Þjóðviljinn - 08.04.1973, Blaðsíða 4
4 SlÐA — þJAÐVILJINN Sunnudagur 8. aprll 1973.
Seyöfiröingar tóku
Seyðf irðingar tóku
aldeilis við sér á sunnu-
daginn var og fengum
við Halldór margar upp-
hringingar bæði héðan
úr bænum frá gömlum
Seyðfirðingum og að
austan. Bæði mynd nr. 4
og nr. 5 reyndust vera
þaðan.
Eins og þeir muna, sem
fylgjast meö þessum mynda-
þætti, kom engin skýring fram
á mynd nr. 4 i fyrra skiptið
sem hún birtist, en margir,
sem hringdu nú, sögðu eitt-
hvaðá þessa leið: — Ég þekkti
þetta strax. En það var bara
svo augljóst, að mér datt ekki i
hug að hringja!
Og svo gaf enginn sig fram.
En þegar hún birtist aftur
rann blóðið til skyldunnar og
kom fram, að húsin með
skritnu útbyggingunni voru
kölluð Liverpool og bryggjan
fyrir framan, sem seglskipið
liggur við, Liverpoolbryggja.
Á myndinni sésl innyfir Old-
una — fyrir snjóflóð, nefndu
sumir, — og innað Botnum og
Dagmálalæk.
A mynd nr. 5, þar sem konan
er við fiskþvottinn, sjást Botn-
arnir einmitt mjög vel og Dag-
málalækur i brekkunni hægra
megin. Rétt er að taka fram,
sem gleymdist siðast, að
sneitt er af myndinni efst i
horninu til hægri, og þetta er
ekki fjallsbrún, eins og kann
að virðast. Þetta þvældist
fyrir sumum, sem áttu ekki
von á brún þarna. Konan er
ekki að vaska fiskinn við sjó,
heldur á, Fjarðará, og bærinn
hinum megin heitir Hólmi og
stendur enn og mun Sveinn
Ben. eiga þetta hús. Hólmi var
byggður 1895. Einhverjir gizk-
uðu á, áð myndin væri tekin
frá húsi, sem heitir Elverhöj,
nú Vesturvegur 3, en einn nú-
verandi Seyðfirðinganna
sagði. að hún væri fremur tek-
in rétt hjá, frá Vesturvegi 11
og mætti þar við ána enn sjá
smávik, sem hefur verið hlað-
in upp.
Vindlagerðina á mynd 6
hefur enn ekki tekizt að stað-
setja. en enn er gizkað á
Thomsens Magasin, þar sem
vitað er að var rekin vindla-
gerð. Einhverjir þeirra, sem
þar unnu, h'.jóta enn að vera á
lifi og geta skorið úr um þetta.
1 sambandi við verzlunar-
myndina nr. 3, benti einn les-
enda okkur á, að i gömlum
Óðni væri að finna ýmsar
myndir úr Thomsens Maga-
sini og fleiri verzlunum og
mikið rétt! Þar var þessi
mynd einnig og reyndist vera
úr svonefndri basardeild
Thomsens Magasins. Ljós-
myndari er Pétur Brynjólfs-
son. Þvi miður var þar ekki
mynd úr vindlagerð Thomsens
lika.
Myndirnar, sem við leitum
eftir skýringum á i dag eru
hvor sins eðlis, önnur af
vinnuflokki, greinilega i nánd
við Reykjavik, hin einhvers-
staðar utan af landi.
Hvaða vinnuflokkur er þetta
á mynd nr. 7? Hvað var verið
að gera þarna. Hvenær? og
Þekkist nokkur af mönnun-
um? Hver tók myndina? Ekk-
ert er um hana vitað i safninu.
Hvaða kirkjustaður er þetta
á mynd nr. 8? Getur nokkur
gizkað á, hvenær myndin
muni tekin? Liklega hefur
Magnús Gislason tekið mynd-
ina, þó er það ekki vist.
Eins og fyrr biðjum við les-
endur að hafa samband við
annað hvort Halldór Jónsson
safnvörð i Þjóðminjasafninu,
þaðan sem allar þessar gömlu
myndir koma, i sima 13264,
eða Vilborgu Harðardóttir,
blaðamann Þjóðviljans, i sima
17500. Bréf eru lika vel þeg-
in. —vh
111
Hvorki
kommar
né brún-
stakkar
Blaðinu hefur borizt fundar-
samþykkt samtaka sem nefnast
Þjóðernishreyfing Islendinga en
þau samtök stóðu fyrir göngu að
brezka og vestur-þýzka sendiráð-
inu fyrir nokkrum vikum.
,,,Á fundi Þjóðernishreyfingar ts-
lendinga 17/3 s.l. var eftirfarandi
samþykkt: ,,Vegna orðróms sem
upp hefur komizt um að Þjóð-
ernishreyfing Islendinga aðhyll-
ist stefnu kommúnista eða jafnvel
nazista vill Þjóðernishreyfing ts-
lendinga taka fram að þetta er al-
gjörlegaúr lausu lofti gripið, og á
ekki við nein rök að styðjast.
Þ.h.t, harmar, að þessi orðróm-
ur skyldu komast á kreik og von-
ar að þetta leiðréttist hér með.
Þ.h.t. eru friðsamleg samtök
unglinga á aldrinum 15-20 ára,
sem bera hag fósturjarðarinnar,
fremur öðru fyrir brjósti. Til
staðfestingar á þvi, má benda á 9.
gr. stefnuskrár Þ.h.t. þar sem
segir: „Þ.h.I. stefnir að þvi að
innræta tslendingum virðingu
fyrir landi sinu, fána og þjóð.” ”
Virðingarfyllst
Þjóðernishreyfing tslendinga.
Tveir fyrir-
lestrar um
Ameríku-
ferðir
Prófessor dr. phil. Ingrid
Semmingsen frá Sagnfræðistofn-
un Oslóarháskóla mun flytja tvo
opinbera fyrirlestra i boði Heim-
spekideildar Háskóla íslands.
Fjalla þeir báðir um útflutninga
fólks frá Norðurlöndum til Ame-
riku.
Fyrri fyrirlesturinn nefnir
prófessor Semmingsen: Utvand-
ringen fra Norge i nordisk per-
spektiv, en hinn siðari: Utvand-
ring fra Norden — et emne for
sosialhistorisk forskning?
Fyrirlestrarnir verða fluttir i I
kennslustofu Háskólans mánu-
daginn 9. og þriðjudaginn 10. april
n.k., og hefjast þeir báðir kl.
17.15.
öllum er heimill aðgangur að
fyrirlestrum þessum.
4940 til
landsins
í marz
Blaðinu hefur nýlega borizt
skýrsla frá útlendingaeftirlitinu
um komu farþega til landsins i
marzmánuði.
Þar kemur fram að samtals
hafa komið til landsins með skip-
um og flugvélum 4940 manns.
Skipaferðir hafa nú að þvi er virð-
ist algerlega gefizt upp i sam-
keppninni við flugvélarnar þvi
aðeins 26 komu sjóleiöina til
landsins, afgangurinn kom með
flugvélum.
t mánuðinum voru flestir að-
komumennirnir frá Bandarikjun-
um eða réttir 1800 talsins og slógu
þeir landann út, þvi tslendingar
voru 1702. Af öðrum þjóðum ber
hæst Vestur-Þjóðverja sem voru
227 og Breta en þeir voru 223. Þeir
virðast ófeimnir að koma hingað
þó þeir eigi i striði við oss mör-
landa. Næstir komu Norður-
landabúar: 192 Danir, 148 Norð-
menn og 116 Sviar. Aðrar þjóðir
áttu færri en 100 fulltrúa hérlend-
is i næstliðnum mánuði.
Af fjarlægum þjóðum sem
sendu hingað þegna sina má
nefna Yemen. Trinidad, Chile,
Costa Riea, Guatemala, Venezu-
ela, tran og Indland. Þá rak hér á
fjörur fimm Kinverja, 6 Norður-
Kórverja og þrjá sem hvergi eiga
rikisfanga. En alls komu til
landsins 3238 útlendingar frá 46
þjóðlöndum. — ÞH