Þjóðviljinn - 30.01.1973, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 30.01.1973, Blaðsíða 16
Almennar upplýsingar um læknaþjónustu borgarinnar' eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykjavlkur, simi 18888. Þriðjudagur 30. janúar 1973 Helgar- kvöld- og næturþjón- usta lyfjabúðanna i Reykja- vik vikuna 26. januar til 1. febrúar er i Háaleitis Apóteki og Apóteki Austur- bæjar. Slysavarðstofa Borgarspitalans er opin all- an sólarhringinn. Kvöld-, nætur og helgidaga- vakl a heilsuvernarstöðinni. Simi 21230. Lúðvík Jósepsson: „Illt verk að koma slíkum orðrómi af stað” *'*"ITIL „Gróusögur99 kveðnar niður á alþingi Bæöi ólafur Jóhannes- son, forsætisráðherra og Lúðvik Jósepsson/ sjávar- útvegsráðherra minntust á það við umræðurnar á al- þingi i gær, að „gróusögur" hafi verið á gangi um það undanfarna daga, að ríkis- stjórnin hafi neitað að þiggja framboðna aðstoð við björgun í Vestmanna- eyjum og hafnað boðum um stuöning frá aðilum er- lendis. Ráðherrarnir lýstu þessar sögusagnir með öllu til- hæfulausar. Um það sagði Lúðvík m.a.: Það er illt verk að koma slíkum orðrómi af stað Það hefur engum í ríkisstjórninni dottið i hug, að neita að þiggja aðstoð hvers sem er við björgun í Vestmannaeyjum, og það er algerlega rangt, að ríkis- stjórnin hafi hafnað ein- hverri f járhagsaðstoð Tillögu um bann á íslenzkan fisk erlendis frá. Slík aðstoð verður þegin. En látum okkur ekki detta í hug, að við getum skotið okkur undan að bera þárna þyngstan bagga sjálfir. Lúðvik hóf ræðu sina með þvi að votta öllum Vestmanna- eyingum samúö fyrir hönd Alþýðubandalagsins, og sagði siðan að rikisstjórnin hafi á öllum fundum sinum, eða oft á dag siðan gosið hófst, fjallaö um þann mikla vanda sem Vestmannaey- ingar og þjóðin öll ættu nú við að glima. Væri það vissulega að vonum, að mest allt starf rikisstjórnar- innar hafi undanfarið verið i sam- bandi við þessi mál. Rikisstjórnin fól i upphafi Sýnishorn af „Gróusögum”: Forsiða Alþýðublaðsins laugardag. almannavarnaráði yfirstjórn allrar öryggisgæzlu og björg- unarstarfs við hlið bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Þessir aðilar hafa farið með alla stjórn á björg- unar- og öryggismálum. Lúðvik minntist siðan á störf þeirra nefnda, sem rikisstjórnin hefur skipað, annars vegar til að gera sér grein fyrir hinum þjóð- hagslega vanda, og hins vegar til að starfa húsnæðismálum og öðrum félagslegum vandamálum i samráði við Rauða krossinn. Siðan vék ráðherrann að þeim vandamálum er sérstaklega snúa, að sjávarútveginum sem höfuðatvinnugrein Vestmannaey- inga og þjóðarinnar allrar. Ráð- herrann sagðist hafa átt itarlegar Frh. á bls. 15 hafnað LONDON 29/1. — Brezka stjórnin hafnaði i dag tillögu frá þingmanni einum um að hvetja ráðherranefnd Efnahagsbanda- lagsins til að lýsa islenzkan fisk i bann vegna landhelgisdeilunnar. Sir Alec Douglas-Home utan- rikisráðherra sagði að stjórnin óskaði ekki eftir þvi að stiga slikt skref. Samt lét hann að þvi liggja rétt einu sinni, að árekstrar varð- skipa og togara gætu leitt til þess að brezki flotinn yrði sendur á vettvang. Erfið byrjuri friðar í Víetnam: Barizt af hörku þrátt fyrir vopnahlé SAIGON 29/1 — Barizt var af mikilli hörku i Suður- Vietnam i dag. Tilkynnt var um að vopnahléð hafi verið rofið ótal sinnum um allt land og herstjórnin í Saigon telur að tala fall- inna sé um 1800 manns síðan vopnahléð gekk i gildi aðfaranótt sunnudags. 1 Kambodju kom einnig til harðra bardaga enda þótt Lon Nol, æösti maður herforingja- arjóenarinnar i Pnomp Penh, hafi gefið skipun um að stöðva hernaðaraðgerðir þar á miðnætti sl. Talsmenn Saigonstjórnar halda þvi fram, að Norður-Vietnamar og Þjóðfrelsishreyfingin hafi rofið vopnahléð 480 sinnum fyrstu 28 stundirnar eftir að það hófst. Segja þeir að andstæðingarnir hafi misst 1000 manns en Saigon- herinn 800. Fulltrúar landanna fjögurra sem taka þátt i störfum alþjóð- legu eftirlitsnefndarinnar með vopnahlénu komu saman i Saigon i dag i fyrsta sinn, en fulltrúar herja fjögurra styrjaldaraðila komu einnig á sinn fyrsta fund. Fluttu tvær vélar frá bandariska hernum foringja úr her Norður- Vietnams og Þjóðfrelsishreyf- ingarinnar frá Hanoi. Þegar vélarnar voru lentar neituöu for- ingjarnir að rita undir innflytj- endapappira Saigonstjórnarinnar sem fyrir þá voru lagðir og voru þeir enn um borð i vélunum mánudagskvöld, átta stundum eftir að þær lentu. Telja þeir að með þvi að undirrita pappirana væru þeir að viðurkenna stjórn- ina i Saigon. Bandariskar flugvélar halda áfram lofárásum á Laos, að þvi er talsmaður Bandarikjahers sagði i dag. Hann sagði og, að nolckrir tundurduflaslæðarar væru á leiö til stranda Noröur- Vietnams að hreins upp þau tundurdufl, sem þar hefur verið lagt. ALÞYÐUBANDALAGIÐ Umræöufundur Alþýðubandalags- ins um Þjóðviljann Fjórði umræðufundur Alþýðubandalagsins i Reykjavik verður haldinn næsta fimmtudags- kvöld að Grettisgötu 3. Umræðuefnið er Þjóðviljinn og er Svavar Gestsson ritstjóri málshefjandi. Fyrri fundir hafa verið mjög fjölsóttir. Frá Alþýðubandalaginu: Viðtalstimi borgarfulltrúa Alþýðubandalagsins er á morgun, mið- vikudagjkl. 5-7 siðdegis að Grettisgötu 3. Miðstjórnarfundur Alþýðubandalagsins annað kvöld, miðvikudag kl. 20:30 að Grettisgötu 3. Rætt verður um aðgerðir rikisstjórnarinnar vegna eldgossins i Vestmannaeyjum og önnur mál, sem nú liggja fyrir alþingi. Árshótíð AB í Kópavogi Arshátið Alþýðubandalagsins i Kópavogi verður haldin laugardaginn 3. febrúar og hefst kl. 19.30. Þorraniatur á boðstólum. — Góð skemmtiatriði. — Hljómsveitin „Trió 72” leikur fyrir dansi. Upplýsingar og miðapantanir i sima 40853, 41279 og 41794. AB Kópavogi. SAFNANIR I GANGI Á NORÐURLÖNDUM Samband sveitarfélaga i Danmörku hefur sett á laggirnar nefnd til að gangast fyrir fjársöfnun fyrir Vestmannaeyinga. Nefndin er skipuð fjórum bæjarstjórum og mun hún hafa samráð við islenzku ríkisstjórnina og fulltrúa frá Vestmannaeyjum. Færeyingar hafa þegar efnt til fjársöfnunar og Utanríkis- ráðherra kominn frá Bandaríkjunum Einar Agústsson utanrikisráð- herra kom heim frá Bandarikjun- um um helgina, frá viðræðum sinum við stjórnvöld þar um það, á hvern veg háttað skuli viðræð- unum um brottflutning varnar- liðsins. standa að henni 23 atvinnu- fyrirtæki og félög. Lög- þingið í Færeyjum hefur einnig samþykkt að veita fjárhagsaðstoð. Leitað að leynisjúkra- húsi IRA BELFAST 29/1. — Brezkar sveitir byrjuðu i dag mikla leit að leynilegu sjúkrahúsi Irska lýð- veldishersins. Talið er að þangað hafi verið fluttar átta leyni- skyttur sem særðust i skotbar- daga við brezka hermenn i Bel- fast i gærkvöld. Leyniskytturnar skutu um 1000 skotum á brezka hermenn á ýms- um stöðum i Belfast meðan kaþólskir menn fóru þúsundum saman um götur Londonderry til að minnast þess að ár er liðið siðan brezkir hermenn skutu þar 13 manns til bana. Rikisstjórnir Noregs, Dan- merkur og Sviþjóðar munu biða átekta. A laugardag hélt Norsk- islenzka félagið i Osló fund og var þar ákveðið að efna til Vest- mannaeyjasöfnunar um allan Noreg. Sænsk-islenzka félagið i Sviþjóð og Dansk-islenzka félagið i Danmörku munu einnig efna til fjársöfnunar með svipuðu sniði. Samband samvinnufélaga i Noregi hefur ákveðið að gefa 100 þúsund krónur nocskar, eða um eina og hálfa miljón isl. króna. NORÐURLÖND AÐ- STOÐI EYJAMENN STOKKHÖLMI 29/1. — Olof Lagercrantz skáld og ritstjóri sænska stórblaðsins Dagens Nyheter skrifar forsiðugrein og leiðara i blað sitt i dag, þar sem hvatt er til þess að Norðurlönd öll komi Islandi til aðstoð- ar vegna náttúruhamfaranna i Eyjum. Segir Lagercrantz á þá leið, að Norðurlandamönnum beri pólitisk og siðferðileg skylda til að liðsinna Islendingum. Afmœlishóf vegna Skúla í kvöld Það er i kvöld, þann 30. janúar, sem hann Skúli á Ljót- unnarstöðum verður sjötugur. Nokkrir vinir hans munu gangast fyrir samsæti honum til heiðurs I Atthagasal Hótel Sögu i kvöld, og hefst samsæt- ið klukkan hálf niu. Þeir sem vilja taka þátt i hófi þessu, eru vinsamlega beðnir að hafa samband við einhvern eftirfarandi aðila: Blindrafélagið, Hamrahlið 17, simi 38180, Pétur Sumarliðason, simi 41522. Rósu Þorsteinsdóttur, simi 36433. Torfa Jónsson, simi 36363Ú Þórunni Magnúsdóttur, simi 17952.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.