Þjóðviljinn - 27.03.1973, Side 3

Þjóðviljinn - 27.03.1973, Side 3
Þriðjudagur 27. marz. 1973, ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 húsmœður til að íslenzkar vörur Sveitakonurnar undirrita álit það sem þser komu með austan úr Arnessýslu i gær. 25 sveitakonur mótmæla mótmœlum Reykjavíkurkvenna: Hvetja kaupa Þegar tiðindamaður blaðs- ins gekk sig niður i alþingishús I gær um klukkan eitt að koma sér vel fyrir á þingpöliunum til að geta sagt útarlega frá mót- mælum Reykviskra „hús- mæðra” var þar fyrir hópur kvenna, og ekki aldeilis Reykjavikur-húsmæður, held- ur 25 bóndakonur austan úr Arnessýslu. Hverji ætli þær hafi svo verið að mótmæla? Nánar tiltekið voru konur þessar úr þrem hreppum, Vill- ingaholtshreppi, Hraungerðis- hreppi og Skeiðahreppi. Hverju mótmælið þið? spurðum við konurnar. Jú, þær voru að mótmæla mótmælum reykviskra kvenna vegna hækkunar land- búnaðarafurða. — Við komum hingað til að leggja fram okkar sjónarmið, sögðu konurnar. Við erum ekki ánægðar með þann mál- flutning reykviskra kvenna, að mótmæla eingöngu hækkun á landbúnaðarvörum, i stað þess að mótmæla þá almenn- um verðhækkunum. Við vilj- um meina það, að land- búnaðarvörur hafi hækkað minna en margt annað. Við erum bóndakonur, og þar af leiðandi fá okkar heim- ili ekki þær bætur sem felast i þvi að landbúnaðarvörur séu niðurgreiddar, en önnur heimili en sveitaheimili njóta þeirra niðurgreiðslna. Okkur finnst mikið nær að mótmæla kaupum á brezkum og v-þýzkum vörum, og láta vera að kaupa þær á meðan ekki hefur náðst samkomulag i landhelgisdeilunni. Það er nærri okkur höggvið að ræða eingöngu um, að land- búnaðarvörur hafi hækkað, en i auglýsingum Reykjavikur- kvennanna i blöðum, útvarpi og i sjónvarpi beinist allt gegn framleiðslu okkar. — Standa einhver félaga- samtök að baki þessari hóp- ferð hingað suður? — Nei, við tókum okkur saman nokkrar á sunnudag- inn, sin úr hverri áttinni, og fórum á nokkra bæi þvi okkur gafst ekki timi til að fara viða. Alls staðar sem við komum tóku konur þvi vel að koma suður, og konur eru hér af öll- um þeim bæjum sem við heimsóttum, nema þar sem veikindi eða ungbarnagæzla kom i veg fyrir að konurnar gætu brugðið sér i burtu. Þess vegna teljum við okkur tala fyrir munn þeirra bónda- kvenna sem heima sitja. Það er rétt að minna á að við leggjum áherzlu á það, að við hvetjum allar konur til að kaupa islenzkar vörur i stað erlendra þegar innlendu vör- urnar eru sambærilegar að verði og gæðum. — úþ Nær er að hætta að kaupa brezkar og v-þýzkar vörur segja sveitakonur, sem líka fjölmenntu á palla alþingis •)•) Þúsund börnum úr Eyjum boðið til Noregs Eins og áður hefur komið fram i fréttum, stóð til að bjóða börnum úr Vestmannaeyjum til Noregs á sumri komanda. Nú hefur endan- lega verið gengið frá þessu máli og á þann veg að öllum börnum úr Vestmannaeyjum,frá 8 ára til 15 ára aldurs, hefur verið boðið þangað i sumar. Þetta munu vera um 1000 börn ef öll þiggja boðið. 3 aðilar i Noregi standa i sumar fyrir boði til barna frá Vest- mannaeyjum um ferð til Noregs og dvöl þar i 1/2 mánuð, með milligöngu Rauða kross íslands. Þessir aðilar eru Norsk Islandsk samband, Islendingafélagið og Rauði kross Noregs. Börnin,sem boðið er, eru öll þau börn frá Vestmannaeyjum, sem fædd eru á árunum 1958-1965 og eru engir á þeim aldri undanskildir. Allar ferðir og uppihald er fritt.i Flutning barnanna til og frá Noregi annast Flugfélag Islands og Loftleiðir. Vel verður fyrir börnunum séð meðan á dvöl þeirra i Noregi stendur, en dvalarstaðir þeirra eru þegar ákveðnir 4 og standa þeir allir I fallegu norsku umhverfi. Þessir staðir eru hús íslendingafélagsins við Norefjell, en það er alveg nýtt | og verður notað i fyrsta sinn nú i i sumar, Husebyvangen er fenginn aðlánihjá norskum liknarfélögum fyrir tilstilli Hans Höegh, Hövringen er frá Den Norske Fjellskole og svo hefur norska kennarasambandið lánað sumar- dvalarheimili sitt, sem heitir Tranberg. Staðir þessir hafa allir góða aðstöðu til fjölbreytilegs úti- lifs. Verkefnin, sem eru á dags- skránni i sumar, eru m.a. skóga- og fjallaferðir, bátsferðir á nær- liggjandi vötnum, heimsóknir á sveitabæi, skoðunarferðir um nágrennið og til Osló, útreiða- trúrar, kvöldvökur og fleira. Með hverjum hóp er þjálfað fólk frá Noregi, sem hefur að baki margra ára starf við slikar sumarbúðir. Einnig verður einn Islendingur með hverjum hóp, sem túlkur og félagi og er ætlunin að nýta islenska námsmenn i Noregi til starfans. Börnunum verður skipt i 3 aldurshópa, 8-11 ára, 11-13 ára og 13-15 ára. A öll- um stöðunum er aðstaða til heilsugæzlu og föst sambönd eru við lækna og sjúkrahús. Þessa dagana er verið að senda út umsóknareyðublöð með nánari upplýsingum. Dreifing þeirra fer fram gegnum skólana og með pósti. Þau Vestmannaeyjabörn, sem ekki verða búin að fá eyðu- Frh. á bls. 15 falþór enn á strandstað Valþór GK 25 liggur enn á strandstað við Stekkjarhamra, en þar strandaði hann aðfaranótt sl. laugardags. 1 gær átti að reyna að ná skipinu út á flóðinu siðdegis, en Valþór mun algerlega óskemmdur. Skipið fékk netadræsu i skrúfuna og rak stjórnlaust upp i klappirnar en skipshöfnin gat stokkið i land án aðstoðar. Hækkanir A fundi verðlagsnefndar hinn 19. þ.m. voru heimilaðar eftirfarandi hækkanir á verð- lagi: Taxti sérleyfishafa 25%, taxti rakara 10%, 20% hjá þvottahúsum og efnalaugum, 20% taxti hjá bilaleigum,4-5% hækkun á fiskbúðingi og fisk- bollum, 16% hækkun á taxta hárgreiðslukvenna. Það var óvenjuleg sjón, sem gaf að líta á pöllum alþingis i gær. Hvert sæti var skipað af konum, og var þarna um að ræða 2 hópa, annan frá félagsskap sem kallar sig Húsmæðra- Jónas Arnason félag Reykjavíkur og var kominn til að mótmæla verðhækkunum á land- búnaðarvörum, en hitt voru bændakonur, sem komu austan úr Árnessýslu til að láta í Ijós það álit sitt, að skynsamlegra væri að hætta að kaupa vörur frá þeim þjóðum, sem fara með ránum í landhelgi okkar,en að hætta kaupum á íslenzkum landbúnaðar- vörum. Við upphaf fundar i neðri deild alþingis kvaddi Jónas Arnason sér hljóðs og kvaðst hafa verið beðinn að koma á framfæri ályktun þeirri, sem bænda- konurnar höfðu meðferðis til Reykjavikur. Jónas fylgdi ályktun kvennanna úr hlaði með nokkrum orðum, en siðan urðu miklar umræður utan dagskrár um verðlagsmálin almennt og stóðu þær allan reglulegan fundartima alþingis. Ályktun kvenna úr Árnessýslu „Við undirritaðar konur úr Árnessýslu viljum með nærveru okkar hér kynna sjónarmið okkar. Það er staðreynd að land- búnaðarvörur hafa ekki hækkað i verði meira en aðrar vörur. 1 mörgum tilfellum hafa þær hækkað minna en erlendar vörur. Fiskur hefur hækkað örar en kjöt og heildarhækkun hans er meiri en á kjöti. Mjólk er ennþá ódýr neyzluvara, ef miðað er við næringargildi og verð hennar og annarra drykkja. Vegna mikilla niðurgreiðslna á mjólk, hafa mjólkurframleiðendur fengið hærra verð fyrir mjólk sina en söluverð hennar út úr búð. Neyzlumjólk bænda er þvi dýrari en annarra landsmanna. Þetta eru staðreyndir, sem öllum ættu að vera ljósar. Samt sem áður gerist það undarlega, að nokkrar húsmæður i Reykjavik skora á fólk að hætta að borða land- búnaðarvörur, en neyta i staðinn „dýrari og óhollari fæðu” (orða- lag þeirra sjálfra). Við sveita- konur, sem vinnum að fram- leiðslustörfum jafnframt hús- móðurstörfum, litum svo á, að þarna sé verið að ráðast á okkar stétt af þeim sem sizt skyldi. Þessar konur eru að visu sjálf- Frh. á bls. 15 Ákvörðun um bœtur til Eyjamanna vœntanleg Vestmannaeyingar á Suður- iandi boðuðu til fundar i Sel- fossbiói á laugardag. Mikið fjölmenni var á fundinum, og þurftu sumir að sitja á gólfinu, þvi sæti hússins dugðu ekki til. A fundinum voru rædd hin margvislegu vandamál Eyjamanna. Til máls tóku meðal annarra Guðlaugur Gislason, Gisli Gislason, Garðar Sigurðsson og Jón . Hjaltason. A fundinum kom fram, að reglugerð um Við- lagasjóð, og þá bætur til Vest- mannaeyinga,er væntanleg á næstunni. Fundurinn gerði samþykkt um bætur til Eyjamanna vegna eignataps. Einnig var samþykkt tillaga, þar sem skorað er á ráðamenn að hefj- ast nú þegar handa við að láta gera raunhæfar kannanir á staðsetningu nýrrar hafnar við Suðurströndina. — úþ

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.