Þjóðviljinn - 16.05.1973, Page 10

Þjóðviljinn - 16.05.1973, Page 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miftvikudagur 16. mal 1973 IJtgáfa tónverka Menntamálaráð tslands veitir á þessu ári 300 þús. kr. til útgáfu á islenzkum tónverk- um, einkum með hljómplötuútgáfu i huga. Umsóknir um fjárveitingu þessa sendist Menntamálaráði, Skálholtsstig 7. Menntamálaráð íslands AUGLÝSING Oskum að ráða ritara sem fyrst. Þarf að hafa mikla leikni i vélritun og vera vel að sér i islenzkri og enskri stafsetningu. Laun samkvæmt 15. launaflokki rikis- starfsmanna. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist blaðafulltrúa rikis- stjórnarinnar, Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg. F orsætisráðuney tið Æskulýðssamband íslands. heildarsamtök íslenzkrar œsku: Við teljum okkur skvlt að mótmæla Ályktun frá stjórn Æsku- lýðssambands islands til fjölmiðla Stjórn Æ.S.l. gerði á fundi sin- um 12.-5.-’73 eftirfarandi sam- þykkt: Við teljum okkur skylt að mót- mæla þvi að forseti Banda- rikjanna, R.M.Nixon,og forseti Frakklands, G. Poumpidou, komi hingað til lands, til viðræðna i boði islenzku rikisstjórnarinnar. Astæða þessarar afstöðu okkar er sú, að báðir þessir þjóðarleið- togar hafa brotið gegn siðferðis- vitund okkar og þvi teljum við það skyldu okkar að mótmæla, bæði okkar vegna, svo og vegna allra þeirra, sem látið hafa lifið, eða misst möguleikann til að lifa, beinlinis af völdum þessara tveggja manna. Rétt er að benda á að Frakkar eru nú, enn einu sinni, að fara af stað með kjarnorkusprengingar i andrúmslofti jarðar. Ekki uppi yfir fjöllum Frakklands, eða i landhelgi sinni. Nei, það verða ástralskar og ný-sjálenzkar konur, sem fá þann heiður i fram- tiðinni að ala börn sin vansköpuð. Það er náttúra og mannlif þess fólks, sem mun greiða fyrir kjarnorkutryggt öryggi Frakka. Á meðan Frakkar troða á lifs- hagsmunum fólks á suðurhluta jarðar, á meðan lifshagsmunum fólks i SA-Asiu er drekkt i sprengjum, eru islenzkir fjöl- miðlar uppfullir af lofi i garð þessara manna. 1 gegnum skin lotningin, stoltið yfir þvi að fá að hýsa þessa heimsfrægu menn. Það gleymist að við teljum okkur svo fræg að eiga lifshagsmuna- mál . Við skulum minnast þess að fulltrúar þessara tveggja stór- velda eru þekktir fyrir allt annað en stuðning sinn við smáþjóðir. Stjórn Æ.S.Í. skorar þvi á islenzka æsku að sýna samhug með þjóðum 3ja heimsins, með kröftugum mótmælum þegar þessir herramenn koma. F ramkvæmdast j óri — Þörungavinnsla Ungur maður með góða tæknilega eða við- skiptalega menntun og nokkra starfs- reynslu óskast i stöðu framkvæmdastjóra hjá fyrirhugaðri þörungavinnslustöð á Reykhólum við Breiðafjörð. Fyrsta árið er gert ráð fyrir búsetu i Reykjavik. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist fyrir 10. júni n.k. til: Undirbúningsfélags þörungavinnslu h.f. c/o Iðnaðarráðuneytið, Arnarhvoli FfLAG ÍSlEiZKRA HUdMUSTARMANNA útvegar yður hljóðfœraleikara og hljómsveitir við hverskonar takifæri Vinsamlegast hringið í 20255 milli id. 14-17 Höfum ávallt fyrirliggjandi allar stærðir skraut- hringja á hjólbarða, bæði alhvíta og hvíta meS svartri rönd. Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er. GÚMMfVINNUSTOFAN H.F. Skipholti 35 — Reykjavík — Sími 30688 Enn um undanþágur Alitsgerð Stýrimannafélags Islands um ástand og horfur vegna veitingar undanþága til skipstjárnar Stýrimannafélagi Islands hefir alllengi verið ljóst enda staðfest af umræðum og blaðaskrifum undanfarið, að algjört neyðar- ástand er rikjandi vegna skorts á næilega menntuðum skip- stjórnarmönnum á islenzka skipastólinn. Mjög slæmar horfur eru á að þetta ástand komist i betra horf i næstu framtið, að óbreyttu ástandi. Nokkrar staðreyndir benda til þess að heldur muni siga á ógæfuhlið á næstunni. Þar má nefna að áhugi fyrir námi til skip- stjórnar virðist fara minnkandi, Samgönguráðuneytið gefur hömlulaust út undanþágur i skjóli verkamannafélaga viðkomandi byggðarlaga, sem þannig stuðla sjálf að þvi að koma ekki skipum sinum á veiðar eftir nokkur ár. A farskipunum mun ástandið vera nokkru skárra en á fiskiskipun- um, þó er það svo að ekki er eins- dæmi að Samgönguráðuneytið veiti undanþágu til manna til að gegn stýrimannsstörfum á skip- um i utanlandssiglingum, sem alls enga skipstjórnarmenntun hafa hlotið og i einu tilviki til pilts, sem ekki hefir náð lámarks- aldri, sem lög um atvinnuréttindi skipstjórnarmanna ákveða um þá menn, sem uppfylla þó allar aðrar kröfur, er atvinnuskirteini krefst. Þá eru og dæmi til að einn og sami maður hafi fengið undan- þágur til að vera stýrimaður og vélstjóri yfir sama timabil. Þetta sýnir bezt hversu gegndarlausar og eftirlitsiausar undanþágu- veitingar ráðuneytisins hafa verið og er dæmigert fyrir þann hugsunarhátt, sem þar rikir, og það sjálfdæmi, er ráðuneytið hefir tekið sér i þessum efnum. Áður en skipaflotinn verður meira og minna bundinn vegna þessa sjálfskaparvitis, skal Landsambandi isl. útvegsmanna og öllum öðrum er hagsmuna hafa að gæta eindregið bent á aö bindast samtökum um tölulega úttekt á ástandinu. Ljóst þarf að vera, hve marga skipstjórnar- menn vantar nú á flotann, hver aukningin verði, t.d. i næstu fimm ár, og þar með hve margir réttindamenn þurfa að koma að útgerðinni á næstu árum. Að könnun þessari lokinni ættu þessir aðilar að leita til stjórn- valda um mótun á raunhæfum úr- lausnum til aö leysa vandann og manna rétt skipastól fram- tiðarinnar. Nemendur Stýrimannaskólans hafa lýst tillögum sinum um undanþáguveitingar. Af raunsæi hafa þeir gert þessar tillögur þvi þeim er ljóst, að svo langt hefir verið gengið i þá átt að brjóta niður nauðsynlega aðsókn að Stýrimannaskólanum, að mörg ár mun taka að koma málinu i rétt horf. Félög skipstjórnarmanna hafa ekki á undanförnum árum viljað skrifaðar reglur um undanþágu- veitingar, en hafa fengið loforð um hömlur á undanþágur frá ráðuneytinu, en flest þessara loforða hafa ekki verið efnd. jókst um Aðalfundur Kaupfélags Eyfirð- inga var haldinn i Samkomu- húsinu á Akureyri 9. og 10. mai. Rétt til fundarsetu hafði 201 full- trúi frá 24 félagsdeildum, auk stjórnar félagsins, kaupfélags- stjóra og endurskoðenda. Auk þess sátu fundinn ýmsir gestir og allmargir starfsmenn. 1 fundarbyrjun minntist for- maður félagsins, Hjörtur E. Þórarinsson, Vilhjálms Þór, sem var kaupfélagsstjóri hjá KEA árin 1924 — ’39 og lézt á s.l. ári. Fundarstjórar voru kjörnir Sigurður Jósefsson bóndi Torfufelli og Tryggvi Helga- son form. Sjómannafélags Akur- eyrar, en fundarritarar þeir Jón Stefánsson Dalvik og Jóhannes Sigvaldason Akureyri. Formaður félagsins flutti skýrslu stjórnarinnar fyrir liðið ár. Bar hún með sér, að fjár- festingar félagsins á árinu höfðu numið rúml. 70 milj. króna i fast- eignum, vélum og munum. Kaupfélagsstjórinn, Valur Arn- þórsson, las reikninga félagsins og gerði ýtarlega grein fyrir rekstri þess. Heildarvörusala féiagsins og fyrirtækja þess á inn- lendum og erlendum vörum, þegar með eru teknar út- flutningsvörur, verksmiðjufram- leiðsla og sala þjónustufyrir- tækja, jókst um 18,9% úr 2225 milj. króna i 2645 milj. króna. Fjármunamyndum félagsins, þ.e. afskriftir, flýtifyrningar og Allir aðilar, sem mál þetta snertir, verða að gera sér ljóst að kröfur til skipstjórnarréttinda eru i öllum tilvikum lámarks- kröfur. Núverandi skipakostur og skip framtiðarinnar auka stöðugt þær kröfur, sem gera verður til skipstjórnarmanna. Allir aðilar verða að leggja sinn skerf til þess, aö mennta næga skipstjórnar- menn til lausnar þessum vanda, og snúa núverandi óheillastefnu uppi markvisst uppbyggingar- starf fyrir framtiðina. 18,9% ágóði, nam á árinu rúmum 52 milj króna. Aðalfundurinn samþykkt að úthluta og leggja f stofnsjóð félagsmanna 2% af ágóðaskyldri úttekt þeirra á árinu og 4% af úttekt þeirra i Stjörnuapóteki. í Menningarsjóð KEA var sam- þykkt að leggja 250.000 kr, — auk þess sem Menningarsjóður fær rekstrarafgang Efnagerðarinnar Flóru, sem nam 250.291,- kr.á sl. ári. Erlendur Einarsson, forstjóri Sambands ísl. samvinnufélaga, flutti framsöguræðu um fjárhags- lega uppbyggingu samvinnu- hreyfingarinnar en fjörlegar umræður urðu siðan um málið. Or stjórn félagsins áttu að ganga Sigurður O. Björnsson Akureyri og Jón Jónsson Dalvik. Sigurður var endurkjörinn en i stað Jóns, sem baðst eindregið undan endurkosningu, var kosinn Jón Hjálmarsson bóndi Villinga- dal, báðir til þriggja ára. Vara- formaður i stjórn til tveggja ára var kosinn Sigurður Jósefsson bóndi Torfufelli. Endurskoðandi var kosinn Ragnar Steinbergsson hrl. Varaendurskoðandi var endurkjörinn Steingrimur Bern- harðsson bankastjóri. Jóhannes Óli Sæmundsson var endur- kjörinn til þriggja ára i stjórn Menningarsjóðs og i varastjórn sjóðsins var kosinn Jóhannes Sig- valdason ráðunautur Akureyri. Að siðustu voru kjörnir 15 fulltrúar á aðalfund Sambands isl. samvinnufélaga. Kaupfélag Eyfirðinga: Heildarvörusalan

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.