Þjóðviljinn - 21.01.1973, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.01.1973, Blaðsíða 3
Sunnudagur 21. janúar 1973 þJóDVlL.IINN — SIÐA 3 Hersetan grefur undan trú á eigin sj álfstæði „Sjálfstæði er ekki lengur til.” Þessi setning var sögð við mig fyrir skömmu, er ég átti viðræður við nokkra kunningja mina um brottför hersins. Kannski væri þetta ekki i frásögur færandi, ef hér hefði átt hlut að máli for- hertur heimsvaldasinni með her- foringja á goðastalli sinum, maður, sem þóttist kunna skil á fjölda kafbáta i höfunum og hernaðarstyrk beggja bandalaga i austri og vestri. Svo var ekki. í samræðum okkar kom fram, að þessi maður vildi gjarnan, að herinn færi burt. Hann harmaði, að herinn væri hér á íslandi, en hann harmaði jafnframt, að annað væri ókleift. Hann taldi borttför hersins óraunsæja ósk- hyggju, sem væri i andstöðu við skipan heimsmála og samskipti þjóða. Hann gerði sér grein fyrir, að erlendar herstöðvar á landi hér samræmdust ekki sjálfstæði þjóðarinnar, en niðurstaða hans var þessi: Sjálfstæði er ekki lengur til. Smáþjóðir geta ekki staðið einar. Þær verða að halla sér að einhverju stórveldinu. Fólk er ekki áfjáð i herinn Þessi viðmælandi minn er ekki einn um þetta viðhorf.öðru hverju birtast skoðanankannanir i dag- blaðinu Visi um viðhorf almenn- ings til hersetunnar. Visir sagði frá þvi fyrir skömmu með nokk- urri velþóknun, að meirihluti þjóðarinnar telji hersetuna ennþá nauðsynlega. Nú kann vissulega að vera rétt, að draga megi i efa fræðilegar niðurstöður þessara skoðanakannana, en ég held við gerum rétt i þvi að huga að þeim svörum, sem fram koma i sam- bandi við þær. Hjá fjölmörgum birtist sams konar viðhorf og hjá manni þeim, sem ég vitnaði til hér að framan, enda þótt það hafi, mér vitanlega, aldrei verið svo afdráttarlaustorðað. Fólk er ekki áfjáð i að hafa herinn hér, en samt vill það — a.m.k. að sögn blaðsins — ekki láta hann fara. Og hvers vegna? Jú, það er öryggi i að hafa hann, er sagt, það er vissara. Ótti og öryggisleysi Gangi maður hins vegar á fólk, sem talar i þessum anda, og spyrji hvers vegna, vefst þvi tunga um tönn. Og það er ósköp eðlilegt, þvi leikið er á strengi til- finninganna. Þetta fólk er fórnar- lömb áróðurs þeirra afla i land- inu, sem vita, að bezti banda- maður þeirra er ótti og öryggisieysi fólksins; stjórn- málaafla sem vita fullvel, að þá fyrst er sigur þeirra unninn, er þjóðin fæst til að segja, að sjálf- stæði sé ekki lengur til. Slik skemmdarverk hafa Vesturveldin verið að vinna á Islendingum sleitulaust siðan á dögum siðari heimsstyrjaldar. Þau náðu á sitt band ógæfu- sömum islenzkum stjórnmála- mönnum, sem sviku þjóðina i hernaðarbandalag árið 1949, er aftur opnaði leiðina til þess að koma her inn i landið tveim árum siðar. Frá þeim tima hafa erlendir aðilar farið með ,,her- varnir” hér eins og Danir forðum, og i skjóli þess haft óeðlileg og afdrifarik áhrif á utanrikisstefnu okkar, enda þótt svo ætti að heita, að við færum með þau mál sjálf. Ef við förum að telja þessa skipan mála eðlilega og sjálfstæða for- sendu fyrir tilveru okkar, þá má með sanni segja, að sjálfstæði sé ekki lengur til. Hvernig mátti þetta gerast? Hvernig stendur á þvi að banda- riskar herstöðvar eru hér á landi? Beint tilefni þess, að herinn steig hér aftur á land árið 1951, var Kóreustriðið, eins og mönnum er kunnugt, en átökin við landamæri Norður- og Suður-Kóreu voru túlkuð á þann veg af hálfu Bandaríkjastjórnar, að Ráð- stjórnin væri að brjóta sér leið til heimsyfirráða. Heimsfriði væri ógnað. Koma hersins til Islands var ein afleiðing þessarar túlk- unar. Lengi hefur það klingt i eyr- um okkar, að utanrikisstefna Sovétrikjanna allt frá lokum siðari heimsstyrjaldar hafi gert þessa þróun — inngöngu tslands i Nato og komu hersins — nauð- synlega og einungis pólitiskur þroski og góðhugur Bandarikja- stjórnar hafi bjargað hinum vest- ræna heimi frá yfirgangi heims- kommúnisma. Þennan málflutn- ing þekkjum við fullvel úr mál- gögnum Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins. stjórnmála i Bandarikjunum um langt skeið, var ráðgjafi Kennedys forseta og sendiherra Bandarikjanna á Indlandi i forsetatið hans. 1 þessari bók sinni (Who needs the Democrats?, 1970) rekur Gal- braith samhengið milli atburða eftirstriðsáranna i Evrópu og þess sem siðar gerðist i Asiu, fyrst i Kóreu (tilefni herstöðv- anna hér á landi) og siðan i Viet- nam. Samhengið, að dómi Gal- braiths, er fólgið i mistúlkun Bandaríkjastjórnar á erlendum atburði á öllu þessu timabili. Svava Jakobsdóttir. Úr ræðu, sem Svava Jakobsdóttir, alþingismaður flutti um viðhorfin í herstöðvamálinu á félagsfundi Alþýðubandalagsins í Kópavogi Mistúlkun Bandaríkja- stjórnar I ljósi þessa er stórfurðulegt að lesa bók eftir einn viðurkennd- asta gáfumann Bandarikjanna, prófessorinn og hagfræðinginn John Kenneth Galbraith, en hann er einig höfundur bókarinnar „Iðnriki okkar daga”, sem þýdd hefur verið á islenzku. Bókin,sem mig langar til að vitna i hér, fjallar um Demókrataflokkinn og stöðu hans um þessar mundir, en verður i reynd úttekt á utanriks - og innanríkisstefnu Bandarikj- anna á siðastliðnum áratugum. Galbraith var i innsta hring Óttinn um eignirnar samslunginn guðsótt- anum Galbraith rekur allt aftur til loka siðari heimsstyrjaldar skip- brot ameriskrar utanrikisstefnu, sem nú nær hápunkti i Viet-nam. A árunum eftir strið var auð- veltað imynda sér og telja öðrum trú um, að Sovétrikin stefndu að heimsyfirráðum. Þar sem óttinn um eignirnar er hæfilega sam- slunginn guðsóttanum, er hægur vandi að ala á ótta við guðlausan kommúnisma, segir Galbraith. Or þvi geti orðið sefasýki og margir móttækilegir I Bandarikj- unum á þeim tima. Siðan segir hann orðrétt: „Þróunin i Evrópu á seinni helmingi fimmta áratugarins hefði getað farið út fyrir þau mörk, sem Sovétstefnan setti. Það gerðist i Grikklandi og að öllum likindum einnig i Kóreu. Uppgangur kommúnista i Grikk- landi á fyrstu árunum eftir strið (sem varð tilefni Truman-kenn- ingarinnar) varð, svo sem nú er orðið ljóst, ekki vegna uppörv- unar frá Sovétrikjunum, heldur þrátt. fyrir andstöðu þeirra. Eins var kinverska byltingin verk Kin- verja, ekki Rússa. Hefði efna- hagslegt og stjórnmálalegt öng John Kenneth Galbraith þveiti ásamt hernaðarlegu tóma- rúmi haldizt á ttaliu og Frakk- landi eftir 1946, er hugsanlegt, aö hinir fjölmennu og samstiiltu kommúnistaflokkar þar hefðu náð völdum — og án nokkurrar sérstakrar uppörvunar af hálfu Sovétrikjanna. Ein mistök þessa timabils var oftrú á mátt stór- velda, ameriskra eða sovézkra, til þess að hafa áhrif á slika at- burði”. En samtimis þvi að þessi þróun varð ekki, segir Galbraith, átti Bandarikjastjórn frumkvæði að mörgu og margvislegu: Truman- kenningunni sem var beitt i Grikklandi og Tyrklandi árið 1947, Marshalláætluninni sem var hrundið af stað árið 1948, og fjöl- mörgum hernaðarákvörðunum sem leiddu til endurvopnunar Þýzkalands og stofnunar Nato árið 1949. Úr þvi fæst aldrei skorið, segir Galbraith, hvort kommúnistar Framhald á 6. siðu. HUSIÐ AUGLÝSIR Nýkomið í rafdeild, 2. hœð, glœsilegt úrval af hinum margeftirspurðu POLY-OPTICS amerísku borðlömpum > . * ♦ *• . •» , *. • * , •* ■ : ■■ •• -, 1 OASIS Skoðið úrvalið af: LOFTLJÓSUM - HENGILJÓSUM - LJÓSAKRÓNUM - VEGGLJÓSUM HFC LESLAMPINN ENNÞA FYRIRLIGGJANDI A GAMLA GÓÐA VERÐINU, KR. 1.150,- VERZIIÐ ÞAR SEM ÚRVAIIÐ ER MEST 06 KJÖRIN ERU BEZT HRINGBRAUT 121 • SÍMI 10600 Nœg bílastœði

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.