Þjóðviljinn - 16.05.1973, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINfí Miðvikudagur 16. mal 1973
DJÚÐVIUINN
MÁLGAGN SÓSIALISMA,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
(Jtgefandi: Útgáfuféiag Þjóöviljans Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur).
Ritstjórar: Kjartan ólafsson Áskriftarv.erö kr. 300.00 ^ niánuði.
Svavar Gestsson (áb.) Lausasöluverö kr. 18.00.
Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson Prentun: Blaöaprent h.f.
SJÁLFDÆMDUR FLOKKUR
Allt frá þvi að núverandi rikisstjórn var
mynduð hefur Morgunblaðið lagt á það
áherzlu að skoðanir og afstaða einstakra
ráðherra og þingmanna stjórnarliðsins
væru svo mismunandi að stjórnin gæti
ekki lengi setið i ráðherrastólunum.
Astæðan til þessa rógburðar ihalds-
blaðanna er margþætt. Einn þátturinn er
að Jóhann Hafstein og félagar hans vilja
gjarna hefna ófaranna i siðustu alþingis-
kosningum með sem allra óþjóðlegastri og
ósvifnastri stjórnarandstöðu. önnur
ástæðan er sú að forustumenn Sjálfstæðis-
flokksins vilja auðvitað ná valdataumun-
um aftur. Þeir vita sem er að þessi rikis-
stjórn hefur sneitt mjög að ýmsum valda-
stólpum ihaldsins og á vonandi enn eftir
að auka þar hróður sinn. Má i þessu sam-
bandi minna á þá verðlagsstefnu sem
fylgt hefur verið af rikisstjórninni þar sem
gróði ýmissa milliliða- og þjónustuaðila
hefur verið skorinn niður svo miljörðum
skiptir. En þriðja ástæðan til ofstækis-
áróðurs Morgunblaðsins er loks sú að
reyna að breiða yfir innri átök Sjálfstæðis-
flokksins. Það vill forusta flokksins gera
til þess að telja almenningi trú um að
Sjálfstæðisflokkurinn sé samstæðari en
aðrir flokkar i landinu. Vist er um það, að
innan ihaldsflokksins er mikil og ein-
drégin samstaða meðal mafiuforingja og
afætulýðs, en þar er einnig um að ræða
harðvituga hagsmunaárekstra sem eru
eitraðri en nokkurs staðar annars staðar i
þjóðfélaginu. Þar eru lika ástunduð vinnu-
brögð sem eiga sér engan sinn lika nema
helzt i dýpstu iðrum neðanjarðarstarf-
semi glæpahreyfinganna i Bandarikjun-
um. Um það er nú alveg nýtt dæmi:
Gunnar Thoroddsen var fenginn til þess
að hætta við að bjóða sig fram sem for-
maður Sjálfstæðisflokksins gegn þvi að
hann fengi i staðinn að vera formaður
þingflokksins i nokkra daga af siðasta
þingi. Vegna þessa samkomulags um for-
mann þingflokksins kom ekki til átaka um
formann flokksins á landsfundi Sjálf-
stæðisflokksins. Á landsfundinum gagn-
rýndi Gunnar Thoroddsen — og fleiri hans
menn — hversu Morgunblaðið flytti hlut-
drægar þingfréttir. Þar væri einstökum
þingmönnum Sjálfstæðisflokksins mis-
munað! Gunnar þekkir hér gjörla til — en
hann nefndi ekki hversu Morgunblaðið
meðhöndlar málefni þingmanna utan
Sjálfstæðisflokksins, en það geta vist
flestir sagt sér, fyrst þvi er ekki treystandi
til að fara hlutlaust með frásagnir af þing-
störfum innanflokksmanna. Þessi gagn-
rýni var tekin ákaflega óstinnt upp i
Morgunblaðinu, eins og Þjóðviljinn hefur
áður bent á. En það er þó ekki tilefni
þessarar forustugreinar — heldur hitt að
Morgunblaðið hefur nú beinlinis ráðizt á
Gunnar Thoroddsen og það i leiðara blaðs-
ins i gær, þriðjudaginn 15. mai. Árásar-
leiðarinn á Gunnar hljóðar meðal annars
svo: ,,Á landsfundi Sjálfstæðisfiokksins,
sem lauk i siðustu viku, kom fram nokkur
gagnrýni á þingfréttaskrif Morgunblaðs-
ins. Gagnrýni þessi beindist að þvi að
blaðið hefði um of lagt sig fram við að
skýra sem flest sjónarmið i umræðum á
alþingi; blaðið hefði ekki verið nógu ein-
hliða i stjórnmálafréttum. Nú gerist það
að dagblaðið Þjóðviljinn hefur tekið undir
með þeim öflum i Sjálfstæðisflokknum,
sem gagnrýna Morgunblaðið fyrir
frjálsan fréttaflutning.”
Svo mörg eru þau orð Morgunblaðsins
og Þjóðviljinn telur enga ástæðu til þess
að fara um þau frekari athugasendum.
Ummæli Morgunblaðsins um Gunnar
Thoroddsen sanna betur en allt annað að
ástandið innan Sjálfstæðisflokksins er nú
svo alvarlegt að helzt verður jafnað við
innbyrðis styrjöld. Þar berjast menn með
þeim vopnum sem tiltækilegust eru og
andstæðingum eru ekki vandaðar
kveðjurnar. Meira að segja er flokks-
blaðið notað til þess að reka rýting i bak
andstæðingsins um leið og hann gengur
frá samkomulagi um vopnahlé að sinni.
Hvílíkt!
Landsmenn þurfa ekki frekari vitna
við; Sjálfstæðisflokkurinn er ekki fær um
að hafa stjórn á sjálfum sér — hann er
þess vegna ekki fær um að hafa stjórn
landsins á sinni hendi. Hann er dæmdur
flokkur — sjálfdæmdur.
og séu þó
sparaðir
söngvar”
Þjóðviljinn birtir í
heild grundvallar-
reglur
Asatrúarmanna
I. Ásatrú er nafn á þeim sið
er við játum, en þö er
átrúnaður ekki bundinn við
Æsi eina. Heimilt er að viður-
kenna fleiri Guði eða Goð,
einnig landvætti og aðrar
máttugar verur.
II. Helzta inntak þessa siðar
er ábyrgð einstaklingsins á
sjálfum sér og gerðum sinum.
I þessu efni höfum við hliðsjón
af Snorra-Eddu og öðrum
helgiritum.
III. Heimilt er að helga
Guðunum goðalikneskjur og
önnur tákn, en ekki er það
skylda hvers og eins að til-
biðja þær.
IV. Ekki má vanviröa heilög
Goð eða annað það, sem
heilagt er.
V. Skylt er að mæta til sam-
komu (blóts) ekki sjaldnar en
einu sinni á ári og tilkynna þá
forföll, ef þessu verður ekki
við komið.
VI. Heimilt er allt eðlilegt
samband við fólk sem játar
aðra trú, svo sem að fara á
samkomur eða i kirkju. Ekki
skulu Asatrúarmenn þiggja
trúarlega þjónustu af prestum
annarrar trúar, þó er leyfijegt
að ganga i hjónaband hjá
presti t.a.m. ef annað hjóna er
kristinnar trúar.
VII. Heimilt er að færa lík
Asatrúarmanna til kirkju-
legrar greftunnar, ef að-
standendur óska þess, og sé þá
viðhafður sá siður, sem þvi
Framhald á bls. 15.
Myndin er frá Lima
Þjóðnýting fiskiðnaðarins
Perúmenn vilja eyða for-
dómum gegn fiskneyzlu
LIMA. Perúmenn veiða
12 miljónir lesta af fiski
á ári, en samt er
næringarskortur í land-
inu. En stjórnvöld vinna
nú mjög að því, að eyða
fordómum gegn fisk-
neyzlu og koma upp
f rystihúsakerf i í
landinu.
Kemur þetta fram i
viðtölum fréttamanns NTB
við norræna starfsmenn FAO,
sem hafa unnið við sjávarút-
veg Perúmanna, en hann var
þjóðnýttur á dögunum.
Sumir þeirra hafa haldið
uppi áróðri fyrir fiski i útvarpi
og sjðnvarpi, en til þessa hafa
aðeins ibúar strandhéraðanna
kunnað að nota fisk. Fólk i
fjallahéruðum hefurtrúað þvi,
að frosinn fiskur svæfi og ekki
viljað trufla ró hans.
Perúmenn hafa byggt þrjú
hraðfrystihús, og önnur þrjú
eru að bætast við. Þá eru 13-14
frystihús i smiðum viðsvegar
um landið.
Til þessa hefur mestu af afla
Perúmanna verið breytt i
fiskimjöl og það flutt úr landi.
3500 lestir hafa verið settar i
lagmeti, og áttu Norðmenn
nokkurn þátt i þeirri fram-
leiðslu.
45 manna
þýzk lúðra-
sveit í
heimsókn
hér
Þann 17. þ.m. kemur i heim-
sókn hingað til lands 45 manna
lúðrasveit, ásamt eiginkonum og
fylgdarliði, frá Niederrimsingen i
Suður-Þýzkalandi.
Þeir ætla sér að hafa hér sólar-
hrings viðdvöl og dvelja á vegum
Lúðrasveitar Hafnarfjarðar.
Stjórnandi sveitarinnar er
prófessor dr. Wolfgang Suppan,
sem hefur verið stjórnandi henn-
ar siðan 1964.
Lúðrasveitin hefur gert nokkuð
viðreist utanlands, og er helzt að
nefna Austurriki, Sviss, Frakk-
land, Kýpur og Sviþjóð. Stjórn-
andinn er fæddur Austurrikis-
maður, og hóf nám sitt i Leibnitz
og Graz. Hann varð dr. við há-
skólann i Graz 1959 og dvaldist i
Freiburg 1961. Siðan hefur hann
verið prófessor i músikvisindum
við háskólann i Mainz.
Daginn sem þeir koma hingað
halda þeir gestahljómleika i
Bæjarbiói i Hafnarfirði, og fýsir
eflaust marga að hlusta á leik
sveitarinnar undir forystu þessa
vel menntaða manns.
Héðan heldur sveitin i hljóm-
leikaför til Kanada.
Pípulagnir
Nýlagnir, breytingar,
tenging tækja.
H.J. simi 36929.