Þjóðviljinn - 21.01.1973, Síða 14

Þjóðviljinn - 21.01.1973, Síða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 21. janúar 1973 Þetta fœrðu í skatta Tekjuskattur 1973 690.000.- 86 500.- 603.500,- 358.4 00.- 245.100- 9 3 500 - Þegar menn hafa lokið við að gera skattskýrslu sina vaknar spurningin: ,,Hvað skyldu skattarnir verða háir?”. Þjóðviljinn birtir hér linurit sem getur verið svar við þessari spurningu að nokkru leyti. Linuritið teiknaði Sigurður Þórðarson, verkfræðingur. Tekjuskattar A linuritinu er miðað við skattvisitölu 128 stig. Sýnt er dæmi um skatt hjóna með tvö börn, sem hafa alls i tekjur 690.000 kr. Frádráttur er áætlaður 86.500 kr. Nettótekjur verða þvi 603.500. Þar frá dregst persónufrádráttur, sem er 281.600 (persónulrádráttur hjóna) og 76,800 (pers- ónufrádráttur fyrir tvö börn). Frádráttur alls 3.581.400 skattgjaldstekjur þvi 245.100. Þessi tala er fundin á lárétta ásnum og dregin lóð- rétt lina til skurðar við skálinu og siðan lárétt lina til skurðar við lóðréttan ás linuritsins og tekjuskattur lesinn þar af: 93.500 kr. Brotnu linurnar á linuritinu sýna hvernig fariö er að við að finna skattinn. Otsvarið Útsvar reiknast af brúttó- tekjum skv. 23 grein laga um tekjustofna sveitarfélags og er að jafnaði ekki hærra en 10% skv, 25. grein sömu laga. 1 23. grein er fram tekið hvaða gjöld megi draga frá áður en útsvar er lagt á. Fyrir þá sem ekki stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi i eigin nafni eru megin- Irádráttarliðirnir: 1. Reiknuð húsaleiga af eigin húsnæði og 2. skyldusparnaður. Útsvar skal lækka um 7.000 kr. hjá hjónum og einstæðum foreldrum sem hafa fyrir heimili að sjá og um 5.000 kr. hjá einstaklingum. Fyrir hvert barn innan 16 ára aldurs, sem gjaldandi hefur á framfæri sinu, skal útsvar lækka um 1000 kr. Hafi gjaldandi fleiri en 3 börn á framfæri skal lækka útsvarið um 2.000 kr. fyrir hvert barn umfram 3 börn. um að gera rekstraryfirlit, þar sem fram koma leigutekjur frá hverjum einstökum leigutaka, svo og leigutimabil og fasteigna- mat útleigðs ibúðarhúsnæðis og hlutdeildar i lóð. Til gjalda ber að telja kostnað vegna hins útleigða, svo sem fasteignagjöld, viðhalds- kostnað og vaxtagiöld, sem beint eru tengd þessari teknaöflun. Ennfremur fyrningu húsnæðisins, sem nemur eftirfarandi hundr- aðshlutum af fasteignamati hins útleigða húsnæðis: tbúðarhúsnæði úr steini 1,0% íbúðarhúsnæði hlöðnu úr steinum 1,3% Ibúðarhúsnæði úr timbri 2.0% Frádráttarbær viðhaldskostn- aður nemur eftirfarandi hundr- aðshlutum af fasteignamati hins útleigða húsnæðis: Ibúðarhúsnæði úrsteini 1,5% Ibúðarhúsnæði úr timbri 2,0% Hreinar tekjur eða rekstrartap skv. rekstraryfirliti ber þvi að leiðrétta um mismun gjaldfærðs viðhaldskostnaðar og frádráttar- bærs viðhaldskostnaðar, með áritun á rekstraryfirlit, og færa siðan hreinar skattskyldar tekjur á framtal undir 2. tölulið III eða rekstrartap undir 12. tölulið IV. I þessum tölulið má ekki telja tekjur af útleigðu ibúðarhúsnæði, sem framteljandi lætur öðrum i té án eðlilegs endurgjalds, þ.e., ef ársleiga nemur lægri fjárhæð en 2% af fasteignamati ibúðarhús- næðis og lóðar. Slikar tekjur ber að telja i tölulið 3. 3. Reiknuð húsaleiga af íbúðar- húsnæði, sem eigandi notar sjálf- ur eða lætur öðrum I té án eðlilegs endurgjalds. Af ibúðarhúsnæði, sem fram- teljandi notar sjálfur, skal húsa- leiga reiknuð til tekna 2% af tasteignamati ibúðarhúsnæðis (þ.m.t. bilskúr) og lóðar, eins þótt um leigulóð sé að ræða. A bújörð skal þó aa aðeins miða við fast- eignamat ibúðarhúsnæðis. Nú er ibúðarhúsnæði i eigu sama aðila notað að hluta á þann hátt, sem hér um ræðir, og að hluta til útleigu, og skal þá fast- eignamati húss og lóðar skipt hlutfallslega miðaö við rúmmál, nema sérmat i fasteignamati sé fyrir hendi. A sama hátt skal skipta fasteignamati húss s og lóðar, þar sem um er að ræða annars vegar ibúðarhúsnæði og hins vegar atvinnurekstrarhús- næði i sömu fasteign. Af ibúðarhúsnæði, sem fram- teljandi lætur launþegum sinum (og fjölskyldum þeirra) eða öðr- um i té án endurgjalds eða lætur þeim i té án eðlilegs endurgjalds (þ.e. gegn endurgjaldi, sem lægra er en 2% af fasteignamati ibúðar- húsnæðis og lóðar), skal húsa- leiga reiknuð til tekna 2% af fast- eignamati þessa ibúðarhúsnæðis i heild, svo og af fasteignamati ióð- ar, eins þótt um leigulóð sé að ræða. A bújörð skal þó aðeins miða við fasteignamat ibúðar- húsnæðis. 1 ófullgerðum og ómetnum ibúðum, sem teknar hafa verið i notkun, skal eigin leiga reiknuð 1% á ári af kostnaðarverði i árs- lok eða hlutfallslega lægri eftir þvi, hvenær húsið var tekið i notk- un og að hve miklu leyti. 4. Vaxtatekjur. I A-lið framtals, bls. 3, ber að sundurliða vaxtatekjur af þar framtöldum eignum. Enn fremur skattskylda vexti af útteknum innstæðum og innleystum verð- bréfum á árinu. Hafi framtelj- andi einungis talið þar skatt- skylda eign og skattskyldar vaxtatekjur, ber að færa samtölu vaxta i kr. dálk skattskyldra vaxta. Hafi framteljandi hins vegar talið fram allar innstæður og verðbréf, ber að færa samtölu vaxta i þar til gerðan dálk, draga siðan frá hlutfall skattfrjálsra vaxta og færa niðurstöðu i kr. dálk skattskyldra vaxta. 1 B-lið framtals, bls. 3, ber að sundurliða vaxtatekjur af þar framtöldum eignum og vaxta-' tekjur af slikum eignum, sem innleystar hafa verið á árinu. Skattskylda vexti skv. A-lið, ásamt vöxtum skv. B-lið, þó að frádregnum vöxtum af stofn- sjóðsinnstæðum, ber að færa i kr. dálk vaxtatekna og færa þá fjár- hæð i 4. tölulið III á framtali. 5. Arður af hlutabréfum. Hér skal færa arð, sem fram- teljandi fékk úthlutaðan á árinu af hlutabréfum sinum. 6. Laun greidd i peningum. 1 lesmálsdálk skal rita nöfn launagreiðenda og launaupphæð i kr. dálk. Ef vinnutimabil framteljanda er aðeins hluti úr ári eða árslaun óeðlilega lág, skal hann gefa skýringar i G-lið bls. 4, ef ástæður koma ekki fram á annan hátt i framtali, t.d. vegna náms, aldurs, veikinda o.fl..l. 7. Laun greidd i hlunnindum. a. Fæði: Skattskyld fæðishlunn- indi: (1) Fullt fæði innan heimilis- sveitar: Launþegi, sem vann innan heimilissveitar sinnar, skal telja til tekna fullt fæði, sem honum var látið i té endurgjaldslaust (fritt) af vinnuveitanda. Rita skal dagafjölda i lesmálsdálk og margfalda hann með kr. 140 fyrir karlmann og kr. 112 fyrir kven- mann og barn, yngra en 16 ára, og færa upphæðina til tekna. Fjár- hæð fæðisstyrks (fæðispeninga) þess I stað skal hins vegar teljast að fullu til tekna. Sama gildir um hver önnur full fæðishlunnindi, látin endurgjaldslaust i té, þau skal telja til tekna á kostnaðar- verði. (2) önnur skattskyld fæðishlunn- indi: a. Launþegi, sem vann utan heimilisveitar sinnar og fékk fæðisstyrk (fæðispeninga) i stað fulls fæðis, skal telja til tekna þann hluta fæðisstyrksins, sem var umfram kr. 190 á dag. b. Launþegi, sem vann hvort heldur innan eða utan heimilis- sveitar sinnar og fékk fæðisstyrk (fæðispeninga) i stað hluta fæðis, skal telja til tekna þann hluta fæðisstyrksins, sem var umfram kr. 95 á dag. c. Allt fæði, sem fjölskylda fram- teljanda fékk endurgjaldslaust (fritt) hjá vinnuveitanda fram- teljanda, fjárhæð fæðisstyrkja (fæðispeninga) þess i stað, svo og hver önnur fæðishlunnindi, látin endurgjaldslausti té, skal telja til teknaá sama hátt og greinir i lið (1). Fritt fæði, sem eigi telst fullt fæði, látið þessum aðilum i té, skal telja til tekna hlutfallslega af mati fyrir fullt fæði. 1 þessu sam- bandi skiptir eigi máli, hvort framteljandi vann innan eða utan heimilissveitar sinnar. b. Húsnæði: Hafi framteljandi (og fjölskylda hans) afnot ibúðar- húsnæðis, sem látin eru honum endurgjaldslaust i té af vinnu- veitanda hans, skal framteljandi rita i lesmálsdálk fjárhæð gild- andi fasteignamats þessa ibúðar- húsnæðis og lóðar og mánaða- fjölda afnota. Telja skal til tekna 2% af þeirri fjárhæð fyrir ársaf- not eða hlutfallslega miðað við mánuði. Hafi framteljandi (og fjöl- skylda hans) afnot ibúðarhús- næðis, sem látin eru i té af vinnu- veitanda hans gegn endurgjaldi, sem er lægra, miðað við ársafnot, heldur en 2% af gildandi fast- eignamati ibúðarhúsnæðis og lóð- ar, skal framteljandi telja mis- muninn til tekna. c. Fatnaður eða önnur hlunnindi: Til tekna skal færa fatriað, sem vinnuvetiandi lætur framteljanda I té án endurgjalds og ekki er reiknaður til tekna i öðrum laun- um. Tilgreina skal, hver fatnað- urinn er, og telja til tekna sem hér segir: Einkennisföt karla .....kr. 5,700 Einkennisföt kvenna .... kr. 3,900 Einkennisfrakki karla ... kr. 4,400 Einkenniskápa kvenna .. kr. 2,900 Einkennisfatnað flugáhafna skal þó telja sem hér segir: Einkennisfötkarla ......kr. 2,850 Einkennisföt kvenna .... kr. 1,950 Einkennisfrakki karla ... kr. 2,200 Einkenniskápa kvenna . ,kr. 1,450 Fatnaður, sem ekki telst ein- kennisfatnaður, skal talinn til tekna á kostnaðarverði. Sé greidd ákveðin fjárhæð I stað fatnaðar, ber að telja hana til tekna. önnur hlunnindi, sem látin eru i té fyrir vinnu, ber að meta til pen- ingaverðs eftir gangverði á hverjum stað og tima og telja til tekna i tölulið 7. c. III á framtali. M.a. teljast hér sem hlunnindi endurgjaldslaus afnot launþega af bifreiðum, sem skráðar eru sem fólksbifreiðar, látin honum i té af vinnuveitanda. 1 lesmáls- dálk skal rita afnot bifteiðarinnar i eknum kilómetrum (þ.m.t. akst- ur úr og i vinnu) og margfalda þann kilómetrafjölda með kr. 8,70 fyrir fyrstu 10.000 kilómetraafnot, með kr. 7,35 fyrir næstu 10.000 kilómetraafnot og kr. 6,15 fyrir hver kilómetraafnot þar yfir. Fjárhæð þannig fundna ber að færa i kr. dálk. Fæði, húsnæði og annað fram- færi framteljanda, sem býr i for- eldrahúsum, telst ekki til tekna og færist þvi ekki i þennan lið, nema foreldri sé atvinnurekandi og telji sér nefnda liði til gjalda. 8. Elli- eða örorkulífeyrir frá alm.trygg. Hér skal telja til tekna ellilif- eyri og örorkulifeyri úr almanna- tryggingum. Upphæðir geta verið mismun- andi af ýmsum ástæðum. Til dæmis er ellilifeyrir greiddur i fyrsta sinn fyrir næsta mánuö, eftir að lifeyrisþegi varð fullra 67 ára. Heimilt er að fresta töku elli- lifeyris, og fá þá þeir, sem það gera, hækkandi lifeyri, eftir þvi sem lengur er frestað að taka lif- eyrinn. Almennur ellilifeyrir allt árið 1972 var sem hér segir: Fyrst tekinn: frá 67 ára aldri frá 68 ára aldri frá 69 ára aldri frá 70 ára aldri frá 71 árs aldri frá 72 ára aldri Einstaklingar kr. 82,272 kr. 89,268 kr. 99,600 kr. 109,860 kr. 123,396 kr. 137,454 Hjón kr. 148,086, þ,e, 90% af lifeyri tveggja einstaklinga, sem báðir tóku lifeyri frá 67 ára aldri. Ef hjón, annað eða bæði, frest- uðu töku lifeyris, hækkaði lifeyrir þeirra um 90% af aldurshækkun einstaklinga. Ef t.d. annað hjóna frestaði töku lifeyris til 68 ára aldurs, en hitt til 69 ára aldurs, þá var lifeyrir þeirra árið 1972 90% af (kr. 89,268 + kr. 99,600) eða kr. 169,980. öryrkjar, sem hafa örorkustig 75% eða meira, fengu sömu upp- hæð og þeir, sem byrjuðu að taka ellilifeyri strax frá 67 ára aldri. Þær greiðslur nefnast örorkulif- eyrir, og skal hann talinn hér. Greiðslur til þeirra, sem misst hafa 50%—'75% starfsorku sinnar, nefnast örorkustyrkir, og skulu þeir taldir undir tekjulið 13. „Aðr- ar tekjur”. Sama gildir um ör- orkustyrk til þeirra, sem stunda fullt starf, en fá örorkustyrk vegna örorku sinnar, svo og um örorkustyrk, sem greiddur er vegna bæklunar eða vanþroska barns innan 16 ára. 9. Sjúkra- eöa slysa- bætur (dagpeningar). Hér skal telja til tekna sjúkra- og slysadagpeninga. Ef þeir eru frá almannatryggingum, sjúkra- samlögum eða úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga, þá koma þeir einn- ig til frádráttar, sbr. frádráttarlið 11. 10. Fjölskyldubætur frá alm.trygg. Fjölskyldubætur frá almanna- tryggingum skulu færðar til tekna undir tekjulið 10. Fjölskyldubætur greiddar á ár- inu 1972 voru kr. 9,500 fyrir hvert barn á framfæri allt árið. Marg- falda skal þá upphæð með barna- fjölda og færa heildarupphæð fjölskyldubóta til tekna. Fyrir börn, sem bætast við á árinu, og börn, sem ná 16 ára aldri á árinu, þarf að reikna bæt- ur sérstaklega. Fjölskyldubætur fyrir barn, sem fæðist á árinu, eru greiddar frá 1. næsta mánaðar eftir fæðingu. Fyrir barn, sem verður 16 ára á árinu, eru bætur greiddar fyrir afmælismánuðinn. Fjölskyldubætur árið 1972 voru: Jan,—júni kr.667ámán. Júli—des. kr.917ámán. 11. Tekjur barna. Útfylla skal F-lið framtals, bls. 4, eins og eyðublaðið segir til um. Samanlagðar tekjur barna (að undanskildum skattfrjálsum vaxtatekjum) skal siðan færa i tekjulið 11, bls. 2. Ef barn (börn), hér tilgreint, stundar nám i framhaldsskóla, skal færa námsfrádrátt skv. mati rikisskattstjóra i frádráttarlið 12, bls. 2, og tilgreina þar nafn barns- ins, skóla og bekk. Upphæð náms- frádráttar má þó ekki vera hærri en tekjur barnsins (barnanna, hvers um sig), sem færðar eru I tekjulið 11. Hafi barn hreinar tekjur (þ.e. tekjur þess skv. tekjulið 11, að frádregnum námskostnaði skv. mati rikisskattstjóra), er nema kr. 19,200 eða lægri fjárhæð, skal færa helming hreinu teknanna i frádráttarlið 12, bls. 2. Hafi barn hreinar tekjur, er nema meira en hálfum persónufrádrætti barns, þ.e. kr. 19,200, getur framteljandi óskað þess, að barnið verði sjálf- Framhald á næstu siðu

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.