Þjóðviljinn - 16.05.1973, Blaðsíða 13
Miftvikudagur 16. maí 1973 ÞJOÐVILJINN — StÐA 13
auga
Eftir Whit Masterson
Miðvikudagur
16. maí
meðsektarmenn hans hefðu svip-
aða fortið, bæru kannski ennþá
einkennisbúning. Jafnvel Zitlau,
gamli kunningi Hubs, gat komið
til greina. Lögregluskilti gerir
ekki endilega mann að engli eða
forðar honum frá öllum freisting-
um. Andy hafði takmarkaða
reynslu i lögreglunni, en samt
þekkti hann fáeina lögregluþjóna
sem voru ekki hótinu betri en af-
brotamennirnir sem þeir áttu i
höggi við. Hann þorði ekki að leita
aðstoðar manns, sem kynni að
geta reynzt óvinur.
Hann stóð aleinn uppi. Hann
fékk þá skelfilegu tilfinningu að
sér væru allar bjargir bann-
aðar. En svo sigraði einbeitnin
óttann. Hann var aleinn; allt i
lagi, aleinn skyldi hann vera.
Fram að þessu hafði hann verið
nauðbeygður að biða eftir næsta
leik. Nú þekkti hann andstæðing
sinn. Nú gat hann farið að berja
frá sér.
En með varúð og kænsku. Að-
staða hans leyfði ekki ennþá, að
hann gengi hreint til verks. Hann
tók aftur upp simann, en i stað
þess að hringja til lögreglunnar,
hringdi hann i framkvæmda-
stjóra sinn.
Vecchio hafði lesið blöðin og
virtist niðurdreginn. —■ Ég ætlaði
að lita inn seinna. Við erum
neyddir til að gera alvarlegar
ráðstafanir i sambandi við fram-
tiðina. Andy, ég er hræddur um
að það sé kominn afturkippur i
alla hluti. Það viröist helzt sem
leigufélagið ætli að draga fram-
lag sitt til baka frá kvikmyndinni,
vegna alls þessa opinbera umtals.
— Við fáum botn i það, sagði
Andy án alls áhuga. Hann lét sem
sér dytti dálitið skyndilega i hug.
— Já, meðal annarra orða,
...Rock — ég hringdi til þess að fá
þig til að senda mér plöggin um
alla þá sem eru i vinnu hjá mér.
Löggurnar hafa verið að spyrja
mig spurninga, sem ég kann eng-
in svör við.
— Ég get sent þau beint til lög-
36
reglunnar, það sparar þér fyrir-
höfn, sagði Vecchio.
— Nei, það er allt i lagi, ég get
vel séð um það. En hafðu alla
með, lika lausráðið fólk.
— Það skal ég gera. — Hvernig
gengur annars, Andy? Þú virðist
dálitið ólikur sjálfum þér.
Andy sagði, að það hlytu að
vera timburmenn. En hann var
aðvöruninni feginn. Ef Vecchio
varð var við hina nýju einbeitni
hans i gegnum simann, þyrfti
hann að fara mjög varlega þegar
hættulegri menn voru annars
vegar. Hann yrði að halda áfram
að leika gamla, trúgjarna aulann.
Það var bezta vopn hans i bili.
Það freistaði hans að hringja i
fleiri staði og athuga, án þess að
segja til nafns, hvers hann gæti
oröið visari um Hub. En varfærn-
in kom i veg fyrir það. Hann gat
lika treyst þvi að plöggin frá
Vecchio færðu honum jafnmiklar
upplýsingar og hann gæti fengið
annars staðar án þess að eiga
neitt á hættu. Andy var að gera
sér ljóst, hve litið hann vissi i
rauninni um lifvörð sinn. Og
reyndar um alla aðra i hans þjón-
ustu. Hann hafði haft það fyrir sið
að ráða fólk út á andlitið. Hann
myndi lesa fleiri gögn en Hubs
með athygli nú.
En plöggin kæmu ekki fyrr en
eftir klukkutima og hann fann hjá
sér þörf til að gera eitthvað þegar
i stað. Ónothæfa skammbyssan
fékk honum verkefni. Það gæti
komið að þvi, að hann hefði þörf
fyrir vopn. Og hann vissi ekki til
þess að önnur skammbyssa væri
til i húsinu.
Bleiki sportbillinn stóð enn þar
sem hann hafði skilið hann eft-
ir kvöldið áður. Hann ók niður
bugðótta veginn að verzlunar-
miðstöðinni i dalnum, röð af
keimlikum byggingum sem virt-
ust alltof iburöarmiklar fyrir
hversdagslega smávarninginn
sem þar var til sölu. Andy lagði
bilnum fyrir framan járnvöru-
verzlunina. Á skilti stóð að þarna
væri seldur alls konar sportvarn-
ingur.
Inni var loftkæling, tónlist óm-
aði um loftið og vörurnar voru
sýndar eins og þær stæðu i stáss-
stofu. Andy snuðraði um i vopna-
deildinni, þar sem skammbyss-
urnar lágu undir gleri eins og dýr
mætir gimsteinar hjá skart-
gripasala.
Afgreiðslumaöur kom til hans.
— Get ég aðstoðað yður, herra
Paxton? t verzlunarmiðstöðina
kom margt af kvikmyndaleikur-
um og afgreiðslumennirnir voru
hættir að falla i stafi þótt frægur
maður liti inn. Dollar var nú einu
sinni dollar, hver svo sem eyddi
honum.
— Tja — ég er að athuga...
Eðlisávisun kom Andy til að lita
við. Það gat ekki verið neitt hljóð,
þvi að Hub gekk hljóðlaust eins og
köttur. En þarna stóð hann, rétt
fyrir aftan hann, og brosti.
Aðeins slyngur leikari, sem
Andy var ekki,hefði getað leynt
undrun sinni. Andy fannst sem
hann heföi hoppað hæð sina i loft
upp. — Hamingjan sanna! hróp-
aði hann, skelfdur og gramur i
senn yfir þessari óvæntu sýn.
Hub tók aðeins eftir undrun
hans. — Hæ, sagði hann. — Ég
ætlaði ekki að gera þér svona
hverft við.
Andy var hræddur, á þvi var
enginn vafi. Þótt hann vissi að
hann þyrfti fyrr eöa siðar að
standa augliti til auglitis við Hub,
hafði hann ekki verið viðbúinn
þessu. Einhvern veginn tókst
honum að þvinga fram bros.
Hann reyndi að sannfæra sjálfan
sig um að Hub vissi ekkert um hiö
breytta viðhorf þeirra i milli og
að allt væru undir þvi komiö að
hann kæmist ekki að þvi. Hann
sagði sannleikanum samkvæmt:
— Ég átti ekki von á að sjá þig
hér. Og hann bætti við lygi: —
Það er gott að sjá þig aftur, Hub.
— Ég var á leiö uppeftir, þegar
ég kom auga á Triumphinn. Og ég
lét leigubilinn hleypa mér út hér.
Hub hafði verið i fangelsi. Andy
varð að sýna Vingjarnlega um-
hyggju — Ég sendi töffarana nið-
ureftir til að fá þig lausan gegn
tryggingu. En þú hefur auðvitað
getað bjargað þér sjálfur.
— Það var enginn vandi. Ég á
smávegis eignir, sem ég gat sett
sem tryggingu. Ég bjarga mér
alltaf.
Andy trúði honum. t ljósi hinn-
ar nýju vitneskju sá hann nú Hub
greinilega i fyrsta sinn. Hann
sýndist stærri og sterkari, imynd
illmennskunnar. Það sem hann
hafði áður álitið festulega ein-
beitni, reyndist nú vera gallharð-
ur hroki, illa dulinn. Föl augu
hans voru ekki friðsamleg, þau
voru gljáandi einsog marmara-
kúlur og gáfu ekkert til kynna,og
jafnvel drafandi röddin jaðraði
við urr. Hafi nokkur vafi leynzt
eftir hjá Andy um innsta eöli lif-
varðar sins, þá hvarf hann við
þessa köldu gagnrýni. Hub gat
bjargað sér, yfirlæti hans gegn-
sýröi hvert orð, hverja hreyfingu.
Hann leit forvitnislega i kring-
um sig i deildinni þar sem Andy
stóð
— Ætlarðu að stækka vopna-
búrið, hera Paxton?
— Nei, eitt vopn nægir mér.
Það skipti miklu máli, að Hub
grunaði ekki að Andy vissi hvers
vegna byssan var ónothæf. Hann
sneri sér að afgreiðslumanninum
sem stóð enn þolinmóður hjá
þeim. — Kassa af 0.38 Special.
— Já, takk. Er þaö út i hönd
eða i reikning?
— Út i hönd. Andy stakk hend-
inni i vasann,og um leið fékk hann
hugmynd. — Æ,hver skollinn. Ég
hef gleymt tékkheftinu. Hub, ert
þú með nokkra peninga á þér?
— Já, já.
Afgreiðslumaðurinn var á leið
að peningakassanum með kass-
ann i hendinni. Hub flýtti sér á
7.00 Morgunútvarp.
Veöurfregnir kl. 7.00, 8.15 og
10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15
(og forustugr. dagbl.), 9.00
og 10.00. Morgunbæn kl.
7.45. Morgunleikfimi kl.
7.50. Morgunstund barn-
anna kl. 8.45: Edda Schev-
ing heldur áfram að lesa
söguna „Drengina mina”
eftir Gustaf af Geijerstam
(9). Tilkynningar kl. 9.30.
Létt lög á milli liða.
Sálmalög kl. 10.25. Fréttir
kl. 11.00. Morguntónleikar:
1 Musici leika Oktett i Es-
dúr op. 20 eftir Mendels-
sohn. / Alfredo Mariotti,
Emma Bruno De Sanctis,
Flora Raffanelli, Alberto
Rinaldi, Mario Guggio, kór
og hljómsveit Feneyjaleik-
hússins flytja atriði úr óper-
unni ,,Litlu bjöllunni” eftir
Donizetti; Ettore Gracis stj.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
16.15 Veðurfregnir. Tilkynn-
ingar.
16.25 Popphornið.
17.10 Tónlistarsaga. Atli
Heimir Sveinsson sér um
þáttinn.
17.40 Tónleikar.
18.00 Eyjapistill. Bænarorð.
Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19. Fréttir. Tilkynningar.
19.20 Bein lina.
20.00 Kvöldvaka. a.
Einsöngur. Sigriður E.
Magnúsdóttir syngur lög
eftir Sigvalda Kaldalóns,
Eyþór Stefánsson, Skúla
Halldórsson, Sveinbjörn
Sveinbjörnsson, Jón Þór-
arins og Jón Leifs. Magnús
Blöndal Jóhannsson leikur
á pianó. d. Þegar ég var
drengur.Þórarinn Helgason
flytur þriðja hluta minninga
sinna. c. Visur eftir
Benedikt Valdimarsson á
Akureyri. Laufey Sigurðar-
dóttir frá Torfufelli les og
Þorbjörn Kristinsson
kveður. d. Draumvitjanir.
Halldór Pétursson flytur
frásöguþátt. e. Um islenzka
AÐALFUNDUR
Vélstjórafélags íslands
verður haldinn að Hótel Sögu fimmtudag-
inn 17. mai og hefst kl. 20.
Fundarefni:
1. lýst kjöri nýrrar stjómar.
2. venjuleg aðalfundarstöf.
Reikningar félagsins liggja frammi á
skrifstofunni að Bárugötu 11.
Stjórnin
14.30 Siðdegissagan: ,,SóI
dauðans” eftir Pandelis
Prevelakis. Þýðandinn,
Sigurður A. Magnússon les
(10).
15.00 Miðdegistónleikar:
tslenzk tónlist. a. Lög eftir
Karl O. Runólfsson. Þuriður
Pálsdóttir syngur. Olafur V.
Albertsson leikur á pianó b.
,,Kisum” eftir Þorkel Sigur-
björnsson. Ingvar Jónasson
leikur á lágfiðlu, Gunnar
Egilson á klarinettu og
Þorkell Sigurbjörnsson á
pianó. c. „Alþýðuvisur um
ástina” eftir Gunnar Reyni
Sveinsson. Söngflokkur
syngur undir stjórn höfund-
ar.
16.00 Fréttir.
þjóðhætti. Arni Björnsson
cand. mag. flytur þáttinn. f.
Kórsöngur. Karlakórinn
Þrymur á Húsavik syngur
islenzk og erlend lög.
Lúðrasveit Húsavikur leik-
ur meö. Stjórnandi,
Jaroslav Lauda.
21.30 Útvarpssagan: „Músin
sem læöist” eftir Guðberg
Bergsson. Nina Björk
Árnadóttir les (5).
22.00 Fréttir. Veðurfregnir.
22.15 Hreindýr á Islandi. Gisli
Kristjánsson ritstjóri talar
við Rögnvald Erlingsson á
Viðivöllum i Fljótsdal.
22.30 Nútimatónlist. Þorkell
Sigurbjörnsson kynnir.
23.20 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok
o CJ
O
18.00 Töfraboltinn. Þýðandi
Ellert Sigurbjörnsson. Þul-
ur Guðrún Alfreðsdóttir.
18.10 Ungir vegfarendur.
Fræðsluþáttur fyrir börn á
forskólaaldri, gerður i sam-
vinnu við Umferðarráð.
18.35 Mannslikaminn. 4. þátt-
ur. Næring og melting. Þýð-
andi og þulur Jón O. Ed-
wald.
18.50 Hlé.
20.00 Fréttir.
20.25 Veður og auglýsingar.
20.30 A stcfnumót við Barker
Flutningamaðurinn. Brezk-
ur gamanleikur með Ronnie
Barker i aðalhlutverki.
Þýðandi Jón Thor Haralds-
son. Leikurinn gerist i
Lundúnum á krýningardag-
inn árið 1937. Vailefjöl-
skyldan er að flytja, en hús-
móðirin ákveður að fara og
horfa á skrúðgöngurnar.
Aður en hún fer, felur hún
þjónustustúlkunni að gæta
hússins og flutningamanns-
ins, sem kominn er á vett-
vang.
20. 55 Nýjasta tækni og vis-
indi. Tilbúið loftslag. Meng-
un sjávar. Henri Mondor-
spitalinn, Listaverk- varð-
veitt meö kjarnorku. Um-
sjónarmaöur Ornólfur
Thorlacius.
21.20 Hugrakkar dætur.
(Daughters Courageous)
Bandarisk biómynd frá ár-
inu 1939. Aðalhlutverk John
Garfield, Claude Rains,
Jeffrey Lynn og Lane-syst-
ur. Myndin greinir frá mið-
aldra konu og dætrum henn-
ar fjórum. Eiginmaður
hennar hefur yfirgefið
heimilið fyrir nær 20 árum
og nú hefur konan i hyggju
að giftast gömlum fjöl-
skylduvini. En þá gerist ó-
væntur atburður.
23.05 Dagskrárlok.
\i?£va'rr>
INDVERSK UNDRAVERÖLD
Nýkomið: margar gerðir af fallegum
útsaumuðum mussum úr indverskri
bómull. Batik — efni I sumarkjóla. Nýtt
úrval skrautmuna til tækifærisgjafa.
Einnig reykelsi og reykelsisker I miklu
úrvali.
JASMtN
Laugavegi 133 (við Hlemmtorg)
fifcfHXBMSlfBlflfclR