Þjóðviljinn - 21.01.1973, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.01.1973, Blaðsíða 7
Sunnudagur 21. janúar 1973 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Nú beita unglingar með hippaband og síðhærðir vel Hér er mynd af tveim beitingamönnum á Mumma á vertíðinni i vetur. Ungiingurinn siðhærður með hippaband og aldinn heiðursmaður kom- inn með skalla. Þeir heita Vignir Sigursveinsson og Elias Guðmunds- son. Beitingamennirnir á Munnna á vertiðinni i vetur, Sigursveinn Bjarnason, iandformaður, Vignir Sigur- sveinsson, Elias Guðmundsson, Þorkell Aðalsteinsson og Geir Geirmundsson. Talið frá hægri Þeir voru að beita úr haug landmennirnir á vélbátnum Mumrna i Sandgerði og var beita á nær hverjum öngli. Þeir beittu sild veiddri við Surtsey i fyrra og virðist fiskur ekki hafa litið við þessari beitu. Fékk Mummi tæp þrjú tonn af þorski i róðrinum á þriðjudag Mumma-menn höfðu lagt linuna á 200 faðma dýpi klukku- tima og korter i norðvestur á Mið- nessjó. Þá höfðu Sandgerðisbátar farið suður á Hóla og jafnvel út á Boða svo að þekkt mið Suðurnesjamanna frá fornu fari séu nefnd. Nokkrir Sandgerðisbáta höfðu beitt smokkfiski i linuróðrinum á þriðjudag. Höfðu þeir kannski lagt linuna samhliða linu beittri sild.Munaðinær helmingi á afla á smokkfiskbeituna i þriðjudags- róðrinum. Þá hafa þeir verið að beita kræklingi keyptum i Færeyjum i haust og sild veiddri i Norðursjónum i sumar. Virðist sildin reynast verr sem beita svona i upphafi vertiðar. Hámarksfjöldi er 45 bjóð á linu- bát á vetrarvertið, sagði Sigur- sveinn Bjarnason, landformaður, á Mumma. Beita fimm menn 40 bjóð á Mumma i vetur 1 hverju bjóði er lina með 420 önglum og stundum lenda beitingamenn i miklum flækjum, ef lina hjá einum bát hefur lent saman við aðra úti á miðunum. Straumaköst orsaka slika flækju á linu og getur þetta orðið versti hnútur. Nokkra útsjónarsemi þarf til þess að greiða úr flækju og stund- um þarf að beita hárfinu hugar- flugi. Er þá mikið tekið i nefið og jafnvel farið i kaffibrúsann. Fyrst og siðast er það þó þolinmæðin er allar þrautir vinnur, segja beitingamenn af eigin raun Þeir á Mumma héldu að hálfan annan tima tæki að beita úr haug i eitt bjóð. Er það góður meðal- hraði i beitingu. A ölium linubát- um er beitt i ákvæðisvinnu i Sand- gerði. Þykir það borga sig þrátt fyrir kauptryggingu, nær 40 þúsund kr á mánuði. Annars vildu þeir litið ræða þessa ákvæðisvinnu beitinga- mennirnir á Mumma. A linubátnum i Sandgerði eru bðtarnir þetta með 36 til 45 bjóð i lögn. Virðist þá ekki skipta máli hvort báturinn er 36 tonn að stærð til 200 tonna og fer afli ekki eftir stærð bátanna. g.m. Viðauki eiginmannsins um skyggnast skyli Jæja, þá eru framtalseyðu- blöðin komin og með þeim hefjast árleg heilabrot hinna riku um hvernig helzt verði svikið undan skatti. Við hin þurfum ekki að hafa eins miklar áhyggjur og við giftar konur alls engar, eða hvað? Við erum ekki taldar skatt- greiðendur og teljumst ekki framfærendur ekki einu sinni okkar sjálfra, þótt við öflum tekna utan heimilis. Við erum bara viðaukar við eigin- manninn, okkar tekjur bætast við hans, og við erum varla einu sinni samábyrgar, þvi þótt lina sé fyrir okkur til að skrifa undir neðst á skatt- skýrslu hans, veit ég mörg dæmi þess, að ekki hefur verið gengið eftir þvi af yfirvöldum, að fá undirskrift eiginkonu ef hana vantaði. Nú, á sama hátt eru líka skattarnir teknir af kaupi eiginmanns, en eigin- konan fær sin laun greidd út óskert. Þetta heitir samsköttun hjóna og byggist á þvi, að enn er karlinn einn talinn fram- færandi og fyrirvinna heimilisins og það jafnt þótt konan vinni utan heimilis og afli þar tekna rétt eins og hann. Ætla mætti, að kominn væri timi til að endurskoða þetta fyrirvinnuhugtak, ekki sizt i ljósi þess, að rúmlega 52% allra giftra kvenna hér- lendis afla nú tekna með vinnu utan heimilis og þróun þessara mála er mjög hröð, sambærileg tala 1963 var 36.6%, og má þvi gera ráð fyrir, að prósenttalan næst- komandi ár verði æ hærri. En auk þess er konan, sem vinnur heimilisstörf og elur upp börnin, auðvitað lika fyrir- vinna, jafnvel þótt hún fái þessa vinnu ekki borgaða i peningum. Hún leggur fram sinar vinnustundir í þágu fjöl- skyldunnar og þarmeö þjóð- félagsins, en verðmætasköpun hennar fæst ekki viðurkennd nema hún vinni húsverk annarsstaðar en á eigin heimili. Samt er vinna hús- móðurinnar skattlögð, eða er ekki verið að skattleggja heimilisverkin þegar persónu- frádráttur hjóna nemur 220 þúsund krónum, en tveggja ógiftra einstaklinga samtals 290 þúsundum? Það er semsagt lagður skattur á 70 þúsund króna mismuninn. Eitt af stefnumálum Rauð- sokka, sem berjast jú fyrir jafnræði kynjanna, er að hjón séu skattlögð sem tveir ein- staklingar, enda eru þau tveir sjálfstæðir einstaklingar, en konan ekki viðauki karlsins, eins og skattayfirvöldin virðast álita. Þetta er sjálf- stæðismál. En auðvitað véfst það bæði fyrir Rauðsokkum og öðrum, hvernig sérsköttun yrði bezt framkvæmd. 1 blaði Rauðsokka, Forvitin rauð, setur Helga Sigurjónsdóttir fram eftirfarandi hygmynd: „Vinna bæði hjónin utan heimilis, telji þau tekjur sinar fram til skatts og útsvars hvort fyrir sig. Persónufrá- dráttur yrði að sjálfsögðu hinn sami fyrir alla, gifta sem ógifta. Allur annar frádráttur, svo sem persónufrádráttur barna, vaxtagjöld ofl. skiptist jafnt á báða aðila. Jafnframt yrði að lögfesta, að allar skrá- setningarskyldar eignir væru skráðar á nöfn beggja hjóna. Oll gjöld af þeim, svo og öðr- um eignum hjónanna, deildust jafnt á bæði. Þetta viröist ekki vera flókið i framkvæmd, en málið vandast, þegar skattleggja á konuna (eða karlinn), sem er heima allan daginn og sinnir þar nauðsynlegum störfum vegna umönnunar barnanna. Hún aflar ekki tekna, en vinnur samt. Eina viðunandi lausnin er að meta heimilis- störfin til fjár. Margri hús- móður þætti það áreiðanlega ekki vonum fyrr. Sem við- miðun mætti hafa það, sem Reykjavikurborg greiðir fyrir vistun barna á fósturheimilum þeim, sem hún rekur. Þar er greidd ákveðin upphæð fyrir hvert barn og á svipaðan hátt má meta störf húsmóður á eigin heimili, hafi hún börn að annast. Sá væri aðeins munurinn, að hún hlyti ekki kaup frá opinberum aðilum, heldur færðist hluti af tekjum eiginmannsins yfir á skatt- skýrslu hennar. Sú upphæð yrði að miðast við barnafjölda og etv. lika aldur þeirra. Þessi upphæð mætti þó aldrei fara yfir tiltekið hámark. Þannig fyrirkomulag ætti hvorki að hækka né lækka skattana, þar sem aðeins yrði um að ræða tilfærslu á peningum. Barn- lausar heimavinnandi konur verða sennilega ekki margar i náinni framtið, og ég hef engar tillögur um mat á störf- um þeirra.” Þessar hugmyndir eru vissulega athygli verðar, þótt framkvæmdin virðist dálitið flókin. Þá lizt mér að sumu leyti jafnvel betur á hug- myndir, sem ég hef heyrt hreyft, um að tekjur hjóna skiptist hreinlega jafnt á milli þeirra, eins og gjöld og barna- frádráttur, á skattskýrslunni og þau fái þannig jafnan skatt. Þetta litur einfaldar út, en mótbárur við þessari hug- mynd voru, að með þessu móti yrði háttekjumönnum hlift ó- eðlilega, þareð þeir fengju þá tækifæri til að skipta tekjum sinum i tvennt og borga lág- tekju- eða miðtekjuskatt i tvennu lagi i stað hátekju- skattsins. En að sjálfsögðu yrði að endurskoða skatt- stigann um leið og svona breytingar yrðu gerðar og ná þannig til hátekjufólksins. Það er annað atriði, sem gerir sérsköttunina erfiða i framkvæmd, þvi hún má enganveginn verða til þess að draga úr konum að sækja vinnu utan heimilis. Allir vita, sem reynt hafa, að þvi fylgir aukinn kostnaður við heimilis- hald að bæði hjónin vinni úti, og er ekki óeðlilegt, að tillit sé tekið til þess við skatt- lagningu. Það hefur lika verið gert með 50% frádrættinum af tekjum giftrar konu til tekju- skatts. En þetta ákvæði er þó mjög vanhugsað, þvi með þvi fer upphæðin, sem ætluð er til barnagæzlu, hreingerninga, saumaskapar osfrv. eftir tekjunum sem konan aflar, þannig að konu sem aflar td. 400 þúsund króna árstekna eru ætlaðar 200 þúsund krónur til þessara hluta, en hinni sem vinnur fyrir 200 þúsundum ár- lega, aðeins 100 þúsund krón- ur. Til að konur hætti ekki við að vinna úti verður að taka til- lit til aukins kostnaðar heimilisins. En það má ekki gera á þennan óréttláta hátt, heldur verður að miða við fjölda barna á heimili og auka barnafrádrátt foreldra sem vinna úti og mest einstæðra foreldra. Hins vegar get ég ekki séð, að barnlaus hjón þurfi neinar ivilnanir vegna heimilishalds fremur en ein- hleypir einstaklingar aðrir. Hvað þá um konurnar, sem ekki vinna úti? kann nú ein- hver að spyrja. Hversvegna eiga þær sem vinna úti að fá meiri barnafrádrátt en hinar, sem leggja fram vinnu sina á heimilinu? A þá ekki að meta þeirra vinnu neins? Vissulega er þetta ihugunarefni, sem erfitt verður að finna viðhlitandi lausn á. Hitt er staðreynd, að foreldrar, sem vinna úti bæði, hafa mun lengri vinnudag en hin, sem geta teknanna vegna skipt verkum svo, að annað afli þeirra og hitt vinni heima. Tökum til dæmis tvenn hjón, sem hvor um sig hafa samtals 800 þúsund króna árstekjur, i öðru tilvikinu vinna hjónin hvort um sig fyrir 400 þúsund krónum, i hinu er það eigin- maðurinn, sem einn vinnur fyrir 800 þúsundunum, konan vinnur heima. Reiknum með 8 stunda vinnudegi og jafn- mörgum börnum og þvi sam- svarandi heimili hjá báðum. Þá litur myndin þannig út: Þegar eiginmaðurinn, sem vinnur fyrir 800 þúsundunum kemur heim úr vinnunni, þá er konan hans búin að vinna heimilsverkin á þessum 8 timum, sem hann var úti að vinna. Hann þarf ekki að taka til hendi heima og þau geta notið samvistanna við börnin og hvilt sig bæði. Vinna þeirra fyrir 800 þúsundum tekur samanlagt 16 tima á dag. — En þegar hjónin sem bæði vinna úti koma heim, þá eiga þau eftir að vinna heimilis- verkin eða borga fyrir hluta þeirra og þar sem við reiknum með samsvarandi heimili, þá er þetta 8 stunda vinna, unnin eða keypt. Þeirra vinnudagur Framhald á 19. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.