Þjóðviljinn - 21.01.1973, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.01.1973, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 21. janúar 1973 DJOÐVIUINN MALGAGN sósíalisma, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓDFRELSIS Úlfíefandi: C'tgáfufélag Þjóöviljans Kramkvæmdastjóri: Eiftur Bergmann Kitstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson (áb.) Auglysingast jóri: ileimir Ingimarsson Kitsljórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur). Áskriftarverö kr. 225.00 á mánuði. Lausasöluverö kr. 15.00. Prentun: Blaðaprent h.f. LÁGLAUNAFÓLK EÐA HLUTAFJÁREIGENDUR Eitt af þvi, sem ákvarðar skattgreiðslur til rikisins,er skattvisitalan, sem svo er nefnd. Þessi skattvisitala er ákveðin við fjárlagaafgreiðslu hverju sinni. Fyrir þetta ár var ákveðin 28% hækkun skatt- visitölunnar, en það hefur i för með sér, að persónufrádráttur hækkar um 28%, sem fyrir hjón með þrjú börn er 86,800,— krónur. Ennfremur breytast skattþrepin vegna hækkunar skattvisitölu, þannig að skattgjaldstekjur þurfa nú t.d. að nema 96.000,— krónum, svo að hæsta skattþrepi verði náð, en i fyrra var samsvarandi tala kr. 75.000 — Á timum viðreisnarstjórnarinnar var það löngum krafa þáverandi stjórnarand- stöðu, að skattvisitalan hækkaði til jafns við hækkun framfærsluvisitölu. Rökin fyrir þessari kröfu voru og eru ljós. Sé skattvisitölunni ekki breytt kemur skjótt að þvi, að lágtekjumaður verður að borga skatta af sinum tekjum,jafn stóran hlut og upphaflega varætlaðurhátekju- fólki, vegna þess að laun hans hafa hækk- að i krónutölu upp i það, sem eitt sinn voru hátekjur, enda þótt raungildi eða kaup- máttur láglaunanna hafi staðið i stað. Á timum viðreisnarstjórnarinnar var regla sú, að skattvisitalan hækkaði jafnan mun minna en nam hækkun framfærslu- kostnaðar og krónuhækkun launa. Þetta leiddi til þess, að lágtekjufólk varð að greiða æ stærri hlut launa sinna i opinber gjöld. Nú i árslok 1972 var hækkun skattvisitöl- unnar hins vegar ákveðin 28% enda þótt hækkun framfærsluvisitölu milli áranna 1971 og 1972 nemi að meðaltali aðeins um 10%. Séu nokkur ár viðreisnarstjórnarinnar tekin til samanburðar litur málið svona út. Skattvisitalan var árið 1965 sett á 100 en var árið 1970 komin i 140, eða hafði hækkað um rétt 40% . Á sama tima hafði framfærsluvisitalan aftur á móti hækkað um 82%. Þessar tölur ættu menn að athuga vand- lega og leggja á minnið nú þegar timi skattframtalanna er runninn upp. Þær sýna eitt dæmið af mörgum um hug stjórnvalda á hverjum tima til láglauna- fólksins i landinu. Menn ættu heldur ekki að gleyma lögunum, sem Sjálfstæðis- flokkurinn og Alþýðuflokkurinn settu á siðasta valdaári sinu um skattfrelsi gróða af hlutabréfum. Þau lög um frelsi gróðans komu sem betur fer aldrei til fram- kvæmda vegna stjórnarskiptanna. FJALLAÐ UM NAUÐUNGARSAMNING í HAAG Þess er að vænta að næstu daga muni dómstóllinn i Haag kveða upp úr með það, hvort hann telji sig hafa lögsögu varðandi landhelgismál okkar Islendinga. Ef ekki væri nauðungarsamningurinn, sem viðreisnarstjórnin gerði við Breta og Vestur-Þjóðverja árið 1961,dytti engum i hug, að hinir forneskjulegu öldungar i Haag hefðu neitt með þetta mál að gera, þvi að sú regla rikir hjá dómstólnum, að hann geti þvi aðeins úrskurðað um mál ef báðir deiluaðilar fallast á að leggja það i vald dómsins. Við Islendingar teljum okkur hafa sagt óheillasamningnum upp á löglegan hátt með einróma samþykkt alþingis þann 15. febrúar s.l. Þessa uppsögn okkar vé- fengja hins vegar Bretar og Vestur-Þjóð- verjar og telja þvi dómstólinn hafa lög- sögu i samræmi við samninginn frá 1961. Spurningin um lögsögu Haagdómstóls- ins snýst eingöngu um þetta atriði og ekkert annað. Hver sem niðurstaða Haag- mannanna verður um lögmæti uppsagnar okkar, þá mun hún engu breyta um það, að Islendingar telja samninginn úr gildi fallinn, enda var hann frá upphafi lýstur nauðungarsamningur af þeim flokkum, er nú standa að islenzku rikisstjórninni, og gerður undir herskipaógnun. Svava Framhald al 3. sibu. hefðu náð völdum i Vestur- Evrópu, hefði Marshallaðstoðin ekki komið til. En hitt varð afdrifaríkt, að Bandarikjastjórn dró þá ályktun, að með öllum að- gerðum sínum i Vestur-Evrópu, hefði hún brotið kommúnisma á bak aftur, og 1950, þegar Kóreu- styrjöldin brauzt út, sá Banda- rikjastjórn enn skina i heims- kommúnismann, sem virtist nú ógna allri heimsbyggðinni. „Þess vegna varð Evrópulausnin — efnahagsaöstoö, hernaðaraðstoð og sameiginlegar varnir — að alheimslausn.” Einsdæmi i mannkyns- sögunni Upp úr þessari mistúlkun Bandaríkjastjórnar á atburðum, steig bandariskt herlið á land á tslandi árið 1951. Upp úr þessari sömu mistúlkun hafa ólýsanlegar hörmungar dunið yfir viet-nömsku þjóðina um árabil. Þaðan hefur þó ekki heyrzt sú rödd, þrátt fyrir sprengjugný og eiturvopnahvin, að sjálfstæði sé ekki lengur til. I framhaldi af þessu langar mig enn að vitna i Galbraith, að þessu sinni i erindaflokk hans um Viet- namstyrjöldina, sem gefinn var út 1968-69, en þar segir hann orð- rétt: „Það kom i ljós, að hin fjandsamlegu samtök, hið kommúniska veldi, sem við vorum að beita okkur gegn, var ekki til. Slikt mun varla eiga sér margar hliðstæður i mannkyns- sögunni. Og i viðleitni sinni að búa til nýjar ástæður fyrir fram- ferði okkar, hafa stjórnvöld kom- izt i slika flækju mótsagna, að enginn lögfræðingur getur lengur greitt úr.” Galbraith fjallar um mistök Bandaríkjastjórna i utanrikis- málum út frá sjónarmiðum sinnnar eigin þjóðar og ræðir þau áhrif sem utanrfkisstefnan hefur haft þar i landi. Eina alvar- legustu afleiðingu þessarar bar- áttu við imyndaðan kommúnisma telur hann þá, að mótun utanríkisstefnunnar færöist úr höndum kjörinna stjórnmála- manna i hendur lögfræðinga og viðskiptajöfra, embættismanna og atvinnuhermanna. Þessir menn hafa gert utanríkismál að stórfelldu ósveigjanlegu skrif- finnskubákni, sem Iýtur sinum eigin lögmálum, er ónæmt fyrir þrýstingi frá stjórnmálamönnum og almenningi, og ber enga ábyrgð á gerðum sinum. „Það lætur stjórnast af sinum eigin sannleika, ekki sannleikanum. Það ver sannleik sinn gegn staðreyndum". Það telur sig jafnvel þess umkomið að halda upplýsingum leyndum fyrir for- seta Bandarikjanna, ef i það fer. Galbraith vitnar i ummæli sem Kennedy forseti lét sér eitt sinn um munn fara: „Það eru engin leyndarmál i Washington nema það sem ég þarf að vita.” Vona að Einar Ágústs- son hafi lesið Galbraith Ég hef rakið hér frásögn manns sem starfaði um árabil i innsta hring stjórnmála i Bandarikj- i unum og talar þvi af reynslu. Bók | hans er uppgjör viö hans eigin | flokk. En málflutningur hans ; kemur okkur við — meira en litið. Við skulum hafa frásögn hans i huga, hvenær sem forustumenn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins færa okkur þær fréttir að herstöðvar á Islandi séu nauð- synlegar vegna svonefndra „varna" á Atlantshafinu. Á þann hátt gegna þeir miðilshlutverki sinu fyrir hið ómennska skrif- finnskubákn, sem gengur öðru nafni undir heitinu „bandarisk utanrikisstefna”. Viö skulurn lika ! minnast þess, að það er þetta ; ómennska skriffinnskubákn lög- j fræðinga og viðskiptajöfra, embættismanna og atvinnuher- \ manna, sem mun sitja andspænis Einari Agústssyni i þrjá daga nú i ! þessum mánuði. Ég vona að ; Einar hafi lesið Galbraith. Við Islendingar stöndum nú i þeim sporum, að við getum leið- rétt þessi mistök bandariskrar ; utanrikisstefnu — að minnsta kosti að hálfu — með þvi að senda herinn burt. tslendingum, hvar i flokki sem þeir standa, er ekki meiri vorkunn en Banda- rikjamönnum að lita hlutlaust á sögutegar staðreyndir og viður- kenna mistök sin. Spurt yrði um stjórn- málaskoðanir Með þessa sögutúlkun i huga, sem er nú loks viðurkennd af fleirum en vinstrimönnum, langar mig að fara örfáum orðum um tillögu þá, sem Alþýðuflokks- menn lögðu fram á þingi i vetur þess efnis, að Islendingar tækju að sér rekstur herstöðvanna „i sambandi við það öryggisbanda-. lag, sem landið er aðili að” — á þeimforsendum, að því er virðist, að nú þarf ekki langur að halda á drápsvopninu i hendinni. Tillaga um, að íslendingar reki hér her- stöð.getur einvörðungu komið frá mönnum, sem sjá ekki eða vilja sjá herstöðvarnar hér i þvi sam- hengi alþjóðamála, sem Gal- braith rekur i bók sinni. Tillagan er byggð á þeim söguskilningi, að Bandarikjastjórn (skriffinnsku- báknið) hafi metið rétt þróun heimsmála, að Bandarikjamenn : séu enn að berjast við heims- ! kommúnisma og þess vegna geti , Island ekki herstöðvalaust verið. I samningi Islands og Band- aríkjanna segir i 2. gr.: „Liði Bandaríkjanna og skylduliði liðs- manna á Islandi ber að virða is- lenzk lög og hafast ekkert það að, sem fer i bága við anda þessa samnings, og einkum skulu þeir forðast að hafa nokkur afskipti af islenzkum stjórnmálum.” Trú- lega má færa rök að þvi að þetta ákvæði hafi verið brotið, t.d. með sjónvarpsrekstri þeirra, en eitt er vist, að ákvæði i þessa átt yrði ekki unnt að setja, ef tilhögun mála yrði eins og forustumenn Alþýðuflokksins leggja til. Augljóst er, að erlend herstjórn mundi láta það verða sitt fyrsta verk, er hún réði tslendinga til þessa göfuga starfs, að spyrja um stjórnmálaskoðanir þeirra, og : hvar slik afskipti af innanlands- stjórnmálum mundu enda, getur hver reynt að segja sér sjálfur. Árás á sjálfstæðiskennd Þegar við reynum nú að styðja við bakið á rikisstjórninni i áformi hennar að koma hernum úr landi, hljótum við að reyna að gera okkur grein fyrir , við hvern er að eiga. Hver er hinn rétti óvinur. Övinurinn er ekki ógnun frá Sovétrikjunum, heldur skrif- finnskubáknið, sem sett er til höfuðs sjálfsákvörðunarrétti þjóða. Frásögn Galbraiths gefur okkur innsýn i eðli þessa óvinar og um leið visbendingu um, hvernig skuli snúast til varnar. Ekki er um að ræða hernaðar- lega ógnun, heldur árás á sjálf- stæðiskennd okkar — visvitandi tilraun til þess að grafa undan trú okkar á eigið sjálfstæði i hlut- lausu landi. Nú reynir á, að við skiljum hvaða hlutverki við höfum gegnt fyrir Bandarikja- stjórn og að við sjáum i gegnum tvískinnunginn — mistökin. Norðmenn lyftu Grettistaki, þegar þeir höfnuðu aðild að Efna- hagsbandalagi Evrópu á s.l. hausti. Það gerðu þeir m.a. með þvi að miðla þekkingu og afhjúpa þannig eðli óvinarins, og þegar Norðmenn sáu, að aðild var sama og afnám sjálfstæðis og sjálfs- ákvörðunarréttar, tóku þeir sina ákvörðun. Þeir höfnuðu þeim áróðri, að sjálfstæði væri ekki lengur til. Nú er komið að okkur að gera slikt hið sama. Fæstir atvinnu- lausir í september Á siðastliðnu ári voru skráðir 1103 atvinnulausir i janúar. Voru þannig yfir þúsund menn at- vinnulausir á öllu landinu fyrsta mánuð ársins. Þegar i febrúar voru atvinnu-; lausir 792 og fór siðan fækkandi til septemberloka. Þannig voru 524 atvinnulausir i marz, 417 i april, 437 i mai, 306 i júni, 189 i júli, 115 i ágúst, 100 i september, 130 i október. Siðan óx atvinnuleysið siðustu þrjí mánuði ársins. 1 nóvember 519 og i desember 699. Minning Frímann Helgason A skammri stundu skýin byrgðu sól, er skein i heiði fyrir andartaki, þvi skapanornin galdur ramman gól, en galdur sá er flestum óttavaki. Og góðan dreng þar dökkur skugginn fól en daprir vindar gnúðu að fjallabaki. i leik og starfi af lff og sál hann vann og löngum var það kjarngott er hann sagði. Með eftirsjá við kveöja hljótum hann er hrcss og kátur gott til mála iagði. En þetta skilur mannlcysu og mann, þvi mannleysan er gleymd á augabragði. Jóhanncs Benjaminsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.