Þjóðviljinn - 21.01.1973, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 21.01.1973, Blaðsíða 19
Sunnudagur 21. janúar 1973 ÞJÓDVILJINN — StÐA 19. Leiðbeiningar vegna skattframtals 1973 Framhald af bls. 15». vátryggingarfélagsins eöa stofn- unarinnar færist i lesmálsdálk. Reglur hinna ýmsu tryggingar- aðila um iðgjöld eru mismunandi, og frádráttarhæfni iðgjaldanna þvi einnig mismunandi hjá fram- teljendum. Er þvf rétt, að fram- teljandi leiti upplýsinga hjá við- komandi tryggingaraðila eða skattstjóra, ef honum er ekki full- komlega ljóst, hvaða upphæð skuli færa hér til frádráttar. 4. Iðgjald af lífsábrygð. Her skal færa greitt iðgjald af liftryggingu. Hámarksfrádráttur er kr. 19,200. (Rétt er þó að rita i lesmálsdálk raunverulega greidda fjárhæð, ef hún er hærri en hámarksfrádráttur.) 5. Stéttarfélagsgjald. Hér skal færa iðgjöld, sem Iaunþegi greiðir sjálfur beint til sins stéttarfélags, sjúkrasjóðs eða styrktarsjóðs, þó að hámarki 5% af launatekjum. 6. Greitt fæði á sjó . . . dagar. Hér skal rita sama dagafjölda og Aflatryggingarsjóður greiddi hlutdeild i fæðiskostnaði fram- teljanda. Siðan skal margfalda þann dagaf jölda með tölunni 64 og færa útkomu i kr. dálk. Greiðslur Aflatryggingarsjóðs til útvegsmanna upp i fæðiskostn- að skipverja á bátaflotanum skal framteljandi hvorki telja til tekna né gjalda. 7. Sjómannafrádr. miðaður við slysatryggingu á isl. skipi. . . vikur. Hér skal rita vikufjölda, sem framteljandi er háður slysa- tryggingariðgjaldi sem lögskráð- ur sjómaður á islenzku skipi. Ef framteljandi er lögskráður á is- lenzkt skip i 26 vikur eða lengur, skal margfalda vikuf jöldann með tölunni 1714 og færa útkomu i kr. dálk. Sé framteljandi lögskráður á islenzkt skip skemur en 26 vik- ur, skal margfalda vikufjöldann með tölunni 237 og færa útkomu i kr. dálk. Hlutaráðnir menn skulu og njóta sama frádráttar, þótt þeir séu eigi lögskráðir, enda geri út- gerðarmaður fulla grein fyrir, hvernig hlutaskiptum er farið og yfir hvaða timabil launþegi hefur tekið kaup eftir hlutaskiptum. 8. 8% af beinum tekjum sjómanna af fiskveiðum. Hér skal færa 8% af beinum tekjum sjómanns af fiskveiðum á islenzkum fiskiskipum, þ.m.t. hvalveiðiskipum. Sjómaður, sem jafnframt er útgerðarmaður fiskiskipsins, skal njóta þessa 8% frádráttar af hreinum tekjum fiskiskipsins af fiskveiðum eða hlut, hvort sem lægra er. Þessi frádráttur reiknast ekki af öðrum tekjum, sem sjómaður kann að hafa frá útgerðinni, þótt lögskráður sé, né heldur af tekj- um af störfum i landi svo sem hlutaráðins landmanns (beitinga- manns, netamanns). 9. Skyldusparnaður. Hér skal færa þá upphæð, sem framteljanda, á aldrinum 16—25 ára, var skylt að spara og innfærð er I sparimerkjabók árið 1972. Skyldusparnaður er 15% af launatekjum eða sambærilegum arvinnutekjum, sem unnið er fyrir á árinu. Sparimerkjakaup umfram skyldu eru ekki frádráttarbær. 10. a. 50% af launatekjum konu. Hér færast 50% þeirra launa- tekna eiginkonu, sem taldar eru I tekjulið 12, sem hún hefur aflað sem láunþegi hjá vinnuveitanda, sem á engan hátt er tengdur henni, eiginmanni hennar eða ófjárráða börnum, rekstrarlega eða eignarlega eða sem launþegi hjá hlutafélagi, þótt hún, eigin- maður hennar eða ófjárráða börn eigi eignar- eða stjórnunaraðild að hlutafélaginu, enda megi ætla, að starf hennar hjá hlutafélaginu sé ekki vegna þessara aðilda. b. Vegna starfa konu við atv.r. hjóna. Hér færast 50% eftirtalinna tekna eiginkonu, þó að hámarki kr. 70,400. 1. Hreinna tekna af atvinnu- rekstri, sem hún vinnur við og er i eigu hennar, eða af sjálfstæðri starfsemi, sem hún rekur. 2. Launa vegna starfs við at- vinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi eiginmanns hennar. 3. Launa vegna starfs við at- vinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi ófjárráða barns (barna) hjónanna. 4. Hluta hennar af hreinum tekj- um af sameiginlegum atvinnu- rekstri eða sjálfstæðri starfsemi hjóna, metins miðað við beint vinnuframlag hennar ' við cflun teknanna. 5. Launa frá sameignarfélagi, sem hjónin eða ófjárráða börn þeirra eru aðilar að, eða hlutafé- lagi, enda megi ætla, að starf hennar hjá hlutafélaginu sé vegna eignar- eða stjórnaraðildar hennar, eiginmanns hennar eða ófjárráða barna. 11. Sjúkra- eða slysadagpeningar. Hér skal færa sjúkra- eða slysa- dagpeninga frá almannatrygg- ingum, sjúkrasamlögum og sjúkrasjóðum stéttarfélaga, sem jafnframt ber að telja til tekna undir tekjulið 9. 12. Annar frádráttur. Hér skal færa þá frádráttarliði, sem áður eru ótaldir og heimilt er að draga frá tekjum. Þar til má nefna (1) Afföll af seldum verðbréfum (sbr. A-lið 12 gr. laga). (2) Ferðakostnað vegna lang- ferða (sbr. C-lið 12 gr. laga). (3) Gjafir til menningarmála, visindalegra rannsóknastofnana, viðurkenndrar liknarstarfsemi og Eiginkona min, dóttir okkar, systir og mágkona AUÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR HOWIE Háteigsvegi 18, Reykjavik, verður jarðsungin frá Háteigskirkju þriðjudaginn 23. janúar n.k. kl. 13,30. James Gordon Howie Þórður Jasonarson Jónina Þórðardóttir Þórður Markús Þórðarson Jenný Einarsdóttir kirkjufélaga (sbr. D-lið 12. gr. laga). Skilyrði fyrir frádrætti er, að framtali fylgi kvittun frá stofnun, sjóði eða félagi, sem rikisskattstjóri hefur veitt viður- kenningu skv. 36. gr. reglugerðar nr. 245/1963. (4) Kostnað við öflun bóka, tima- rita og áhalda til visindalegra og sérfræðilegra starfa, enda áé þessi kostnaðarliður studdur full- nægjandi gögnum (sbr. E-lið 12 gr. laga). (5) Frádráttur frá tekjum hjóna, sem gengið hafa i lögmætt hjóna- band á árinu, kr. 70.400. (6) Frádrátt v/björgunarlauna (sbr. B-lið 13. gr. laga). (7) Frádrátt einstæðs foreldris, er heldur heimili fyrir börn sin, kr. 76.800 að viðbættum kr. 8.320 fyrir hvert barn. (8) Námsfrádrátt, meðan á nami stendur, skv. mati rikisskatt- stjóra. Tilgreina skal nafn skóla og bekk. Nemandi, sem náð hefur 20 ára aldri, skal útfylla þar til gert eyðublað um námskostnað, óski hann eftir að njóta réttar til frádráttar að námi loknu, enda hafi framteljandi gert fullnægj- andi grein fyrir kostnaðinum á þar til gerðum eyðublöðum (sbr. E-lið 13. gr. laga). (10) Afskrift heimæðargjalds v/hitaveitu, heimtaugargjalds v/rafmagns og stofngjalds v/vatnsveitu i eidri byggingar 10% á ári, næstu 10 árin, eftir að hitaveita, raflögn, og vatnslögn var innlögð (tengd). Ofangreind stofngjöld vegna innlagna (tenginga) i nybygg- ingarteljast með byggingakostn- aði og má ekki afskrifa sér i lagi. (11) Sannanlegan risnukostnað, þó eigi hærri upphæð en nemur risnufé til tekna i tekjulið 13. Greinargerð um risnukostnað fylgi framtali, þar með skýringar vinnuveitenda á risnuþörf. (12) Sannanlegan kostnað vegna rekstrar bifreiðar i þágu vinnu- veitenda, Útfylla skal þar til gert eyðublað „Bifreiðastyrkur og bif- reiðarekstur”, eins og form þess segir til um. Enn fremur skal fylgja greinargerð frá vinnuveit- anda um ástæður fyrir greiðslu bifreiðastyrksins. Til frádráttar kemur sá hluti heildarrekstrar- kostnaðar bifreiðarinnar, er svarar til afnota hennar i þágu vinnuveitenda, þó eigi hærri upp- hæð en nemur bifreiðastyrk til tekna i tekjulið 13. Hafi framteljandi fengið greiðslu frá rikinu á árinu 1972 fyrir akstur eigin bifreiðar sinnar i þess þágu og greiðslan var greidd skv. samningi sam- þykktum af f jármálaráðu- neytinu, er framteljanda heimilt að færa hér til frádráttar sömu upphæð og færð var til tekna vegna þessarar greiðslu i tekjulið 13, án serstakrar greinargerðar. (13.1) Ferðakostnað og annan kostnað, sem framteljandi hefur fengið endurgreiddan vegna fjar- veru fra heimili sinu um stundar- sakir vegna starfa i almennings- þarfir. Til frádráttar kemur sama upphæð og talin er til tekna i tekjulið 13. (13.2) Beinan kostnað vegna ferða i annarra þágu, þó eigi hærri upphæð en endurgreidd hefur verið og til tekna er talin i tekjulið 13. Aðrar upplýsingar. Aðra liði framtals skal útfylla eins og eyðublaðið segir íil um, sbr. eftirtalið: a. A bls. 2 neðst til hægri færist greidd heimilisaðstoð, álagt út- svar og greidd húsaleiga. b. I'D-lið á bls 4 ber að gera grein fyrir byggingu fasteigna með til- visun til húsbyggingarskýrslu, sem fylgja skal framtali, einnig þótt um sé að ræða viðbyggingu, breytingar eða endurbætur á fasteign. (Eyðublöð fást hjá skattyfirvöldum.) Enn fremur skal gera þar grein fyrir kaupum og sölum fasteigna, bifreiða, skipa, véla, verðbréfa og hvers konar annarra verðmætra rétt- inda. Einnig ber að tilgreina þar greidd sölulaun, stimpilgjöld og þinglesningarkostnað, svo og afföll af seldum verðbréfum. Vilji framteljandi nota heimildir 4 og 11. mgr. E-liðar 1. mgr. 7. gr. laga nr. 68/1971, sbr. 4 tl. 3 gr. laga nr. 7/1972, um frestun á skattlagn- ingu skattskylds hluta söluhagn- aðar eigna, skal hann geta þess i þessum staflið samtals (4 mgr. varðar eingöngu frestun ákvörð- unar um skattskyldu söluhagn- aðar af ibúðarhúsnæði). c. Um útfyllingu á E- og F-liðum á bls. 4 sjá um eignarlið 10 og tekjulið 11 hér að framan. d. 1 G-lið á bls 4 skulu tilfærðar skýringar eða athugasemdir framteljanda, m.a., að með framtali fylgi á þar til gerðum eyðublöðum (sem fást hjá skatt- yfirvöldum) umsókn um lækkun tekjuskatts (ivilnun), annars vegar vegna veikinda, slysa, mannsláts eða skuldatapa, sem hafi skert gjaldþol framteljanda verulega, eða vegna framfærslu barna, sem haldin eru lang- vinnum sjúkdómum eða eru fötluð eða vangefin, eða vegna framfærslu foreldra, annarra vandamanna og fráskilins maka og hins vegar vegna verulegra út- gjalda af menntun barns (barna) framteljanda, sem eldra er (eru) en 16 ára. Að lokum skal framtalið dag- sett og undirritað af framtelj- anda. Ef um sameiginlegt fram- tal hjóna er að ræða, skulu þau bæði undirrita það. framtalsskyldum aðila ber að gæta þess, að fyrir hendi séu upp- lýsingar og gögn, er leggja megi til grundvaliar framtali hans og sannprófunar þess, ef skattyfir- völd krefjast. Oll slik gögn, sem framtalið varða,- skulu geymd a.m.k. i 6 ár, miðað við framlagn- ingu skattskrár. Lagatilvitnanir i leiðbeiningum þessum eru i lögum nr. 68/1971 um tekjuskatt og eignarskatt, með áorðnum breytingum skv. lögum nr. 7/1972. Reykjavík, 18. janúar 1973. Rikisskattstjóri. Viðauki Framhald af ,7. siðu. er þvi samanlagt fyrir 800 þúsundum á ári ekki 16 tímar, eins og hinna, heldur 24. Það verða áreiðanlega margar slikar torfærur, sem yfirvinna verður, þegar farið verður að breyta skattalögun- um I það horf, að hjón verði skattlögð sem sjálfstæðir ein- staklingar. En að þvi hlýtur að koma, þvi fyrr, þvi betra, þvi ég trúi ekki að konur muni una þvi öllu lengur að vera aðeins viðaukar karla sinna á þessu sviði. Þær hugleiðingar sem hér hafa verið færðar fram eru að sjálfsögðu aðeins bolla- leggingar óhagfræði- menntaðrar manneskju. En orð eru til alls fyrst og ef þessi hér yrðu til þess, að ein- hverjir, sem betur hafa vit á, færu að velta þessum málum fyrir sér, þá hafa þau náð til- gangi sinum. Viiborg Harðardóttir 13 fiskbúðir Framhald af bls. 1 lengur. Þeir menn, sem hafa búðir á leigu gefast alveg upp, en við sem erum búnir að eiga búðirnar nokkuð lengi slörkum ennþá. Ef ég þyrfti að borga leigu i dag væri ég hættur.Þar að auki er ég einhleypur svo ég þarf minna en fjölskyldumennirnir. — Finnst þér að ætti að skylda t.d. Bæjarútgerðina til að láta ykkur hafa fisk? — Það var búið að ákveða að Hjörleifur landaði hér, en hann var sendur með fiskinn utan. Hallveig Fróðadóttir er lika á ferð út með fisk. Hafver, sem er eina dreifingastöðin fyrir fisk- salana, fær ekkert meir en Sæbjörg. Þeir ættu að fá togara- fiskinn til að dreifa honum. — Er mikið um togarafisk hjá ykkur? — Mjög sjaldan, en menn eru öHu fegnir þegar litinn fisk er að hafa. Togarfiskurinn er ekki nærri eins góður og linufiskur. sj. RÍSPAPPÍRSLAMPINN FRÁ JAPAN Japanski rispappirslampinn fæst nú einnig á Islandi I 4 stærðum. Hentar hvar sem er, skapar góöa birtu og er til skrauts bæði einn og einn og I samsetningum eins og á myndinni. Athyglisverð og eiguleg nýjung. HÚSGAGNAVERZLUN ,\XELS EYJÓLFSSONAR .SKIPHOLTI 7 — Reykjavik. Simar 10117 og 18742. DÝIUIIMftADCAI a EINSTAKT TÆKIFÆRI If I IvIIIivAKjAL M Vegna breytinga verða seldar STÓRLÆKKAÐ íipnh Terylene herrabuxur í stórum númerum. Jersey dömusíðbuxur í öllum stœrðum. Telpna- og unglinga hettukópur VERÐ RÝMINGARSALAN skólavörðustIg 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.