Þjóðviljinn - 16.05.1973, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.05.1973, Blaðsíða 5
Miövikudagur 16. mai 1973 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Af erlendum bókamarkaði Livingstone. Tim Jeal. Heinemann 1973. David Livingstone er einn af dýrðarmönnum enskrar smá- borgarastéttar, svipað og Baden Powell og fleiri slikir. Höfundurinn hefur samið tvær vinsælar skáldsögur og sendir nú frá sér þessa ævisögu, þar sem Bókaverðir og bókasafnsnemar: Mótmæla veitingu bókavarðarstöðu við Háskólabókasafn Opið bréf til mennta- málaráðherra og háskólaráðs. Hinn 9. feþrúar síðastliðinn var staða bókavarðar i Háskólabóka- safni auglýst laus til umsóknar. Umsækjendur voru fjórir: Guðrún Gisladóttir, B.A., Páll Skúlason, cand. jur., Þórir Ragnarsson, B.A., og Ingi Sigurðsson, Ph.D. Af þessum umsækjendum hafa þrir hinir fyrst nefndu aflað sér sérmenntunar I bókasafnsfræð- um. Guðrún Gisladóttir lauk prófi frá Háskóla íslands árið 1972, hún tók 3 stig i bókasafnsfræðum og 2 i jarðfræði; Páll Skúlason lauk kandidatsprófi i lögfræði frá H.I. árið 1969 og hefur tekið 2 stig i bókasafnsfræðum þar að auki; Þórir Ragnarsson lauk B.A. prófi frá H.í. árið 1971, hann tók 3 stig i bókasafnsfræðum, 1 stig i frönsku og 2 I ensku. Ingi Sigurðsson er sagnfræðingur frá Edinborg, og fjallaði ritgerð hans um islenzka sagnaritun á 18. og 19. öld. Þrir hinir fyrst töldu umsækjendur hafa og allir starfað I bókasöfnum um lengri eða skemmri tima. Það er alkunna, að Hbs. gegnir tvenns konar hlutverki. Annars vegar er það kennslustofnun, starfsmenn þess sjá að miklu leyti um menntun bókavarða við H.í. Hins vegar er það rannsóknarbókasafn, það á að þjóna nær öllum rannsóknar- stofnunum H.l. Það liggur þvi i augum uppi, að við safnið og úti- bú þess þurfa að vinna menntaðir starfsmenn, sem hafa trausta undirstöðumenntun i bókasafns- fræðum og einnig góða þekkingu á einhverju þvi rannsóknarsviði, sem safnið á að þjóna. Við val starfsliðs ætti að hafa þessi sjón- armið i huga. Nú hefur það gerzt, að Inga Sigurðssyni, Ph.D. hefur verið veitt umrædd staða, og þannig gengið fram hjá þremur um- sækjendum, sem allir hafa háskólapróf i bókasafnsfræðum. Það sem virðist hafa ráðið þessu vali, er einkum umsögn háskóla- bókavarðar, en þar segir m.a.: „...teldi ég það hættumerki i þjóð- félagi of fárra valkosta, sem hér- lendis eru, ef eigi stæði sá kostur opinn að setja stöku sinnum úr- valsmenn án bókavarðarprófs i stöðu i Hbs. (og eins i Landsbóka- safni, en helzt hvorki oftar né sjaldnar en mér þykir hæfa i Hbs.). Auk þess að koma einokunarorðrómi á okkur bóka- varðarstéttarmenn gæti útilokun stéttarpróflausra átt þátt i, að stéttin kynni að trénast að ein- hverju leyti.” Þessari skoðun hljótum við undirrituð að mótmæla. Við telj- um, að hér hafi verið brotið gegn þeim sjónarmiðum, sem ei'nkum ættu að gilda við ráðningu starfs- manna við rannsóknarbókasafn. Þess ber þó að geta, að i fjöl- mennum þjóðfélögum reynist oft nauðsynlegt að ráða starfsfólk i rannsóknarbókasöfn án háskóla- prófs i bókasafnsfræðum, en að jafnaði er slikur starfskraftur látinn vinna að mjög sérhæfðum verkefnum innan einhvers ákveðins þekkingarsviðs; þetta eru þó oftast nær störf, sem krefjast ekki kunnáttu i almenn- um bókasafnafræðum. Þá hefur ekki verið haft i huga, er Inga Sigurðssyni var veitt staðan, að Hbs. er litið safn á alþjóðlegan mælikvarða. Þar biða lika mörg verkefni, sem óhugsandi er, að séu óleyst við erlent rannsóknarbókasafn. Safnið hefur t.a.m. ekki enn verið skráð; bækur þess hafa ekki allar verið flokkaðar. Slik störf krefjast sérkunnáttu i bókasafns- fræðum. Svo litlum bókasöfnum er og lifsnauðsyn að starfsmenn kunni skil á öllum verkþáttum þess. Það hefur þvi naumast efni á þvi, að ráða bókavörð sem hefur ekki aflað sér menntunar i bóka- safnsfræðum. Auk þess má benda á, að þegar starfar einn sagn- fræðingur við safnið. Þar við bætist, að önnur atriði úr umsögn háskólabókavarðar eru villandi. Hann segir m.a.: „...Ingi reyndist þá sem oftar ágætiseinkunnarmaður.. hann er fremstur umsækjenda að háskólaprófum...” Að jafnaði tekur það 6 ár að ljúka Ph D. prófi frá brezkum háskólum. Slikt próf svarar til venjulegs kandidatsprófs við H.I. Benda má einnig á, að lögfræði er talin 6 ára nám. Og einkunn á prófi lýsir litið starfshæfni heldur námshæfni. Við viljum að lokum minna á, að H.I. útskrifar bókaverði með réttindi til starfa i bókasöfnum. H.I. gegnir þvi mjög ábyrgðar- miklu hlutverki. En til hvers er svo verið að kosta öllu þessu til, ef svo er gengið framhjá þeim mönnum, sem lagt hafa það á sig að afla sér menntunar i þessari grein? Undir þetta skrifa 11 bóka- verðir og 15 bókasafnsnemar. hann sviptir burt þeirri mynd, sem áróðursmeistarar brezkrar heimsvaldastefnu geröu af trú- boðanum David Livingstone. Livingstone fæddist i ömur- legasta fátækrahverfi Glasgow 1813, hann var snemma settur i baðmullarverksmiðju eins og þá var titt meðal fátæklinga i borgum Englands. Vinnutiminn var langur, en þrátt fyrir afleitar aðstæður tókst honum að afla sér menntunnar og lauk prófi i læknisfræöi. Hann hélt til Afriku 1841, sem læknir og trúboði og dvaldi þar i um þrjátiu ár, kom aðeins tvisvar til Englands til stuttrar dvalar i hvort skiptið. Hvað gerði Livingstone i Afriku? Hann stundaöi lækningar, landkönnun, náttúru- fræði og mannfræði og snéri ein- um blámanni til kristinnar trúar, sem margir eiga kannski erfitt með að trúa,og það sem var öllu lakara, þá turnaðist nefndur blá- maður aftur til trúar feðra sinna siðar. Sem landkönnuður af- rekaði hann meira, fann Viktoriu- fossana og upptök ýmissa mikilla fljóta og auðveldaði á þann hátt Bretum leiðina til yfir- ráða yfir stórum svæðum þessa mikla meginlands. Livingstone var þeirrar skoðunar, að fátæklingar á Englandi ættu betri kjör heldur en blámanna. höfðingjar i Afriku og þvi þyrfti að móta evrópskt samfélag meðal innfæddra, með stóriðnaði og vél- væðingu, verzlun og viðskiptum, og þá fyrst áleit hann að kominn væri jarðvegur fyrir þann kristin- dóm, sem svo var nefndur á Englandi og Skotlandi um miðja 19. öld. Verzlun og kristni fór óhjákvæmilega saman að hans áliti, þótt hann öðrum þræði ætti aldrei nógu sterk orð til þess að fordæma evrópska kaupahéðna og arabiska þrælasala, sem mergsugu ibúana eins og kostur var. 1 þessu eins og mörgu öðru kom mótsagnakennd afstaða hans til málanna. Höfundur lýsir honum sem manni and- stæðnanna; hann gat fórnað ség en einnig átti hann til grimd, sem var ekkert venjuleg, hann leitaði stöðugt sjálfsréttlætingar en þess á milli tærðist hann af efahyggju. Kenningar hans um nýlendu- stjórn voru siðar teknar upp af brezkum heimsvaldasinnum og réttlættar með trúboði og til- viljunarkendri heilbrigðis- þjónustu. Þá var nafn þessa manns notað sem skálkaskjól og þá mótaðist mynd hins mikilvirka trúboða meðal prangara og smá- borgarastétta Bretlands. Frá aöalfundi Eimskipafélags tslands. Frá aðalfundi Eimskipafélags íslands: 830 manns starfa nú hjá Eimskip Aðalfundur H.f. Einskipafélags islands var haldinn þriðjudaginn 15. mai 1973. Formaður félagsstjórnar, Einar Baldvin Guðmundsson, flutti skýrslu stjórnarinnar og skýrði frá hag félagsins og fram- kvæmdum á árinu 1972, en gjald- keri félagsstjórnar, Pétur Sigurðsson, las upp reikninga félagsins og skýrði þá. Samþykkt var að greiða hlut- höfum 7% arð af hlutafé þeirra. Úr stjórn félagsins áttu að ganga fjðrir menn, þeir Pétur Sigurðs- son, Halldór H. Jónsson og Ingvar Vilhjálmsson, og af hálfu Vestur-tslendinga, Sigurður Hjalti Eggertsson. Voru þeir allir endurkjörnir. Endurskoðandi var endur- kjörinn Sveinbjörn Þorbjörnsson. Fundarstjóri var Lárus Jóhannesson fv. hæstaréttar- dómari og fundarritari Eggert P. Briem, fv. fulltrúi. I mái 1973 eru starfsmenn Eim- skipafélagsins i allt um 830 og launagreiðslur félagsins fyrir árið 1972 inntar af hendi á skrif- stofu félagsins námu 533 milj. kr. samkvæmt launauppgjöri til Skattstofunnar i Reykjavik. Innlendir umboðsmenn félagsins út á landi eru 49 að tölu, en erlendir umboðsmenn eru um 200. Farmskirteini gefin ut af Einskipafélaginu á árinu 1972 voru samtals 90.400, og eru það 5400 fleiri skirteini en árið áður. Heildarvelta félagsins (brúttó) nam 1600 milj. kr. árið 1972, en út- gjöld án fyrninga 1532 milj. kr. SKODA IIOR COUPÉ Vél 62 hestöfl, alternator. Rafmagnsrúðusprautur. Djúpbólstruð sæti. Rally stýri, Gólfskipting. Rally mælaborð með snúningshraðamæli. 5 manna. Bjartur — rúður allar óvenju stórar. Fóanlegur í 3 tízkuiitum. TEKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDI H.F. AUÐBREKKU 44-46 SiMI 42600 KÚPAVOGI SÚLUUMBOÐ A AKUREYRI: SKODAVERKSTÆDID KALDBAKSG. 11 B SIMI 12520

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.