Þjóðviljinn - 16.05.1973, Blaðsíða 1
DJOÐVIUINN
Miðvikudagur 16. mai 1973 — 38.árg. —111. tbl.
ÞAÐ BORGAR SIG
AÐ VERZLA Í KRON
k á
SENOIBÍLASTÖm Hf
BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOSA
Týr
skaut
föstum
skotum
Eins og Þjóðviljinn
skýrði frá í gær halda
brezku landhelgisbrjótarnir
sig einkum á friðaða svæð-
inu undan Norðausturlandi
þessa stundina. Á svæðinu
voru tveir færeyskir togar-
ar, en þeir fóru strax af
svæðinu þegar þeir fengu
skipun þar um.
Bretarnir 40 hífðu allir
þegar varðskipin nálguð-
ust, en gerðu grófar ásigl-
ingartilraunir á varðskipin.
Skaut þá varðskipið Týr
tveimur kúluskotum að
brezku togurunum Mac-
beth H-20log Northern Jew
el GY-1, en þeir höfðu sig
mest í frammi.
Hér er um mjög gróft
brot að ræða þar sem hér er
um algert friðunarsvæði að
ræða.
Frjálslegri
löggjöf um
fóstureyðingar
Umræður um fóstureyðingar —
frjálsar eða takmarkaðar —
skjóta alltaf öðru hverju upp koll-
inum, ekki sizt nú er löggjöf
flestra ianda verður frjáisari i
þessum efnum.
Hér á landi hefur löggjöfin
einnig verið endurskoðuð, frum-
varp að nýjum lögum er væntan-
legt i haust, en tillögur nefndar-
innar, sem endurskoðaði lögin,
verða væntanlega kynntar
almenningi áður en frumvarpið
verður lagt fram, að þvi er Adda
Bára Sigfúsdóttir aöstoðarmaður
heilbrigðismálaráðherra sagði
Þjóðviljanum.
Rauösokkahreyfingin er meðal
þeirra hópa I þjóðfélaginu, sem
talsvert hafa látið sig þessi mál
skipta og vilja lagabreytingar, og
ein úr hópi Rauðsokka, Geröur
Oskarsdóttir, kennari, skrifar i
dag grein i Þjóðviljann og hvetur
til frjálsari löggjafar. Grein
Geröar er á 7. siðu.
Verndari
veiðiþjófa
Reykjavíkur
höfn í gœr
Það vakti athygli
Reykvikinga i gær að hingað
kom inn i höfnina þýzka eftir-
litsskipið Friðþjófur, sem
stundar þá iðju hér við land að
vernda veiðiþjófana
vestur-þýzku. Skipið reyndist
vera með veikan mann að þvi
er ræðismaður Þjóðverja tjáði
okkur i gær. Þegar blaða-
maður kom á vettvang fór
hópur manna um borð i skipið,
en háseti af skipinu gekk i land
með forláta kertisstjaka — og
kerti! Ekki kannaðist ræðis-
maðurinn við þessa muni er
við spurðum hann i gærkvöld.
Hann sagði okkur að ekki væri
nauðsynlegt að fá hér leyfi
nema hjá hafnsögumönnum
fyrir verndarskip veiðiþjóf-
anna. Ekki var veiki maður-
inn illa veikur — var fenginn
til hans læknir um borð i
skipið og veitti hann nauðsyn-
lega aðhlynningu.
Mynd Sigurdór.
í DAG
Áskrifenda-
söfnun
A 8. sfðu blaðsins i dag er
birt viðtal við Halldóru
Kristjánsdóttur, sem er ein
þeirra er forustu hafa fyrir
áskrifendasöfnun Þjóðviljans
i Langhoitshverfi. Fundir hafa
nú verið í öllum hverfaeining-
um Alþýðubandalagsins i
Reykjavik, og verður nánar
greint frá hverfafundunum i
blaðinu á morgun, fimmtu-
dag.
Grásleppa
flutt út?
Verður grásleppan verðmæt
útflutningsvara? Ekki er ólík-
legt að svo verði innan tiðar,
en i grein á bls. 9 er fjallað um
þetta mál.
BELFAST 15/5 — Neöri deild
brezka þingsins samþykkti i gær-
kvöldi að afnema dauðarefsingu á
Noröur-Irlandi. Þyngsta refsing
við moröi verður þvi hér eftir lifs-
tiðarfangelsi.
29 ára gamall mótmæiandi lézt
i öflugri sprengingu sem varð i
bænum Portadown á Norður-Ir-
landi i dag. Sprengjan lagði stórt
hús i rúst og var svo öflug að
heyra mátti hvellinn i margra
milna fjarlægð.
Hægfara þróun
er betri en að láta
auðinn ráða
sagði utanríkisráðherra Tanzaníu við blaðamenn í gær
Tanzania á að verða
sósialískt land og þess
vegna leyfist fjölþjóðleg-
um auðhringum ekki að
hreiðra um sig í landinu.
Efnahagsaðstoð sem ekki
er bundin óaðgengilegum
skilyrðum er velkomin,
hvaðan sem hún kemur. Is-
lendingar gætu eflaust
hjálpar Tanzaníumönnum
með að efla fiskveiðar, og
við megum vænta stuðn-
ings þeirra á hafréttarráð-
stefnunni. Sú borg er góð
þar sem gestur getur ekki
greint á milli fátækra-
hverfa og auðmanna-
hverfa.
Þessi síðasta athugasemd tanz-
aniska utanrlkisráðherrans
Malecela átti við Reykjavik, hann
var mjög hrifinn af því aö verða
hér ekki var við þann mikla
stéttamun sem oft vildi setja svip
sinn á borgir.
Malecelá kvaðst vona að
stjórnmálasambandi yrði komið
á milli Islands og Tanzaniu áður
en langt um liði. Tilefni heim-
sóknar sinnar væri fyrst og
fremst það að ræða við stjórn-
völd, skiptast á skoðunum við
þau, kynna vandamál Afriku og
kynnast lifsháttum annarra
þjóöa. Tanzaniumenn vonuðust
eftir stuðningi islenzku stjórnar-
innar og þjóðarinnar i baráttunni
gegn nýlendustefnunni, en af
henni stafaði allur mesti vandinn
i Afriku. En þar væri i reynd ekki
Framhald á bls. 15.
Valt er yeraldargengið
WASHINGTON 15/5, — Veður
eru nú öll válynd á gjaldeyris-
mörkuðum auðvaldsheimsins.
Gullverðið sem á mánudag
braut 100 dollara múrinn fór i
dag upp i hvorki meira né
minna en 128.50 dollara i
kauphöllinni i Paris og er-það
rúmlega þrefalt hærra en
opinbert gengi guils i Banda-
rikjunum, sem er 42 dollarar
fyrir únsuna.
Á gjaldeyrismarkaðnum i
London var verðið 107 dollarar
þegar opnað var i morgun og
hélt það áfram aö hækka
þegar leið á daginn. Astæðan
fyrir hækkununum er sú, að
auðhringar, oliufurstar og
aðrir f jármálaspekúlantar eru
nú komnir i mikið kapphlaup
um gullið og ryðja dollurum á
markaðinn.
Staða dollarans var verri i
morgun en verið hefur sfðan
gengi hans var fellt I febrúar
sl. og i kreppunni sem fylgdi I
kjölfar þess.
Astæðan fyrir slæmri stöðu
dollarans er talin sú að
greiðslujöfnuður Banda-
rikjanna gagnvart útlöndum
sýndi meiri halla á fyrsta árs-
fjórðungi þessa árs en verið
hefur langan tima. Nam
hallinn 11.227 miljónum
doilara nú.en var aðeins 1616
miljónir dollara á siðasta árs-
fjórðungi siðas|a árs. Hallinn
hefur aðeins einu sinni verið
meiri og var það á þriðja árs-
fjórðungi 1971, en þá var hann
11.930 miljónir dollara.
Þá féllu verðbréf á verð-
bréfamarkaðnum i New York
mikið i gær og hefur verðið
ekki verið lægra i 15 mánuði.
Astæðan fyrir þvi er talin vera
Watergate-málið.
Herbert Stein sem er for-
maður efnahagsráðs Nixons
lýsti þvi yfir I dag, að engin
gengisfelling væri fyrirhuguð
á dollaranum I nánustu fram-
tið. Sagði hann að gróusögur
þar að lútandi væru aðeins til
orðnar fyrir sakir tauga-
veiklunar utan Banda-
rikjanna.