, Valur 8 sinnum, Fram 8 sinn- um, Ármann 5 sinnum KR, ÍR og Haukar einu sinn hvert félag. Dómara tríó i vetur taka handknattleiks- dóinarar upp þá nýbreytni að vera 3 saman i hóp þannig að tveir dæma en sá þriðji mun sitja og fylgjast með félögum sinum og gagnrýna þá svo á eftir þannig að þeir geti sem mest samræmt dómgæzlu sina. Þetta er mjög til fyrir- myndar. Má nefna i þessu sambandi að saman verða i hóp Björn Kristjánsson, Óli Olscn og Haukur Þorvaldsson; Birgir Björnsson, Ingvar Viktorsson og Kristófer Magnússon, svo dæmi séu nefnd. Þá mun vera búið að raða dómurum niður á alla leiki i mótinu og þykir sumum það fullmikið af þvi góða. Tökum sem dæmi Birgi Björnsson sem er bæði' leikmaður og þjálfari FH. Hann er settur sem dómari, eða hans trió á tvo leiki Vals, eins af höfuð- andstæðingum FH i mótinu. Réttara hefði verið að raöa niður i fyrri umf. og sjá fyrst svo til hvernig staðan væri þá og raða svo niður á síðari um- ferð eftir þvi. Aðal- fundur Aðalfundur Badminton- deildar Vals verður haldinn i félagsheimilinu fimmtudag- inn 16. nóv. n.k. kl. 8.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. • Aðalfundur Sundráðs lteykjavikur verður haldinn laugardaginn 25. nóvember 1972 að Hóteli Esju kl. 2 e.h. Reykjavíkurmót í borðtennis 72'73 Fyrirhugað er að halda Reykjavikurmót i borðtennis- flokkakeppni á timabilinu nóv. 1972- jan. 1973. Notað verður keppnisform, sem á þýzku nefnist ,,Paarkreuz-System ” og i lélegri þýðingu mætti nefna „par i kross-kerfið”. Hvert lið er skipað 4 mönn- um, sem keppa i einliðaleik, þannig að nr. 1 og 2 hvors liðs keppa hver við annan, báðir við báða, og nr. 3 og 4 keppa á sama hátt. Auk þess myndar hvort lið 2 pör, sem képpa i tviliðaleik, og er eingin kvöð á um, að keppendur i tviliðaleik séu hinir sömu og i einliðaleik. Keppendum skal raðað eftir styrkleika og er röð leikjanna ákveðin með töflu, sem er bindandi. Hver leikur vinnst með sigri 2ja iota og hlýtur sigur- vegarinn 1 stig. Hver keppni getur orðið mest 12 leikir, en þó lýkur keppninni, þegar annað liðið hefur náð 7 stigum. Jafntefli, 6:6, eru einnig möguleg úrslit. Sigurvegari mótsins er það lið, sem fær samanlagt flest stig úr öllum leikjum mótsins. Verði tvö lið með sama stigafjölda, sigrar það lið, sem hefur tapað færri stigum. Séu enn tvö lið jöfn, sigrar það lið, sem hefur hag- stæðara samanlagt lotuhlut- fall. Keppt verður tvöföld um- ferð, heima og heiman, og sér heimaliðið i hvert sinn um keppnina, þ.e. að útvega hús- næði og borð. Auk þess skal hvert félag útnefna 1 mann, sem mótanefnd getur skipað dómara i keppni annarra félaga. Mótanefnd raðar leikjunum niður og gefur út leikjatöflu, þegar þátttökutilkynningar hafa borizt, þannig, að hún segir til um, I hvaða viku hver leikur skuli fara fram. Heima- liðið skal siðan tilkynna and- stæðingnum með a.m.k. 4ra daga fyrirvara stund og stað keppninnar. Að þessu sinni verður aðeins keppt i karlaflokki og er hverju félagi gefinn kostur á að senda 2 lið til keppninnar, A- og B-lið. Frh. á bls. 15 Islands- meistarar Fram 1972 Þetta eru íslands- meistarar Fram 1972. Nú er það stóra spurningin hvort liðinu tekst að verja titilinn í vetur. Margir ágætir leikmenn hafa hætt að leika með liðinu frá því í fyrra og má þar nefna þá Pálma Pálmason, Arnar Guð- laugsson og Stefán Þórðarson. En Fram á marga unga og efnilega leikmenn og vel getur svo farið að þeir geri meira en fylla skarð þeirra er hætt hafa. Til að mynda vakti Sveinn Sveinsson mikla athygli fyrir góðan leik með Fram á móti Val. Þar er Fram vissulega að eign- ast góðan handknatt- leiksmann.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.