Þjóðviljinn - 16.05.1973, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 16.05.1973, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 16. mai 1973 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Fundir hafa tekizt vel AnnaO kvöld, (immtudag, verður 17 . og siðasti umræðu- fundurinn, sem Alþýðubanda- lagiö i Reykjavik efnir til á þess- um vetri. A fundunum hefur jafnan verið einn framsögumaður og siöan opnar umræður. Fundir þessir liafa verið opnir öllu áhugafólki um umræðuefnið hverju sinni og hafa allir verið haidnir i Aiþýðubandaiagshúsinu að Grettisgötu 3. Blaðamaður Þjóðviljans ræddi I gærdag við formann Alþýðubandalagsins i Reykjavik, Þór Vigfússon, um það hversu starfsemi þessi hefði tekizt. Þór sagði: — Ég er mjög ánægður með þessa umræðufundi og það er stjórn félagsins i Reykjavik öll. Fundir þessir hafa farið fram úr öllum vonum okkar. Aðsókn hefur verið mikil yfirleitt, stundum raunar sprengt fundarhúsnæði okkar gjörsamlega. Umræðurnar hafa verið sérdeilis liflegar, og það ánægjulegasta, er kannski Þór Vigfússon. það að fundina hefur sótt fólk á öllum aldri. Annað kvöld er siðasti umræðu- fundurinn, sá 17. i röðinni. Þá talar Ingiberg Magnússon, kennari, um efni sem hann kallar „Myndskoðun og myndagerð i stéttaþjóðfélagi.” Er bragð að þá Bretinn finnur ? 1 brezku biaði ú sunnudag er þvi haldiö fram, að aukin harka sé að færast í aðgerðir gegn veiöiþjófunum á islandsmiðum. Er rætt um táragasnotkun og gúmmikúlur í þessu sambandi. Ennfremur er talið að þessi aukna harka sé til kominn vegna kröfu frá islenzku varðskipsmönnunum, þeir hafi verið óánægðir með yfir- stjórn landheglisgæzlunnar, og er Pétur Sigurðsson, sjóliðsforingi, sérstaklega þar til nefndur. „Kabarett” frumsýndur á sunnudag Söngleikurinn Kabarett verður frumsýndur i Þjóðleik- húsinu n.k. sunnudag, og er það siðasta frumsýning hjá leikhúsinu á þessu leikári. Eins og flestum er kunnugt, þá er Kabarett bandariskur söngleikur, eftir Joe Masteroff og John Kander. Kabarett hef- ur farið sigurför um allan heim á undanförnum árum. Nýlega hefur verið gerð kvik- mynd eftir söngleiknum, sem mikið hefur verið rætt um i fjölmiðlum að undanförnu, og er skemmst frá þvi að segja að hún hefur verið sýnd viða um lönd við metaðsókn. Kabarett hlaut mörg Óskarsverðlaun við siðustu verðlauna-úthlutun i Bandarikjunum, en mest var samt rætt um hina ungu leik- konu Lizu Minelli, sem leikur aðalhlutverkið og þykir frá- bær i þessari mynd. Þýzki leikstjórinn Karl Vibach stjórnar Kabarett i Þjóðleikhúsinu, en hann svið- setti einnig Fást á fjölum Þjóðleikhússins fyrir tveimur árum. Þess má einnig geta, að Róbert Arnfinnsson hefur leikið undir stjórn hans i Þýzkalandi bæði i Zorba og um þessar mundir i Fiðlaran- um á þakinu. Karl Vibach er nú talinn einn af þekktustu ieikstjórum i Vestur-Þýzka- landi, og nýtur hann mikilla vinsælda þar i landi um þessar mundir. Leikmyndir eru gerðar af Þjóðverjanum Ekkehard Kröhn, en þetta er i fjórða skiptið sem hann gerir leik- myndir fyrir Þjóðleikhúsið, Fást, Höfuðsmaðurinn frá Köpenick, Túskildingsóperan Þetta myndarlega hús er eitt af þvl sem islenzkir aöalvcrktakar eru að byggja fyrir herinn f Miðnes- heiði. (Ljósm. AK) Þessi mynd er tekin á æfingu á „Kabarett” fyrir skömmu. Fremst fyrir miðju sést Bessi Bjarnason, en hann leikur aðaihlutverkið I leikn- um. og nú Kabarett. Ballettmeist- arinn er einnig frá Þýzkalandi og heitir hann John Grant. Hann hefur unnið mikið með Karl Vibach við æfingar á dansatriðum. Hlutur hans er mjög stór á þessari sýningu, þar sem dansatriði eru bæði mörg og mjög vandasöm. Aðalhlutverkið, skemmti- stjórinn, er leikið af Bessa Bjarnasyni; aðal kvenhlut- verkin eru leikin af Eddu Þórarinsdóttur, Herdisi Þor- valdsdóttur og Sigriði Þor- valdsdóttur, og leikararnir, Sigmundur örn Arngrimsson, Baldvin Halldórsson og Hákon Waage fara allir með stór hlutverk i leiknum. Auk þess koma margir dansarar fram i ýmsum hlutverkum,og félagar úr Þjóðleikhúskórnum leika og syngja með. Aðstoðarleikstjóri er Gisli Alfreðsson, en Garðar Cortes stjórnar hljómsveitinni. Carl Billich hefur æft söngvara og kórfélaga ásamt hljómsveit- arstjóranum, en þýðing leiks- ins er gerð af Óskari Ingi- marssyni. Eins og fyrr segir verður Kabarett frumsýndur n.k. sunnudag, þann 20. mai Viðtöl við embœttismann SKEMMUR, EKKI SKÝLI Fréttamaður Þjóðviljans var staddur suður í Kefla- vík um helgina. Þar frétti hann eftir áreiðanlegum heimildum, að fyrirhugað væri að reisa fjögur flug- skýli á vegum hersins í sumar. Þetta þótti frétta- manninum með ólikindum. Því var það, að á mánu- dagsmorgun hringdi frétta- maðurinn í þann mann sem gerst má vita hvað verið er að vinna að í herstöðinni, Pál Ásgeir Tryggvason, formann varnarmála- nefndar og deildarstjóra í varnarmáladeild utanríkis- ráðuneytisins, og spurðist fyrir um flugskýla- bygginguna þar syðra. Hér fer á eftir það sem á milli fréttamanns og em- bættismannsins fór á mánudagsmorguninn: — Er rétt að herinn sé búinn að semja við Islenzka aðalverktaka að byggja fyrir sig fjögur flug- skýli? — Nei, rangt. — Ekkert leyfi veitt til sllkra bygginga? — Það eru bara smáviðbætur, af hagkvæmnisástæðum, en engin flugskýli. Þetta er nú svona eins og þú veizt. Það vex nú mönnum alltaf i augum þegar sagan berst frá manni til manns. Þriðjudagur — Ertu búinn að sjá Alþýðublaðið i dag? (Aiþ.bl. birtir frétt á for- siðu þar sem segir frá byggingu fjögurra flugskemma og hefur fengið staðfestingu á þvi meðal annars hjá Páli Asgeiri Tryggva- syni, daginn áður, þ.e. á mánu- daginn.) Hvernig lizt þér á? — Já, sko, það er að visu rétt. Þetta eru smáskemmur. En þetta eru ekki flugskýli. — Ekki flugskýli? — Nei, nei, nei, nei, nei. — Ef hver skemma er 400 fer- metrar að stærð, þá eru þetta nú annað og meira en einfaldar skemmur? — Það held ég aö sé nú ekki alveg rétt, ég man það nú ekki svo ná- kvæmlega. Ég held að þær séu nú ekki svo stórar. Ég man eftir þvi, að ein var til þess að setja inn i hana þrýstiloftshreyfla, þegar þeir eru i viðgerð og til að draga úr hávaöa, en við höfum oft kvartað yfir þvi, að hávaði sé mikill, þegar verið er að gera við hreyflana. Slikar skemmur eiga að einangra hljóðið frá hreyflun- um. — Er það rétt, sem sagt er i Alþýðublaðsfréttinni, að fram- kvæmdir hafi aldei verið meiri innan herstöðvarinnar en siðast- liðin tvö ár? — Það er alveg rétt. Það er vegna flugbrautarinnar. Það er sáralitið af öðrum framkvæmdum. Flug- brautarlengingin yfirskyggir allt- saman (Rétt er að vekja athygli á þvi, að ísl. aðalverktakar eru nú að vinna milli 15 og 20 verk fyrir herinn.) — En þetta eru sem sagt skemmur en ekki skýli sem verið er að byggja. — Alls ekki skýli. Maður mundi kalla þetta skemmur. Það á ekkert skylt við flugskýli. Enda Framhald á bls. 15.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.