Þjóðviljinn - 16.05.1973, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 16. mai 19731 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15
Ársþing
Framhald af bls. 11.
liðsins og félagsliðanna. Hætt er
við að þeir verði ekki minni að
þessu sinni,og má i þvi sambandi
nefna aö Vals-liðið, sem kemur til
með að eiga 6 til 8 landsliðsmenn
næsta vetur, tekur þátt i Evrópu-
keppninni og vitað er aö liðið
hefur fullan hug á að standa sig
þar,og það næst ekki ef helmingur
liðsins æfir með landsliðinu en
hinn helmingurinn með félags-
liðinu eins og gerðist i fyrra og
kostaði liðið þá Islandsmótið.
Þetta er aðeins eitt dæmi um
það erfiða verkefni sem biður
stjórnar HSt eða þeirra nefnda
sem hún kemur til með að skipa.
Ás atrúarmenn
Framhald af brs. 6.
fylgir, — og séu þó sparaðir
söngvar.
VIII. Ásatrúarmönnum er
heimilt að iðka trú sina á
hvern þann hátt, sem hverjum
hentar, meðan ekki brýtur i
bága við landslög. Forstöðu-
menn, Goðar, eru skyldir til að
veita félagsmönnum þjónustu,
sem krafizt er af prestum
annarra trúarbragða: nafn-
gjöf, unglingavigslu
(fermingu), hjónavigslu,
greftrunarathöfn o.fl. Skylt er
Goða að taka að sér starf
sáttamanns, ef þess er óskáð,
IX. Goði skal leiðbeina um
trúarefni sé þess beiðzt, én
ekki hefur hann beint úr-
skurðarvald i þeim málum.
X. öllum er heimilt að
ganga i félag Asatrúarmanna
en skulu þá um leið segja sig
úr þeim söfnuði, er þeir voru i
áður.
XI. Eðlilegt er að félagið
skiptist i deildir eftir viðhorf-
um e i n s ta k 1 i n g a n n a .
Deildirnar senda mann með
Goðorð til þings, þar sem rædd
eru sameiginleg mál.
XII. Ásatrúarmenn
sameinast um heitið: ,,Hefj-
um til vegs fornan sið og forn
menningarverðmæti”.
Skemmur
Framhald af bis. 3.
kemst engin flugvél fyrir i þessu,
og ekki ætluð til þess.
Nei, þetta er ekki neitt, sem á
skylt við flugskýli, maöur lifandi.
(Rétt er að vekja athygli á þvi, að
upplýsingar frá verktökum ganga
i þá átt, að þarna eigi að vera
hægt að koma inn flugvélum.)
Nú er það ekki ætlunin með
þessum skrifum að ræða þann
lágkúrulega fréttaflutning, sem
ritstjóri Alþýðublaðsins, bergmál
dr. Gylfa, stundar, þá hann fær
að birta skrif sin á forsiðu
blaðsins, þvi fyrir honum vakir
ekki annað en vekja tortryggni
fylgismanna brottfarar hersins af
landinu á þvi, að sá liður mál-
efnasamnings rikisstjórnarinnar
verði framkvæmdur. Brottför
hersins mun, þegar þar að
kemur, afhjúpa andlega smæð
þess manns.
Hitt er alvarlega mál, aö
starfsmenn ráðuneyta skuli geta
, skýrt á svo misjafnan hátt frá
sama máli eftir þvi hvaða viku-
dagur er.
Menn geta vissulega greint á
um hæfni embættismanna til
starfa. Hér verður ekki um það
rætt. En sýnir þetta stutta spjall
við einn embættismannn
þjóðarinnar i viðskiptum við
herinn, ekki nauðsyn þess, að
heinsað sé til i æðstu stöðum
innan kerfisins þegar stjórnar-
skipti eiga sér stað? Er að
nokkru leyti óeölilegt að menn,
sem ráðnir eru af stjórnar-
völdum, sem áttu þá ósk heitasta
aö hér dvelji erlendur her um
aldur og ævi, séu látnir vikja úr
embætti þegar við tekur rikis-
stjórn, sém starfar að þveröfugu
markmiði við það sem embættis-
mennirnir voru ráðnir til?
Annað leiðir til þess, að ráð-
herrar geta ekki treyst sinum
nánustu samstarfsmönnum,
þegar um viðkvæm mál er að
ræða, mál sem ganga þvert á
skoðun embættismannsins.
Það væri þarft verk þessarar
rikisstjórnar, að láta semja lög
sem segði, að æðstu embættis-
menn rikisins, og þá ekki ein-
göngu innan ráðuneyta, gegni
ekki embættum sinum lengur, en
sú rikisstjórn situr, eða sá ráð-
herra, sem þá réð til starfsins, þó
svo að endurráðning hæfra
manna verði ekki útilokuö. -úþ.
Lamdi fólk
Framhald af bls. 16.
skrifa sem urðu vegna
óspektanna.
Fer samþykkt
skólafélagsins hér á
eftir:
„Almennur skólafundur
haldinn i Menntaskólanum á
Akureyri, þriðjudaginn 15.
mai 1973, gerði eftirfarandi
samþykkt:
t tilefni af komu brezka
eftirlitsskipsins Othello til Ak-
ureyrar mánudaginn 14. mai
safnaðist saman töluverður
hópur fólks til að mótmæla si-
felldum yfirgangi og sjórán-
um Breta i islenzkri fiskveiöi-
lögsögu.
Lögreglan á Akureyri mein-
aði mótmælendum að fara
niður að brezka skipinu.
Þegar mótmælendur vildu
ekki una þvi gerræði gerðist sá
einstæði atburður að lögreglu-
mennirnir réðust á fólkið og
börðu á þvi með kylfum. Spyr
fundurinn, hvorn aðilann, Is-
land eða Bretland, styður is-
lenzka rikisvaldið i land-
helgisdeilunni.
Jafnframt-þvi skorar fundur-
inn á islenzku rikisstjórnina
að setja þegar i stað bann við
afgreiðslu eftirlitsskipa sem
aðstoða erlenda veiðiþjófa i is-
lenzku landhelginni.
Að lokum skorar fundurinn
á Islendinga að standa fast á
rétti sinum og snúast gegn
hvers konar ræfildómi við
brezka og v-þýzka sjóræn-
ingja”.
I stuttu viðtali við einn nem-
enda MA kom fram, að 50—60
manns hafi farið fram bryggju
þá sem brezka eftirlitsskipið
lá við. Voru mótmæli fólksins
algjörlega óskipulögð. Þegar
hópurinn sá lögreglumenn-
ina við skipið, 5 eða 6, tók
fóíkið höndum saman og gekk
fram bryggjuna. Skipti þá
engum togum að lögreglan
réðst að hópnum með kylfurn-
ar á lofti og barði á mann-
skapnum. Meðal annars tók
einn filefldur lögregluþjónn
einn nemanda MA upp að slð-
unni og spurði hann hvort
hann ætti að lemja hann.
Nemandinn sagði að hann
skyldi gera þaö ef honum þætti
þurfa. Það hefur lögreglu-
manninum þótt þurfa, þvi
hann lamdi drenginn með það
sama.
Það er þvi spurning, hvort
það hafi verið lögreglan sem
var með óspektir við komu
Othello umfram aðra borgara
Akureyrar? - úþ
Nixon
Framhald af bls. 16.
kaupa á sloti sinu i San Clemente
i Kaliforniu. Segir blaðið að fé
þetta hefi verið lagt inn á leyni-
legan bankareikning af Herbert
Kalmbach sem hafði umsjón með
kosningasjóði Nixons í kosning-
unum 1972 en þá var peningum
veitt til njósnanna I Watergate
eins og öllum er kunnugt.
Blaðið kveðst hafa þessar upp-
lýsingar úr skýslu sem FBI á að
hafa unnið samkvæmt skipun frá
þingnefnd. Einnig segir blaðið að
maður úr FBI hafi skýrt þvi frá
að töluverð upphæö hafi verið
notuð til kaupa ásveitasetri for-
setans.
Eins og vænta mátti hljóp
Ziegler blaðafulltrúi Nixons fram
fyrir skjöldu og kvað þetta ill-
gjarna lygi frá rótum.
Hægfara þróun
Framhald af bls. 3.
sérafriskt vandamál á ferö, held-
ur almennt heimsvandamál, þar
sem virðing og frelsi mannsins
ætti i hlut. Ekki væri að furða að
Afrikumenn vildu efla sér hag-
stætt almenningsálit i Evrópu-
löndum, þvi þar væri stuðningur
sem kæmi að notum i sjálfstæðis-
málunum.
Varðandi landhelgismálið
sagðist Malecela lita svo á, að það
væri ekki sérislenzkt mál, heldur
miklu almennara aö svo miklu
leyti sem um væri að ræða spurn-
inguna um að þjóðir ættu sjálfar
að fá að ráða auðlindum sinum,
en sú væri einmitt stefna Tanzan-
iumanna. Benti hann á, að til eru
Afrikuþjóðir sem fært hafa út
fiskveiðilögsögu sina. Var svo að
skilja að Tanzaniumenn mundu
styðja þá almennu stefnu i fisk-
veiðimálum sem Islendingar
berjast fyrir á væntanlegri haf-
réttarráðstefnu. Taldi utanrikis-
ráðherrann að málstaöur Islend-
inga væri þeim mun betri sem hér
er um lifshagsmunamál aö ræöa.
Sjálfir eiga Tanzaniumenn að-
gang aö fiskimiðum i Indlands-
hafi undan ströndum sinum sem
ennþá eru ekki nýtt nema á frum-
stæðan hátt. Einn Islendingur
mundi vera i Tanzaniu á vegum
Matvæla- og landbúnaðarstofn-
unar Sameinuöu þjóðanna að
segja til i sjávarútvegi, en á þessu
sviði væru miklir möguleikar á
tvihliða samvinnu. Islendingar
gætu lagt þarna mikið af mörkum
vegna þekkingar sinnar og
reynslu, og hefur þetta atriöi bor-
ið á góma i viðræðum tanzanisku
gestanna við islenzka ráðamenn.
Kinverska járnbrautin
er góð
Það hefur vakið mikla athygli
að Kinverjar eru aö leggja járn-
braut frá strönd Tanzaniu og
langt inn i land, og var utanrikis-
ráðherrann spurður um þessa
framkvæmd.
— Alþjóðabankinn sagði nei!
Aðilar á Vesturlöndum sögðu nei!
Kinverjar sögu já! Bankamenn
og aðrir þeir sem fjármagni stýra
á Vesturlöndum vildu ekki lána fé
til járnbrautarinnar þar sem hún
„borgaöi sig ekki”, en við þurft-
um á henni aö halda. Kinverjar
hjálpuðu okkur þegar mest reiö á,
og við erum fjarska ánægðir yfir
þvi. Likur standa til aö henni
verði lokið á næsta ári, öllum
1,700 kilómetrunum frá Dar-es-
Salaam og upp i Zambiu.
— En hvað þá um hagkvæmn-
ina?
Það kom fram hjá Malecela, að
járnbrautin fer um beztu land-
búnaðarhéruðin sem hingaö til
hafa goldið samgönguerfiöleika,
og hún lægi um svæði þar sem kol
og járn væri i jörðu. Mundi tilvist
hennar stórefla atvinnuvegina.
En auk þess kæmu Zambiumenn
sinum verðmæta kopar til hafnar
án þess að vera upp á kynþátta-
aðskilnaðarsinna og nýlendu-
herra komnir. Átti ráðherrann
ekki orð til að lofa fegurð og ágæti
járnbrautarinnar.
Utanrikisráðherrann lagði
áherzlu á það, að Tanzaniumenn
færu ekki i manngreinarálit varð-
andi efnahagsaðstoð. Hún væri
þegin hvaðanæfa að, nema þvi
aðeins að óaðgengileg skilyrði
fylgdu. Rómaði hann ágæta að-
stoð frá Norðurlöndum.
Sósíalisminn
og úddjamaa
Tanzaniustjórn hefur það á
stefnuskrá sinni að snúa þjóðfé-
lagsþróuninni i landinu á sósial-
iskar brautir. Þess vegna kæmi
ekki til mála að leyfa stórkapital-
iskum fyrirtækjum og fjölþjóð-
legum auðhringum að hreiðra um
sig i landinu. Hins vegar legði
stjórnin stundum i púkk með slik-
um þegar það væri talið rétt. Auö-
magnið mætti ekki ráða feröinni
og bezt væri að aðstoð kæmi eftir
opinberum leiðum. Ráöherrann
lagði áherzlu á þaö, að betra væri
að una við hægfara þróun heldur
en gleypa allt of mikla peninga og
lenda svo i miklum erfiöleikum.
Hugmyndin um úddjamaa var
aðeins kynnt á blaðamannafund-
inum með utanrikisráöherranum
og fylgdarliöi hans, en orðiö er á
swahili og þýðir einhvers konar
samfélag eöa jafnvel fjölskylda.
Hiðforna úddjamaaer endurlifg-
að i sveitabúskap nútimans og
verður þá eins konar samyrkjubú
þar sem fólk hjálpast að við verk
og ber þá meira út býtum en viö
einyrkjuhokur.Mikilsveröast i þvi
sambandi er það að fólk læri að
vinna og vinna saman, notfæri sér
nýjustu tækni og skipti
afrakstrinum þannig á milli sin
að jöfnuður haldist.
Samvinnuhreyfingin er sterk i
Tanzaniu. Til marks um það má
nefna, aö bómull öll og kaffi sem
framleitt er i landinu er selt i
gegnum samvinnufélög.
I hj—
E/TT MORGUNBLAÐ
ER EKK/ NÓG
Það eru að minnsta kosti tvær hliðar á hverju máli.
Fjögur dagblöö af fimm sem gefin eru út í landinu sýna aöeins aöra hlið málanna.
Fimmta blaðið Þjóðviljinn sýnir hina hliðina.
Þess vegna er ekki nóg að kaupa eitt blað.
KAUPIÐ EINNIG ÞJÓÐVILJANN.
MÐVIUINN
VOPN í BARÁTTU VINNANDl FÓLKS
SÍMI 17500.
Ég undirritaður óska eftir að gerast
áskrifandi að Þjóðviljanum
Nafn...............................
Heimili............................
Sendist Þjóðviljanum,
Skólavörðustíg 19, Reykjavík.