Þjóðviljinn - 16.05.1973, Blaðsíða 2
2.SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN MiBvikudagur 16. mat 1973
LITLI
GLUGGINN
FL0T 3L. GaXP*
Nú fer að styttast i sumarfriin. Við vonum að það
verði eins skemmtilegt hjá ykkur og hjá henni
Svanhildi.
Þetta er mynd af honum Sigga. Hann er nýbúinn að
eiga afmæli og er nú orðinn 6 ára. Helgi, sem er að
verða 6 ára, teiknaði myndina.
Við hittum þær fyrir utan einn leikvöllinn. Þær voru
á leiðinni heim og heita Diana Ivarsdóttir 5 ára og
Emilia Guðjónsdóttir 10 ára.
Til hvers eru leikvellir?
Nokkrar rólur, vegasölt, ein
rennibraut, sandkassi og klifur-
grind, ekki grasstrá , gráir múr-
veggir, hvergi skot, hvergi skjól.
Til hvers skyldu svona staðir vera
ætlaðir? Hvað ætlast leikvalla-
nefnd til að gert sé þarna? Skyldu
fullorðnir láta bjóða sér slíka staði
til sinna tómstundaiðkana?
Hver á leikvellina?
Hver á að ráða þvi hvernig
þessir staðir lita út? Þeir sem eiga
að leika sér þarna eða einhver
nefnd skipuð fulltrúum stjórn-
málaflokka? Á umsjónarmaður
leikvalla að sjá um að þetta sé
svona?
Litli glugginn krefst fyrir hönd
lesenda sinna að viðkomandi aðilar
geri grein fyrir skoðunum sinum
og sinum tillögum til úrbóta og
mun með ánægju kynna lesendum
sínum það.
50 milna landhelgi er krafa okkar og þessa mynd hefur Ketill Sigurjóns-
son, 6 ára, sent okkur. Við þökkum þér kærlega fyrir.Ketill.