Þjóðviljinn - 16.05.1973, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 16. mai 1973
ÁSKRIFENDASÖFNUN ÞJÓÐVILJANS
,Setjum markið hátt’
Hátíöin haldin þrátt fyrir
erjur í margklofinni
æskulýöshreyfingu
Annað mót í Vestur-Berlín samtímis
Frakkinn Jacques Vidal er for-
maður alþjóðlegu undirbúnings-
nefndarinnar fyrir mótið i Berlin.
Dagana 28. |úli til 5.
ágúst í sumar verður haldið
i Berlín alþjóölegt æsku-
lýðsmót. Sams konar æsku-
lýösmót var haldið í höfuð-
borg DDR árið 1951. Undir-
búningurer þegar í fullum
gangi.
Alþjóðleg mót æskufólks og
stúdenta hófust i Prag árið 1947
og voru siðan haldin reglulega á
tveggja ára fresti allt til 1961.
Voru þau öll haldin i höfuðborg-
um rikja Austur-Evrópu nema
mótin 1959 og 1961 sem voru hald-
in i Helsinki og Vinarborg. Mótið
sem átti að vera 1963 i Alsir, fórst
fyrir af innanrikispólitiskum
ástæðum.
Æskulýðssamtök i sósialiskum
rikjum áttu mestan þátt i skipu-
lagningu þessara móta, en æsku-
fólk frá þriðja heiminum kom þar
einnig mjög mikið við sögu. Vin-
slit Sovétmanna og Kinverja öliu
mikilli úlfúð milli margra þeirra
samtaka, sem að mótum þessum
stóðu, og eftir Vinarmótið hefur
aðeins eitt slikt mót veriö haldiö
— i Sofiu, höfuöborg Búlgariu,árið
1968.
Islendingar fjölmenntu á þessi
mót um hrið — einkum á árunum
1951—57.
I grein i finnska blaðinu Nýjum
tima segir um þetta mót, að aust-
urhluti Berlinar verði mestallur
undir það lagður. Humboldthá-
skólinn og Bebeltorg verða mið-
stöð fyrir baráttu gegn heims-
valdastefnu. 1 nánd við hiö mikla
sjónvarpsmastur fara fram
ýmislegar göngur og fundir til að
lýsa samstöðu ungs fólks i ýms-
um löndum. Menningardagskrár
verða fluttar viða, bæði utan húss
og innan — og verður ýmsum
aðalgötum borgarinnar (Karl
Marx-stræti, Liebknechtstræti og
Unter den Linden) lokað fyrir
umferð meðan á mótinu stendur
til að menn geti skemmt sér betur
og stundað á „uppákomur”.
FDJ, æskulýðssamtökin i DDR,
hafa unnið mikið starf aö undir-
búningi þessa móts. Viða er efnt
til sjálfboðastarfs, bæði til aö full-
gera leikvanginn, þar sem opna á
mótið og svo til að safna i sjóð
sem varið verður til aö kosta
þetta mikla fyrirtæki.
Aðurnefnd grein gefur ekki
yfirlit um þátttöku i mótinu. En
vitað er t.d. að frá Vestur-Þýzka-
landi kemur sendisveit ungs fólks
sem fyrirfram er skipt i tvo hópa
— annar styður dagskrá og mark-
mið mótsins, en hinn leggur
áherzlu á að hann vilji „plural —
isma”— það er að segja meira
pólitiskt og menningarlegt val-
frelsi en hann telur Austur-
Þýzkaland hafa upp á að bjóða.
Auk þess munu ýmisleg vestræn
æskulýðssamtök efna til annars
æskulýðsmóts i Vestur-Berlin.
Áskrifendasöfnun Þjóðviljans er i fullum
gangi um þessar mundir, og með hverfa-
fundunum sem nú er nýlokið hófst nýr áfangi i
henni. Nú eru hverfasamtökin komin til leiks,
og er nú óðum að hef jast starf i hverfunum.
Við birtum nú og næstu daga viðtöl við það
fólk sem hefur með höndum umsjón með
söfnuninni i hverfunum.
Halldóra Kristjánsdóttir af-
greiðslustúlka i Bókabúð Máis
og menningar hefur með
höndum stjórn áskrifenda-
söfnunarinnar i Laugarnes-
hverfi. Við ræddum stuttlega
við hana um söfnunina og
hvernig henni yrði hagað.
— Við ætlum aö kalla saman
hverfisfund i kvöld (miðviku-
dag) að Grettisgötu 3, þar sem
við reynum að ná saman þeim
sem áhuga hafa á að gera eitt-
hvað raunhæft i þvi að efla
Þjóðviljann. Annars er starfið
allt á undirbúningsstigi, en
við höfum rætt það i stjórn
hverfasamtakanna og höfum
einsett okkur að setja markið
hátt. Það þarf að gera stórt
átak, og við erum staðráöin i
að safna fjölda nýrra áskrif-
enda.
— Hvernig leggst þetta starf
svo i þig?
— Ég er bjartsýn. Ég vil
skora a alla félaga i Alþýðu-
bandalaginu að gera nú raun-
hæft átak til að fjölga áskrif-
endum Þjóðviljans, þvi aö ef
fólk vinnur saman aö ein-
hverju málefni hlýtur það að
bera árangur.
FDJ skipuleggur frídagavinnu ungs fólks m.a. til að fullgera leikvang þann sem mótið veröur sett á.
I ALÞJÓÐLEGT ÆSKULÝÐSMÓT I BERLÍN:
Límmerki
herstööva-
andstæö-
inga komiö
Nú er komin til landsins ný gerð
af merki Samtaka herstöðvaand-
stæðinga. Er hér um að ræða
sama merkið og dreift var i fyrra,
nema hvað nú hefur verið gert
limmerki þannig að hægt er að
i'.na það á föt svipað og land-
l.elgismerkin sem annar hver
maður ber i barmi eða á öxl.
Merkið er gert af Hildi Hákonar-
dóttur og er i bláu, rauðu og hvitu.
Áletrunin á þvi er Herinn burt.
Merkið fæst á skrifstofu Sam-
taka herstöðvaandstæðinga i
Kriskjustræti 10, en þar er opið
milli 15 og 19 daglega og siminn
23735. Það fæst einnig i Bóksölu
stúdenta og i Bókabúð Máls og
menningar. A sömu stöðum og i
verzlununum Blóm og myndir og
Bókin á Skólavörðustig má
einnig fá plakatið sem Samtök
herstöðvaandstæðinga létu gera
eftir teppi Hildar Hákonardóttur.
Við heitum á alla herstöðvaand-
stæðinga að kaupa merkið og
bera það. Með þvi styrkist jafnt
málstaður og fjárhagur sam-
takanna.
Gunnar Gunnarsson
Útvarpsskák
Noregur
— ísland
A föstudaginn hefst útvarps-
skákkeppni Noregur-lsland.
Fyrir íslendinga keppir Gunnar
Gunnarsson, bankamaður. Hann
hefur þegar verið erlendis nokk-
urn tfma, og hafa keppinautarnir
teflt nokkra byrjunarleiki. Is-
lenzku blöðin munu mörg hver
fylgjast með útvarpsskákinni og
birta leiki úr henni.
LONDON — Bretland á nú viö
mikinn vatnsskort að glima og
getur ástandið orðið alvarlegt
þegar fer að hausta, fari svo sem
horfir. Þó að úrkoma hafi verið
talsverð á stórum svæðum i Eng-
landi og Wales að undanförnu,
verða bæði iðnaðurinn og
almenningur varir við að litið er
um vatn. Vatnsveitan i London og
öðrum stórborgum hefur beöið
fólk um aö skera niður vatns-
notkunina til að afstýra þvi, að
skorturinn verði alvarlegur. Sem
dæmi um ástandið má nefna
vatnsmagn ánna Thames og Lea
sem sjá London fyrir 85% af þvi
vatni sem notaö er i borginni er
aðeins þriöjungur af þvi sem
vanalegt er.