Þjóðviljinn - 16.05.1973, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 16.05.1973, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 16. mai 1973 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Golf Ragnhildur með nýtt íslandsmet í 1500m. hlaupi Ragnhildur Pálsdóttir, hin frábæra iþróttakona, dvelst um þessar mundir við æfingar og keppni i Englandi, og um siðustu helgi setti hún nýtt fs- landsmet i 1500 m hlaupi, hljóp á 4:54,6 min. Eldra metið átti hún sjálf, 4:57,7 min., svo hér er ekki um neina smá bætingu að ræða. Metið var sett á móti i Wolverhampton. Ragnhildur Ársþing HSÍ háð 2. júní Svo sem kunnugt er, var á siðasta ársþingi Handknattleiks- sambandsins samþykkt, að fram- vegis skyldi ársþingið haldið á vorin að loknu keppnistlmabili, fyrir lok júnimánaðar. Var þetta gert til að betri tími fengist til undirbúnings og skipulagningar næsta keppnistimabils. Samkvæmt þessu verður árs- þing Handknattleikssambands islands haldið laugardaginn 2. júni n.k. og hefst kl. 9.30 I Féiags- heimilinu á Seltjarnarnesi. Næstu stjórnar HSI biður vissu- lega erfitt verkefni sem er skipu- lagning næsta keppnistimabils. Þá fer saman undankeppni HM, og ef islenzka landsliðið kemst áfram i lokakeppnina, sem fram fer i lok febrúar og byrjun marz næsta ár, þarf að taka hana með i reikninginn þegar Islandsmótinu verður raðað niður. Siðast þegar við tókum þátt i HM og siðan i OL i fyrra varð mikið um árekstra milli lands- Framhald á bls. 15. Komnir heim frá Skotlandi Nýlega fór til Skotlands 120 manna hópur golfáhuga- manna sem dvaldist þar I 9 daga við golfiðkanir, rétt hjá Edinhorg. Þar eru vellir löngu orðnir grænir og góðir, og höföu þessir kylfingar mjög gott af þeirri æfingu sem þeir fengu þarna, en keppni hér heima er nú að byrja fyrir al- vöru. Hópurinn kom heim um siðustu helgi ánægður mjög með ferðina. Fjölgaði úr 9 í 50 Þorvaldur Ásgeirsson golf- kennari var nýlega á Horna- firði til að aðstoöa þá golf- áhugamenn sem fyrir eru á staðnum, en þeir munu hafa verið 9 þegar Þorvaldur kom. En áhuginn á golfi óx hröðum skrefum mcðan Þorvaldur stóð við þar eystra, og áður en hann fór voru þeir orðnir 50 sem vildu iðka golf. Aðstaða á Hornafirði var ekki sem bezt, en nú mun vera kominn þar 9 holu völlur sem Þorvaldur átti þátt i að útbúa fyrir Hornfirð- I inga. 74 þátttakendur 1 badmintonm. UMSK Það er ciginlega alveg sama hvaða iþróttagrein UMSK tekur fyrir, alltaf verður gróskan söm og jöfn, og eiga forráðamenn þessa sambands sannarlega heið- ur skilinn fyrir dugnað sinn. Nú nýlega fór fram badmintonmót UMSK,og voru 74 þátttakendur i mótinu sem þætti gott i sjálfu ís- landsmótinu. Mótstjóri var Einar Jónsson fyrrum formaður BSÍ. Keppendur voru 30 i einliðaleik karla, 14 pör i tviliðaleik, 4 i ein- liðaleik kvenna, 2 pör i tviliðaleik kvenna og 4pör i tvenndarkeppni. Mótið var útsláttarkeppni. Orslit urðu sem hér segir: I ein- liðaleik karla sigraði Haraldur Erlendsson Breiðabilki, i tiliða- leik karla sigruðu þeir Jón Guð- mundsson og Sigurður Árnason Gróttu, sigurvegari i einliðaleik kvenna varð Hrefna Ingimars- dóttir, en i tviliðaleik sigruðu þær Hrefna og Emma Kristjánsdóttir. Þá var komið á tvenndarleik og þar urðu sigurvegarar Emma Kristjánsdóttir og Kjartan Páls- son Gerplu. Badminton nýtur orðið mjög mikilla vinsælda á svæði UMSK og er iðkað af 5 félögum á sviðinu. s ; « m \<( m X n 1 P í Æ 9 í * m ... '»■ / 1 pl Ipr i Frá UMSK-mótinu i badminton Sigurlaun j&Rf. f0*®* ^ ^VVRB Hann er ekkert sérstaklega litill „Litii bikarinn” sem Guðni Kjartansson fyrirliöi IBK heldur hér á að loknum leik IBK og FH I Litiu bikarkeppninni sl. sunnudag, en með 5:0 sigri yfir FH haföi IBK sigrað i LB. A bak við Guðna má sjá Jón ólaf, Steinar marka- kóng, Einar Gunnarsson og Gunnar Jónsson. s w Hver vill hand* knattleiksmót? Stjórn Handknattleikssam- bands tslands hefur ákveðið að tslandsmótiö i útihandknattleik karla fari fram á timabilinu 4. júli til 20. júli og nú vantar bara ein- hvern sem hefur hug á að halda handknattleiksmót. Ef einhver hefur áhuga á þvi, þá ætti sá hinn sami að snúa sér til stjórnar HSt fyrir 26. mai n.k. Þá er ákveöiö að útimót kvenna fari fram i ágústmánuði, og það er alveg sama sagan þar; það vantar einhvern til að halda það mót. Og þeir sem hafa áhuga á að halda mótið eru beðnir að snúa sér til HSt fyrir 26. mai,og athuga verður að kvennamótinu fylgir einnig tslandsmót 2. fl. kvenna. Umsjðn: Sigurdór Sigurdórsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.