Þjóðviljinn - 16.05.1973, Blaðsíða 16
DlOÐVIUINN
Miövikudagur 16. mai 1973
Almennar upplýsingar um
læknaþjónustu borgarinnar
erú gefnar i simsvara Lækna-
félags Reykjavikur, slmi
18888.
Kvöld- nætur- og helgar-
varzla apótekanna i Reykja-
vik 11.-17. mai er i Holts apó-
teki og Laugavegs apóteki.
Slysavarðstofa Borgarspital-
ans er opin allan sólarhring-
inn.
Kvöld-, nætur og helgidaga-
vakt á heilsuvenniarstööinni.
Simi 21230.
Löndunarbann
á franskar vörur
MELBOURNE 15/5 — Ástraiska
alþýöusambandiö (ACTU) ákvaö
i dag aö setja bann á allan inn-
flutning frá Frakklandi I mótmla-
skyni viö atomvopnatilraunir
Frakka á Kyrrahafi. Banniö
tekur gildi á morgun og hefur
einnig i för meö sér aö engin skip
eöa flugvélar sem eru i eigu
Frakka fá tæknilega þjónustu I
Astraliu.
1 ACTU eru 127 aöildarsambönd
og I þvi er mikill meirihluti allra
félagsbundinna verkamanna i
landinu. Sambandiö mun einnig
fara þess á leit viö rikisstjórn
landsins aö hún beiti Frakka
efnahagslegum og
Keypti Nixon hús
fyrir kosningafé?
Týndar skýrslur koma i leitirnar
diplómatiskum þvingunum.
Lionel Murphy dómsmálaráð-
herra Astraliu kom til Haag i gær
til aö leggja fyrir alþjóöadöm-
stólinn mótmæli Astraliumanna
við sprengjutilraunum Frakka.
Von er á kollega hans frá Nýja-
Sjálandi, Marty Finlay, til Haag á
morgun i sömu erindagjörðum.
Finlay sagði i dag aö hann
byggist við aö dðmstðllinntæki
málið fyrir á mánudag.
Astraliustjðrn hefur einnig haft
i frammi mótmæli við Kinverja
vegna atómsprengjutilrauna
þeirra i andrúmsloftinu. Mót-
mælin voru afhent kinverska
utanrikisráðherranum, Tsji
Peng-fei, stuttu eftir aö Astralir
höföu opnað sendiráð i Peking i
siðasta mánuði.
WASHINGTON 15/5 — í dag
kom þaö i Ijós að skýrslur sem
FBI haföi unnið um simahleranir
hjá blaðamönnum og stjórnar-
fulltrúum og höföu týn/.t eru nú
fundnar og þaö á skrifstofu fyrr-
um ráðgjafa Nixons, John
Ehrlichman. Meðal þeirra sem
hleraö var hjá, var Daniel Ells- j
berg.
William Ruckelshaus, settur
yfirmaður FBI, skýrði frá þessu á
blaðamannafundi i Washington i
gærkvöldi. Sagði hann að hleran-
irnar hefðu átt sér stað á árunum
1969—71. Skýrslurnar hurfu úr
skjalasafni FBI, og var þar að
verki Sullivan nokkur sem er
háttsettur innan alrikislögregl-
unnar. Einnig skýrði Ruckels-
haus frá þvi að Sullivan hefði sagt
svo frá að þáverandi yfirmaður
FBI, J. Edgar Hoover, hefði haft i
hyggju að nota upptökurnar gegn
John Mitchell sem þá var dóms-
málaráðherra eða gegn Nixon
sjálfum.
Þá gerðist það einnig að blaðið
Santa Anna Register sem er
repúblikanablað i Suður-Kali-
forniu staðhæfði að Nixon hefði
tekið eina miljón dollara úr kosn-
ingasjóði sinum árið 1968 til
Framhald á bls. 15.
Vextir af lífeyris-
lánum hækka 1%
Margir velta þvi nú fyrir sér
hvort vextir af lánum lifeyris-
sjóða hækki mcö hækkuöum út-
lánsvöxtum bankanna.
Samkvæmt upplýsingum
Tryggingastofnunarinnar, sem
licfur i sinum fórum stærstan
hluta lifeyrissjóöa, hækka vextir
lána, hvort sem það eru ný eða
gömul lán, i það hámark sem
leyfilcgt er, þ.e.a.s. I 9%, en
heimild til þess er i lögum og frá
þvi greint i lánaskilmálum.
Vextir gömlu lánanna hækka
við næsta gjalddaga.
Svanbjörn Frimannsson Seðla-
bankastjóri sagði að hvort vextir
hækkuðu af lánum færi alveg eftir
þvi hverjir samningar væru um
hvert og eitt lán.
Vixlar, sem búið er að reikna
vexti af, eru að sjálfsögðu ekki
reiknaðir upp aftur, fyrr en þá til
framlengingar kemur, en þá er
framlengingartiminn reiknaður
eftir nýju vöxtunum.
Hins vegar fara vextir skulda-
bréfa eftir skilgreiningu sem á
bréfunum greinir, þannig að
vextir af þeim gætu hækkað við
næsta gjalddaga, þó ekki
reiknaðir og áður greiddir vextir.
Leyfilegt er að taka 1% auka-
vexti af nýjum skuldabréfum.
Rétt er að benda á að sam-
kvæmt okurlögum mega vextir i
lánsviðskiptum manna á milli
aldrei fara yfir hæstu útlánsvexti
lánastofnana. Sé ekki skýrt tekið
fram i slikum lánsviðskiptum
hverjir vextir skulu vera skulu
þeir vera jafnháir vöxtum af al-
mennum sparifjárreikningum
lánastofnanna.
— úþ
Orkukerfi Skylab bilað
Dvöl og störf áhafnar
innar skorin niður
Okkur vantar
fólk til að bera
út blaðið i
Blaðberar óskast í eftir-
talin hverfi:
Skjól
Hringbraut
Hverfisgötu
Laugaveg 2
KENNEDYHÖFÐA 15/5. Bilun
i rafkerfi bandarisku geim-
rannsóknastöðvarinnar Skylab
hefur leitt til þess, að frestað var
að senda Apollo-geimfar með
þriggja manna áhöfn til stöðvar-
innar. Fara þeir ekki á loft fyrr
en á sunnudag, en fresturinn
verður notaður til að endurskoða
áætlanir um tilraunir sem þeir
áttu að gera og skera þær niður.
Þegar Skylab var komið á
braut kom i ljós að fjórir af sex
„vængjum” hennar opnuðust
ekki. „Vængir” þessir eru sólraf-
hlöður, samtals um 219 fermetr-
ar, og áttu þeir að tryggja rann-
sóknastöðinni 21 þús. vatta raf-
orku. Þeir vængir sem laskazt
hafa, trúlega vegna þess að hlifar
þeirra hafa færzt úr skorðum á
uppleið, áttu að tryggja um helm-
ing þessarar orku og einmitt þeir
áttu að sjá vinnustofum geimfar-
anna fyrir orku. Þvi er augljóst
talið, að dvöl áhafnarinnar verð-
ur að stytta og skera niður ýmsar
tilraunir.
Skylab-áltæunin hefur þegar
kostað um 225 miljarði króna.
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Viðtalstími borgarfulltrúa
Adda Bára Sigfúsdóttir, borgarfulltrúi, er til viðtals i dag aðGrettis-
götu 3, frá kl. 5 til kl. 6. Siminn er 19835.
Liðsfundur - Alþýðubandalagið í Reykjavik
Félagar Langholtshverfi! Munið liðsfundinn i kvöld að Grettisgötu 3.
Fundurinn er klukkan hálfniu.
Myndskoðun og myndgerð
i stéttaþjóðfélagi
A fimmtudagskvöldið i vikunni verður siðasti
umræðufundur Alþýðubandalagsins i Reykjavik
i vetur i 17-funda áætlun félagsins. 17. erindið
flytur Ingiberg Magnússon, kennari, um efniö:
„Myndskoðun og myndgerð i stéttaþjóðfélagi”.
Erindi sitt flytur Ingiberg kl. 20,30 að Grettis-
götu 3. Fundurinn er öllu áhugafólki opinn.
Ingiberg
Maóisti
handtekinn
BONN 15/5—Sérfræðingar frá
vestur-þýzku lögreglunni gerðu I
dag húsleitir hjá maóistum i
Vestur-Berlin og fjölda annarra
bæja og handtóku einn vinstri-
sinnaðan leiðtoga sem andvigur
er Sovétrikjunum.
Jiirgen Horlemann sem er einn
af forystumönnum maóisks
kommúnistaflokks (KPD) var
handtekinn i Dortmund, en þang-
aö er búizt við Brézjnéf er hann
fer i fimm daga heimsókn til
Vestur-Þýzkalands eftir þrjá
daga. Handtaka hans og húsleit-
irnar eru liður i umfangsmiklum
öryggisráðstöfunum sem vestur-
þýzka stjórnin hyggst gera til að
forða Brézjnéf frá hnjaski sem
hlotizt gæti af mótmælaaðgerðum
vegna heimsóknar hans.
Það er víðar en i Kyrrahafslöndunum sem atómsprengjutilraunum
Frakka er mótmælt. Þessi mynd er frá mótmælaaðgerðum i Frakk-
lundi sjálfu. A skiltinu sem maðurinn fremst á myndinni ber, stendur:
„Ég hef drukkið geislavirkt vatn.”
Miðstjórn ASÍ
Mótmœlir
kjarnorku
tilraunum
Blaðinu barst eftirfarandi frétt
frá Alþýðusambandi Islands þar
sem m.a. kemur fram að mið-
stjórn sambandsins mótmælir
harðlega fyrirhuguðum kjarn-
orkutilraunum Frakka i Kyrra-
hafi.
Alþjóðasamband frjálsra
verkalýðsfélaga hefur sent út
áskorun til allra meðlimasam-
banda sinna um að mótmæla og
fordæma fyrirhugaðar kjarn-
orkutilraunir Frakka á Suður-
Kyrrahafi. Hér fylgir með texti
ályktunar sem Fjármála- og Alls-
herjarnefnd ICFTU sendi frá sér
að loknum fundi i Cuernavaca,
Mexico 26. og 27. april s.l.
Einnig fylgir ályktun sem sam-
þykkt var einróma á fundi mið-
stjórnar Alþýðusambands Is-
lands 10. mai s.l. og afhent hefur
verið ambassador Frakka i
Reykjavik með ósk um að koma
henni á framfæri við hlutaðeig-
andi frönsk yfirvöld. Þá hefur
forsætisráðherra, Ólafi Jóhann-
essyni, verið afhent ályktun miö-
stjórnar með ósk um, að rikis-
stjórn Islands beini þeim ákveðnu
tilmælum til frönsku rikisstjórn-
arinnar að hún hætti við framan-
greindar kjarnasprengjutilraun-
ir.
Alþýðusamband Islands, sem
hefur innan sinna vébanda nær
allt verkafólk á tslandi, sem ekki
er i opinberri þjónustu, og er
meðlimur i Alþjóðasambandi
frjálsra verkalýðsfélaga, for-
dæmir harðlega fyrirhugaðar
kjarnasprengjutilraunir Frakka i
Suðurhluta Kyrrahafs á næstunni
og lýsir fullum stuðningi við til-
raunir stéttarsystkina sinna og
rikisstjórna á þessu svæöi, til að
stöðva þesar tilraunir með öllum
tiltækum ráðum.
Alþýðusamband íslands bendir
jafnframt á þá hættu, sem stafar
af þvi að vissar stórþjóðir lita á
úthöfin eins og almenninga, sem
þau megi losa i að vild eiturefni
og úrgang eða gera að tilrauna-
svæðum fyr.ir gereyðingartæki
sin, án þess að skeyta hót um af-
leiðingarnar i nútið og framtíö.
Höfin geta orðið allsnægtarbúr
sveltandi mannkyns, þau geta
ekki og mega ekki vera frjáls
leikvangur stórþjóðanna. Alþjóð-
legri stjórn verður að koma á yfir
höfunum og auðlindum þeirra
með lögsögu einstakra þjóða yfir
nærliggjandi svæðum Höfin eru
ekki vettvangur fyrir eiturefni
iðnaðarins og tortimingartæki
striðsins. Hvaðeina sem i þau er
sett, getur innan skamms verið
komið að bæjardyrum hvers ein-
asta strandrikis hnattarins þvi
koma kjarnasprengingar i S-
Kyrrahafi fiskveiðiþjóð i N-
Atlantshafi við.
Þess vegna heitir Alþýðusam-
band íslands á frönsk stjórnvöld
að falla frá fyrirætlunum sinum
um fyrirhugaðar kjarna-
sprengjutilraunir.
Var lögreglan á
Akureyri
með óspektir?
Lamdi
fólk
með
kylfum
Nemendafélag MA
mótmælir
Blöðin skýra frá
nokkrum óspektum
sem urðu á Akureyri i
fyrradag vegna komu
brezka eftirlitsskips-
ins Othello þangað, en
hópur fólks mótmælti
komu Bretanna.
Skólafélag Mennta-
skólans á Akureyri
gerði samþykkt á
fundi sinum i gær
vegna þeirra frétta-
Framhald á bis. 15.