Þjóðviljinn - 21.01.1973, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.01.1973, Blaðsíða 4
4 SÍIM — I'JÓDVILJINN Sunnudagur 21. janúar lí)7:i Á loðnunni í fyrravetur vakti það athygli hversu einn bátur hlóð sig hvað eftir annað af loðnu í Miðnessjó og landaði dag eftir dag í Sand- gerði. Var þetta Jón Garðar GK og hefði hann tvíhlaðið sig á sólarhring, ef hann hefði ekki þurft að sæta sjávarföllum við að sigla inn á Sandgerðishöfn með fullfermi. Um miðja siðustu viku hitt- um við skipverja á Jóni Garðari GK og höfðum tal af Geir Garðarssyni, stýrimanni á bátnum. beir höfðu verið að vinna að uppstillingu á dekki og mála lestar bátsins siðan þeir komu heim af sildveiðum i Noröur- sjó um miðjan desember. bá hafa þeir lika verið að þétta brúarglugga bátsins enda allra veðra von á vetri. Núna um helgina gera þeir ráð fyrir að fara á loðnu- veiðar fyrir austan. Fara þeir eingöngu með hringnót og létu þau orð falla að liklega reyndu þeir við flotvörpu næsta vetur. Hvað veidduð þið mikið á loðnunni i fyrravetur og Myndin er tekin i brúnni á m.s. Jóni Garðari viö bryggju í SandgerOi. Arni Jónasson skipverji, bórarinn Sæmundsson, „reddari”, GuOmundur bórðarson, skipverji, Geir Garðarsson, stýrirmaður, Gunnar Guðmundsson, útgerðarstjóri og Steinn Erlingsson, vélstjóri. Samsærið gegn fjölmiðlum Vigtarmaðurinn var þögull sem gröfin hversvegna gátuð þið landað loðnunni svona dag eftir dag meðan aðrir bátar biðu með fullfermi dögum saman á næstu höfnum? Stýrimaðurinn varð svolitið skritinn á svipinn við svona eindrægnar spurningar. bað kom nefnilega f ijós, að þeir voru aðeins fáum tonnum undir efsta bátnum á loðnu- vertiðinni. Höfðu þeir fengið nær 10 þúsund tonn af loönu á timanum febrúar til marz- loka. Reyndist hásetahlutur 400 þúsund kr. á loðnunni og þá seldu þeir 500 tonn af loðnu i frystingu og beitu. Seidu þeir linubátum nokkur tonn ofan af i hverri ferð yfir langan tima og náöi þetta allt að fimm hundruð tonnum. Hásetahlutur á Jóni Garðari GK er um 850 þúsund kr. Er hann með langbezta útkomu á siðasta árinu. Meðallaun kvæntra sjó- manna eru um 600 þúsund kr á siðasta ári og eru þá oft inni- faldar tekjur konu i frysti- húsavinnu. Á sama hátt eru meðallaun verkamanns 550 þúsund kr. og eru þá tekjur konunnar lika taldar með. Heldur litið var um vinnu i haust i Sandgerði. Illar gæftir voru á haustvertiö og var frystihús G.J. lokaö i þrjá mánuði i fyrrahaust. Geir stýrimaður kvað þá fé- laga á Jóni Garðari hafa byrjað heldur illa á liðnu ári Við vorum allan janúar- mánuð á sildveiðum i Noröur- sjó og veiddum bókstaflega enga sild og komum ekki á loðnumiðin fyrr en i byrjun febrúar. Útgerðarstöð G.J. rak á sið- ustu vertið 250 tonna loðnu- bræðslu á sólarhring og lét bát sinn hafa forgöngu um löndun lengi vel. Var loðnubræðslu að negu getið Iengi vei i Sand- gerði, — vigtarmaðurinn var þögull sem gröfin við fjölmiðla og Jón Garðar GK landaði fullfermi dag eftir dag og fyllti sig i Miðnessjó rétt fyrir utan Sandgerði. Hefði hann getað tvihlaðið sig á sólarhring, ef hann hefði ekki þurft að sæta sjávarföllum við innsiglingu i höfnina. Ekki er hægt að sigla með fullan bát á fjöru inn i Sandgerðishöfn. Eldborgin varð hæst á loðnuveiðum og er nær helmingi stærri bátur en Jón Garðar GK að rúmlestatölu. Nú hefur Útgerðarstöð G.J. selt loðnubræðsluna Barðan- um h.f. bað er Stefán Péturs- son frá Húsavik sem hefur keypt þessa gömlu sildar- bræðslu. Stefán er nú að láta útbúa loðnuþró uppi i heiði. Er hann að steypa botninn i gömlum malargryfjum og ætlar að geyma loðnu þar i vetur fyrir bræðsluna. bá vantar Stefán ekki bátakost- inn. bannig fara nú á loðnu- veiðar frá honum Dagfari, Náttfari, Ljósfari og Pétur Jónsson bH. Útgerðarfélag Stefáns keypti þennan bát i haust. Hét hann áður Eldeyjan i Keflavfk. Hins vegar seldi Barðinn borra bH á siðast- liðnu ári. Barðinn h.f. hefur rekið saltfiskverkunarstöð í Sand- gerði um árabil. bá rekur útgerðarfélagið lika frystihús i Kópavogi, — mest vegna manneklu syðra til frysti- húsavinnu. beir á Jóni Garöari fóru þegar á net eftir loðnuvertið og fengu 180 tonna afla á rúmum mánaðartima. bá héldu þeir til sildveiða i Norðursjó og voru að til 13. september. Reyndist háseta- hlutur um 200 þúsund á þess- um tima. beir fóru aftur til sildveiða i októberbyrjun og voru að til 15 desember. Reyndist þá hlutur um 120 þúsund á seinna úthaldinu i Norðursjó. Mikil vinnuharka var á loðnuveiðunum og féll nær aldrei dagur niður. Fleygðu þeir sér niður á inn-og útstimi og var þó skammt að fara á miðin. Enginn efar að skipverjar hafi unnið fyllilega fyrir hlut sinum á liðnu ári. Aðeins fjórir skipverjar eru yfir þritugs aldri. Skipstjóri á Jóni Garðari GK er ögmundur Magnússon úr Keflavik. En nú eru þeir á Jóni Garðari GK á leið á loðnu- miðin. Fá þeir að landa loðn- unni hjá Stefáni i vetur linnu- laust. g.m.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.