Þjóðviljinn - 16.05.1973, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 16.05.1973, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 16. mai 1973 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 ■ Sigin og söltuð grásleppa þykir herramannsmatur syðra, en er ekki talin matur nyrðra ■ Rannsóknir sýna, að hægt er að nýta grásleppuna og gera úr henni mat ■ Mjölvinnsla eða lýsisframleiðsla koma vart til greina vegna þess, að 86 til 89% grásleppunnar eru vatn Matvælum er fleygt Þar sem eru tugir smálesta af grásleppu sem viö aðeins hiröum hrognin úr > -'W* milj. Uæmigcrður grásleppuhjallur. Hér er fiskurinn látinn hanga þar til hann er orðinn vel siginn, þá þykir hann beztur, og margir fá eflaust vatn I munninn bara af að sjá myndina. Sjálfsagt undrar engan þótt leitað sé leiða til að vinna matvæli úr þeim tugum tonna af grásleppu sem fleygt er á hverri vor- vertið norðanlands. Þar er um slíkt magn af mat- vælum að ræða, að engin leið er að horfa uppá slíkt og hafast ekkert að til að reyna að nýta þennan góða mat. Nú er það svoy að sunnan fjalla hefur grá- sleppu aldrei verið fleygt. Hún hefur alltaf verið söltuð eða hengd upp og látin síga og þykri mörgum sigin grásleppa allra mata bezt, og söltuð hefur hún alltaf þótt mjög góður matur, en bara sunnan- lands. Norðlendingar borða hana ekki, hvorki signa né saltaða. Þeir einfaldlega henda henni þegar hirt hafa verið úr henni hrognin, sem eru miljóna virði. Og það sem veiðist af henni sunnanlands mettar markaðinn þar af saltaðri og siginni grásleppu. Hvað er þá hægt að gera við það magn sem hent er fyrir norðan? Að þeim rann- sóknum hafa sérfræðingar Rannsóknarstofnunar fisk- iðnaöarins unnið nú um nokkurt skeið, og er árang- urinn eftirtektarverður þótt þessum rannsóknum sé alls ekki fulllokið. Rannsóknir þær sem fram hafa farið eru mjög ýtarlegar og spanna yfir vitt svið. Má þar nefna: Gerlafjölda i saltaðri grá- sleppu, gerlagróður i grásleppu- hrognum, mælingar á styrkleika og þyngd grásleppuhrogna, stærð og þyngd grásleppuhrogna, efna- greiningar á hrognkelsum og siðast en ekki sizt möguleika á að sjóða grásleppu niður sem mannamat og það er einmitt sá þátturinn sem viö höfum mestan áhuga á. Við snerum okkur til Páls Péturssonar hjá Rann- sóknarstofnun fiskiðnaðarins sem framkvæmdi tilraunir með niður- suðu á grásleppunni. Páll sagöi, að í fyrra hefðu verið gerðar tölu- verðar rannsóknir á möguleikum til að nýta fiskvöðva grá- sleppunnar. Ekki var hægt að ljúka þeim rannsóknum þá, en á þeirri vertiö sem nú er senn að ljúka hefur verið hægt að ljúka þvi sem á vantaði i fyrra.Munu niðurstöður þessarar rannsóknar liggja fyrir innan skamms. Þessar rannsóknir sýna að ekki er hægt að nýta grásleppuna til venjulegrar niðursuðu. Hún er það vatnsmikil og hún rýrnar svo mikið aö mjög er hæpið fjárhags- lega að verka hana þannig. Þetta er að visu hægt, en þegar verið er að rannsaka svona lagaö verður að taka tillit til þess hvort fjár- hagslegur grundvöllur sé fyrir þvi að verka hana á þennan veg. Aftur á móti gaf það mjög góöa raun að vinna hana sem niður- lagða vöru með þvi móti að for- sjóða vöðvann, losa hann þannig frá beinum og blanda svo saman við hlaupi með allskonar bragð- efnum. Fólk sem fékk að bragða á þessu lauk upp einum munni um þetta sem fyrirmyndar mat, sem kaldan rétt skorinn niður og notaðan við alls konar sósur. Páll sagði, að sá möguleiki að nýta grásleppu á þennan veg væri fyllilega fyrir hendi. Grásleppan rýrnar ekki það mikið i for- suðunni að þetta myndi ekki borga sig fjárhagslega. Það er nokkur vinna við að kveljudraga og losa vöðvann frá hryggnum eftir að búið er aö forsjóða hana en ekki svo mikil að ekki borgi sig að gera þetta. Aö sjálfsögðu eru markaðs- möguleikar fyrir þessa vöru óþekkt stærð, enda hefur ekkert verið gert enn til aö kanna þá, þar sem þessi starfsemi hefur verið á tilraunastigi. Þar kemur til kasta Sölustofnunar lagmetisiðnaðar- ins. Páll sagði að það væri til litils að gera tilraunir ef þær væru ekki nýttar meö þvi að afla markaða fyrir þá vöru sem verið er að rannsaka og gefur þá raun, að um góða vöru sé að ræða. A það hvort aflað verður markaða fyrir grá- sleppuna mun reyna nú á næst- unni þegar skýrsla um þessar rannsóknir liggur fyrir. Páll sagði að þessar tilraunir þeirra væru að sjálfsögðu frumtilraunir og að framhaldstilraunir færu vart fram fyrr en einhver ákveðinn markaöur sýndi þessu áhuga. Þá benti Páll einnig á, að hægt væri að gera rauðmagann að mjög dýrri vöru með þvi að reykja hann og skera niður eða þá með þvi aö sjóða hann niður, en það er hægt þar sem hann rýrnar litið, enda ekki eins vatnsmikill og grásleppan. Markaðsöflun fyrir grásleppu ofarlega á blaði hjá okkur Segir Örn Erlendsson framkvæmdastjóri Sölustofnunar lagmetisiðnaðarins Eftir að hafa rætt við Pál Páls- son hjá Rannsóknarstofnun fisk- iðnaðarins um nýtingarmöguleika grásleppunnar höfðum við tal af Erni Erlendssyni framkvæmda- stjóra Sölustofnunar lagmetisiðn- aðarins og spurðum hann hvorf nokkuð væri farið að hugsa fyrir möguleikum með sölu á þessari vöru. Örn svaraði því til, að ekkert væri enn farið að gera í þessu máli, enda rannsóknunum nýlokið. En hann sagði, að þetta mál væri vissulega ofarlega á lista hjá þeim við sölu- stofnunina. Þá sagði hann, að þeg- arafla þyrfti markaða fyrir alveg nýja vöru þyrfti vel til allra hluta að vanda. Neytendur eru svo vana- fastir að mjög erfitt er að komast inn á markaðinn. Það eru mörg verkefni sem bíða hjá okkur, sagði örn, og einmitt þetta er of arlega á blaði þótt það sé ekki efst. Það kemur að því fyrr en seinna, að við snúum okkur að þessu af fullum krafti. —S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.