Þjóðviljinn - 16.05.1973, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 16. mal 1973
„Holdið má ei fyrir utan kross öðlast á himnum dýrðar hnoss.” Myndina tók Kristján Sigvaldason á
páskatónleikum Megasar.
Páskatónleikar
MEGASAR
A laugardaginn fyrir páska hélt
Megas (Magnús Þór Jónsson)
ásamt með Megaplastpislar-
bandinu söngskemmtun i Galleri
Súm við Vatnsstig. Húsfyllir var,
þrátt fyrir það að konsertinn hefði
ekki verið auglýstur öðruvisi en
að kunningjar Megasar létu
fregnina ganga á milli sin, og
skemmtu áhorfendur sér hið
besta.
Megas er áður vel kunnur af
hljómplötu, sem kom út i fyrra og
var hljóðrituð i Osló. Sú plata,
sem er meö ljóðum og lögum eftir
Megas og.' sungin af honum
sjálfum við undirleik norskra
hljómlistarmanna, hefur rokselst
og þarf þvi væntanlega ekki að
kynna hana að ráði. A henni eru
meðal annars söngvar um ýmsar
persónur og fyrirbæri islenska
þjóðfélagsins bæði fýrr og nú,
auk hins sniðuga súrreliska ljóðs
um ástir og örlög eyjólfsbónda,
kvæðisins um gamla sorri grána,
sem Dýraverndunarfélagið ætti
að taka upp sem baráttusöng,
nýrrar útlagningar á þeirri
frægu sögu um hvalinn Moby
Dick, og fleira og fleira. Auk
plötunnar hefur Megas nokkrum
sinnum komið fram á samkomum
ýmissa félaga, en fyrst mun hann
hafa vakið verulega aimennings-
athygli fyrir nokkrum árum i
Norræna húsinu, þegar þar var
haldin kvöldvaka nokkurra
ungra og róttækra skálda og
lagasmiða, og var þá troðið hús út
úr dyrum.
Konsertinn núna um páskana
mun vera sá fyrsti, sem Megas
stendur einn fyrir opinberlega en
þá flutti hann nokkur þeirra laga,
sem hann sjálfur hefur samið við
Passiusálmana. Flestir Is-
lendingar munu sammála um að
sálmar þessir séu meðal þess
magnaðasta, sem ort hefur verið
á islenska tungu, alveg án tillits
tii þess hvort hinir sömu telja sig
meira eða minna eða alls ekki
kristna. Þessi virðing fyrir
Passiusálmunum er árlega stað-
fest með upplestri þeirra i rikis-
útvarpið. Sá upplestur hefur verið
misjafn, eins og vænta mátti.
Einstakir lesarar hafa þulið
þessar römmu hendingar
aftanfrá timum Tyrkjaránsins i
sætsúpulegum læputón, en aðrir
hafa reynt að.leggja i lesturinn
eitthvað af þeim feiknum, sem
maður veit og skilur aö búið hafa i
sál séra Hallgrims og aldar hans.
Á þetta virðist mér Megas hafa
lagt megináhersluna i túlkun
sinni á Passiusálmunum. 1 lögum
hans við þá, sem og annarri tón-
list hans, kennir margra grasa,
þar á meðal áhrifa frá gamalli
þjóövisnatónlist engilsaxneskri,
-- sem Bob Dylan lærði einnig af, en
Öðrum tilfellum er seilst aftur i
^a^gegnum timabil þýsku róman-
'v tikurinnar til kirkjusöngsins eins
og ætla má að hann hafi veriö hér
á landi fyrir hennar tið. I lögum
sinum viö sálmana reynir Megas
að túlka þá bólgnu grimmd og
þann grófa hrottaskap er þeir
lýsa, þar sem saman blandast
svik, bleyðuskapur, fórnarlund,
Migist, örvænting, kvalafull
^Sftaka, harmur, kynjar. Jafn-
framt verður hér að hafa i huga
öld sálmaskáldsins sjálfs, öld
sem þrúguð var af hræðslu við
skrfmsli, galdur, hungur, pestir
og^tiundtyrkja. En hætt er við að
sú túlkun, sem tekur mið af
þes^jj hvorutveggja, timum
Halígrims og þess er hann orti
um, Mti látið óþægilega i sljóum
eyfum- borgaralegra dusilmenna
nútffnans.
Fyríý- utan texta og lög virtist
mér'síöngur Megasar sjálfs gefa
flutnipgnum mjög aukið gildi, en
túlkún hans er i senn áhrifamikil
og persónuleg. Sérstaklega hafði
ég gaman af flutningi hans á
tólfta sálmi, um iðrun Péturs, og
þeim tuttugasta og fimmta, um
útleiðsiu Kristí úr þinghúsinu.
Megas lék sjálfur undir er hann
söng þá sálma og fleiri, á gitar og
munnhörpu, og fannst mér
svörgulsleg hljóð munn-
hörpunnar samsamast einkar vel
þunglyndislegum hrottaskap
efnisinsog þrúguðum galdrinum i
hrynjandinni. Flutningur sálm-
anna þar sem Megaplastpislar-
bandið (Siggi, lead-gitar, Dóri,
rytmagitar, Diddi, bassi, og Gaui,
slagverk) lék undir tókst miður,
sökum þess helst að þaö hafði
fullhátt og yfirgnæfði Megas.
En þar mun að einhverju leyti um
að kenna miður góðu hátalara-
kerfi, sem og þvi að Galleri Súm
mun ekki hafa verið innréttað
sem konsertsalur. Þess ber þó að
geta að á köflum að minnsta
kosti var samleikurinn mjög
góður, en dreifð uppröðun hljóm-
sveitarinnar gerði henni ókleift
að mæta óvæntum hlutum eins og
feilinnkomu sólóista. — Sjálfur
hefur Megas áhuga á að leggja i
framtiðinni meiri áherslu á
,,beat-”ið, það er að segja
flutning með hljómsveit.
Svo að vikið sé fáeinum oröum
að ferli Megasar, þá fór hann að
spreyta sig á tónsmiðum áður
en hann hafði slitið barnskónum.
Þrettán ára gamall samdi hann
djasslag við Faðir andanna. ,,Þá
var ég trúaður,” segir hann, ,,eða
trúði þvi að minnsta kosti að það
væri einhver þarna uppi, sem
gæti látið koma eldingu. Svo
þegar ég var eitt sinn svikinn um
lag með Elvis Presley i óska-
lagaþætti, þá langaði mig til að
sýna honum þarna uppi, að ég
gæti kannski þrumað dálítið
líka.”
Megas segist enn meta Presley
mikils, sérstaklega fyrir sum
fyrstu lög hans. „Passlusálma-
lögin við númer átta og tólf eru
raunar rokklög, einskonar tribjút
til gamla Presleys, mér fannst
hann eiga það hjá mér,” segir
Megas. Þaðan lá leiðin i klassiska
tónlist. ,,Ég var i klassiskri orgiu
frá landsprófi og framyfir
stúdentspróf, en fékk þá timbur-
menn og hætti. Og fyrsta platan,
sem þá varð fyrir mér var
Bringing It All Back Home með
Bob Dylan.”
Það fer ekki leynt að Megas
hefur mjög gengið i smiðju til
Dylans og annarra þjóðvisna-
söngvara miklu eldri i Vestur-
heimi, auk sem hann hefur sótt
mikið i djassinn, blues, rokkið og
svo framvegis. En hann hefur
engu siður stúderað islensk
þjóðlög og rytmann i fornum
kveðskap islenskum, ekki sist
dóttkvæðunum. Allt þetta og
fleira kemur saman i list
Megasar, frumlegri, einstakri,
göldróttri, persónulegri. Þar er
auðvelt að greina áhrif héðan og
þaðan, en hvergi neitt, sem hægt
er að kalla beina stælingu. Og
geri aðrir betur. Þegar maður
hlustar á glefsur ur islenskri tón-
list allt frá þeirri tið er Jónas
Hallgrimsson var búinn að telja
okkur trú um að okkar þjóðlega
tónlist væri ljót, freistast maður
stundum til þess að halda að
framlag okkar til tónsmiða siðan
þá sé ekki mikið annað en dapur-
leg stæling á þýskri klassik og
rómantik og enn ámáttlegri
endurómur af engilsaxneskri
þjóðvisna- og dægurtónlist.
Þess má að endingu geta að
Megas á margt fleira i poka-
horninu en hér hefur verið getið
um. Þar á meðal má nefna söng
um gasstöðina gömlu við Hlemm-
torgið, sem felur i sér þjóðfélags-
lega gagnrýni og er einstaklega
útsmoginn og martraðarkenndur.
Þá má nefna Komdu og skoðaðu i
kistuna mina, sem enginn skyldi
þó ætla að væri nýtt lag við gamla
textann, heldur er hér um að ræða
nútima draugavisur, og var ekki
seinna vænna að sú þjóðlega bók-
menntagrein væri vakin upp
aftur. Þessir söngvar og fleiri
verða væntanlega i bók, sem
kemur á næstunni út hjá Súr, en i
þeirri bók verða textar eftir
Megas, ásamt nótum og mynd-
skreytingu, en hann er snjall
teiknari og listmálari með meiru.
Miðað við þær vinsældir, sem
Megas hefur þegar hlotið meðal
stórs hóps ungs fólks og raunar
margra af eldri kynslóðunum
lika, hlýtur maður að furða sigá,
hve sjaldan hans hefur orðið vart
i fjölmiðlum þeim, þar sem
söngur er túlkaður, hljóðvarpi og
sjónvarpi. I þvi fyrrnefnda hefur
hann sjaldan heyrst, en aldrei
sést eða heyrst i þvi siðarnefnda,
ef undirritaður man rétt. Vonandi
sjá téöar stofnanir snarlega sóma
sinn i þvi að gera hér á bragarbót.
blaðsins við hverjum vanda sem
upp kom i þjóðfélaginu. Keypti
ritstjórinn þá land nokkurt við
Hveragerði, nokkuð frá þeim stað
sem gamli vegurinn lá.
A þessum tima mun einnig hafa
verið unnið að staðsetningu nýs
vegar austur fyrir Fjall.
Framkvæmdamaðurinn
Eyjólfur Konráð lét hendur
standa fram úr ermum og fékk
þar til lærða menn að skipuleggja
Aðalfundur
Tollvöru-
geymslunnar
Aðalfundur Tollvörugeymsl-
unnar h.f. var haldinn að Hótel
Loftleiðum föstudaginn 4. mai
1973. Fundarstjóri var kjörinn
Þorsteinn Bernharðsson og fund-
arritari Helgi K. Hjálmsson.
I upphafi fundarins minntist
stjórnarformaður Tollvöru-
geymslunnar h.f., Albert Guð-
mundsson, Sigurliða Kristjáns-
sonar, kaupmanns, sem verið
hefur i stjórn félagsins frá stofn-
un til dauðadags. Fundarmenn
risu úr sætum i virðingarskyni.
Stjórnarformaður, Albert Guð-
mundsson, flutti skýrslu um störf
stjórnarinnar. Helgi K. Hjálms-
son, framkvæmdastjóri, flutti
skýrslu um starfsemi félagsins og
skýrði reikninga þess. Kom
fram að verðmæta-aukning þess
vörumagns, sem fór i gegnum
Tollvörugeymsluna h.f. á s.l. ári,
nam um 28%.
1 stjórn félagsins fyrir næsta ár
voru kjörnir:
Albert Guðmundsson, stórkaup-
maður, Hilmar Fenger, forstjóri,
Einar Farestveit, forstjóri, Jón
Þór Jóhannsson, framkvæmda-
stjóri, Bjarni Björnsson, for-
stjóri.
í varastjórn voru kjörnir: Þor-
steinn Bernharðsson, forstjóri,
Óttar Möller, forstjóri.
Stjórn Tollvörugeymslunnar
h.f. hefur haldið fyrsta fund sinn
og skipt með sér verkum þannig:
Formaður er Albert Guðmunds-
son, varaformaður er Hilmar
Fenger og féhirðir er Einar
Farestveit.
Framkvæmdastjóri Tollvöru-
geymslunnar h.f. er Helgi K.
Hjálmsson, viðskiptafræðingur.
Þakkir
W aldheims
Utanrikisráðherra barst i
dag svohljóðandi simskeyti
frá Kurt Waldheim fram-
kvæmdastjóra Sameinuðu
þjóðanna:
„Eftir að hafa lokið opin-
berri heimsókn minni á
tslandi vil ég flytja yður kærar
þakkir fyrir itarlegar við-
ræður sem við áttum meðan á
heimsókninni stóð um marg-
vísleg málefni sem varða bæði
Sameinuðu þjóðirnar og
tsland.
Stuðningur tslands við mál-
stað S.þ. er mér mikil
hvatning i viðleitni minni við
að gera S.þ. að virkara afli til
framdráttar friði og öryggi.”
Utanrikisráðuneytið,
Fteykjavik, 14. mai 1973.
land bænda.
' Ekki mun þýða fyrir landslýð-
inn aö gægjast i skattskrána til að
sjá hverju mikið gjöld Morgun-
blaðsritstjórans hafa hækkaö við
þessa bótagreiðslu, þvi eignarrétt
mun hann hafa haft á landi þessu
i meira en 5 ár, og heitir þá eign-
arbreyting þegar selt er, og ekki
skattskylt.
Það er margs að gæta i fjár-
málaheiminum! —úþ
280 nemendur í Tón-
listarskóla
Tónlistarskóia Kópavogs var
slitið s.l. laugardag. Á þessu
starfsári voru kennarar 15 talsins
auk skólastjóra. Nemendur voru
280.
Starfsáriö var hið blómlegasta
og fjöldamargir nemendur komu
við ýmis tækifæri fram á vegum
skóiajis. s.s. á sjálfstæðum tón-
leikum H barnatíma útvarpsins, á
^JjýnleHcaferðúm úti á landi o.fl.
"Skölastarfinu lauk svo með
Kópavogs
tvennum vortónleikum, sem
haldnir voru i aprillok.
Með þessum skólaslitum var
lokiö 10. starfsári skólans og um
leið brautskráðist með miklum
ágætum fyrsti nemandi frá
skólanum, ölöf Kolbrún Harðar-
dóttir, sem nam einsöng hjá
Elisabet Erlingsdóttur. Mun hún
halda tónleika i húsakynnum
skólans að Alfhólsvegi 11, Kópa-
vogi, miðvikudaginn 16. mai n.k.
kl. 21.00.
Dagur Þorleifsson.
Það er ekki sama
Jón og séra Jón
Menn eru nokkuð mislunkir við
að hljóta peninga. Blað fram-
sóknarmanna i Suðurlandskjör-
dæmi, Þjóðólfur, skýrir frá þvi,
að bætur til handa bændum, sem
lönd áttu að Suðurlandsveginum
nýja, hefðu verið 3 krónur á fer-
metrinn. Einn fékk þó sýnu
meira, enda ekki búandmaður i
sveit. Er þetta Eyjólfur Konráð
Jónsson Morgunblaðsritstjóri, en
hann fckk 34 krónur i bætur fyrir
fermeterinn.
Það var fyrir fáum árum að
Eykon þeSsi fékk þá hugmynd að
reisa módel við Hveragerði. Var
þetta á þeim tima sem hlutafélag
voru lausnarorð á siðum Morgun-
módelsvæðið. Siöan lagðist áhu
inn fyrir, þvi meira var ekki ;
unnið.
Næsti iiður i þessari gróðasöj
er sá, að veginum var endanlej
valinn staður, og vakti það J
nokkra furðu manna að vegurir
var sveigður inn að landi Eykoi
og yfir það I neðstu sneiðingunu
gegnt Hveragerði. Væri þó h
mesta ósvifni að ætla að Eykr
hafi haft minnstu hugmynd um ;
svo færi með veginn.
Astæðan fyrir þvi að ritstjórir
fær 34 krónur fyrir fermeterinn
sama tima og bændur fá 3 krónu
er að sögn vegamálastjóra sú,;
land hans var skipulagt, en ek